Alþýðublaðið - 05.07.1972, Blaðsíða 5
alþýðu InRTiTTil útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit- stjómar Hverfisgötu 8-10. Simar 86666.
GJALDEYMS-
VARASJÓMJR
„Ég kemst ekki hjá því
að segja, að mér finnst
næstum ámælisvert af
viðskiptaráðherra, að
gera minna úr þeim
vanda, sem við blasir, en
hann hlýtur jafn reyndur
stjórnmálamaður að gera
sér grein f yrir að við er að
etja. Gjaldeyrisstaðan við
útlönd hefur ekki versnað
umtalsvert, eingöngu
vegna þess að tekin hafa
verið stóraukin lán
erlendis. Viðskiptahall-
inn hefur farið stórvax-
andi”.
Á þennan hátt svaraði
Gylfi Þ. Gislason fullyrð-
ingu Lúðviks Jósefssonar,
viðskiptaráðherra, í sjón-
varpsþættinum um
„Verðhækkanir og
kaupmátt launa" i sl.
viku, þegar hann sagði að
gjaldeyrisstaðan hefði
ekki versnað nema um 68
milljónir frá ármótum.
Þessi yfirlýsing ráð-
herrans er alveg rétt svo
langt, sem hún nær. En til
þess að gera sér grein fyr-
ir hver hinn raunverulegi
hagur þjóðarbúsins í þess-
um efnum er, þarf aðeins
að kynna, hvað að baki
þessum tölum felst.
Alþýðublaðið gerði þá
könnun í sl. viku og birti
niðurstöðurnar i frétt á
fimmtudag. Niðurstöður
þeirrar könnunar voru, að
fimm fyrstu mánuði árs-
instók ríkisstjórnin erlend
lán og notaði yfirdráttar-
heimiid Alþjóðag jald-
eyrissjóðsins samtals að
upphæð 1.100 milljónir
króna.
Þegar þessi lán og yfir-
dráttarréttindi nöfðu ver-
ið reiknuð inn i gjald-
eyrisstöðuna, hafði hún
versnað um 68 milljónir,
þ.e.a.s. þá tölu, sem ráð-
herra þótti handhægt að
nota skýringarlaust í um-
ræðunum.
Séu þessi lán og yfir-
dráttarheimildir ekki
reiknuð með í gjaldeyris-
stöðunni kemur í Ijós að
hún hefur í raun versnað
um 1168 milljónir frá
ármótum.
Til raunhæfs
samanburðar fékk
Alþýðublaðið einnig sam-
svarandi tölur frá fimm
fyrstu mánuðum fyrra
árs.
Þá hafði gjaldeyris-
staðan, ef ekki er reiknað
með lántökum og yfir-
dráttarheimildum versn-
að um 662 milljónir frá
næstliðnum áramótum.
Það, sem eftirtektar-
verðast og uggvænlegast
er við þessar tölur er, að á
fimm fyrstu mánuðum
þessa árs hefur gjald-
eyrisstaða íslands versn-
að um 506 milljón krónum
meira fimm fyrstu
mánuði þessa árs heldur
en sama tímabil i fyrra.
Ef litið er á þessa rýrnun í
hlutfallatölum kemur í
Ijós að gjaldeyrisstaðan
hefur versnað á tímabil-
inu janúar til mai á þessu
ári um 76,4% fram yfir
það, sem hún gerði á
sama tíma i fyrra, rétt
fyrir valdatöku núverandi
ríkisstjórnar.
JAFNVÆGISLIST RUMENA
Margir vita það eitt
um Rúmeniu, að hún
liggur að Svartahafi, að
þar eru góðar bað-
strendur og hægt er að
gera ódýr innkaup i fri-
höfn á heimleið.
En Rúmenar eiga við
meiri vandamál að etja,
en almennur ferða-
maður kemur auga á.
JAFNVÆGISLIST
UTANRÍKIS-
STEFNUNNAR.
Almennt umræðuefni
rúmenskra stjórnmálamanna og
meðlima „Flokksins” er vonin
um öryggisráðstefnu Evrópu.
