Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 4
ÍSLENZKIR BOG- MERKINGAR Af tslendingum, sem fæddir eru i Bogmanns- merkinu má nefna m.a. Árna óla, blaöamann, prófessor Einar Ólaf Sveinsson, Geir Ilallgrimsson, borgar- stjóra, Gunnar Bjárna- son, kennara á Hvann- eyri, Gunnar M. Magnúss, rithöfund, Inga R. Jóhannsson, skákmann og Kjartan Jóhannsson verkfræð- ing. Knútur Otterstedt, rafveitustjóri á Akur- eyri er einnig fæddur i þessu merki, Kristján Eldjárn, forseti og Kristján Gunnarsson, skólastjóri. Pétur heitinn Benediktsson, banka- stjóri var Bogmerking- ur, og eins var Þórarinn heitinn Björnsson. Páll J. Lindal, borgarlögmaður er fæddur i þessu merki, Sigurður Bjarnason, sendiherra, Þorsteinn Gislason, skipstjóri og Þorvaidur Guðmunds- son, hótelstjóri. l#í Samband ísL samvínnufélaga □ INNFLUTNINGSDEILD Persónulýsing þeirra, sem fæddir eru í Bogmannsmerkinu (23. nóvember — 20. desember) Undantekningarlítið eru Bogmerkingar vinsælir mjög sakir glaðværðar sinnar, fyndni og vitsmunaog metur margur mikils vináttu þeirra.-& -fe -fe -fc -fo marki - leggja meira að segja svo mikia áherzlu á einmitt það, að það þeir haldast þar ekki við til lengdar, sem þeir fá ekki þeirri kröfu sinni fullnægt. Þeir vilja að heimilið sé þrifalegt og að þar sé allt i röð og reglu, aftur á móti er hætt við að þeim falli það ekki að þurfa að nostra við slíkt sjálfir. Þeir verða fljótt eirðar- lausir og leiðir á þvi að sinna reglubundnum heimilisstörfum, eða vera háðir þeim. Flestir hafa Bog- merkingar ánægju af börnum, og þegar þeir hafa á annað borð stofnað heimili og geta boðið vin- um sinum að eiga þar með sér ánægjustundir, kunna þeir þvi vel. En vegna þess hve þeir eiga mörg áhuga- mál utan heimilis og mörg járn viða i eldi, verða þeir sjaldan „heimiliselskir” i eiginlegri merkingu. Áhugi þeirra er bundinn öllum umheimi, og stöð- vast þvi ekki við heimilið nema að takmörkuðu leyti. Sjaldnast hafa Bog- merkingar mikinn tima aflögu handa börnum sin- um meðan þau eru ung að aldri, og finnst sem þeir hafi ekki lag á að sinna þeim eins og með þarf. öðru máli gegnir þegar börnin eru komin á legg og geta farið að taka þátt i útivist og iþróttum, en þá myndast oft mjög sterk tengsl á milli þeirra og foreldris, sem fætt er und ir þessu merki. Unglingar laðast mjög að Bog- merkingum vegna lifs- gleði þeirra og sækjast meira eftir samvistum við þá en jafnvel flestir full- orðnir. Börn sem fædd eru undir bogmannsmerki eru tiðum eirðarlaus og spennt á taugum, og hneigð þeirra til frjálsræðis getur oft reynst mjög sterk, þegar á unga aldri. Ekkert hentar þeim ver en stöðug umsjá og aðfinnslur. Finni þau aftur á móti að þeim sé treyst, setja þau metnað sinn i að bregðast þar ekki- mæti þau hins vegar vantrausti og tortryggni af hálfu foreldra eða yfir- boðara, geta þeir glatað trúnaði þeirra og tiltrú, ef til vill að fullu og öllu. Vinátta. Þó að oftast nær sé það undir hendingu komið hverja Bogmerkingar velja að vinum, getur sú vinátta varað árum sam- an. Geta Bogmerkingar og valið sér vini af öllum stig- um og stéttum, þar eð þeir eru yfirleitt frjálslyndir mjög og meta menn frem- ur eftir þvf hvað þeir eru i rauninni, en ekki hverju þeir hafa náð að mann- virðingum. Yfirdreps- skapur og sýndarmennska er i augum flestra Bog merkinga gagnsær hjúp- ur. Undantekningarlitið eru Bogmerkingar vinsælir mjög sakir glaðværðar sinnar, fyndni og vits- muna og metur margur mikils