Alþýðublaðið - 21.05.1972, Side 1
Hún brosir — eins þótt nokkrar
tennur vanti, þvi hvað gerir til
þótt skörð sjáist úrþvi maður er á
þeim aldri þegar allt grær og
verður stöðugt fallegra og
fallegra — lika auðvitað tennurn-
ar? Og svo er pinulitið af freknum
á nefinu sem bara gera nebbann
enn sætari. . . .
Timabær spurning:
Hvers vegna eru fegurðar-
drottningar heimsins alltaf um
tvitugt? Af hverju eru þær ekki
valdar úr hópi fjögurra til átta
ára blómarósa? En á þeim árum
er kona langfegurst og
mest sjarmerandi.
Dýragarður eða
bifreiðaeftirlit?
Þegar engu er skeytt
um sár sem ekki grær,
getur hæglega farið svo
að þar hætti hinn reglu-
bundni frumuvöxtur og
hin kerfisbundna upp-
bygging vefja. Þá er op-
inn möguleiki til að nýr
vöxtur festi rætur,
hömlulaus, óreglubund-
inn og óæskilegur vöxtur
eins konar andefnis i lik-
amanum. Það er krabba-
mein, og þannig er
Bifreiðaeftirlit rikisins i
þjóðarlikamanum.
Eiginlega er það
merkilegt rannsóknar-
efni, að ein stofnun skuli
um svo langan tima, eins
og . reyndin hefur orðið,
hafa getað verið starf-
rækt á þann hátt og nán-
ast er hægt að likja við
öfugmælavisu. Ég minn-
ist þess ekki aö hata heyrt
einn einasta mann fara
fögrum orðum um þessa
stofnun, varla nokkrum
sæmilegum, jafnvel ekki
hlutlausum. Allir hafa
haft sömu söguna að
segja eftir viðskipti við
stofnunina. Kerfisleysið
sem kemur manni fyrir
sjónir inni i Borgartúni er
slikt, að meira að segja
Parkinslögmálið gæti
ekki hafa verið sniðið eft-
ir þvi.
Ég átti i gær þess kost
að eyða tvisvar sinnum
tiu minútum i stofnun-
inni, og þá rifjaðist það
upp að fyrri viðskipti
voru á svipaðan veg.
Þarna eru innan við af-
greiðsluborð eitthvað á
annan tug starfsfólks.
Annar eins fjöldi var fyrir
utan borðið, engin veru-
leg samskipti virtust milli
starfsfólksins og við-
skiptavinanna. Við-
skiptavinirnir húktu
flestir fram á afgreiðslu-
borðið og tvennt af-
greiðslufólksins sat and-
spænis þeim og mældi þá
út, rétt eins og maður
gæti imyndað sér apabúr
i dýragarði, og annar
hvor hópurinn væri dýrin.
Annað fólk rölti fyrir inn-
an borð, eins og verur i
framúrstefnuleikriti, án
sýnilegs takmarks eða
tilgangs.
Fyrri ferðin var farin
inn i eftirlit til að fá Y-
númer á bil, sem ný-
keyptur var á It-númeri,
og hafði viðkomandi þeg-
ar fyrir nokkrum dögum
lagt þangað öll tilskilin
gögn, eins og sölutilkynn-
ingu, veðbókarvottorð og
annað slfkt. En þetta virt-
ist við fyrstu tilraun ekki
heyra undir neinn starfs-
rhann. Þegar gjaldkeri og
fólkið tvennt, semmældiút
viðskiptavinina hafði ver-
ið spurt án þess að nokkur
svör fengjust, var reynt
að hafa samband við eitt-
hvað af verunum. Loks
tókst viðskiptavini, sem
var sömu erindagjörða
staddur þarna, að krækja
sér á eigin spýtur i bók,
sem hafði inni að halda
skrá yfir laus númer. I
þeirri skrá var þó ekkert
laust númer, og þegar
starfsmanni var bent á
það, gat hann ekkert gert
annað en staðfesta það.
Það var ekkert laust
númer. Og fjarrænt
augnaráð hans gaf til
kynna að honum þótti
þetta álika mikil tiðindi
og maður hefði fótbrotnað
i Vietnam.
Kannski um hádegið,
svaraði þá stúlka, sem
gegndi gjaldkerastörfum,
og sú ferð var þess vegna
farin.
Skemmst er frá þvi að
segja að um hádegið var
sama fólkið önnum, kafið
við sömu hlutina. Þetta
tvennt var enn að mæla út
viðskiptavinina, og vant-
aði nú ekkert nema
banana upp i annan hvorn
hópinn til að dýragarðs-
lýsingin væri fullkomin.
Og verurnar fyrir innan
borð reikuðú um svip-
aðra erindagerða og fyrr.
Ég hef heyrt að jafnvel
lögregluyfirvöldum þyki
nóg um gang þessarar
stofnunar, og þá munu ó-
teljandi dæmin um sér-
kennilegheit sem hljótast
af kerfileysinu. Til dæmis
er kona nokkur, sem seldi
bil fyrir þrem árum sið-
an. Allt gekk sinn vana-
gang og tók að sjálfsögðu
sinn ógnartima, eins og
viðskipti við þessa stofn-
un gera. En hún á i stöð-
ugum útistöðum við lögin,
þvi sá sem keypti bilinn
virðir umferðarlögin
frjálslega.
t fyrra sögðum við sögu
af viðskiptum ungra
manna við þessa stofnun
vegna bils sem þeir settu
saman. Sú saga endur-
speglaði ef til vill einna
bezt hvað er að gerast
innan þessarar stofnunar.
Það kom sem sé i ljós að
það sem einn sagði virti
annar að vettugi, en
aldrei var hægt að fá skýr
svör við nokkrum einföld-
um spurningum. Dag eft-
ir dag máttu þessir ungu
menn dvelja i stofnun-
inni, þvi alltaf kom eitt-
hvað nýtt til, en aldrei var
neinn þess umkominn að
segja til um hvað þyrfti
að gera til að billinn fengi
skoðun.
En eftir heimsóknina i
gær fannst mér tiltölu-
lega auðvelt að lýsa þess-
ari stofnun. Ég myndi
helzt lýsa henni eitthvað á
þessa leið:
„Séð hef ég köttinn
syngja á bók,
selinn spinna hör á rokk.
Skötuna elta skinn i brók,
skúminn prjóna smá-
bandssokk.”
SUNNUDAGUR 21. MAl 1972 — 53. ARG. 108. TBL.
o