Vonin um að hún verði haldin sem
allra fyrst. Þessa von verður að
skoða i samhengi viö utanrikis-
stefnu Rúmena að öðru leyti.
Rúmenia tók ekki þátt i inn-
rásinni i Tékkóslóvakiu 1968,
þrátt fyrir veru i Varsjárbanda-
laginu. Viöbrögð Rúmena voru
fyrst og fremst fólgin i þvi að geta
verið sig, ef innrásin yröi við-
tækari. Siðan hefur þvi oft verið
velt fyrir sér utan Rúmeniu sem
innan hversu lengi þeir geti
haldið þessari rúmensku jafn-
vægislist i alþjóöastjórnmálum.
Jafnvægislist, sem fólgin er i
þvi i fyrsta lagi að halda góðri
sambúð við önnur lönd Austur-
Evrópu. Sovétrikin, vel að
merkja, eru þeirra stærsti
viðskiptaaðili, en við þau fara
fram um þriðji hluti utanrikisvið-
skiptanna. t öðru lagi, að tengjast
Vestur-Evrópulöndunum vináttu-
böndum og viðskiptaböndum, en
þá viðleitni lita austur-evrópskir
bandamenn þeirra miklum
áhyggjuaugu: Rúmenar voru t.d.
fyrsta þjóðin i Austur-Evrópu,
sem viðurkenndi Vestur-Þýzka-
land og tók upp stjórnmálasam-
band við það.
1 þriðja lagi er Rúmenia eina
land Austur-Evrópu, auk
Albaniu, sem á vinsamleg sam-
skipti viö Kina. Þannig tók
kommúnistaflokkur Rúmeniu já-
kvæða afstöðu til heimsóknar
Nixons til Kina. Þó var sérstak-
lega tekið fram i þvi sambandi,
að vinsamleg samskipti við and-
stæðing þýddu ekki viður-
kenningu á hugmyndafræði hans.
Ennfremur að þessi heimsókn
yrði að skoðast sem viðurkenning
Bandarikjamanna á þvi aö rangt
heföi verið að halda uppi
einangrunarstefnu gagnvart
Kina.
I fjóröa lagi nýtur Rúmenia
mikils tiilits landa þriðja
heimsins, sérstaklega i Afriku.
Þar er litið á Rúmena, og það
ekki að ástæðulausu, sem smá-
þjóð, sem reynir aö framkvæma
eigin sósialisma, óháðan öðrum.
Meö þannig jafnvægislistir i
utanrikismálum er eðlilegur
áhugi Rúmena fyrir öryggisráö-
stefnu Evrópu.
En er það raunsætt? Rúmenia
er, hvort sem menn vilja viður-
kenna það eða ekki, á áhrifasvæöi
Sovétrikjanna, og er þaö þá raun-
sætt að gera ráð fyrir að
Rúmenum takist að þróa sjálf-
stæða stefnu? Margir óttast, að
skerist i odda milli Rúmena og
Rússa og þeir ætla að verða sér
úti um hjálp komi i ljós að þau
riki, sem leitað er til séu ekki
reiðubúin til að fórna vináttu
stórveldanna i þvi skyni að verða
þeim til hjálpar. Og Rússar þurfa
alls ekki að beita hervaldi, þeim
nægja þau efnahagslegu tök, sem
þeir hafa á þjóðinni.
STEFNAN INNAN-
LANDS ER
GREIÐSLAN.
Rúmenskir leiötogar eru harðir
i horn að taka heima fyrir. Það er
jafnvel orðin lenzka að segja að
sjálfstæð utanrikisstefna sé
greidd með „Stalinstökum”
innanlands.
Þaö má alla vega til sanns
vegar færa, að stjórnmálalegum
skoðunum er mjög þröngur
stakkur skorinn innanlands. 1
Rúmeniu er hægt að verða vitni
að tveggja tima dásemdarathöfn
skólabarna á hetjunum, sem féllu
i siðari heimsstyrjöldinni. Þar er
einnig hægt að lifa það að mega
ekki tala við túlkinn sinn um
vandamál liðandi stundar.
