Alþýðublaðið - 16.05.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 16.05.1972, Side 3
RUDDUM í OKKUR NÆR 8 PUNDUM SMJÖRS FÆÐINGARSTAÐUR JÓNS llúsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn hafa nýlega borist að gjöf frá Landmælingum tslands tvö tíkön af llrafnseyri við Arnar- fjörð, fæðingarstað forsetans. Ennfremur myndir og kort af staðn- um, sem miða að þvi að gefa scm réttastar upplýsingar um útlit og húsaskipan á staðnum á þeim tima, er Jón Sigurðsson ólst þar upp. Bæði likönin, kortin og myndirnar eru hinir merkustu gripir, sem væntanlegu safni Jóns Sigurðssonar i húsi hans er mikill fengur að. Hér er mynd af nokkrum hluta af öðru likaninu. Sérhver islendingur pundaði í sig nær átta kilóum af smjöri á siðastliðnu ári, eða mjög svip- uðu magni og aðrir Norður- landabúar. Þetta kom fram á fundi mjólkursamlagsstjóra á Hótel Sögu nú fyrir helgina. Með smjörlikinu varð feitmetisskamturinn um 20 kiló á mann. Til fundarins var boðað af Osta- og smjörsölunni og Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Óskar H. Gunnarsson, for- stjóri Osta- og smjörsölunnar, upplýsti f skýrslu, sem hann gaf fundinum, að útsöluverð á smjöri væri svipað hér og i Noregi og Danmörku, eða 160- 170 krónur pr. kíló. Þá kom fram i skýrslu hans, að ostasala jókst nokkuð siðast- liöiö ár og varð um fimm kiló á hvern islending. Þetta er svipuð neyzla og i Bretlandi, en þremur til fjórum kílóum minna en á hinum Norðurlöndunum. i vetur hefur ostur verið flutt- ur i tilraunaskyni til Tékkósló- vakiu og Japan. GULLSAFN Á SÝNINGU Klúbbur Skandinaviusafnara heldur frimerkjasýningu i Nor- ræna húsinu dagana 19. 20. og 22. þ.m., sem nefnist „Norden- 72”. Er þetta samnorræn sýning til að minnast 5 ára afmælis klúbbsins og þess, að 100 ár eru liðin frá því að opnuð voru 2 fyrstu pósthúsin á islandi. Meðal efnis á sýningunni verður safn Holger Philipsen af elztu flugbréfum i heimi, frá 1808, þegar brezk herskip lok- uðu Stóra Belti og Johan Peter Colding flaug yfir sundið i Ballón. Eru þetta bréf úr Ríkis- skjalasafninu danska og hlaut þetta safn gullverðlaun á al- þjóðlegri sýningu i Sofia. Þá sýnir Roger A. Swanson frá Chicago bezta safn bréfa frá herpósthúsum á islandi, sem þekkt er. Hann á auk þess eitt bezta islenzkt frimerkjasafn i einkaeigu, sem þekkt er i heim- inum i dag. íslenzka deildin er stærst á sýningunni og verða þar sýnd að mestu söfn, sem ekki hafa áður sézt á sýningum hérlendis, en" mörg hver unnið fjölda verð- launa viðs vegar um heim. Klúbbur Skandinaviusafnara varð 5 ára i águst sl. Er hann aðili að alþjóðasam tökum slikra klúbba, en núverandi stjórn hans skipa: Sigurður II. Þorsteinsson, formaður, Sigfús Gunnarsson ritari og Aðalsteinn Sigurðsson, gjaldkeri. SKÁKIN í SKOLUNUM Skákkeppni gagnfræðaskól- anna i Reykjavík á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur og Taflfélags Reykjavikur er ný- lokið. Ellefu skólar mættu til leiks, með 15 sveitir. Lauk skákmótinu á þann veg, að i eldri flokki sigraði sveit Gagnfræðaskóla Austurbæjar með 12 1/2 vinning. i öðru og þriðja sæti voru Hagaskóli og Vogaskóli með 8 vinninga hvor. i yngri flokki sigraði sveit Hagaskóla meö 30 vinninga, en Iivassaleitisskóli var i öðru sæti með 24 vinninga. TONLISTIN í GARÐAHREPPI Vorhljóm leikar Tónlistar- skólans i Garðahreppi fóru fram sunnudaginn 7. mai i Gagn- fræðaskólanum við Lyngás. Lauk þar með IX. starfsári skólans. Þar koinu fram fjölmargir nemendur. Einnig lék hljóm- sveit skólans nokkur lög við góðar undirtektir. Hvert sæti var skipað i saln- um. Kennarar voru átta i vetur Skólastjóri er Guðmundur Norðdahl. FLUGIÐ Alþjóðasamband flugumsjón- armanna, IFALDA, hélt 10. árs- þing sitt i Róm dagana 24. og 25. april. Fulltrúar Félags flugumsjón- armanna tsland voru Ingimar Ingimarsson og örn Eiriksson. TÓK 8000 SMÁBLEIKIUR UR MEÐALFELLSVATHI Vegna mikillar samkeppni smábleikju og urriða um fæðu i Meðalfellsvatni hefur Veiðimála- stofnunin neyðzt til að fækka smábleikjunni I vatninu og siðast liðinn hálfan mánuð hefur stofn- unin látið veiða hvorki fleiri né færri en 8000 stykki i net þar. i viðtali við Alþýðublaðið i gær sagði Jón Kristjánsson hjá Veiði- niálastofnuninni, að hann hefði kannað vatnið og komizt að þeirri niðurstöðu, að fækka þyrfti smá- bleikjunni i vatninu vegna harðn- andi