Alþýðublaðið - 16.05.1972, Qupperneq 10
Aætlunargerð um hús
tannlæknadeildar Háskóla Islands
ARKITEKTAR -
VERKFRÆÐINGAR
í ráði er að hefja á næsta ári byggingu
húss fyrir tannlæknakennslu við Háskóla
íslands.
Undirbúningsnefnd lækna- og tannlækna-
kennsluhúss við háskólann hefur fengið
sem ráðgjafa brezka arkitektastofu,
Llewelyn-Davies Weeks Forestier-Walker
& Bor i London.
Rýmisáætlun ráðgjafanna gerir ráð fyrir
2038 fm gólffleti nettó á 3 hæðum fyrir
tannlæknakennsluna, sem er fyrsti áfangi
stærri byggingasamstæðu (alls um 5800
fm), sem rúma á kennsluaðstöðu i
grundvallargreinum læknisfræðinnar auk
tannlæknakennslunnar. Siðar bætast við
fyrirlestrarsalur og bókasafn.
1 samráði við rektors embætti háskólans
er með auglýsingu þessari leitað sam-
bands við arkitekta og verkfræðinga, sem
tekið geta að sér áætlunargerð við ofan-
greinda byggingu, þ.e. eftirgreinda þætti i
undirbúningsvinnu að verklegri fram-
kvæmd, sbr. lög nr. 63/1970 um skipan
opinberra framkvæmda:
Fullnaðaruppdrættir og tæknileg verk-
lýsing, skrá um efnisþörf, nákvæm
kostnaðaráætlun um verkið og tima- og
greiðsluáætlun um framkvæmd þess.
Stefnt er að sem styztum undirbúnings-
tima og er þvi nauðsynlegt að ná saman
nokkuð stórum samstilltum hópi til lausn-
ar verkefninu.
Aðilar þurfa að hafa skilað skriflegri
greinargerð fyrir 23. mai n.k. og eru nán-
ari upplýsingar veittar hjá framkvæmda-
deild Innkaupastofnunar rikisins,
Hverfisgötu 113, 4. hæð, dagl. kl. 13—14.
Framkvæmdadeild
Innkaupastofnunar ríkisins
Vo I ks wagene i gendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skpholti 25. Simar 19099 og 20988.
SVANHVÍT SIGMUNDSDÚTTIR
THORLACIUS - MINNING
Alþýðuflokkurinn hefur átt þvi
láni að fagna að njóta starfs-
krafta margra manna og kvenna,
sem hafa haft svo sterka trú á
þeim hugsjónum, er flokkurinn
hefur barizt fyrir, að stundirnar,
sem varið hefur verið i þágu
þeirra, hafa aldrei verið taldar.
Ein þeirra kvenna, sem þetta á
við um i rikustum mæli, var
Svanhvit Thorlacius. Hún var
löngum i forystuliði Kvenfélags
Alþýðuflokksins og formaður
þess um skeið, auk þess sem hún
átti sæti i flokksstjórn Alþýöu-
flokksins.
Svanhvit Thorlacius var að
mörgu leyti óvenjuleg kona. Hún
var virðuleg og hógvær. Hún lét
ekki mikið yfir sér. Hún notaði
ekki stór orð eða þung. En engu
að siður var alltaf hlustað á það
sem hún sagði. Og það var ekki
aðeins hlustað, heldur einnig tek-
ið tillit til þess. Menn fundu, að
hjá henni fylgdi jafnan hugur
máli. Hún sagöi aldrei neitt það,
sem hún vissi ekki sjálf, að var
satt og rétt, hún túlkaði aldrei
nema þá skoðun, sem hún trúði á.
Einlægni hennar og heilsteyptur
hugur reyndust sterkari rök en
mörg orð og stór. Þess vegna
hafði hún mikil áhrif. Hún hafði
þau i skjóli göfugrar lundar og
fágaðrar framkomu.
Svanhvit Thorlacius var ein
þeirra, sem ekki höfðu lært að að-
hyllast jafnaðarstefnu og hug-
sjónir hennar um betra mannlif
og fegurri veröld. Það var eðli
hennar, að stefna ætti i þá átt.
