Alþýðublaðið - 02.07.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 02.07.1972, Page 5
Karlmenn eru konum einskis virði nema sem fjáröflun- artæki og þægindaforsjá Þar eö karlmenn eru þrekmiklir, greindir og hug- myndarikir, en konur þreklitlar, heimskar og hugmynda- snauðar - hvers vegna eru þaö þá ekki karlmennirnir, sem hagnýta sér konurnar? Er þrek, greind og imyndunarafl einungis eiginleikar sem gera menn vel fallna til þrælkunar? Hvernig má það vera að konur, sem ekki eru þess umkomnar að inna af hendi neitt það, sem verulegt gildi hefur, ráða samt sem áður öllu, sem ráðið verður i heimin- um? Hvers vegna fella konur aldrei grimuna? Við skulum berá fram aðra spurningu áðuren við leitumst við að svara þessari: Hvað er karlmað- ur? Rökfræðilega skoðað er karlmaðurinn mannleg vera, sem með vinnu sinni sér farborða sjálfum sér og - ef málum er þannig háttað - eiginkonu sinni og börnum þeirra. Kona er aftur á móti mannleg vera, sem sjaldnast sér sjálfri sér farborða með þvi móti, nema þá um tak- markað timabil eða þá sem undantekning frá reglunni, enda fátitt að hún þurfi að vinna fyrir sér og börnum sinum. Karlmennska og karl- mannlegir eiginleikar? Konur nota þau orð yfir alla þá hæfileika karl- mannsins, sem hún getur notað sjálfri sér til fram- dráttar - hæfileika, sem vekja þá vissu með kon- unni, að karlmaðurinn muni gera allt sem hún vill - og hvenær sem hún vill. Það eru karlmenn, sem aka aö heiman frá sér i stórum og glæsilegum bil á hverjum morgni klukkan niu. Það eru aðrir karlmenn, sem leggja af stað klukkustundu fyrr i minni bil. Og enn eru þeir karlmenn, sem leggja af stað að heiman enn fyrr klæddir vinnufötum og með bitakassa undir hend- inni, og halda með strætis- vagni til vinnu sinnar i verksmiðjum, eða hjá verktökum. Fy r ir ósjy/ra n 1 eg hrekkjabrögð forlaganna eru það alltaf þeir siðast töldu, þeir fátækustu, sem misnotaðir eru og arð rændir af þokkaminnstu fulltrúum kvenþjóðar- innar. Gagnstætt þvi sem er með konur - þvi að þær kunna að meta peninga - veita karlmenn einungis athygli ytra útliti kvenna. Þar af leiðir, að þvi auðugri eða auðvænlegri sem karlmaðurinn er, þvi þokkameiri verður sú kona, sem kemur i hans hlut. En það gildir einu hvaða störf maðurinn vinnur, þá er þeim eitt sameiginlegt - þeir eyða allir tima sinum á niðurlægjandi hátt. Þeir vinna ekki i þvi skyni að uppfylla sinar eigin óskir - sjálfir hafa þeir sjaldnast hneigð til að lifa i óhófi og munaði, og þeir mundu þurfa miklum mun minna á sig að leggja til þess að geta orðið við sinum eigin kröfum. Karlmenn leggja allt þetta á sig fyrir konur sin- ar og börn, og eru yfirleitt © ótrúlega stoltir af þeirri staðreynd. Eða hve margir eru ekki þeir karl- menn, sem hafa ljósmynd af konu og börnum standandi á skrifborði sinu, eða ganga með slika mynd i veskinu, til þess aö geta sýnt hana af minnsta tilefni? Það gildir einu hvaða starf karlmaðurinn hefur með höndum, - hvort hann er læknir, bilstjóri, for- stjóri eða skrifstofumaður - hann verður alla ævi sina ósjálfráður þræll, ekki annað en tönn i hjóli þess volduga og miskunnar- lausa kerfis, sem hefur þaö eitt að markmiði að mergsjúga hann og arð- ræna til hinnstu stundar. Og hver hiröir svo arðinn? Eiginkonan. Eiginkonan er mannleg vera, sem ekki vinnur