Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 3
hefur stjórnað augnrann- sóknum ásamt Henrik Forsius frá Finnlandi, sem jafnframt er formaður norrænu samstarfsnefnd- arinnar. Almennu heilsufarsrannsókninni stjórnar svo Ólafur Ólafs- son læknir. Allt eru þetta þekktir sérfræðingar. Dr. Jens Pálsson sagði ástæðuna fyrir vali Þingeyinga meðal annars þá, að þeir giftast meira innbyrðis en tiðkast i öðrum sýslum, eru með öðrum orðum hreinrækt- aðri. Það er ákaflega mikilvægt átriði i sam- bandi'við mannfræðirann- sóknir.Þáeru Þingeyingar einnig mjóg vel i sveit settir með ættfræðina sin, ættartala þeirra er mjög fullkomin. Indriði Indriða- son ættfræöingur hefur verið rannsóknarhópnum til aðstoðar i sambandi við ættfræðina. Þegar blaðamaður Alþýðublaðsins var i Húsavik i vikunni, var greinilegt að þessi mann- fræði- og heilsufarsrann- sókn var ofarlega i hugum manna þar enda hefur þátttakan farið fram úr öllum vonum að sögn dr. Jens. Sagðist hann aldrei fyrr hafa orðið var við eins mikinn áhuga i sambandi við mannfræðirannsókn, og sér kæmi það ekkert á óvart, þótt það sýndi sig i lok rannsóknarinnar að Þingeyingar stæðu upp með heimsmetið i þátt- töku. Ahuginn er kannski ekki svo undarlegur, ættfræði- áhugi hefur alltaf verið rikur meðal Þingeyinga og auk þess fá þeir þarna nákvæma læknisskoðun. 1 einstaka tilfellum hafa sérfræðingarnir fundið að ekki var allt með felldu, og er viðkomandi þá visað til læknis. Dr. Jens Ó. Pálsson tók það fram að hann væri sérlega ánægður með gang rannsóknarinnar, og samvinnan innan rann- sóknarhópsins og milli rannsóknarhópsins og Þingeyinga væri eins og bezt verður á kosið. Þess má geta, að fyrstu niðurstöður þessarar merku rannsóknar eru væntanlegar strax næsta sumar. -SS. ÁSTARMÆLIKVARÐI ZICK RUBINS Um langan aldur hafa menn reynt að skilgreina ýmis konar fyrirbrigði og hugtök i mannlifinu og reyndar tekist misjafn- lega. Eitt þeirra fyrir- brigða sem erfitt hefur reynst að skilgreina er hin rómantiska ást. Er það t.d. rómantisk ást, eins og þeir segja okkur i Love Story, að þurfa aldrei að biðjast fyrirgefningar? Þarf það nauðsynlega að fylgja hinni rómantisku ást, eins og það virðist gera hjá Burton og fru, að hlaðið se stórgjöfum á hvort annað? Ungur sálfræðingur, Zick Rubins að nafni, telur sig vita hvað ást er og hefur meira að segja gert skala til að mæla fyrir- brigðið. Til þess að full- gera þetta verk sitt eyddi hann löngum tima i að lesa stafla af ástarsögum, tal- aði við mikinn fjölda ung- menna um allar hliðar ástarinnar og kynnti sér skilgreiningar sem heim- spekingar hafa gert á ,,rödd hjartans”. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það sem ylli flestu fólki mestum erfið- leikum væri að ákveða hvort það elskaði einhvern og þá tilbúið að ganga i hjónaband eða hvort þvi einungis þætti vænt um einhvern. „Staðreyndin er sú,” segir Rubins; að elska einhvern og þykja vænt um einhvern eru tveir ólikir hlutir” og er ástar- skala hans ætlað að hjálpa fólki til að ákveða hvort er. Rubin segir áð ást hafi þrenns konar einkenni: Rannsóknir hans sýndu að þegar maður elskar einhverja aðra mannveru, finnist maður vera háður henni, hafa löngun til að hjálpa henni á öllum timum og hafa einhvers konar eignarétt yfir henni. Aftur á móti þyki manni vænt um einhvern, séu önnur einkenni mest áber- andi, s.s. að viðurkenna hinn aöilann, bera virð- ingu fyrir honum og það sem mikilvægast er, hafa það á tilfinningunni að hinn aðilinn sé likur manni sjálfum. Rubin er sannfærður um að ástarskali hans sé not- hæfur, vegna þess að þegar hann reyndi skalann á ungum pörum kom i ljós að þar sem skalinn sýndi ást voru giftingar hug- leiðingar áberandi meiri en hjá þeim