vináttu þeirra. Annarsvegar er það góð- látlegt skopskyn þeirra, hinsvegar alvara þeirra og rökvisi ef i það fer, sem aflar þeim i senn vináttu og trausts þeirra, sem þeir kynnast. Enda þótt Bog- merkingar segi tiðast hug sinn allan og lúri ekki á skoðunum sinum, fyrir- finnst andstæður þáttur i skapgerð sumra þeirra, sem veldur þvi að þeir geta virzt hlédrægir og torskildir. Samskonar tvi- skipting persónuieikans veldur þvi, að sumir þeirra geta orðið tillits- lausir og óvægnir, ef þeim rennur i skap, enda þótt þeir séu yfirleitt manna vingja rn legastir og ljúfastir i framkomu. Eins er það, að þeir geta orðið afundnir, séu þeir innan um fólk sem þeim fellur ekki. Astir Bogmerkinga. Margir Bogmerkingar eru hneigðir fyrir æfin- týri, eðli sinu samkvæmt, og það er ekki ósjaldan að þeir lita á ástarkynnin fyrst og fremst sem æfin- týri. Þeir lita oft á hjóna- bandið með talsverðri tor- tryggni og reynast margir nokkuð staðir i hnapp- helduna. Hinsvegar ber á það að lita að mörgum Bogmerkingum hættir við að láta skyndilegar hug- dettur ráða á stundum, og geta hagað sér óhyggilega i makavali, ef þeir kvæn- ast mjög ungir. Sjaldnast eru Bogmerkingar eigin- gjarnir i ást sinni, heldur álita þeir það einungis sanngjarnt og eðlilegt að sú sem þeir unna, njóti sama frjálsræðis og. þeir krefjast til handa sjáífum sér. Ástin er þeim og svar við félagslegri þörf, þar sem þeir leita ekki siður andlegrar en likanlegrar fullnægingar. Afstaða Bogmerkinga til ástarinnar er yfirleitt heil- brigð og eðlileg. Astar- æfintýri þeirra einkennast af glaðri eftirvæntingu, ástaratlotin eru þeim hámark þess æfintýris. Og þeir eiga flestir fleiri slik æfintýri en þeir hafa tölu á, unz þeir að lokum finna sig laðast svo að einhverri sérstakri, að þeir stað- festa ráð sitt. Hviklyndi þeirra i ástamálum getur stundum valdið þeim von- brigðum og harmi, en það stendur yfirleitt ekki lengi. Þeir eru allt of glað- sinna til þess að láta þess- háttar á sig fá nema rétt i bili. Bogmerkingur ætlast venjulega til þess af þeirri sem hann elskar, að hún taki þátt i áhugamálum hans, útivist og ferða- lögum og hafi ánægju af skepnum. Hann vill að hún sé einnig félagi sinn og kemur iðulega fram við hana sem slika, öllu frem- ur en unnustu eða ástmey. Hann vill gera allt eftir þvi, en á þvi vill ef til vill verða misbrestur á stund- um, þar eð hann hefur i svo mörgu að snúast. Það er tiltölulega sjaldgæft að Bogmerkingar séu af- brýðisamir, þeirvilja ekki að þeirra eigið frelsi'sé i neinu skert, og eru yfir leitt einnig frjálslyndir i þeim sökum hvað aðra snertir. Aftur á móti er ekki loku fyrir það skotið, að þeir kunni að særa þá, sem þeir elska með galgopalegri jjlettni sinni enda þótt þvi fari f jarri að það sé af ásetningi gert. Þeim er glaðværðin fyrir öllu, og vilja engum annað en gott gera. Þeir Bogmerkingar, sem ekki kvænast mjög ungir, velja eiginkonu sina oftast nær af mikilli gaumgæfni, og koma þar til dyranna eins og þeir eru klæddir - skýra þeirri tilvonandi undandráttar- laust frá öllu, er þá sjálfa varðar og ætlast til gagn- kvæmrar hreinskilni. Þegar þeir hafa staðfest ráð sitt, eru þeir á margan hátt fyrirmyndar eigin- menn, og yfirleitt trúir þeirri konu, sem þeir elska. Þeir eru glaðværir á heimili, sifellt reiðubúnir að hrinda i framkvæmd öllu þvi, sem orðið getur til að auka á ánægjuna. Hins- vegar kæra þeir sig ekki um að láta tjóðra sig heima og vilja hafa fullt