Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 1
Þetta „meginlandslag" er, þótt ótrúlegt megi virðast, hvorki i Danmörku, Þýzkalandi, né nokkru ööru útlandi. Til þess að komast inn i þennan tvrópska heim þarf ekki aö fara langt út fyrir borgarmörkin. Og nú er spurningin. Hvar er þessi mynd tekin. KANNAST NOKKUR VIÐ? Viö höfum gefiö okkur þaö sem forsendu aö skammdegiö sé ein höfuö- orsök óvenjuhárrar sjálfs- morðstíöni íslendinga, og þessi skoöun er svo út- breidd, svo almennt viö- urkennd og þykir svo sjálfsögð, aö ætla má aö ekkert sé gert til aö kanna þessi mál til hlitar. Þunglyndisköst, þar sem vik- in verða mest i svartasta skammdeginu, eru nánast eins konar þjóðareinkenni, og þótt farið sé með i'réttir og skýrslur um sjálfsmorð eins og hernað- arleyndarmál, þá hefur það ekki fariðfram hjá þeirri frétta- stofnun, sem nefnist almanna- rómur, aö aldrei eru sjálfsmorð fleiri en umhverfis áramót. Nóvember, desember og janúar eru þeir mánuðir, sem mest ber á þessu, og þykir öllum sjálf- sagt. Það jaörar við að litið sé á þetta sem jafn sjálfsagðan hlut og t.d. haustrigningarnar, óum- flýjanlegan og þess vegna vart þess virði að það sé rannsakað til hlitar eða leitað svara við þeim spurningum, sem óhjákvæmilega vakna. Nú er það verkefni geðlækna og félagsfræöinga að kanna hvað veldur og hvað hjálpar til að valda þunglyndisköstum. Það er orðið allútbreidd skoðun að geðheilsa sé eins og likamleg heilsa i mörgu tilliti. Enginn sé i rauninni alheilbrigður á sinni, og ýmsir sjúkdómar og geð- kvillar geti hrjáð menn um stundarsakir, þótt þeir yfirvinni þá, rétt eins og þegar likaminn sigrast á kvefi eða einhverri umgangspest. Með þetta i huga er óhætt að álykta að þessi „landlægu” þunglyndisköst megi að miklu leyti forðast, eða a.m.k. megi draga úr þeim. Kg er sannfærður um að skýr- ingarnar eru að mestu leyti fólgnar i nánasta umhverfi mannsins og hátterni hans. Þótt rangt sé að lita á það sem sjálfsagðan hlut að viö séum þrælar timakapphlaupsins, þá skulum við samt sem áður ganga út frá þvi sem visu að við eigum erfitt með að brjóta okk- uj úr viðjum þeirrar keppni um framleiðsluaukningu, sem veld- ur þessu timakapphlaupi, a.m.k. á næstunni. En það eru þó ýmsir leiöir sem við getum farið til að draga úr þeirri spennu, sem gagntekur okkur alla okkar starfsdaga að meira eða minna leyti. Og þá má ekki gleyma hlut arkitektanna. t þeirra verka- hring hefur nefnilega bætzt við ýmislegt, sem ekki var hugsað út i áður, og bætist við eftir þvi sem skilningur almennings og ráðamanna eykst á vanda- málum, sem of fáir hafa skynj- að til þessa , eins og dæmið um byggingarnar og fatlaða fólkið hefur sýnt okkur. Bandariskum hönnuði var ný- lega falið að teikna skrifstofur fyrir nokkuð stórt fyrirtæki. Hann fékk tiltölulega frjálsar hendu um uppbyggingu skrif- stofuhúsnæðis, nema að þvi leyti, að það varð að vera „opin" skrifstofa, þ.e. fólkið mátti ekki vera inni i lokúðum herbergjum, heldur i einum stórum sal, i mesta lagi básað af að hálfu leyti. Þetta var sam- kvæmt niðurstöðum hagræð- ingaráðunauta, sem sögðu að, með þvi væri auðveldara að fylgjast með iðni og afköstum hvers einasta starfsmanns. En arkitektinn bætti öðru við. 7 Hann tók með i dæmið þátt sem hagræðingarráðunautarnir h'öfðu ekki sett inn i sitt dæmi. Hann teiknaði i miðju húsinu lokað herbergi, sérkennilega ávallt i laginu, sem þjónaöi þeim tilgangi að vera i senn at- hvarf fyrir þá, sem þurftu allt i einu að slappa af, og um leið næði fyrir þá sem þurftu að beita huganum. t þessum „hugsanabelg” (think-tank) eru veggir hljóðdeyfandi og teppi þykk. Menn fara úr skóm áður en þeir ganga þangað inn og þar inni er vinnuaðstaða, svo sem skrifborð og sófar. Vilji menn njóta algerrar hvildar fara þeir inn i miðjan belginn, en þar er vatnsrúm, hringlaga dýna með ylvolgu vatni. öllum starfsmönnum erheim- ilt að nota þennan „belg" aö eigin geðþótta, með einni undantekningu þó, það er ekki æskilegt að tveir aðilar gagn- stæðra kynja séu einir þar inni. inni. A vatnsrúminu geta menn setið ef um er að ræða litlar ráð- AFDREP I ONGÞVEITI HVERSDAGSERILSINS stefnur, eða rabbfundi, og þar geta menn lika lagt sig smá- stund ef þeir þurfa að lina streitu eða hafa orðið óvenju- lega æstir. Itautt ljós er úti, ef ekki er óskað eftir þvi að neinn komi inn, en gult ljós ef aðrir mega gjarnan bætast i hópinn. Grænt ljós þýöir að sjálfsögðu að belg- urinn er ekki i notkun. • Ekki er haldin skýrsla yfir hvaö hver aðili notar belginn lengi, en áætlað er að hann sé i notkun 40% vinnutimans, og af þeim tima noti yfirmenn hann 60% timans. En hefur þetta haft eitthvað að segja. Fyrirtækið lét nýverið fara frám athugun á þvi hvaða breytingar höfðu orðið á starfs- fólkinu siðan belgurinn kom til sögunnar. Og niðurstaðan var sú, að fyrirtækinu hefur haldizt betur á starfsfólki, og starfsfólkið fullyrðir sjálft að það komi meiru i verk, þvi óttinn við streitu sé þvi næst úr sögunni. Einn starfsmanna hafði að visu kviðið þvi að fara þarna inn, þvi honum fannst eins og hann þyrfti nauðsynlega að koma með einhverja snjalla hugmynd til baka. Hann var þess vegna allur á nálum þegar hann lagö- ist i vatnsrúmiö. En hann var að sama skapi endurnærður þegar hann kom út eftir 20 minútur. Hann hafði nefnilega steinsofnað. Sunnudagur 18. júní 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.