Kennisetningar og fræðikenning-
ar voru henni áreiðanlega ekki
hugleiknar. Það var hugur góðr-
ar, greindrar og menntaðrar
konu, sem visaði henni þann veg,
sem hún gekk i félagsmálum.
Hún var áhugasöm um málefni
kvenna. En mestan áhuga hafði
hún á þv-i, að öllum, sem standa
höllum fæti, væri rétt hjálpar-
hönd, að allir ættu þess kost að
njóta sem beztrar menntunar og
öðlast sem mesta hamingju. Hún
stuðlaði að framgangi margs
góðs máls með starfi sinu að fé-
lagsmálum á ýmsum sviðum.
Hún ætlaðist áreiðanlega aldrei
til þakklætis fyrir neitt það, er
hún gerði. Hún var ein i hópi
þeirra, sem var það nóg að sjá
árangur verka sinna. Það var
henni sönn gleði.
Minning slikra kvenna lifir
lengi. Þær eru öðrum fögur fyrir-
mynd.
Gylfi Þ. Gislason.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að frú Svanhvit
Thorlacius sé dáin og horfin, þvi
hún var þannig gerð, að við sem
þekktum hana vel vildum æfin-
lega og i öllu hafa hana sem næst
okkur.
Það er ekki ofmælt að frú Svan-
hvit var góð kona i þess orðs
fyllstu merkingu.Húnvar háttvis
og nærgætin i allri framkomu,
sönn og góðviljuð. Auk þess var
hún vel gefin og frið sýnum.
Ég minnist með þakklæti
margra ára samvinnu okkar i
Kvenfélagi Alþýðuflokksins i
Reykjavik. Ég vissi vel, að frú
Svanhvit hafði jafnan stórt heim-
ili að annast, en hún bar yfirleitt
aldrei fyrir sig annriki, heldur
var reiðubúin að leggja fram
krafta sina til stuðnings hverju
þvi málefni, er félagið beitti sér
fyrir. Og það var gott að leita til
hennar, þvi hún var samvinnu-
þýð, úrræðagóð og lofaði aldrei
meiru en hún gat efnt.
Frú Svanhvit var mikil Alþýðu-
flokkskona og aldrei traustari en
þegar á móti blés. Þessi eftir-
lætislausa og i eðli sinu hlédræga
kona bjó yfir meiri félagslegum
þroska og skilningi á vandamál
um liðandi stundar en margir
þeir, er hafa sig meira iframmi.
Æfilangt tel ég mér það ávinn-
ing að hafa kynnst slikri konu,
sem Svanhvit var. Ég kveð hana
meö þökk og söknuði.
Hér eftir mun mer pyKja jaín
væntum minningu hennar og mér
fyrr þótti um hana sjálfa.
Soffia Ingvarsdóttir.
Mig langar til að skrifa nokkur
orð til minningar um hana Svan-
hviti frænku. Ég man vel eftir
þegar hún fæddist og fylgdist með
henni meðan hún var að alast
upp, þvi mikill samgangur var
milli heimila okkar. Faðir hennar
lézt snemma svo það kom i hlut
móðurinnar að mestu leyti að ala
upp börnin. Þau voru sex talsins
systkinin, þar af einn bróðir sem
dó ungur. Það var alltaf indælt að
koma og heimsækja þessa fjöl-
skyldu og móðir Svönu var okkur
mjög góð. Alltaf var gott að hitta
Svönu vegna þess að hún var svo
hýr, maður komst i gott skap
jafnvel þó illa hefði legið á manni
fyrir. Létta skapið og brosið góða
entust henni svo gegn um allar
likamlegu þjáningarnar þessa
siðustu lifdaga. Þegar ég heim-
sótti hana nokkrum dögum fyrir
andlátið reyndi hún að bregða
upp léttu hjali likt og áður fyrr
þegar við hittumst allar frænk-
urnar.
Fyrir 29 árum giftist Svanhvit
eftirlifandi manni sinum, Finni
Kristjánssyni rafvirkjameistara,
og var þeirra hjónaband það
bezta sem ég hef þekkt.
Við systkinin sendum Finni og
föður hans, börnum Finns og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur i þessari miklu
sorg.
En Frelsarinn gaf okkur fyrir-
heit um eilift lif, handan landa-
mæranna lifir Svana þó hún hafi
yfirgefið jarðlifið, og nú kvelst
hún ekki lengur.