frelsi til að fara út með kunningium sinum. en yfirleitt þarf eiginkonan ekki að óttast að kvenfólk komi þar við sögu. Sé Bog- merkingur þess fullviss, að kona hans elski hann heilshugar, auðsýnir hann henni yfirleitt fullan trúnað, auk þess sem hann hefur svo mörgum áhuga- málum að sinna, að hann hefur ekki neinn tima af- lögu til að vera i kvenna- stússi. Helzti gallinn á honum sem eiginmanni er sá, að hann kann að tefla of djarft i peningamálum, og þó að hann hafi heppnina þar furðulega oft með sér, er það ekki alltaf. Bogmerkingurinn þarf að kvænast hygginni og skilningsrikri eiginkonu, ef vel á að vera. Hún þarf að geta annast alla stjórn innanstokks, vegna þess hve hann hefur mörgu að sinna á viðari vettvangi og mörg járn i eldinum sam- timis, en fyrir bragðið verður einkalifið honum oft hálfgert aukaatriði. Fyrir það þarfnast hann frjálslyndrar og þolin- móðrar eiginkonu, sem umber öll umsvif hans. Geri hún það, launar Bog- merkingurinn henni það i ást og glaðværð, sem eiginmaður og félagi. Ekki sinnir Bog- merkingurinn börnum sin- um yfirleitt að ráði á meðan þau eru á unga aldri, en þegar þau eru orðin það gömul, að þau geta tekið þátt i áhuga- málum hans, til dæmis útivist og iþróttum, verða þau tiðum einlægir félagar hans og tengjast honum sterkum böndum. Ástir bogamannsmerkis- kvcnna. Margar þær konur, sem fæddar eru undir boga- mannsmerkinu, eru góð- lyndar, tillitssamar og aðlaðandi. En margar þeirra virðast eiga örðugt með að láta staðar numið til lengdar, en una sér bezt á ferð og flugi. Þær eru yfirleitt fjörmiklar, léttlyndar, bjartsýnar á lifið og tilveruna og láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Drottnunarfýsn og eigingirni er þeim yfir- leitt fjarri skapi, en frjáls ræði fyrir öllu. Þar eð konum þessum hættir við að igrunda ekki um of ákvarðanir sinar á yngri árum, er það alltitt að þær verði þá fyrir von- brigðum i ástamálum, með þeim afleiðingum að þær hætta sér ekki út i slik æfintýri siðar svo neinu nemi. Enda þótt þær séu yfirleitt hinar vinsælustu og eigi sér marga að- dáðendur, reyna þær ef til vill ekki sanna ást nema RÉTTLÆTISKENNDIN OG SANNLEIKS- ASTIN ERU SNÖRUSTU ÞÆTTIRNIR í einu sinni á ævinni. Og þegar þær hafa að lokum hitt fyrir þann mann, sem til greina kemur sem eiginmaður, hugsa þær sig flestar um lengi og gaum- gæfilega áður en þær taka endanlega ákvörðun. Konur þessar eru yfir- leitt hraustlegar, friðar sýnum og aðlaðandi, og hafa mikið yndi af útivist og ferðalögum, og þá helzt um óbyggðir. Þær eru mjög hneigðar fyrir skepnur, einkum hesta og hunda. Hinsvegar eru þær ekki sérlega mikið gefnar fyrir heimilisstörf, og vilja þá mun heldur vinna úti i garðinum en við upp- þvottinn, ef þvi er að skipta. Eigi að siður eru þær þrifnar innanstokks, og sjá um að þar sé allt i röð og reglu, þegar hús- móðurskyldan býður. Margar eru þar fljótar að skipta skapi: geysa þá mjög rétt sem snöggvast en svo fær léttlyndið og brosið óðara yfirhöndina. Þá eru þær bezt giftar, ef eiginmaðurinn gerir sér allt far um að skilja þær og fullnægja þörf þeirra fyrir útivist og ferðalög, og vart getur bóndi i sveit eignast betri konu og starfsfélaga en ef hún er fædd undir l£t7lUckc4l SKAPHÖFN Margir Bog- merkingar eru einkar sjálfstæðir í nugsun og góðum gáfum gæddir. Andlega þroskaðir, framsýnir, hugkvæmir og raun- sæir. Yfirleift eru þeir frjálslyndir, um- burðarlyndir, gæddir skopskyni og sér í lagi hreinskilnir