Alþýðublaðið - 05.07.1972, Blaðsíða 6
G E R Ð
D 2 3 2 V
6, 8 og 12 strokkar i V.
Aflsvið 98—374 ,,A” hö.
Stimpilhraði 6,5—10 Mtr/sek.
Með SAE drifhjóli og SAE drifhjólshúsi.
Fyrir minni báta, vinnuvélar og rafstöðvar
Ótrúlegt afl miðað við þyngd og
fyrirferð.
MWM - DIESEL - MANNHEIM
Þrekmiklar
Hljóðlátar
Þrifalegar
Þýðgengar
Sparsamar
Gangöruggar
Toga betur
Ganga betur
Góðar vélar
Gerð D-440 6 og 8 strokka i röð
Gerð D-441 12 og 16 strokka i V
Aflsvið 270—2160 ,,A” hestöfl. —Snúningshraði 600 til 1000 RPM
Stimpilhraði 5,4—8,1 Mtr/sek. — Með og án afgashverfilblásara.
Með og án hleðsluloftskælis.
^öíynrflgidDgjyir tM?)irD®©©irD c&t ©© REYKXAVMC
Voslurgötu lfi — Slmi 14(i80 — Tclex: 2057 — STURLA-IS.
■ > -
IMI 38500
Stúlkur til ritarastarfa
óskast nú þegar.
Hér er um að ræða hálfdags- og heildagsstörf.
Nauðsynlegt er að umsækjendur haí; góöa íslenzku- og vélrit-
unarkunnáitu. Einungis vanar siúikur koma íi! greina.
Umsækjendur hafi samband við Skrifsiofuumsjón.
Upplýsíngar eru ekki geínar í sima.
GLEYMT STRIÐ
GLEYMDUR FRIÐUR?
Friðurernú loks kominn
á í Súdan, þar sem barizt
hefur verið undanfarin 17
ár. i Juba, höfuðborg suður
Súdan, liggja sæffir í loft-
inu. En friðarsamningur-
inn, sem undirritaður var í
Addis Abeba í marz af
Nimeiry forseta Súdans og
Joseph Lagu leiðtoga
Anya-Nya uppreisnar-
mannanna, verður því að-
eins að véruleika, að land-
inu verði veitt mjög veru-
leg aðstoð. i þessu gleymda
stríði, sem hófst fyrir 17
árum, stóðu deilurnar milli
norðurog suðurhluta lands-
ins, milli araba og blökku-
manna. Að beiðni stjórnar-
innar í Súdan eru Sam-
einuðu þjóðirnar nú að
undirbúa alþjóðlega söfnun
ti! hjálpar bágstöddum í
suður Súdan.
Fyrir hönd Kurt Wald-
heims aðalf ramkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna
mun Sadruddin Aga Khan
yfirmaður Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu • þjóð-
anna hafa yfirumsjón með
hjálparstarfinu. Hjálpar-
starfið mun í fyrstu beinast
að því að gera þúsundum
súdanskra flóttamanna
kleift að snúa til heimila
sinna á ný. Það er til marks
um hve gífurlegan vanda
hér er við að etja, að talið
er að byrjunarf ram-
kvæmdir við hjálparstarfið,
muni kosta um 1700 millj-
ónir íslenzkra króna.
Mílljon flóttamenn
Þegar i upphafi vaknar sú
spurning hvernig fá megi það fé,
þvi' veröldin hefur látið sig þessa
styrjöld litlu skipta og sem næst
lokað augunum fyrir þvi sem
hefur verið að gerast i Súdan.