Sé kafað svolitiö dýpra i hina
opinberu innanlandsstefnu, þá
má finna raunverulega ósk um
„afslöppun”.
Ungsamtök Kommúnistaflokks Rúmeniu eru með
deildir í öllum verksmiðjum. Formaður hennar hefur
leyfi til að ganga erinda deiidarinnar i vinnutimanum
eftirþörfum. I þessum ungsamtökum er um hálf þriðja
milljón meðlima, þannig að hún er ivið stærri en
flokkurinn sjálfur. Af rúmlega 20 milljónum íbúa eru
ekki nema 2,3 milljónir í Kommúnistaflokknum. Aðrir
flokkar eru ekki leyfilegir.
Ósk þess eðlis, að sósialisminn
birtist ekki eingöngu i fram-
leiðsluaukningu, heldur einnig á
mannlegan hátt.
Sem dæmi um útrás þessarar
óskar má nefna að það er hin
opinbera stefna, að listir skuli
notaðar i þágu stjórnar-
stefnunnar, til einhliöa fræðslu.
En þrátt fyrir það má sjá aug-
lýstar i kvikmyndahúsum myndir
eins og „Astarsögu” og aðrar
vestrænar myndir, sem tæpast
falla inn i kerfið.
MENNTAKERFIÐ
Rúmenar hafa á fáum árum
breytzt úr landbúnaðarþjóö i
iðnaðarþjóð. Þetta hefur haft i för
með sér mikla mannflutninga úr
sveitum i bæi og borgir. Talið er
að á undanförnum fimm árum
hafi þannig um ein milljón manna
haft aðsetursskipti. Þessir gifur-
legu flutningar hafa einnig i för
með sér vandamál gagnvart
skólasetu og kennslu.
I Rúmeniu er tiu ára skóla-
skylda. Fyrst er átta ára
almenningsskóli, siöan tekur við
tveggja til þriggja ára sérgreina-
skóli eöa fjögurra ára skóli, sem
er ek. millistig milli gagnfræða-
og menntaskóla hjá okkur. Or
honum er tekið „stúdentspróf”,
en það veitir ekki inngöngurétt i
háskóla. Til að komast iþá þarf að
standast mjög strangt inntöku-
próf. Það er ekki óalgengt,að það
próf standist ekki nema fjóröi
hluti þeirra, sem reyna. Aftur á
móti er hlutfallstala þeirra, sem
ekki ná prófum i háskólum, eftir
að inn er komið, lág.
Mesta vandamál Rúmena i
þessum efnum er það fólk, sem
ekki nær inntökuprófum
háskólanna, að afloknu
„stúdentsprófi”. Þaö eins og
dettur niður i milli. Þó hefur verið
komið upp fyrir það skólum, sem
hjálpa þvi til að finna sér stað i
þjóðfélaginu.
VILJINN ER TIL
STAÐAR.
En i Rúmeniu er við margt að
glima, sem kemur okkur einnig
kunnuglega fyrir sjónir. Fram-
leiðsluaðferðir, ákvæöisvinna,
tryggingar, ibúðaskortur o.fl.
Þar er einnig að finna einlægan
vilja. Vilja til að byggja upp
sósialiskt riki. Riki, þar sem
sósialisminn er ekki eingöngu
fólginn i þvi aö uppræta einkaat-
vinnurekstur.
En til þess þarf tima og framar
ööru frið. Þann frið, sem
Rúmenar jafnt og aðrir mæna á i
sambandi við öryggisráðstefnu
Evrópu.
Sumarferð Kvemelagss Alþýðuflokksins I
Reykjavik verður farin 15. júli, 2ja daga ferð.
Nánari upplýsingar: Aldis 10488, Guðrún
10360 og á skrifstofum Alþýðuflokksins simar
15020 Og 16724.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst.
Verkalýðsmálnefnd.
Munið fundinn í verkalýðsmálanefnd
Alþýðuflokksins miðvikudaginn 5. júni kl. 6 e.h.
á skrifstofu flokksins.
Húsbyggjendur — Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborgh.f.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Slmi 42480.
Miðvikudagur 5. júli 1972
©