samkeppni hennar og urrið- ans. Urriðinn væri aðalfiskurinn i Vatninu, en smábleikjan væri hins vegar tiltöluiega verðlaus fiskur og þvi hefði þessi leið verið farin. Samkvæmt athugunhefði komið i Ijós, að urriðinn væri mun rýrari af þessum sökum. „Þetta hefur staðið urriðanum fyrir þrifum”, sagði Jón og bætti þvi viö, að smábleikjan væri litið veidd og f jölgaöi sér ört og væri á vissan hátt hindrun fyrir urrið- ann. Gizkaði Jón smábleikjumagniö i vatninu vera að likindum 50-100 þúsund stykki, og væri ráðgert að gera sams konar aðgerðir i haust. Um það hvort ástandiö gæti verið svipaö i öðrum vötnum sagði Jón, að það væri hugsan- legt. 200 ÞINGMENN ARITUÐU BÓKINA EN... SOVÉTLÖGREGLAN SAT FYRIR FERM- INGARGJÖFINNI Brezki þingmaðurinn Greville Janner skýrði frá þvi á sunnudag- inn, að sovézk yfirvöld hafi Iagt hald á cintak af bænabók gyð- inga, sem send var sem fermingargjöf til 13 ára gamals pilts i Sovétríkjunum. Bók þessi var að ýmsu ieyti óvenjuleg. Þvi i hana höföu ritað nöfn sin Edward Heath, forsætis- ráðherra Breta, Harold Wilson fyrrum forsætisráðherra og 200 brezkir þingmenn. Bókin var send llugleiöis til Moskvu fyrir nokkru, og átti að vera fermingargjöf til Leonids Slepak, sonar visindamannsins Vladimirs Slepak. Þegar faðir piltsins kom út á flugvöll að ná i bókina var hann kallaður inn á skrifstofu toll- varðarstjórans. Þar var hins veg- ar komizt að þeirri niðurstööu að bók þessi fengi ekki að fara inn i landið. Janner sagði á blaðamanna- fundi að hann gæti ekki skiliö að bænabók, með nöfnum brezkra þingmanna og helmings skugga- ráðuneytisins, send sem persónu- leg gjöf til barns, gæti talizt liættuleg i menningarlandi. Hann skýrði einnig frá þvi að fjölskylda Slepaks væri undir stöðugu eftirliti sovézku öryggis- lögreglunnar (KGB) eftir að Vladimir Slepak var sagt upp starl'i sem forstöðumanni rann- sóknarstofu, er hann sótti um leyfi til að flytja til Israel. JÖN FÉKK ÁLYKTUN í „AFMÆLISGJÖF” „Þctta varbezta afmælisgjöfin, sem ég gat fengið”, sagði Jón Sigurðsson forseti Sjómannasam- bandsins i viðtali við Alþýðublað- ið i gær um samþykkt, sem full- trúar frá Alþjóðasambandi flutn- ingaverkamanna, brezka flutn- ingaverkamannasambandinu og þvi þýzka, gerðu um landhelgis- málið á föstudaginn, en einmitt þann dag álti Jón sjötugsafmæli. Viðræður við fulltrúana kvað Jón hafa verið mjög árangursrik- ar og samþykktin sjálf væri raun- verulega það fyrsta jákvæða, sem gerzt hefði í landhelgismálinu hingað lil. i samþykktinni felst viljayfir- lýsing þess efnis, að allt veröi gert til þess að koma i veg fyrir árekstra vegna fyrirhugaðrar út- færslu landhclginnar. FuIItrúar félaganna urðu sam- mála um, „að það sé mjög árið- andi, að ráðstafanir séu gerðar til þess að koma i veg fyrir árekstra 1. september 1972 eða siðar. An þess að taka afstöðu til grundvall- arviðhorfa þeirra rikisstjórna, sem hlula eiga að máli, viljum við leggja mjög rika áherzlu á nauð- syn þess, að bráðabirgðarráð- stafanir vcrði gerðar. Samkomu- lag varð um, að hvert félag fyrir sig gerði það sem i þess valdi stæði til að fá rikisstjórn lands sins til að kalla saman,- svo fljótt, sem verða mætti - sameiginlega ráðstefnu fulltrúa þessara þriggja landa með hagsmunaað- ilum frá verkalýðsfélögum og vinnuveitendum i fiskiðnaði, sem beinna hagsmuna hafa að gæta, ásamt fulltrúum rikisstjórna, og viðeigandi visindamönnum og sérfræðingum, sem ráðgefandi um hugsanlegar bráðabirgðaráð- stafanir, sem mundu gilda eftir 1. sept. 1972. „HOSS” ER LÁTINN I)an Blocker, einn aðalleikenda i s jón v arps my nda i'lok knu m BONANZA lézt í fyrradag aðeins 43 ára að aldri. Banamein hans var það að æð stíflaðist i lunga. Kona hans og börn voru viðstödd er hann lézt. Hann kenndi óþæg- inda fyrir brjósti og var þá fluttur á sjúkrahús, þar sem hann hafði fáum vikum áður gengið undir uppskurð af öðrum ástæðum. Dan Blocker var orðinn heims- þekktur vegna hlutverks sins sem Iloss i Bonanza þáttunum. LOKADAGUR HJÁ AFLAKÓNGI Binni i Gröf, hinn þjóðkunni aflakóngur lézt á sjúkrahúsinu I Vest- mannaeyjum daginn fyrir lokadag 68 ára að aldri. Sem kunnugt er féll Benóný Friðriksson, en það hét hann fullu nafni, i höfnina i Eyjum þann 30. april og hafði hann legið I sjúkra- húsinu siðan. Þriöjudagur 16. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.