og heiðarlegir. Hrein- skilni þeirra getur stund um orðið óvinsæþ þeim hættir við að láta flakka það, sem þeir vita að er satt og rétt, án þess að taka nokkurt tillit til hver áhrif það kunni að hafa á aðra. Þeir eru ekki margir sem fýsir að heyra miður hrósfenginn sannleika um sjálfan sig, sízt jafn hrein- skilnislega orðaðan og Bogmerkingum hættir við, þar eð þeir virðast álíta aðra jafn hreinskilna og heiðarlega og þeir eru sjálfir. Bjartsýnir eru Bog- merkingar yfirleitt öðrum fremur, og lifsgleði þeirra og lifsnautn hrifur iðug- lega aðra með sér. Yfir- leitt eru þeir vel á sig komnir iikamlega og and- lega, jafnlyndir og heil- brigðir. Þeir hneigjast að fjölbreytni i lifinu, hafa margir mikinn áhuga á iþróttum og eru gefnir fyrir nám og lestur, og setja sig ekki úr færi að njóta leiksýninga og list- sýninga, ef svo ber undir. Margir þeirra eru mjög trúhneigðir. Heilbrigð og hyggin sál i hraustum likama gæti vel átt við Bogmerkinga. Úti- vist og starf er þeim mjög að skapi, og flestir hafa þeir til að bera þau hyggindi, sem koma þeim að gagni i lifinu. Þeir eru fljótir að átta sig á hlutunum, fúsir að semja sig að nýjum hug- myndum og fljótir að að- lagast nýjum lifnaðarhátt- um og lifsviðhorfum Oftast nær hitta þeir á réttar ákvarðanir vegna framsýni sinnar, og hug- boð þeirra reynist oft undarlega næmt. Réttlætiskenndin og sannleiksástin eru snör- ustu þættirnir i skaphöfn þeirra fiestra. Fyrir bragðið geta þeir oft og tiðum aðhyllst uppreisn og byltingar, en ekki fyrst og fremst i þvi skyni að af- nema gildandi lög og fyrirkomulag og koma á einhverju öðru kerfi, held- ur til að leiðrétta ranglæti og rangsleitni og tryggja að allir séu jafnir fyrir gildandi reglum og lögum. Fyrir bragðiö eru þeir fróðir um alia slika hiuti Störf og starfshæfni. Bogmerkingar eru yfir- leitt húsbóndahollir, dug- legir og mjög hæfir starfs- menn. Þeir eru oft fram- gjarnir og atorkumiklir, vilja gjarna takast á við erfið verkefni og eru vel til þess gerðir að berjast fyrir ákveðnum málefn- um. Hins vegar er þeim ekki um það gefið að þeim sé skipað nákvæmlega fyrir verkum, og vana- bundin skrifstofustörf eru þeim litt að skapi þeir vilja starfa þar og á þann hátt sem þeir komast i snertingu við sem flest fólk, og séu þeir bundnir til lengdar sama stað og um- hverfi getur það bitnað á afköstunum. Titt er það um Bogmerkinga að þeir reyni fyrir sér við hin ólik- ustu störf áður en þeir finna það sem er við þeirra hæfi. Ættu þeir, sem njóta vinnu þeirra að gefa þeim sem frjálsastar hendur, á þann hátt nýtast starfskraftar þeirra og hæfileikar bezt. Fullnægi starfið þeim hins vegar ekki, er eins vist að þeir taki að dreifa kröftunum við ýmis aukastörf, án þess að skeyta nokkuð um afleiðingarnar. Bogmerkingar eru margir gæddir miklum og heppilegum hæfileikum til að gerast kennarar, blaða- FLESTRA BOGMERKINGA og geta margir sér mikinn orðsíir sem lögfræðingar og dómarar. Þá er útþráin og sterkur þáttur i skapgerð margra Bogmerkinga. Það er oft að þeir verða gripnir þeirri löngun að komast sem lengst burt frá öllu og öllum og stefna þá til fjar- lægustu landa. Yfirleitt eru þeir ekki sérlega hrifnir af að búa i borgum, og sennilega standa þeir i öllu nánari tengslum við náttúruna en aðrir, sem fæddir eru undir öðrum stjörnumerkjum. Flestir unna þeir mjög sveitalífi og eru mjög gefnir fyrir skepnur, einkum hesta og hunda, og virðast flestar skepnur hænast að þeim og