Alþýðublaðið - 05.07.1972, Blaðsíða 11
Kross-
gátu-
krílið
LflHDHELtflSERJUR
r r r eftir
A VAI m VIÐATTIINI MAR Arthur
H YHL ui viuhi iuni limi Mayse
,,Mike.” Háls hennar var þurr, en hún reyndi að
kalla nógu hátt til að Mike gæti heyrt i gegnum gný-
inn i sekkjapipunni. „Stóri bróðir fylgist með þér.”
Hann heyrði ekki til hennar. Hún var viss um, að
hann hefði gengið á hana, ef hún hefði ekki vikið.
Hann sneri við undir skærum tónum „Highland
Laddie”, og meðan hann gekk framhjá henni, flýtti
hún sér að hlaða byssuna með skjálfandi höndum.
Hún lyfti byssunni með báðum höndum, miðaði
vandlega, hélt niðri i sér andanum og hleypti af.
Herra Grár gaf ekkert hljóð frá sér. Hann stökk af
stað yfir trjábolina og krafsaði með framfótunum
og sveiflaði þeim kringum sig. En afturfæturnir
kiknuðu, enda þótt hann berðist um. Hann féll niður
á trýnið og rófan stóð út i loftið, og þannig lá hann
eins og vera úr hræðilegum draumi.
Linn horfði á dauðastrið hans. Belgur sekkjapip-
unnar tæmdist og lék sálumessu yfir honum.
Viðbrögð hennar urðu ekki þau, sem hún hafði
vænzt. Ég hlýt að vera farin að harðna, hugsaði
hún. Hún kiknaði ekkki i hnjánum, hún fann ekki
málmbragðið, sem fylgdi venjulega i kjölfar mikils
ótta. Hún nálgaðist Mike, og hann hafði rétt tima til
að loka munninum, áður en hann tók byssuna. Hann
þreifaði i vasa sinn eftir skothylki, hlóð byssuna aft-
ur og nálgaðist bjarndýrið varlega. Þvinæst beygði
hann sig fram og þrýsti hlaupinu að eyra bjarnar-
ins. Blossi, sem virtist f jólublár i rökkrinu, stóð úr
úr hlaupinu.
Linn sagði hljóðlega: ,,Ég held, að þetta hafi ekki
verið nauðsynlegt.”
,,Kannski ekki,!’ tautaði hann án þess að horfa á
hana, ,,en það er betra að fullvissa sig. Gerir þú þér
grein fyrir þvi, hvað hefði gerzt, ef þú hefðir hæft
hann i augað?”
,,En hitti ég kannski ekki?’
Honum tókst engan veginn að gabba hana. Hún
var drottning dagsins og ætlaði sér að njóta þess til
fullnustu. Hún teygði fram höndina og strauk gróf-
an feldinn. Skrokkurinn var enn heitur. Það var
óskiljanlegt, að þetta óargadýr, sem hafði ör-
skömmu áður ógnað lifi þeirra, var nú dautt og
óskaðlegt. Grábjörninn með gula blettinn minnti i
dauðanum á óhreina ábreiðu, sem hefur verið
hengd út til viðrunar.
,,Þetta var frábært skot, Mike, eða finnst þér það
ekki?” Hún var full ánægju með sig, en vorkenndi
birninum. Hann hafði ekki valdið þeim vandræðum,
hann hafði visað þeim leiðina niður af jöklinum og
verið særður af byssuskoti án þess að verðskulda
það. Það voru fyrst og fremst þau, sem höfðu valdið
birninum vandræðum.
„Þetta var það almesta fjandans heppnisskot,
sem ég hef séð eða mun nokkurn tima sjá, „sagði
Mike fýlulega við hana og starði á dýrið, og sekkja-
pipan dinglaði i hendi hans.
„Vissir þú að herra Grár var hérna?”
„Auðvitað. Hann var alveg frá sér numinn.”
Hann kingdi og rödd hans var hörð. „Á meðan ég
lék, gerði hann ekkert illt af sér. Það var ekki fyrr
en þú komst, að hann fór að sýna fjandskap.”
„Jæja. Og hefði ég ekki komið? Og hvað hefði
gerzt, þegar þú varst orðinn vindlaus?”
„Það vantar aldrei vindinn i pipara,” skýrði hann
út fyrir henni, strangur á svip.
Hún hallaði sér að lend bjarndýrsins og drap fæti
á tunnulaga höfuð þess.
„Hefur þú nokkru sinni sjálfur skotið bjarndýr
með svona litilli byssu, Mike?”
„Nei.”
„Hefur Ves Jones gert það?”
„Ekki svo ég viti,” sagði hann treglega. „En hann
gerir það i kvöld til að hressa upp á föður þinn. Ég
er að verða uppiskroppa með sögur handa honum.
Hana klæjaði á milli herðablaðanna og neri sér að
bjarndýrsfeldinum, og sveiflaði öðrum fæti daðurs-
lega.
„Hver vann styrjöldina 1812, Mike?”
„Eigum við ekki að draga um það?”
„Segðu grábjörn.”
„Hvers vegna?”
Mig langar bara að heyra þig segja það.”
„Er ekki nóg, að ég segi „frændi”?
„Nei.”
ef mögulegt reyndist að vera
saman i klefa.
— Það er útilokað. Jæja látið
mig sjá sannanirnar.
7 Ekki ferðu að neita þvi að
þú þekkir Horace? (Horace var
tengiliðurinn. sem Tommy hafði
ætlað að skjóta fyrir svik).
— Vitanlega þekki ég
Horace. Grunur hans um að
Horace hefði verið útsendari.
Gestapo virtist nú staðfestur.
— Ætlaöu að segja mér að
hann hafi frætt ykkur um þessa
vitleysu?