fyrir launum. Og þar með er málið i rauninni útrætt að kalla - þar eð fátt annað verður um hana sagt! Lifiö biður mönnum tvö kosti: Lifnaðarháttu skeppnunnar, eða á hinu lægra lifssviði- og lif á hinu æðra, eða andlega lifssviði. Konur velja undantekningarlitið fyrri kostinn - likamlega vel- sæld, útungunarstað og uppeldishreiður fyrir af- kvæmi sin. Eigi að siður eru karl- menn og konur fæddar með sömu andlegum þroskamöguleikum. En það er alkunn staðreynd og viðurkennd, aö þeir möguleikar til þroska, sem látnir eru ónotaðir, þverra smátt og smátt og visna að lokum. Konur notfæra sér ekki þessa þroskamöguleika sina. t rauninni er það af ásettu ráði, að þær gera það ekki. Eftir að hafa stundaö skólanám i nokk- ur ár, velja þær sér óaftur- kallanlega hlutskipti heimskunnar. llvernig má það vcra að konur hagnýta sér ekki meðfæddar gáfur sinar? Af einfaldri ástæðu: þær þurfa þess ekki. Þaö er þeim ekki nauösynlegt i lifinu. Fræðilega séð þarf venjuleg kona jafnvel á minni gáfnaþroska að halda en venjulegur sjimpansi, samt sem áður kemur engum til hugar að telja konur óhæfar sem meðlimi i menningarlegu samfélagi! Konan þarf ekki á meiri vitþroska að halda vegna þess, að flestar þeirra taka þá ákvörðun þegar á tólf ára aldri að hafa lifs- viðurværi sitt af vændi. Vilji maður segja þetta með öðru orðalagi, þá hafa þær þá þegar tekið þá ákvörðun að miða framtið sina við það hlutskipti, sem er i þvi fólgið að velja sér karlmann til að vinna fyrir sér. Til endurgjalds eru þær svo reiðubúnar að opna fyrir honum skaut sitt við og við þegar svo ber undir. Um leið og konan hefur tekið þessa ákvörðun hættir hún i rauninni að leggja rækt við andlegan þroska sinn. Það má vel vera, að hún setji metnað sinn i að ljúka vissum prófum - prófskirteinin veit hún að hækka gengis- skráningu hennar hjá karlmönnunum, sem álita að konur, er þulið geta fræði sin eins og páfa- gaukar, hljóti að skilja og kunna það sem þær fara með! En á þessu stigi er allur sannur gagnkvæmur skilningur á milli kynj- anna óafturkallanlega úr sögunni. Leiðir þeirra skiljast að fullu og öllu. Einhver afdrifarikasti misskilningur karlmanns- ins er það að álita að konan sé jafningi hans - menntaður, eða hiö gagn- stæða. En kæmi það fyrir að annar kvenmaður liti um öxl á eftir henni - þvi aö konur eru mun skarpsýnni gagnrýnendur en karlar - þá er það henni mikil- vægur atburður. Hún hefur hlotið þá viður- kenningu, sem gildir, ósjálfráða viðurkenningu og aðdáun annarrar konu. Þvi að heimur konunnar er eingöngu numinn kon- um. Konunum, sem hún hittir i verzlunum, eöa ræöir viö yfir girðinguna og i stigaganginum, og hittir i samkvæmum - og undir þessum konum á hún það, hvort hún vinnur eða tapar i tafli lifsins. Viðurkenningarorö frá einhverri eða einhverjum af þessum konum - það er táknið sem úr sker, og öll heimskuieg hrósyröi ósmekkvisra og klunna- legra karlmanna eru henni einskis viröi. Þeir hafa hvort eð er ekki minnsta vit á hlutunum. Karlmenn vita i rauninni minna en ekki neitt um heim konunnar, og fyrir það missir hin klunnalega aödáun þeirra að sjálf- sögðu marks. Að sjálfsögðu vill konan tryggja sér aðdáun karl- mannsins — það má ekki gleymast að það er karimaðurinn, sem það fráleitt. að nokkur karlmaöur skuli imynda sér að eiginkonan sé hon- um