treysta þeim. Margir eru Bog- merkingar snjallir i viðtali og hafa ánægju af hörðum kappræðum, en lausir við alla illkvittni, og þegar þeir bregða fyrir sig glettni er það ekki i þeim tilgangi að særa aðra. Þeir geta sumir reiðst snöggvast, en rennur yfir- leitt fljótt reiðin og eru þá fúsir tii sátta. Flestir eru þeir glaðværir i umgengni og fellur vel aö vera innan um fólk. Yfirleitt eru þeir vinmargir, bæði i starfi og félagslifi. Þeir eiga það til að vera dálitið óþolin- móðir, og tefla þá nokkuð djarft ef svo ber undir, einkum ef þeir stefna að fljótteknum gróða. En þeir kunna lika vel að taka tapi og vonbrigðum; láta sér þá oftast nægja að yppta öxlum með heimspekilegri ró og treysta þvi að betur gangi næst. Heilsufar. Likamlega eru Bog- merkingar flestir vel á sig komnir, margir fyrir- mannlegir, háir vexti, stæltir i hreyfingum og þróttmiklir. Þeir vinna af ákefð og keppni að öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur: auk þess hafa þeir yfirleitt mikinn áhuga á útivist og iþróttum og öli likamsáreynsla er mjög við þeirra hæfi - þeir virðast margir hverjir efl- ast að þreki og starfsfjöri að sama skapi og þeir eld- ast. Þeir láta áhyggjurnar sjaldan ná teljandi tökum á sér, svo þessháttar hefur ekki nein áhrif á heilsufar þeirra. Flestum er þeim það mjög i mun að halda góðri þjálfun likamlega, og yfir- leitt eru Bogmerkingar heilsugóðir. Það er tauga- kerfið, sem er veikast fyrir, og vegna þess að þeir unna sér aldrei hvild- ar, getur álagiö orðið þeim um megn, andlega og likamlega. I þvi sambandi er það hættulegast heilsu þeirra, að þeir dreifa tiðum kröftum sinum og fást við mörg viðfangsefni i senn - þótt menn séu sterkbyggðir, standast það fæstir til lengdar, sizt þegar hvergi er leift af kappinu. Fyrir það er til að Bogmerkingar fái allt i einu alvarleg tilfelli af of- þreytu, lúti i lægra haldi fyrir taugaálaginu og jaínvel að slys geti hlotist af óðagoti þeirra og sjúk- legri ákefð. Hið ákafa keppniskap þeirra, þegar um þátttöku i einhverjum iþróttum er að ræða, getur leitt til þess að þeir gæti sin ekki og verði fyrir meiðslum. Lakast er það, að þeir vilja yfirleitt ekki viðurkenna, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að þeir hafi lagt of hart að sér, og taka ekkert tillit til ofþreytueinkennanna fyrr en um seinan. í sambandi við tauga- álagið og ofþreytuna geta meltingarkvillar sagt til sin, og þegar Bogmerking- ar taka að eldast, hættir þeim við of háum blóð- þrýstingi og lærtaugagigt. En hvað sem þvi liður, halda þeir ást sinni á lifinu og áhuga á öllu, sem gerist i kring um þá, unz yfir lýk- ur. Margar þær konur, sem fæddar eru undir bog- mannsmerki, eru gæddar sérkennilegum þokka, friðar sýnum, öruggar i framkomu og látbragð þeirra allt hið virðu- legasta. menn, ef til vill rithöfund- ar, fyrirlesarar og eins hentar þeim vel að vinna að útgáfustarfsemi og auglýsingastarfsemi. Skipulags og útbreiðslu- störf á vegum hins opin- bera, eða störf i ráðuneyt- um og sendiráðum eru mörgum þeirra vel við hæfi. Yfirleitt mun mega telja að gáfur Bogmerkinga séu vel i meðallagi og margir þeirra eru mjög vel gefnir. 