Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.06.1972, Blaðsíða 6
HVAD GERIST ÞEGAR MADURINN SOFNAR IÍT FRÁ KONUNNI SINNI? Heima er bezt, anno T972. Er það þessi mynd, sem þar blasir við? En litum fyrst á kon- una. Og i sannleika sagt, er það öllu fremur erfitt að hafa augun af henni en hitt. Þetta hlýtur að vera hin kynrika nútimakona, sem alls staðar er svo mikið skrifað um i dag. En það hrærir ekki minnstu tilfinningar eigin- mannsins, sem hefur ein- faldlega sofnað. En hver er hin raunverulega ástæða? Þegar hann vaknar verður hann ekkert nema afsakanir. Hann fjarg- viðrast út af sjónvarps- dagskránni, og hann reyn- ir jafnvel að telja frúr.ni (og sjálfum sér) trú um að hann hafi i rauninni alls ekki verið sofandi, bara verið að hvila augun svo- litla stund. En svona til að verja sig, þá æsist hann svolitið upp. Segist auðvitað vera orð- inn þreyttur, þurfa að vinna allan liðlangan dag- inn til að sjá heimilinu far- borða. Hver borgi af þess- um rándýru húsgögnum og hver borgi vinið ef ekki hann. 1 það fari einmitt aukavinnan. En konan gerir sig ekki ánægða með þessar skýr- ingar. Hún hefur nefnilega fengið það á tilfinninguna að maðurinn hennar sé að draga sig inn i einhvern lokaðan einkaheim, hugarheim eða raunveru- legan, þar sem hún sé úti- lokuð. Og þetta kannast sál - fræðingar mætavel við. Þetta er vandamál sem fjöldi nútimamanna og kvenna á við að striða, og á þvi hafa verið gerðar rannsóknir. t skýrslu sem geðlæknar við sjúkrahús i London gerðu nýverið, er greint frá eiginkonu, sem varð svo óstjórnlega reið út i mann sinn. þegar hann sofnaði út frá henni, að hún réðist á hann sofandi og limlesti hann. Annar geðlæknir hefur gert sérstaka grein fyrir þvi fyrirbæri, sem á leik- mannamáli nefnist „svefn-ótti”. Hann segir, að þegar maðurinn sofni inni i sama herbergi og konan hverfi hann að marki úr heimi hennar. Hann sé þar að visu likam- lega, en sé þó fjarlægur. Hún sér hann, en nær eng- um tengslum við hann. t rauninni sé hann kominn i annan heim. og það gremst konunni. A vissan hátt er mað- urinn að flýja umhverfið, og þá um leið konu sina. Og samkvæmt kenningu þessa læknis fer það einna mest i taugarnar á frúnni, að þegar maðurinn dottar, getur hún á engan hátt komið honum til og vilji hún að hann elski sig, þá verður það að biða. Jafnvel þótt hún vekji hann, þá er hann ekki reiðubúinn til samlifs, svo hún verður að æsa hann upp kynferðislega. Annað stórt atriði, sem gremur margar konur, er að þær geta fundið hvenær menn þeirra dreymir. Það sem kemur upp um það eru snöggar og titr- andi augnahreyfingar. Þetta setja konurnar gjarnan i samband við aðrar konur, finnst menn þeirra vera að dreyma einhverja aðra. En hvað veldur þessu? Þreyta og/ eða eitthvað annað? Það kemur margt til greina. En i skýrslum fyrrgreindra geðlækna kemur mjög fram að hætt- an á þvi að eiginmaðurinn dotti eftir að hann kemur heim á kvöldin er mest þegar sjónvarpið er i gangi. Þvi þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur sjónvarp yfirleitt mis- munandi áhrif á karlmenn og konur. Karlmenn verða syfjaðir, en konur verða oft fyrir æsandi áhrifum af sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum i sjónvarpi. Og þess vegna breikkar bilið milli hjónanna eftir þvi sem liður á dagskrána. Aðeins þriggja ára - en þó kominn á giftingaraldurinn! Drengurinn aðeins 11 ára þegar hann dó, en þá orðinn ellihrumt gamal- menni, þetta var hin furðulega saga sem fólk heyrðist hvislast á um, i höfuðborginni Vitoria i rikinu Espirito Santo i Braziliu fyrir nokkru. En það er fyrst núna sem hægt er að fá nánari skýr- ingar á lifi litla drengsins Jomars Henrique Silva og hinni „innri klukku”, sem svo mjög flýtti lifi hans. Jomar, sonur Januzir Silva og konu hans Lezi, var fæddur 1. desember 1959 i þorpinu Barra de Itapemerim. I fyrstu virt- ist hann vera algjörlega heilbrigt og liflegt barn sem foreldrarnir höfðu óskað sér svo heitt (þrjú börn þeirra höfðu dáið i fæðingu). En dag nokkurn er móð- ir hans var að vagga hon- um i svefn i anddyri kof- ans sem þau bjuggu i, tók hún eftir breytingum sem gerðu hana skelfda. Hin fáu hár sem höfðu verið á höfði barnsins höfðu breytztá einni nóttu i þykkt lokkaflóð eins og á fimm ára dreng. Og þegar hún athugaði hann nánar sá hún að hann leit út eins og fimm ára drengur. Januz- ir og Lezi sögðu nágrönn- unum ekkert frá þessu. í stað þess héldu þau Jomar litla leyndum fyrir öllum nema nánustu ættingjum. 1 örvilnun sinni leituðu þau aðstoðar hjá fimm lækn- um en enginn þeirra gat gert neitt. Næstu fimm ár voru eins og martröð. Jomar eltist um 7 til 10 ár hvert ár sem hann lifði. Lifsskeið hans var að renna á enda fyrir framan augun á hinum hjálparvana og sorg- mæddu foreldrum. Meðan aðrir foreldrar héldu venjuleg fjölskyldu- albúm, héldu læknar Silva skýrslu sem hljóðar á þennan hátt: • Árið 1961. Tveggja ára: Með kynferðisþroska full- orðins manns. Matarlist og þyngdaraukning eins og hjá ungum iþrótta- manni. • Árið 1962. Þriggja ára: Nálgast þritugsaldur. Mikil löngun til ást- arreynslu. • Árið 1963. Fjögra ára: Litur út sem miðaldra maður, meltingartregða (Dyspepsia). • Árið 1964. Fimm ára: Merki um sár i skeifugörn. • Árið 1965. Sex ára: Hár gránar i vöngum, þynnist ört. • Árið 1966. Sjö ára: Sjón að daprast. • Árið 1967. Átta ára: Orð- inn sköllóttur, likami sex- tugs manns. • Árið 1968. Niu ára: Missir tennur, merki um æðakölkun. Augljóslega að deyja úr elli. Þegar hér var komið i þessum harmleik tóku for- eldrar drengsins hann til prófessors Joao Carlos de Sousa, frægs sérfræðings i barnalækningum við Barnaspitalann Gloria nálægt Vitoria. Sjúkdomsgreining hans hljóðað; eitthvað á þessa leið: Progeria, sjaldgæfur og litt rannsakaður sjúk- dómur, sem veldur hrað- fara hrörnun á likaman- um. Prófessorinn taldi að Jomar litli ætti aðeins eftir að lifa þrjú ár i viðbót. Jomar varð aldrei hærri en tæpir 100 sm, en á allan annan hátt hljóp hann fram úr jafnöldrum sin- um. Hann var andlitsfriður og vel gefinn, hann gat hegðað sér og talað við sjö ára dreng eins og hann væri sjö ára sjálfur, en hann gat einnig talað sem jafningi við skólastjórann sinn. Hann varð yfir sig ástfanginn, vitandi það að hann var likamlega full- fær um að giftast og eign- ast fjölskyldu, og hafði Frh. á bls. 6 Sunnudagur T8. júní T972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.