trú, eingöngu fyrir það að hún varpar honum ekki fyrir róða i þvi skyni að taka saman við annan karlmann, sem hann álitur sjálfur að sé honum glæsilegri. Þvi skyldi hún gera það, svo framarlega sem eiginmaðurinn er henni örlátur forsorgari og dugandi rekkjunautur. Otryggð konunnar er allt annars eðlis en ótryggð karlmannsins. Ef hún daðrar blygðunar- laust við bezta vin hans, þá er það nokkurnveginn vist að henni gengur það eitt til að gera eiginkonu viðkomandi lifið leitt. I sannleika sagt, þá hafa konur mjög takmarkaöan áhuga á karlmönnum. Það er alkunn stað- reynd, að karlmenn hafa komið sér upp kvennabúr- um til að fullnægja kyn- þörf sinni. En finnast þess nokkur dæmi að konur hafi komið sér upp karlbúrum til að fullnægja þörf sinni fyrir kárlmenn? Hún mundi einfaldlega verða drepleið á þvi á ör- skömmum' tima, ef hún ætti að hafa kynmök við hóp af karlmönnum. Ef konur gengjust fyrst og fremst fyrir ytra útliti mannsins, þá væri öll hin séu óhjákvæmilegar lág- markskröfur til þess að um siðfágað lif sé að ræða hugmynd, sem konan laumar inn hjá honum, þvi að sjálfum stendur honum i rauninni á sama um hvort kökurnar eru keyptar hjá bakaranum, eða salernisskálinn óhulinn öllu blómaskrúði. Og karlmaðurinn finnur upp hrærivélar, sjálf- virkar strokvélar og tekur að framleiða rósóttan og ilmandi salernispappir, svo allt sé i stil og auð- veldara fyrir konuna að uppfylla þær lágmarks- kröfur, sem gerðar eru um siðfágað lif. Og samt sem áður sýnir konan ekki neinn áhuga á stjórnmál- um eða félagsmálum, alvarlegu framlagi til bók- menntanna eða könnun himingeimsins. Aftur á móti eykst stöðugt áhugi hennar á sjálfrisér, og þó sér i lagi á ytra útliti sinu. Jafnvel það tekur karl- maðurinn einnig gott og gilt. Hann ann eiginkon- unni og setur ánægju hennar og gleði ofar öllu i lifinu. Fyrir það tekur hann að framleiða lit- heldan varalit i ergi og grið, vatnsþolinn augnskuggalit, blússuefni, sem ekki þarf að strjúka og nærhöld sem má fleygja, þegar þau óhreinkast - allt með sama tilgang fyrir augum: að þessi mannlega vera, sem að hans dómi er honum sjálfum svo miklum mun viðkvæmara i öllum sinum þörfum og óendanlega fágaðri i öllum sinum kröfum, öðlist sem mest frjálsræði. mannlega vera, sem standi honum jafnfætis vitsmunalega og til- finningalega. Hann kemst að þeirri niðurstöðu vegna þess, að hann leggur sitt eigið gildismat þar til grundvallar. Til dæmis þegar karl- maður sér konu þvo upp mataráhöld eöa ræsta innanstokks - þá kemur honum það aldrei til hugar, að ef til vill kunni hún að hafa ánægju af þeim störfum. Hins vegar álitur hann að heimilis- störfin komi i veg fyrir,. að hún geti notið þeirra hluta, sem hann hefur yndi af sjálfur. Fyrir bragðið finnur hann upp uppþvottar- vélar, þvottavélar og ryk- sugur til að gera henni lifiö auðveldara - án minnsta tilgangs. 