1 þeim flokki eru margir, sem hneigjast að heim- spekilegum efnum og trúarbrögðum, og hafa alla hæfileika til að reyn- ast áhrifamiklir kenni- menn. Þessir Bogmerk- ingar geta einnig náð miklum árangri sem stjórnmálamenn sökum framsýni sinnar, raunhæfs mats á aðstæðum og mannlegrar góðvildar. Flestir eru Bogmerkingar skemmtilegir samstarfs- menn, og gott að vinna með þeim, þvi að þeir miðla gjarna öðrum af sjálfsöryggi sinu. Þeir hafa næmt auga fyrir öll- um smáatriðum, og hug- kvæmni þeirra i starfi er oft óþrjótandi, þvi að þeir hafa vakandi áhuga á nýjum og fullkomnari starfsaðferðum. Undantekningarlitið eru Bogmerkingar einkar greiðviknir menn og ör- látir - það má að minnsta kosti kallast alger undan- tekning, að þeir séu nizkir og nurlsamir. Flestir komast þeir i sæmileg efni, en jafn vel þótt þeir séu félausir, miðla þeir öðrum þvi sem þeir geta, þvi að þeir eru alltaf vissir um að innan skamms muni rofa til. Þeir eiga það til að tefla nokkuð djarft þegar von er i hagnaði, geta jafnvel haft vissa nautn af tvisýnu braski og treysta á heppnina - enda reynist hún þeim merkilega oft innan handar þegar um peninga er að ræða, og fyrir það skortir þá sjaldn- ast fé til lengdar. „Að komast til fjár og frama”, er þeim flestum ákaflega mikils vert, Bog- merkingunum, og þeir hika ekki við að hefja hin- ar stórfelldustu fram- kvæmdir, ef þeir gera sér vonir um hagnað. Margir hrifast þeir af áætlunum um skjóttekinn gróða, og gegnir furðu hve heppnir þeir eru oft og tiðum i þeim tiltektum sinum. Margir eru þeir hyggnir i fjármálum og öllu sem við kemur viðskiptum og lægnir á að gripa þau tæki- færi, sem þar verða á vegi þeirra. Það er þvi ekki nema hyggilegt fyrir unga Bogmerkinga að afla sér þeirrar þekkingar, sem með þarf til þess að þeir geti hagnýtt sér þá hæfi- leika sina, og ef til verður það öruggasta og auðveld- asta leiðin til Velmegunar, þegar þeir eldast. Eigi aö siður er hamingjan Bog- merkingum meira virði en auður, og flestir vilja þeir fremur búa við takmörkuð efni og njóta frjálsræðis, en þann auð, sem leggur einhverjar viöjar á sjálf- stæði þeirra. Heimili og fjölskylda. Það vill svo til að áhugi Bogmerkinga á heimili og heimilislifi er tiðum tak- markaður, vegna áhuga þeirra á starfi og athöfn- um utan heimilisins. Bogmerkingar vilja yfirleitt lifa einföldu og látlausu lifi, og bera heimili þeirra þvi oft vitni, einnig þvi að þeir vilja njóta frjálsræðis að vissu bogmannsmerki. Engar konur eru þeim yfirleitt fremri sem félagar eigin- manna sinna i öllum þeirra störfum, án þess þó að þar kenni ráðrikni eða ihlutunar. Æski makinn þess að þær beri fram til- lögur eða leiðbeiningar, verða þær fúslega við þvi, annars ekki. Flestar eru þær dug- miklar eiginkonur, góð- lyndar og jafnlyndar - þó að þeim geti runnið i skap sem snöggvast endrum og eins. Þær eru yfirleitt lausar við tilefnislausa tortryggni eða afbrýði- semi gagnvart eiginmann- inum; þær eru sjálfar trúar og traustar eigin- konur og vænta hins sama af maka sinum. Þær geta sagt honum og börnunum hreinskilnislega til synd- anna, ef svo ber undir - en sú gagnrýni er alltaf reiði- laus og þannig fram borin, að enginn getur reiðst henni. Börnum sinum eru þær yfirleitt glaðværar og brosmildar mæður, og oft er það að börnin lita ekki siður á þær sem leikfélaga en mæður, en eigi að siður geta þær verið stjórn- samar viö þau og láta þau hlýða sér. Fyrir það elska börn þeirra þær og virða i senn. Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstrœtl og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. í næstu viku, síðasta stjömumerkið: Steingeitin (21. desember— 19. janúar) © Sunnudagur 18. júní 1972 Sunnudagur 18. júní 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.