— Það er engin vitleysa.
Horace er einn af okkar beztu
mönnum
— Horace er svikari og þjófur
og lygari.
— Varlega nú. Ég gæti
hæglega sótt hann og yfirheyrt
ykkur augliti til auglitis. Það
kynni að verða þér hættulegt.
— Gerðu það bara. Ég er ekki
hræddur við hann, heyrirðu
það? Ég h'eimta að Horace verði
sóttur.
— Jæja, þú safnar glóðum
elds að höfði sjálfs þin. Ég skal
sjá um að þið hittist einhvern
morguninn i næstu viku klukkan
tiu.
— Hann verður of seinn
sannaðu til, og ef hann veit
hvern hann á að hitta, kemur
hann alls ekki.
ssas.m'
Eftir nokkrar spurningar
annars eðlis, sem Tommy
svaraði ekki öðru en þvi sem
hann vissi að Mizzlevitz þekkti
til, var hann sendur aftur til
fangelsins.
Eftir þriðja daginn i nýja
klefanum var hann orðinn
kunnugur daglegum venjum
fangelsisins. Á morgnana var
kaffi. Er hann hafði lokið við
daglegar likamsæfingar sinar
og ræst klefann kom á stofugang
gamall akfeitur Feldwebel, sem
hafði fyrir sið að gefa honum
utanundir, sparka i hann og
segja: ,,Pr-rezki liðsforingi, við
skulum tr-r-repa þig hægt”.
Eftir þessa upplyftingufórhann
að reyna að stafa sig fram úr
fréttabrotum á dagblaða-
sneplunum sem honum voru
afhentir sem salernispappir. f
hádegismat var pylsusúpa og
sneið af þurru brauði, á kvöldin
var hvorki súpa né brauð. En
jafnt og þétt bárust honum
kveðjur frá samföngum sinum
og hann sendi þeim kveðjur á
móti gegnum lausu rúðuna.
En t i 1 b r e y t i n g a 1 e y s i
fangelsisdaganna rufu tiðar
ferðir i Avenue Foch og rue des
Saussaies til yfirheyrslu.
Hversu illa sem Tommy var við
heimsóknirnar til Rudi og
félaga hans og barsmiðar
þeirra, var hann þó feginn
þessum ferðum vegna þess að
þær veittu honum tækifæri til að
athuga leiðina, sem fanga-
vagninn fór og kynnast venjum
fangaverðanna. Eftir fjórðu
ferðina hafði hann tilbúna
flóttaáætlun sina.
Á eftir fangávagninum
fylgdi alltaf i tiu metra
fjarlægð opinn bill með fjórum
Gestapom önnum vopnuðum
vélbyssum. í vagninum sjálfum
voru tveir verðir með Sten-
byssur og sat annar hjá öku-
manninum, en hinn stóð i
ganginum fyrir innan aftur-
dyrnar. Þessi gangur var alltaf
fullur af svartm arkaðs-
bröskurum og öðru glæpa-
smælki, sem ekki var rúm fyrir
i klefunum. Af samtölum
þessara fanga komst Yeo-
Thomas að þvi, að þegar fanga-
verðirnir voru ltalir, sem oft
kom fyrir, setttist vörðurinn við
vagndyrnar af óforbetranlegum
slappleika suðurevrópu-
mannsins á litinn kjaftastól og
lagði sten-byssuna frá sér i
annað hornið. Með þvi að þrýsta
öxlinni fast i dyrnar þegar hann
væri læstur inni i klefanum i rue
des Saussaies hugðist Tommy
koma i veg fyrir að efri lásinn
lokaðist, með aðstoð vinsam-
legra fanga fyrir utan vonaðist
Yeo-Thomas
hann til að geta opnað neðri
lásinn, sem var algeng tegund
og mikið notuð á járnbrautar-
vögnum. Þegar vagninn svo
beygði úr Boulevard Raspail in i
Avenue d Orléans, ætlaði hann
að fara út úr klefanum, fikra sig
aftur i vagninn og þrifa sten-
byssuna á meðan hinir bæru
vörðinn ofurliði. t gegnum
rifuna i afturhurðinni myndi
hann svo tæma( sten-byssuna
inn um framruðu bifreiðar-
innar fyrir aftan, mennirnir i
henni myndu annaöhvort deyja
eoa særast eöa oitreiöin sjatt
fara út af veginum og hvolfa.
Hann myndi siðan stökkva út úr
vagninum með hina fangana á
hælum sér, fela fjötraðar
hendurnar undir hálsklút, sem
hann hafði þegar fengið að láni
hjá einum kvenfanganna,
hverfa i ringulreiðinni og halda
til rue d Alésia skammt frá. Þar
átti hann falin fölsuð skilriki,
peninga, nærföt og skamm-
byssu i málarastofu einni. Siðar
gæti hann fengið kunningja sinn
til að koma og ná af sér hand-
járnunum.
En það átti ekki að verða
þannig. Þegar nafnakall átti sér
stað inni i fangelsinu, voru þeir
Palaud og Chaland kallaðir til
þriðju deildar en Yeo-Thomas,
sem rölti vongóður á eftir þeim
var sóttur með höggum og
spörkum og fleygt á höfuðið inn
i dimman klefa þar sem ekki sá
handa skil. Þegar hann gat
staðið i fæturna aftur hóf hann
könnun á þessum nýja dvalar-
stað sinum: klefinn var örfá
skref veggja á milli, hann gekk
til hægri og rakst þar á eitthvað,
sem liktist borði, lengra til
hægri straukst hann við sal-
ernisskálogað lokum varð fyrir
honum járnrúm, sem hann lét
fallast niður i staðuppgefinn.
Hann gat þó aðeins legið á
Miðvikudagur 5. júli 1972