1 stað þess að notfæra sér þær tómstundir, sem henni bætast þannig til að stunda nám i sögu eða félagsfræði, eyðir hún þeim i kökubakstur eða við að strjúka undirfatnað sinn og skreyta blússur sinar blúndum og legging- ' um. Eða - ef hún er ein- ■ staklega framtakssöm - að hún felur salernið i bað- herberginu blómaskreytt- ; um hjúpi. I Og karlmaðurinn kemst eðlilega að þeirri niður- stöðu, að slikt og þvilikt Gæti karlmaðurinn einungis dokað við andartak, gefið sér tóm til að hugsa, þá hlyti hann óhjákvæmilega að komast að þeirri niðurstöðu, að öll hans viðleitni í þá átt að vekja konuna til andlegs þroska, er gersamlega tilgangslaus. Frjálsræði, sem geri henni kleift að ná þvi tak- marki i lifinu sem er hans eigin óskadraumur. Enn virðist konan samt sem áður ekki hafa neinn áhuga á að ná fótfestu i þeirri veröld, sem hann sjálfur lifir og hrærist i. Hann býður henni þvi að taka sæti á langskóla- bekkjum við hlið sér, svo að hún geti tileinkað sér lifssjónarmið hans allt frá unga aldri, hann teymir hana inn i háskóla- stofnanir og kynnir henni leyndardóma sinna eigin uppgötvana, i von um að honum megi takast að vekja áhuga hennar á dularfyllstu undrum lifs- ins. Hann býður henni æðstu opinberu embætti - og fórnar þar með sinum helgustu sérréttindum - og hann greiðir henni atkvæði sitt i von um að hún muni reynast þess umkomin að breyta til aukinnar full- komnunar þvi stjórn- skipulagi, sem hann hefur sjálfur skapað. Ef til vill gerir hann sér einnig vonir um að hún Fyrsti útdráttur úr bókinni, sem sett hefur rauðsokka rauðglóandi: ..Maður i bandi” eftir Esther Yilar reynist þess og umkomin að koma á varanlegum friði i heiminum - þvi að það er nú einu sinni hans skoðun, að konur séu frið- elskandi verur. Og svo ákafur er hann og heilshugar i allri þessari viðleitni sinni, að hann kemur alls ekki auga á hve hlægilegan hann gerir sjálfan sig. Ekki beinlinis það að konan hlægi að honum. Þar sem hún getur ekki skoðað neitt úr fjarlægð eða hlut- lægt, er henni gersamlega fyrirmunað allt skopskyn. Henni gremst, það er allt og sumt. Gæti karlmaðurinn einungis dokað við andar- tak, gefið sér tóm til að hugsa þá hlyti hann óhjákvæmilega að komast aö þeirri niðurstöðu áð öll hans viðleitni i þá átt að vekja konuna til andlegs þroska, er gersamlega til- gangslaus. Það er staðreynd, að konur gerast stöðugt glæsilegri og betur snyrtar með hverjum degi sem liður. En kröfur þeirra til lifsins verða stöðugt mótaðar af efnishyggju þeirra, en ekki andlegum viðhorfum. Hvenær hefur nútima- konan, þótt hún hafi hlotið fullkomnustu æðri menntun á mælikvarða karlmannsins, beitt gáfum sinum og þekkingu til að móta sjálfstæða, fræðilega kenningu? Komið hefur verið á fót sérstökum visindalegum rannsóknar- stofnunum fyrir konur, en nýjar hugmyndir þeirra og uppgötvanir af þeirra hálfu, það virðist ætla að verða djúpt á þeim. Getur karlmanninum aldrei komið það til hugar, að konan lesi alls ekki allar þær dásamlegu bækur, sem hann hefur fengið henni i hendur? Og að hún, enda þótt hún kunni að dá listræn afrek hans, geti sjálf aldrei skapað annað en eftirlik- ingar? Vitanlega fyrirfinnast konur, sem eru alger undantekning frá þvi, sem hér er haldið fram - en þær eru einungis sú undan- tekning, sem sannar regluna, það er mergurinn málsins. Þegar karlmaður, sem skoðar konuna sem jafn- ingja sinn, kemst að raun um allt fánýtið i lifsmáta hennar, dettur honum að sjálfsögðu fyrst i hug að slikt hljóti að vera hans sök. Að hann hljóti sumsé að beita hana kúgun. Þvi er nú samt sem áður þannig farið á okkar tið, að konan er ekki lengur háð vilja karlmannsins. 