l&GtA VtóSA OGc ISi ^Í'H.VE.RAV' í. . . . - ■ . ' ' ■ • .i -f
IstJA. suic.a rk V 4 /T 1 W'irAO 1 lúPA<vit \V\OlN\WíAM rú ll Il u. PAP va«1 C5--- ; 1, ,| k 11 |
k'\v S.1K4FT'KÓ tX-VAP TK
! AÍ.L1 l PCSSU HNA FV’A WNA’
-----------------------------
Styrjöldin i Súdan hefur sjaldan
verið i fyrirsögnum heimsblaö-
anna, Meiri athygli hafa vakið
átökin i Kóngó, Nigeriu og Biafra
og nú siðast i Afrikurikinu
Burundi. Meðan bardagar stóðu
yfir i Súdan féllu þúsundir
manna. og að mati opinberra
aðila flýðu milljón manns heimili
sin og eigur. Um það bii þrir
fjórðu hlutar flóttafóíksins settust
að á einangruðum og óræktuðum
svæðum i Súdan, en hinir flýðu til
nærliggjandi landa. Að sjálfsögðu
vill þetta fólk snúa til sins heima
á ný. og straumurinn er raunar
þegar byrjaður.
Undirritun samkomulagsins i
Addis Abeba. mun hafa komið
flestum ibúum súður Súdans
ánægjulega á óvart. En eins og
varaforseti landsins, og formaður
svæðisráðsins i súður Súdan, Abel
Alier sagði nýlega i viðtali, þá
náðist samkomulagið einnig fyrr
en nokkurn hafði órað fyrir. ,,Við
erum þvi alls óviðbúnir að taka á
móti fólkinu, sem nú snýr til
baka. Súdan er fátækt land. Við
höfum ekki getað gert ráðstafanir
til að mæta afleiðingum sam-
komulagsins. Fram til þessa
höfum við verið mjög háðir að-
stoð frá ýmsum alþjóðasam-
tökum og einnig frá öðrum
löndum..."
Vanþróaö land
Suður Súdan er eitt van-
þróaðasta land i heimi, ef þannig
má taka til orða. t«ar stóð allt i
stað meðan landið var brezk ný-
lenda, vegna þess hve mikil
óvissa rikti um samband suður-
hluta landsins við nýfrjálsu
austur Afrikurikin. Allt frá þvi
Súdan hlaut sjálfstæði 1. janúar
1956 hefur verið barizt i iandinu.
En nú á uppbyggingin að hefjast.
Uað er ósk allra, að Addis Abeba
samkomulagið leiði til varan-
legrar og jákvæðrar lausnar á
vandamálum landsins. Nú verður
að byrja frá grunní. þvi i suður
Súdan er bókstaflega ekki neitt af
neinu.
Eitt það fyrsta, sem við verður
að glima. er að útvega þvi fólki,
sem nú snýr heim þak yfir
höfuðið. Það minnkar ekki
vandann, að regntiminn er nú i
þann veginn að ganga i garð, og
þá er hvergi að finna stingandi
strá tii að nota við kofagerð.
En einnig sé litið til lengri
tima. þá eru erfiðleikarnir.sem
blasa við gifurlegir. Þegar i stað
þarf að byggja 260 nýja skóla
handa 25 þúsur,d börnum i
þremur héruðum syðst i landinu.
I heilbrigðísmálum er ástandið
ekki nokkru lagi likt. Þau fáu
sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar.
sem enn standa uppi. eru frá þvi
fyrir að landið hlaut sjálfstæöi, og
margar af ,;þessum byggingum
eru stórskemmdar, ef ekki
ónýtanlegar. Jafnvel þótt þeim
væri öllum komið i viðunandi
horf. væri langt i frá, að það dygði
til, þvi mannfjölgun er þarna
mjög ör. Astandið er þannig núna
að margiBiþurfa að fara hátt i tvö
hundruð kilómetra leið til að
komast tii liæknis. Auðvelt er að
imynda sér afleiðingar þessa,
þegar þess er og gætt, að sjúk-
dómar eins og svefnsýki, berkla-
veiki og holdsveiki magnast nú
mjög.
Gifurlegur matvælaskortur
Menn hafa nú miklar áhyggjur
af fyrirsjáanlegum matvæla-
skorti. Abel Alier varaforseti
helur látið svo ummælt, að aðeins
sé unnt að útvega þvi fólki mat.
_ sem býr aWeg i grennd við helztu
þéttbýliskjarnana. 1 suðurhluta
landsins eru fáeinir staðir þar
sem unnt er að lenda flugvélum.
annars eru nær engar aðrar sam-
gönguleiðir.