þar sem ER MÐ ÁST EÐA MÁSKE BARA VÆNT- UMÞYKJA? skalinn sýndi að pörunum þótti vænt hvoru um annað. Rubin notaði einnig skala sinn til þess að konf- ast að þvi hvort mismunur væri á tilfinningum og at- ferli karla og kvenna þar sem ást var annars vegar. Þær athuganir sýndu að ástin virtist álika mikil hjá báðum kynjum, a.m.k. samkvæmt skalanum. En þegar Rubin reyndi þetta á þeim pörum, þar sem skalinn hafði sýnt að þeim þótti vænt um hvort annað kom ýmislegt skritið i ljós. Konum þótti vænna um vini sina af hinu kyninu en þeim um þær. f öðru lagi, konur voru miklu liklegri til að elska nána vini sina af sama kyni en karlmenn. I heild sýndi rannsókn hans að þegar um vini var að ræða, virtust konur vera liklegri til að elska þá eða þykja vænt um þá, en karlmenn aftur á móti lik- legri til að blanda þessum tveim tilfinningum sam- an. Að lokum fann Rubin mismun á þvi hvernig ást og væntumþykja þróaðist milii fólks Ástin var lik- leg til þess að blossa skyndilega upp og deyja hægt út, en væntumþykjan að þróast hægt en deyja snögglega. Nú þegar Rubin þykist hafa fundið hvað ást er.telur hann sig einnig hafa möguleika til að finna út hvað drepur hana i öðrum aðilanum en ekki hinum. Fyrir þá sem vilja kom- ast að ástarástandi sinu, geta notað skala Rubins sem hér fylgir. Athugaðu þær 26 fullyrðingar sem þar eru og veldu siðan 13 (þ.e. helming) þeirra sem lýsa bezt tilfinningum þinum til þess aðila sem þú hefur i huga. Teldu siðan saman stigin sem þú hefur fengið samkvæmt stigatöflunni sem fylgir og þá sérðu i hvers konar ástarástandi þú ert. Astarskalinn: 1. Þegar ég er með X, erum við nær alltaf i sama skapi. 2. Ég tel að X hafi óvenjulega góða aðlögunarhæfileika. 3. Ef X liði illa mundi þaö vera mitt fyrsta verk að létta undir með honum (henni). 4. Ég mundi sérstaklega mæla með X I ábyrgðarstöðu. 5. Ég hef þaö á tilfinningunni að ég geti treyst X fyrir öllu. 6. Ég á auðvelt með að umbera galla X. 7. Ég mundi næstum gera hvað sem væri fyrir X. 8. Að minum dómi er X óvenjulega þroskuö persóna. 9. Mér finnst ég eiga svo mikið I X. 10. Ef ég gæti aldrei verið með X liði mér afar illa. 11. Ég hef mikið álit á hinni góðu dómgreind X. 12. Flest fólk mundi kunna vel við X eftir stutta við- kynningu. 13. Ég held að X og ég séum mjög lik hvort öðru. 14. Ég mundi kjósa X i bekkjar eða flokkskosningum. 15. Ef ég væri einmana, mundi það vera mitt fyrsta verk að leita til X. 16. Ég held að X sé einn (ein) þeirra sem fljótlega ávinnur sér virðingar annarra. 17. Ég ber velferð X mjög fyrir brjósti. 18. Ég mundi fyrirgefa X næstum hvaö sem er. 19. Mér finnst X mjög gáfuð persóna. 20. X er ein sú viðkunnanlegasta manneskja sem ég þekki. 21. X er þess konar manneskja sem að ég vildi sjálfur (sjáif) vera. 22. Mér finnst ég bera ábyrgð á heilsu X. 23. Mér virðist sem X eigi mjög auðvelt með að vinna aðdáun annarra. 24. Þegar ég er með X, eyöi ég góöri stund aðeins til að horfa á hann (hana). 25. Ég mundi verða mjög ánægður (ánægð) ef X treysti mér fyrir einkamálum sinum. 26. Það mundi reynast mér erfittað lifa án X. i3}3(a Qecj ja ejiaui ua nfqsa -uueui essaq uin ju®a ijjAq j?q qb qij^a jnjaa Qe<q gi(j (eji?ts) uejipfs i3}2}3 njniiaiq ‘ujq njjæo :euuiui eQa'g Qnu?ui uejjpq bqo nqiA Jijja jnjje uueieqs nQegnqjv eunu (umuoq) iuuoq jijAj enej qb jjps nq qb qij^a jba jnjag Qeq :gijs 6-i Qiqiui gofui nfqsauueui essaq jeqsp ncj :gijs sj-ot nfqsauueui uessaq jb (u)uiguejjsp egaiueiæuijpuip jja n<j :gijs £j ’ ‘I 9Z T SZ T pZ ‘0 SZ ‘X ZZ ‘0 XZ ‘0 0Z ‘0 '61 ‘I '8T ‘T LX ‘0 ’9T ‘T 'ST ‘0 'ÞT ‘0 '81 ‘0 8T ‘0 'TT ‘T '0T ‘T '6 ‘0 '8 T i ‘T '9 ‘T 'S ‘0 'k ‘T '8 ‘0 Z ‘0 'T euejegijs Sunnudagur 18. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.