Minningin um hana lifir lika
hér, minningin um góða konu sem
öllum var hugstæð, minningin um
hana Svönu frænku.
Fyrir mina hönd og systkina
minna
Guðný Richter.
Kveðja frá Kvenfélagi Alþýðu-
flokksins i Reykjavik.
Nú, þegar frú Svanhvit
Thorlacius er látin, er mér bæði
ljúft og skylt að minnast góðs fé-
laga okkar og fyrrverandi for-
manns fyrir hönd Kvenfélags Al-
þýðuflokksins i Reykjavik.
Svanhvit unni hugsjónum jafn-
aðarstefnunnar frá upphafi og
gekk i Kvenfélag Alþýðuflokksins
i Reykjavik árið 1950. Hún valdist
snemma til trúnaðarstarfa fyrir
félagið og Alþýðuflokkinn, var
m.a. gjaldkeri kvenfélagsins i
mörg ár og formaður frá 1967 til
1971. Hún átti sæti i stjórn Full-
trúaráðs Alþýðuflokksins i
Reykjavik, var i flokksstjórn A1
þýðuflokksins, sat á mörgum
flokksþingum, átti oftar en einu
sinni sæti i uppstillinganefnd
flokksins við kosningar: var full-
trúi á landsfundum Kvenrétt-
indafélags Islands, aðalfundum
Bandalags kvenna i Reykjavik og
á þingum Kvenfélagasambands
Islands. Siðast en ekki sizt skipaði
Svanhvit verðugan sess sem full-
trúi kvenfélagsins á framboðs-
listum Alþýðuflokksins við marg-
ar borgarstjórnar- og alþingis-
kosningar.
Með Svanhviti er genginn góður
og gegn jafnaðarmaður. Hún var
með afbrigðum vel látin innan fé-
lagsins, enda var hún einlæg og
sönn og framkoma hennar mótuð
af meðfæddri ljúfmennsku og
jafnaðargeði. Hún hafði til að
bera fegurð og hreinleik jafnt
innra sem ytra.
Við, sem eftir stöndum i Kven-
félagi Alþýðuflokksins i Reykja-
vik, sjáum nú á bak góðum og
gegnum samherja, sem okkur
þótti öllum vænt um og bárum
virðingu fyrir. Hörmum við frá-
fall hennar, enda verður skarð
hennar vandfyllt.
Ég undirrituð stend persónu-
lega i mikilli þakkarskuid fyrir
þann stuðning sem hún veitti mér
og það, sem hún miðlaði mér að
reynslu sinni.
Kvenfélag Alþýðuflokksins i
Reykjavik færir eftirlifandi eigin-
manni, börnum, barnabörnum og
öðrum aðstandendum, að ó-
gleymdum öldnum tengdaföður
hennar, sinar innilegustu sam-
úðarkveðjur á sorgarstund.
Kristin Guðmundsdóttir.
Utvarp
ÞRIÐJUDAGUR
16. maí
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir Tónleikar.
17.30 Saga frá Afríku: „Njagwc”
eftir Karen Herold Olsen.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Heimsmáiin.
21.15 Lög unga fólksins.
21.05 íþróttir. Jón Asgeirsson sér
um þáttinn.
21.30 Útvarpssagan: „Hamingju-
skipti” eftir Steinar Sigurjóns-
son.
22. Fre'ttir.
22.15 Veöurfregnir. Tækni og vis-
indi
22.35 Frá tónlistarhátið i
Bratislava s.l. haust.
23.00 A hljóðbergi. ’
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Smyglararnir.
21.10 Setið fyrir svörum.
Umsjónarmaður Eiður Guðn-
ason.
21.45 i lausamennsku. Bandarisk
fræðslumynd um lif landbúnað-
arverkamanna i Florida. Gerð-
ur samanburður á afkomu
þeirra og aðbúnaði nú og fyrir
tiu árum og leitt i ljós, að hrak-
smánarleg lifskjör þessa fólks
hafa litið sem ekkert batnað á
undanförnum árum. Þýðandi
Heba Júliusdóttir.
22.35 Ilagskrárlok.
©
Þriðjudagur 16. maí 1972