Það er varla hægt að tala um
neinskomfV vegakerfi i suður
Súdan. Það sem kallað eru vegir
eru niðurgrafin hjólför. Þannig
tekur það um fjórar klukku-
stundir i jeppa að fara frá Juba til
Yei suður við landamærin að
llganda, en þessi leið er um 150
kilómetrar. Þessi spotti er samt
einn höfuðþjóðvegur landsins.
Viða á þessum vegi eru jarð-
sprengjugigar, og það verður
örugglega langt þangað til búið
verður að koma veginum i við-
unandi horf, og svo lengi verður
ekki hægt aö biða með að hefja
hjálparstarfið. Við þetta bætist
svo. að samgöngur á Nilarfljóti á
þessum slóöum eru sem næst úti-
lokaðar, þvi vatnagróður i
fljótinu myndar nú stórar, nánast
mýrlendar eyjar, sem gera það
að verkum að fljótið getur vart
talizt skipgengt.
Atvinnoleysi fyrirsjáanlegt
Suðurhlúti landsins hefur nú
hlotið nokkurn sjálfsstjórnarrétt
og landið er nú sameinað. Fólk
biður þess óþolinmótt, að
ástandið fari að batna, en merki
þess eru þvi miður frá og ekki
greinileg. Heimili margra
þeirra. sem nú eru að snúa heim
hafa verið gjöreyðilögð. t höfuð-
borgum þriggja syðstu
héraðanna, Juba, Wau og
Malakal er allt að fyllast af flótta-
fólki. t Juba er ibúatalan nú
komin yfir eitt hundrað þúsund.
Flestir félagarnir i samtökum
uppreisnarmanna Anya Nya
hverfa nú að nýju til borgaralegs
lifs. Þeir eru taldir vera um 25
þúsund talsins. Sex þúsund þeirra
verða teknir i súdanska herinn,
um tvö þúsund fá vinnu hjá' þvi
opinbera. en hinum verður að
hjálpa og hjálpa fljótt, ef þeir
eiga að geta aðlagazt þjóðfélags-
háttum i nýju Súdan án þess að til
árekstra komi.
Fyrrverandi höfuðsmaður i
samtökum uppreisnarmanna
sagði: ..Auðvitað hjálpum við til
við að gera við vegar-
skemmdirnar. Það er brýn nauð-
syn og i þágu lands okkar". Leið-
togi Anya Nya Joseph Lagu, sem
nú er ylirmaður hersins i suður
Súdan ásamt hershöfðingjanum
Joseph Fatlalla Hamid, leggur
áherzlu á að hjálpin verði að
berast fljótt, og hann bætir við:
,,Nú þegar búið er að leysa
stjórnmáladeilurnar, er ekki
minnsta ástæða til þess að menn
haldi ófram að bera vopn".
Beðið um alþjóðlega aðstoð
Vegna þeirra vandamála sem
hér hafa verið rakin hefur nú
stjórnin i Súdan beðið þjóðir
heims ásjár. Þegar i febrúar var
byrjað að skipuleggja grund-
vallaratriði hjálparstarfsins á
fundi, sem haldinn var i
Khartoum, höfuöborg Súdans.
Það voru fulltrúar Súdanstjórnar
og lulltrúar Sameinuöu þjóðanna
sem og ýmissa annarra alþjóð-
legra hjólparstofnana. Yfir-
maður Flóttamannahjálpar Sam-
einuðu Þjóðanna Sadruddin Aga
Khan var einn þeirra sem þátt
tóku i þessum fundi. Nánasti sam
starfsmaður hans Thomas
Jamieson fór nokkru siöar til
Súdan til að gera i samráöi við
yfirvöld þar nákvæma áætlun um
tilhögun hjálparstarfsins.
Jamieson stjórnaöi hjálparstarf-
inu i Indlandi fyrir bengölsku
flóttamennina. Hann ferðaðist
mikið um Súdan og hjálpar-
starfið, sem nú á senn að hefja
verður i meginatriðum byggt á
skýrslu hans.
