Alþýðublaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 3
SVONAA GANGAST QSMADUM- LANDHI JÁRNARUSL 08 OLIU- LEIFAR í DYRHÓLAEY ÞOKKALEG SUPA! Það er viðar pottur brotinn en i Dyrhólaey (sjá frétt hér efra). Svona er svipurinn á menguninni hér i Reykjavikurhöfn. Auðvitað hrekkur sitthvað fyrir borð óvilj- andi i önn dagsins. En sjórinn er lika þvi miður ein stóreflis rusla- karfa i augum sumra manna — og þvi fer sem fer. JERFITT MAL' SEGIR TORFI Mikil landsspjöll hafa verið unnin á sunnanverðri Dyrhólaey. Járnleitarmennirnir sem undan- farin sumur hafa tekið járn úr Dynskógafjöru, höfðu bækistöð sina i sunnanverðri eynni, og er aðkoman þar sögð ljót. Ægir þar saman járnarusli og leifum af oliu. Flokkur þessi var undir stjórn sömu manna og nú leita gulls á Skeiðarársandi. Algengt er að ferðamenn komi i Dyrhólaey, og einn þeirra mörgu ferðamanna, sem var á þessum slóðum um hvitasunnuna, hafði samband við Alþýðublaðið i gær og lýsti aðkomunni þar. Hann sagði að járnleitarmenn- irnir hefðu gengið um landið af algjöru tillitsleysi. Á sunnanverðri Dyrhólaey, þar sem þeir höfðr bækist. sina, ægði saman tómum oliutunnum, virum og ryðguðu járnarusli. Greinilegt væri að þeir hefðu ekkert tekið til eftir sig þegar þeir yfirgáfu staðinn. Þá sagði sjónarvotturinn að i eynni væri mjög skemmtilegir hellar, manngengir. Hellar þessir væru nú allir útataðir i oliu, enda virtist svo sem leitarmennirnir hefðu notað þá fyrir oliugeymsl- ur. Tiðindamaður blaðsins hélt samtað ekki þyrftiaðtaka langan tíma að hreinsa-járnið og annað rusl af svæðinu, en hins vegar mundi gróðurinn verða nokkur ár að jafna sig eftir oliuna. Blaðið hafði samband við Eystein Jðnsson formann Náttúru- verndarráðs i gær og innti hann eftir þvi, hvort ráðinu hefði borizt kæra vegna þessa máls. Ekki vissi Eysteinn til þess, en kvaðst mundi sjá til þess, að það yrði eitt af fyrstu verkefnum nýs fram- kvæmdastjóra ráðsins að athuga þetta mál. Hann mundi væntanlega hafa samband við náttúruverndarráð viðkomandi héraðs, en undir það heyrir málið, og það er i þess verkahring að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið. HÚSEIGENDA- FÉLAG Nýkjörin stjórn Hús- eigendafélags Reykjavikur er þannig skipuð: Formaður er Þorsteinn Júli- usson, en með honum i stjórn eru Páll S. Pálsson, hrl., Leif- ur Sveinsson, lögfræðingur, Alfreð Guðmundsson for- stöðumaður, örn Egilsson, framkvæmdastjóri. Skrifstofa félagsins er að Bergstaðastræti ll.Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, veitir henni forstöðu. Þar eru meðal annars veittar upplýsingar um réttindi hús- eigenda, og veitt lögfræðileg aðstoð. Hann viss Það getur verið slæmt að hafa ekki fullt yfirlit yfir hvað maður á. Þannig fór fyrir heildsala hér i bænum, sem varð fyrir þvi aðfararnótt siðastliðins mánu- dags að brotizt var inn hjá honum. Blöðin sögðu frá þessu og var talið, að þjófurinn hefði komizt i burtu með eitt útvarpstæki og eitthvert smáræði. Málið er nú upplýst, og kom i ljós, að þjófurinn hafði stolið meðal annars niu ávisanaheftum, allskyns snyrtivörum, s.s. ilm- vötnum, snyrtikremi, augn- skuggum þremur til fjórum kartonum af Dunhill-vindlum og svo ýmsu öðru. — Þetta er erfitt mál, eins og raunar er eðlilegt, þar sem það er á byrjunarstigi, en það gerir það enn