Alþýðublaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 2
ÞÆR
ÞURFA
AÐ VERA
HER-
SKÁAR
Það er naumast ofsagt, að ná-
ungarnir tveir á miðri mynd hér
til hægri hafi haft einna
skemmtilegustu atvinnuna i
Paris undanfarnar vikur. Það
féll sem sagt i þeirra hlut að
velja tiu stúlkur úr 200 umsækj-
endum, þegar franskt kvik-
myndafélag auglýsti eftir þeim
fyrir skemmstu i nýja mynd,
sem á að heita „Skjaldmeyj-
arnar”. Það skilyrði var sett, að
stúlkurnar væru ekki einasta
fallegar, heldur áttu þær að vera
háar og spengilegar — væntan-
lega á þeirri forsendu, að ein-
ungis stæöilegasta kvenfólk hafi
stundaö hermennsku i gamla
daga. Hér eru dómararnir i hópi
þeirra tiu,sem þeir völdu. Siðan
voru þær hið snarasta sendar
suður á Korsiku þar sem fær-
ustu menn áttu að kenna þeim
hestamennsku og vopnaburð.
HIN NÝJA
NÝLENDA
BRETANS
Við sögðum frá þvi i frétt i
sambandi við landhelgismálið
fyrir nokkrum dögum, að brezkt
blað, sem er okkur vinveitt i
þessum efnum, hafi vakið at-
hygli á þvi, að það sæti sist á
Bretum að vera að veitast að Is-
lendingum þótt þeir vildu
stækka landhelgi sina: sjálfir
hefðu Bretar ekki hikað við að
lýsa eignarrétti sinum á stórum
hafsvæðum vegna hugsanlegs
oliugróða og meira að segja i
m
þvi umstangi seilst til fanga
eina 350 kilómetra vestur fyrir
Suður-eyjar (Hebrides-eyjar)
þar sem þeir eignuðu sér kletta-
dranginn Rockall, sem er ein-
ungis 90 metrar i ummál en
skagar þarna 21 metra upp úr
Atlantshafinu. Myndin er af
byggingarframkvæmdum
Breta á þessari nýju lendu sinni.
Þeir ætla að setja þarna upp
einhvers konar vita og nota
þyrlu frá flotanum til þess að
koma mönnum og efni á stað-
inn.
MALIÐ
ER í
NEFND
Heldur hefur verið hljótt um
samningsréttarmál opinberra
starfsmanna að undanförnu.
Málið er i nefnd ,,og allir þekkja
þessar nefndir”, sagði Haraldur
Steinþórsson hjá Bandalagi
starfsmanna rikis og bæja, er við
spurðumst fyrir um þetta mál i
gær.
,,Ég get litið um þetta mál sagt
annað en það, að bandalagið
hefur lagt á það kapp, að máiinu
veröi hraðað sem mest, enda er
það skoðun okkar að samnings-
réttarmálið verði að fá ein
hverja afgreiðslu á fyrri hluta
næsta Alþingis”. —
HIÐ „OVENJULEGA
FORM”
BSRB KENNIR M.A.
ALAGNINGARHÆKK-
UN UM VANDANN
ur áherzlu á, að nýjar leiðir verði ar til fyrri ályktana á vegum
reyndar i efnahagsmálum og vis- bandalagsins i þeim efnum”. —
Eftirfarandi ályktun var gerð
af stjórn Vinnumálasambands
samvinnufélaganna þann 11. júli
vegna nýrra ráðstafana rikis-
stjórnarinnar i dýrtiðarmálum.
Með tilvisun til þeirra upplýs-
inga, sem stjórnvöid gáfu for-
svarsmönnum Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna um
fyrirhugaðar ráðstafanir i kaup-
gjalds-og verðlagsmálum og við-
ræðna i þvi sambandi, ályktar
stjórn samtakanna eftirfarandi:
Stjórn Vinnumálasambands
samvinnufélaganna telur eðliiegt
að reynt sé að draga úr vixlhækk-
unum verðlags og kaupgjalds svo
sem framast er auðið, og telur
viðræður þær sem fram hafa farið
i þvi sambandi gagnlegar. Stjórn-
in teiur setningu bráðabirgðalaga
þeirra sem áformuð eru, eðlilega
tilraun til að hafa jákvæð áhrif
fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar. Stjórnin vili þó benda á,
vegna hins óvenjulega forms sem
ráðgert er að taka upp til bráða-
birgða, um afgreiðsiu mála i
Verðlagsnefnd, að ekki virðist
unnt að komast hjá verðbreyting-
um, sem leiða af breytilegu gengi
erlends gjaldeyris, og/eða grund-
valiar verðbreytinga erlendis og
væntir að þetta sjónarmið sé og
verði viðurkennt af stjórnvöldum
og þeim aðilum sem ráðgert er að
fái sérstakt timabundið vald til
afgreiðslu verðlagsmála.
„Ráðstafanir þær, sem nú hafa
veriðgerðar, eru aðeins til bráða-
birgða og þvi ekki lausn á efna-
hagsvandanum, sem að steðjar
m.a. vegna nýgerðrar hækkunar
á álagningu i smásölu, sem
ákveðnar voru gegn vilja fulltrúa
launþega i verðlagsnefnd”.
Þetta er kafli úr álytkun stjórn-
ar Bandalags starfsmanna rikis
og bæja, sem gerð var s.l. mið-
vikudag i tilefni af bráðabirgða-
lögum rikisstjórnarinnar.
Fer stjórn B.S.R.B. hér f engar
grafgötur með þá skoðun sina, að
rikisstjórnin hafi sjálf skapað
þann vanda, sem við er að glima i
efnahagsmálum, m.a. með þvi að
heimila hækkun smásöluálagn-
ingar
f ályktun B.S.R.B. er tekiö
fram, að rikisstjórnin hafi snið-
gengið bandalagið og ekki kynnt
þvi hugmyndir sinar i efnahags-
málum eins og öðrum stéttar-
samtökum. Vekur stjórn banda-
lagsins athygli á nauðsyn þess, að
stjórnvöld hafi samráð og sam-
vinnu við heildarsamtök laun-
þega, þegar leitað er úrlausnar
vandamála á sviði efnahagslffs-
1 ályktun stjórnar B.S.R.B. seg-
irennfremur: „Bandalagið itrek-
ar margendurtekin mótmæli við
þvi, að kaupgjaldssamningum
aðila á vinnumarkaðinum sé
breytt með lögum i stað samn-
inga.
Launþegar þurfa að vera mjög
á verði varðandi breytingar á
visitölugreiðslum. Visitalan er
verðmælir, sem þarf jafnan að
vera sem réttastur. og kaup-
greiðslur samkvæmt visitölu eiga
að tryggja það, að umsamin
launakjör skerðist ekki.
Stiórn B.S.R.B. leggur sem áð-
Höfum
fengiö
heims
hinar
þekktu
snyrtivorur
Elfie F'ielding sérfræðingur frá Estée Lauder verður til viðtals 1
dag föstudag til kl. 6 e.h. og á morgun laugardag til kl. 4 e.h.
Veriö velkomnar
SNYRTISTOFAN
Laugavegi 24.
Simi 17762
Föstudagur 14. júli 1972