Loftbrú verður nauðsynleg
Brýn nauðsyn verður að koma
upp loftbrú til suður Súdan til að
flytja þangað matvæli. Stjórnvöld
i Súdan hafa þessvegna beðið
Fljóttamannahjálp Sameinuðu
Þjóðanna að beita sér fyrir þvi aö
slik loltbrú verði mynduð, þvi hún
muni hafa úrslitaþýðingu fyrir
hjálparstarfið fyrstu og örlaga-
rikustu mánuðina. Þar að auki
hefur fyrsti varaforseti Súdans
Mohamed E1 Baghir, ákveðið aö
notuö verði flutningaleiðin frá
Mombasa um þjóðvegi Kenya og
Uganda. Stjórnin i Súdan miöar
starf sitt fyrst og fremst við að
hjálpa fólkinu sem flutzt hefur út i
óræktarlöndin. Komið verður á
fót sérstökum móttökustöðvum,
þar sem þessu fólki verður veitt
læknishjálp og önnur nauðsynleg
aöstoð.
Æskilegast væri, ef þegar i staö
væri hægt að byrja að reisa þorp,
þar sem fólkið gæti farið að
standa á eigin fótum eftir um þaö
bil eitt ár. Þessi þorp yrðu
sjálfum sér nóg um matvæli og
kaupa mætti ýmsar nauðsynjar
fyrir það verð sem fengist fyrir
umframframleiðslu. Þessi þorp
þyrftu þvi ekki á neinni aðstoð að
halda. Þorp af þessu tagi gætu
orðið svipuö og þorpið i Raiaf i
Súdan sem Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóöanna byggöi fyrir
Framhald á hls. 4
SUÐUR-SUDAN
ER EITT
VANÞRÓAÐASTA
LAND í HEIMI
ISLENZKUM LANDBUNAÐARAFURÐUM
SKOLAÐ NIÐUR MEÐ SVARTADAUÐA
Á fimmtudagskvöldum i sum-
ar fá erlendir gestir, sem heim-
sækja Reykjavik, tækifæri til að
njóta hins bezta i islenzkum mat
og kynnast hinum ýmsu þáUum
islenzkrar landbúnaðarfram-
leiðslu fyrir lágt verð að Hótel
Sögu.
Hér gefst Islendingum tæki-
færi til að kynna erlendum gest-
um sinum flest það bezta. sem
fyrir finnst i hefðbundinni is-
lenzkri matargerð.
Til þessara kynningarkvölda,
sem eru nýlunda i þjónustu við
erlenda ferðamenn, er leggja
leið sina til Islands, er efnt af
Hótél Sögu og fleiri aðilum sem
írainieioa vorur, sem rætur eiga
að rekja til landbúnaðarins. A
ensku nefnist þessi kynning:
..Hotel Saga — Farming food
festival".
Kynningarkvöldin hefjast
klukkan 19.00 á fimmtudags-
kvöldum með kynningarávarpi
og framleiðslu ljúffengs
kokteils, en meginefni hans er
islenzkt brennivin, öðru nafni
Svarti dauði.
Að hanastélinu loknu er
gengið til snæðings og verður á
boðstólum eins og fyrr er sagt
margir þeir helztu réttir, sem
rætur eiga að rekja til landbún-
aðarins.
Meðal þess, sem á borðum
verður, má nefna góðgæti eins
og soðinn og reyktan lax,
lambakjöt, sem framreitt er á
margvislegan hátt, þar á meðal
hangikjöt. Auk þess má nefna
brauð, flatkökur, alls konar
álegg og osta að ógleymdu skyr-
inu og siðan pönnukökunum
með kaffinu.
Meöan borðhaldið stendur
yfir, veröa sagðar álfasögur, og
fluttur ýmiss konar islenzkur
fróðleikur og gullfallegar sýn-
Framhald á hls. 4
©
Miövikudagur 5. júlí 1972
Miövikudagur 5. júli 1972
'©