erfiðara, að stýrimenn hafa klofið sig út úr félaginu, eftir að aðrir yfirmenn hafa samið, sagði Torfi Hjartarson, sáttasemjari rikisins, er fréttamaður Alþýðu- blaðsins innti hann eftir stöðunni i kjaradeilu stýrimanna i gær. Verkfall stýrimanna hófst á miðnætti i fyrrinótt eins og kunnugt er, og sáttafundur stóð fram til klukkan fjögur um morg- uninn. Hvorki Torfi né Guðlaugur ^Jislason hjá Stýrimannafélag- Fyllti þýfið þrjár töskur. Hreyfing komst á rannsókn málsins, þegar fram komu i verzlunum þrjár falsaðar ávis- anir, samtals að upphæð um 20 þúsund krónur. Barst lögreglunni kæra vegna einnar ávisanarinnar siðdegis á þriðjudag og þá komst skriður á rannsóknina. Hafðist fljótlega upp á fals- aranum og fundust i fórum hans tvö ávisanahefti, sem einmitt voru i eigu heildsalans. Hafði falsarinn keypt sér úr i einni verzlun, segulbandstæki i annarri og pils i þeirri þriðju. Það hafði hann keypt handa inu vildu gefa nánari upplýsingar um gang málsins, né heldur hverj ar kröfur stýrimanna væru. Þrjú skip höfðu stöðvazt ijær tvö i Reykjavik en eitt, Hekla, á Reyðarfirði, Guðlaugur sagðist ekki vita, hvað langur timi gæti liðið þar til allur kaupskipaflotinn stöðvaðist, en það tæki áreiðanlega langan tima. Reyndar áleit hann, að út- gerðarmenn mundu reyna að forðast að láta skip sin koma i is- lenzka höfn i lengstu lög og láti i þau sigla erlendis á meðan verk- fallið stendur. lagskonu sinni, sem var i slagtogi með honum. Hann var strax yfirheyrður og kom þá i ljós, að daginn áður hafði hann hitt náunga, sem gaf honum ávisanaheftin. Var það þjófurinn sjálfur. Fann lögreglan hann svo sið- degis á miðvikudag i leigubil og stóð hann þá einmitt I þvi að flytja þýfið milli staða. 1 fórum hans fundust tékkhefti. Hann viðurkenndi þjófnaðinn, en er hann var spuröur um hvort hann hefði falsað einhverjar ávisanir kvaðst hann ekki muna eftir þvi! ssi ekki hvað hann átti! NORÐANMÖNNUM VERÐUR KALÐARA EN öKKiifi Veðrið um helgina verður eitthvað kaldara, en undanfarna daga, sagði Knútur Knudsen, veöurfræðingur, i samtali viö blaðiö i gær. Einkum á þetta við norðaniands. Hér sunnanlands má búast við norð-austlægri átt og aðeins kaldara veðri. Þó mun verða bjart veður og sóirikt. Norðanlands verður hins vegar væntanlega sólarlaust og sum- staðar él og þá aðallega á Norður og Norö-austurlandi. Þá sagði Knútur, að ki. 12 á hádegi I gær, hafi veriö hlýjast á Kirkjubæjarklaustri eða 14 stig, I Reykjavik voru 12 stig, en Akur- eyri aðeins 5 stig. A annesjum norðanlands voru 1-2 stig. SAUDBURÐUR GENGUR EINS OG I SÖGU „Sauöburður gengur alls staðar prýöilega, enda er veöráttan eins góð og hún getur hugsast á Islandi”, sagði Halidór Pálsson búnaðarmálastjóri i samtali við blaðið I fyrradag. Sauðburður er viöast langt kominn i sveitum, og sums staðar er honum svo til lokið. Hann gengur seinna hjá þeim bændum sem láta fé sitt bera úti. Eru þaö aðallega bændur norðan lands og austan sem það gera. Nokkuð er misjafnt, hvort ær eru tvilembdar eða ekki, sums- taðar eru tvilembur eins margar og þær verða flestar, en annars- staðar eru tvilembur færri en I meðallagi. Nýlega urðu bændur á bæ einum I Norður-Þingeyjarsýslu fyrir töluverðu lambaláti, misstu hundruð lamba. Halldór Pálsson sagði að slikt lambalát kæmi fyrir hjá nokkrum bændum