1 rauninni þvert á móti. Hún hefur hlotið öll hugsanleg tækifæri til frjálsræðis. Virðist konurnar, þrátt fyrir allt, enn bundnar ein- hverjum viðjum, kemur þar ekki nema eitt til greina - það eru imyndaðar viðjar. Það er heilagur sannleikur að karlmaöurinn elskar konuna, en það er lika eins vist að hann getur orðið þreyttur á henni. Sérhver sá sem vaknar að morgni og býr sig að heiman til að sigra nýja heima - þótt játa beri að það sé oftast nær einfald- lega til þess að vinna fyrir saltinu i grautinn - hlýtur einhverntima að þreytast á þeim aðila, sem ekki hefur minnsta áhuga á þessum sigurvinningum hans. Sú staðreynd getur meira að segja verið ein megin ástæðan fyrir þeirri viðleitni karlmannsins að koma konunni til aukins þroska. Hann blygðast sin hennar vegna, og telur að hún hljóti sjálf að blygðast sin. Sem séntilmaður, reynir hann þvi að rétta henni þar hjálparhönd. Karlmanninum virðist gersamlega fyrirmunað að gera sér grein fyrir þvL að konan hefur alls engan metnað eða löngun til að afla sér aukinnar þekking- ar, enga þörf fyrir að sýna og sanna hvers hún sé um- komin. Þær láta karl- manninum eftir aö lifa i hans fjarlæga heimi, ein- faldlega vegna þess að þær finna ekki hjá sér minnstu löngun til að nema þar land með hon- um. Og þvi skyldu þær lika finna hjá sér löngun til þess? Sjálfstæði karl- mannsins er þeim einskis virði, þvi að þær álita sig ekki honum háðar. Þær láta sér jafnvel fátt um finnast andlega yfirburði karlmannsins þvi að þær hafa sjálfarengan metnað á þvi sviði. Að einu leyti hefur konan mikilvæga aðstöðu fram yfir karlmanninn - þær geta valið. Þær geta valið um það, að sjá fyrir sér sjálfar annars vegar og hinsvegar að gerast dekruð snikjudýr. Og það eru fæstar konur, sem ekki velja siðari kostinn. Liti konan i raun og veru þannig á málið, að hún væri kúguð af karl- manninum, mundi hún hata hann og óttast á sama hátt og allir kúgarar og harðstjórar eru og hafa alltaf verið hataöir ógn- valdar. En þvi fer fjarri að hún geri það. Ef hún teldi sig i rauninni litillækkaða vegna andlegra yfirburða karlmannsins mundi hún notfæra sér öll tækifæri og leiðir, sem henni standa til boða, til að gerast þar jafnoki hans. Ef konan væri i raun og sannleika fjötrum bundin, mundi hún áreiðanlega notfæra sér þau viðhorf, sem nú hafa skapast i heiminum, til að brjóta þá af sér og öðlast fullt frelsi. I vissum hluta Sviss, þar sem karlmenn einir hafa átt atkvæðisrétt fór fram skoðanakönnun ekki alls fyrir löngu. Karlmennirn- irákváðuað láta konurnar sjálfar láta i ljós hvort þær vildu öðlast atkvæðisrétt eða ekki. Meirihluti þeirra var þvi mótfallinn. Karlmennirnir skömmuðust sin niður fyrir allar hellur, þar eð þeir komust að þeirri niðurstöðu, að þessi algera vöntun kvenfólksins hvað snerti áhuga á þjóðfélags- málunum, hlyti að stafa af þeirri kúgun, sem þær hefðu orðið að þola öldum saman, og valdið minni- máttarkennd. Þar höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér. Sizt af öllu finna konur til minnimáttarkenndar. Þvert á móti - og þvi skyldu þær lika finna til minnimáttarkenndar gagnvart karlmanninum og vilja risa gegn honum, þarsem hann er i rauninni ekki af þeirra heimi? Þegar allt kemur til alls, er hún einungis háð honum i efnalegu tilliti - og að mjög takmörkuðu leyti i kynferðislegu tilliti, eða eitthvað viölika og ferða- maöurinn er háður flug- vélinni, knæpugesturinn