á hverju vori vegna sjúkdóma en sjaldgæft væri, að þeir misstu eins mörg lömb á einu bretti og bændurnir i Þingeyjar- sýslunni. Spretta I túnum er mjög góð alls staðar á landinu, og nú bendir allt til þess að sláttur verði miklu fyrr en venjulega, á sumum stöðum allt að mánuði fyrr. Klaki er löngu farin úr jörðu, og hlýindin og vætan undanfarna daga hafa gert það að verkum að grasið nánast þýtur upp. VISTHEIMILI FYRIR HJÖLHÝSIN Ný þjónustugrein hefur nú skotið upp kollinum, en hana mætti kalla „hjólhýsageymslu”. Það er annar af tveimur hjólhýsainn- flytjendum, Gisli Jónsson & Co hf„ sem er að fara af staö meö þessa þjónustu, og hjólhýsageymsla, þar sem hjólhýsaeigendur geta fengið að geyma hjólhýsi sin þá 9 eða 10 mánuöi, sem ekki er hægt að nota þau, veröur væntanlega opnuð i haust. Alþýðublaðið fékk þær upplýsingar hjá Gisla Jónssyni & Co hf„ að fyrirtækið hafi selt nokkra tugi hjólhýsa, og húsnæðið verði það stórt, að allir viðskiptavinir fyrirtækisins geti geymt hýsi sin þar gegn nokkur hundruð króna leigu á mánuði. Geymslan verður fyrst og fremst fyrir þá sem hafa keypt hjólhýsi af Gisla Jónssyni, en þó verður reynt að hlaupa undir bagga með öðrum. t mörgum Iöndum eru hjólhýsi að verða vandamál, þar sem þau orsaka framúrakstur, sem sfðan getur valdið slysum. Aiþýöublaðið hafði tal af Guðna Karlssyni, forstöðumanni Bifreiðaeftirlits rikisins og bar undir hann hvort farið sé að bera á þessu vandamáli hér. Guðni sagði það ekki vera, en á hinn bóginn gæti komið til þess, að setja þyrfti einhver timatakmörk á flutning hjólhýsa. Yrði þá hjólhýsaeigendum gert að flytja sig til á kvöldin eða nóttunni, og eins kæmi til greina að banna hjólhýsi á þjóðvegum um miklar umferðarhelgar. BRENNIVÍNSBERSERKIR FARA Á FLOT Töluverður hópur unglinga af Suðurnesjum brá á það ráð um hvitasunnuhelgina að taka sér far með GuIIfossi til Vestmanna- eyja og drekka brennivinið sitt um borð i skipinu, þar sem ekki var útlit fyrir, að ungt fólk mundi safnast saman neins staðar úti á landi. Að sögn skipverja GuIIfoss var vindrykkja hópsins mikil og fylgdi henni hin mestu ólæti. Gekk svo langt, að yfirmenn skipsins neyddust til þess að hafa tvo skipverja á nætur vakt til þess að hafa hemil á æskulýönum. 1 Vestmannaeyjahöfn tók ekki betra viö, þvl þar reyndist nauð- synlegt aö setja sérstakan vörð við landganginn til þess aö varna uppgöngu alls kyns aðskotalýð, sem sótti i skipiö. ÞAU BÁRU AF í UMFERÐINNI 23. mai fóru fram úrslit I spurningakeppni skólanna f Reykjavfk um umferðamál. Til úrslita kepptu liö Hliðaskóla og Breiðagerðis-1 skóla. Lauk þeirri keppni með sigri þess siöarnefnda og var það I fyrsta sinn, sem sá skóli sigraði I keppninni.— Myndin er af liöunum tveimur ásamt kennurum sfnum og for- ráðamönnum keppninar. KOMNIR HEIM Þota frá Flugfélagi ís- lands lenti á Keflavikurflugvelli kiukkan hálf sjö i gærkvöldi með Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, Lúðvik Jósefsson sjávar- útvegsráðherra og Hans G. Anderssen sendiherra innan- borðs, og er þarmeð lokið fyrstu för þeirra til viðræðna við brezku rikisstjórnina um landhelgis- málið. Eins og fram kom i blaðinu i gær var Einar Ágústsson ánægður með árangur viðrsfeðn- anna. Laugardagur 27. maí T972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.