bjórtunnunni eða bil- stjórinn bensinstöðinni. Sálræn tengsl koma þar litt við sögu. Og hvað skoðanir og álit karlmannsins snertir, þá er ekkert jafn mikilvægt i heimi konunnar og skoðanir og álit annarra kvenna. Að sjálfsögðu vekur það alltaf nokkra ánægju hjá henni, ef hún finnur að karlmaður litur á hana með velþóknun - ekki hvað sizt ef karl- maðurinn er rikmannlega klæddur og ekur i dýrum glæsibil. Hins vegar stendur henni gersamlega á sama um hvort viðkomandi er aðlaðandi eða ekki, eða hvort hann litur út fyrir að vera greindur maður og ber allan kostnaðinn af lifsrekstri hennar - en það er svo ósköp vandalitið að vekja hrifningu hans,það kostarhana hvorki langan tima né fyrirhöfn að sveipa um sig eggjandi kynþokka i augum karl- mannsins og hún kann ótal auðveld brögð til þess. Og þá er aðdáun hans tryggð. Þegar konan hins vegar ver bæði miklu fé og mikl- um tima til að vera sem glæsilegust útlits og sem glæsilegust að öllum búnaði, þá er öll sú fyrirhöfn og allur sá kostnaður sem henni er samfara, þvi ekki nema að sáralitlu leyti til að tryggja sér forsorgun karlmannsins og það að hann uppfylli skyldur sinar sem karldýr, en þetta tvennt er hið eina hlutverk, sem hann hefur með höndum i heimi kon- unnar, heldur er allt slikt á sig - og aðra - lagt, til að vekja öfund og afbrýði- semi annarra kvenna, og bera sigurorð af þeim. Yfirgefi eiginmaðurinn konuna og taki til við aðra, litur eiginkonan á það eins og hvert annað óhapp, og henni gremst það i bili, að minnsta kosti, ef hann hefur uppfyllt þær kröfur, sem hún gerði til hans sem forsorgara og karldýrs. Henni gremst það á svipaðan hátt og verktaka eða einhverjum atvinnu- rekanda gremst það, ef góður verkamaður fer frá honum og ræður sig til starfa hjá keppinaut hans, og eins og viðkomandi verktaki, verður henni fyrst fyrir að svipast um eftir öðrum dugandi manni i staðinn. Eins er þaulskipulagða og mis- kunnarlausa auglýsinga- barátta, sem einkennir nútimann, til einskis háð. Samkvæmt opinberum skýrslum er það einmitt kvenþjóðin, sem kaupir mest - fyrir það fé, sem karlmaðurinn vinnur fyrir með súrum sveita. Og þvi er það að fram- leiðendurnir og kaupa- héðnarnir miða sjaldnast auglýsingarnar við það, að þær hafi áhrif á karl- mennina. Enn athyglis- verðara er þó, að þeir leit- ast yfirleitt aldrei við að örva kaupahneigð kon- unnar með þvi að prýða auglýsingarnar myndum af glæsilegum karlmönn- um. Það gildir einu hvað þeir vilja selja - hrein- lætisvörur, bila, svefnher- bergisbúnað, sjónvarps- tæki - alltaf skulu það vera glæsilegar konur, sem notaðar eru fyrir tálbeitu. Þegar karlmenn heyra konu gagnrýna aðra konu - nefið of stórt, barmurinn of flatur, mjaðmirnar of miklar - álita þeir eðlilega að konum sé litið um aðrar konur gefið. Eða þá að glæsileiki og fegurð annarra kvenna hafi ekki minnstu áhrif á þær. Þar skjátlast þeim hrapalega! Sérhver kaup- sýslumaður sem reyndi á allan hátt að hrósa varningi þeim, sem keppi- nautur hans hefur á boð- stólum, yrði talinn harla undarlegur. Sama er að segja um konur. Ef konum væri fenginn öruggur, efnahagslegur grundvöllur i þvi skyni, þá mundu sennilega flestar konur kjósa fremur aö búa Framhald á bls. 8> •© Sunnudagur 2. júli 1972 Sunnudagur 2. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.