Alþýðublaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- krílið VC/<K bb7/f< /#£>/?. 6 ÞORSTt'/f/SSOH' --------j- M utlit OSfíd! PffTRMpTÞM \OffD UR £//D 5 0R6fí fíT R/t)/ EFT/« RfíuF fíui) Uóft uftó v/Ð/ + 1 /nfti m S/BR • i, a> aali ■ XjC^^fcO'iO' C--S cs'-'n O'Qv • 10>Ui — 'fa'iiucii- xom-Di En þetta var ekki hin varhugaverða vinkona Ves Jones. Þessi stúlka hét Alison — ljósblátt umslag, sem var fest við klofna grein uppi á Maxada-- sléttunni, var merkt henni. Og reiðileg, þreytuleg rödd Mikes Clendons staðfesti grun Linn. Alison lagði ekki of hart að sér, hún var hvorki leiðinleg né dul né tók sjálfa sig eða aðra hátiðlega. Samt virtist hún leggja sig fram, með handlegginn á öxl Mikes og óþarflega nærri honum. Af svipnum að dæma hlypi Alison heim að ganga frá föggum sinum, ef hún aðeins heyrði á Venezuela minnzt. „Afsakið, ungfrú Halsted...Viljið þér koma þessa leið...” Auðvitað- vildi hún koma, hún gat ekki látið sjúkrabilinn biða. Stúlkan með rauðgullna hárið sneri sér við, er hún gekk framhjá i sundurtættum skónum i fylgd læknisins. Græn augun sögðu greini- legar, en orð gátu sagt, hvað hún hugsaði: Vesa- lings vanrækta, óhreina, litla stúlka! Linn leit kuldalega á hana. Maxada-héraðið hafði vakið með henni frumhvatirnar, vafalaust fyrir milligöngu uglusúpu og bjarndýrasteikur. Hana klæjaði i fingurgómana að handfjatla glæpamanna- byssuna með afsagaða hlaupinu og svo sem eina sprengikúlu. Tvö skot, ákvað hún hefnigjörn með sjálfri sér, eitt handa Alison og hitt handa hinum siðhærða vini hennar. Spitalinn i Kinross var mjög stór i hlutfalli við bæinn, sem var aðeins aðalgata niðri við höfnina og dreifð byggð i hæðardrögunum i nánasta umhverfi — en hann var einnig læknamiðstöð fyrir stóran hluta British Columbia. Það voru engin nýmæli að fá illa farinn sjúkling á Kinross s tala. Mike kom gangandi, og hallaði undan fæti fyrir honum, og fætur hans létu ekki vel að stjórn. Svo virtist, sem hann langaði mest til að ganga aftur til sjúkrastofunnar, þar sem hún svaf, stúlkan, sem hann unni. Hin meðfærilega yfirhjúkrunarkona, ungfrú Primrose, hafði leyft honum að gægjast inn til Linn. Hún hafði komið til dyranna eins og hún var klædd, hún Primmie. ,,Hún er gersamlega úrvinda,” hafði hún sagt honum. „Þegar aðstoðarlæknirinn studdi hana hingað inn, voru fætur hennar máttlausir. Hún sofnaði undir miðri máltið.” „Spurði hún nokkuð eftir mér?” spurði hann hálf- önugur þrátt fyrir alla skynsemi. Hjarta hans hafði svarizt gegn fótum hans og borið hann aftur til spitalans. ,Það er varla hægt að segja, Mike, hún var ekki með sjálfri sér. Erfiðleikarnir, taugaáfallið...Þú fórst þessa ferð sjálfur, svo að þú ættir að vita það”. ,,En hvað sagði hún, Primmie?” ,,Hún sagði bara, að ef þú kæmir að heimsækja hana, vildi hún ekki sjá þig, og hún myndi skilja eftir ávisun handa þér, er unnusti hennar kæmi að frelsa hana úr þessari prisund. En sem sé, það var ekki hægt að stóla á orð hennar.” Siðan hafði hún bætt við meðan hún læddist við hlið hans á ganginum: ,,Það var reyndar unnusti hennar, sem þú hafðir næstum velt um koll niðri i forstofunni. Hann kom fljúgandi frá leitarstöðinni i Camron River, rétt áður en dimmdi.” ,,Hann litli kall?” ,,Við getum ekki öll verið tröll”. Ungfrú Primrose stóð i efsta þrepinu, það var verið að hringja á hana. ,,Mér sýndist hann frekar snotur, litill maður... Annars litur þú afar illa út, Mike. Russel læknir er i skurðstofunni sem stendur, en hvers vegna færðu ekki fyrsta aðstoðarlækni til að rannsaka þig?” ,,Ég á ekkert vantalað við þann stelpustrák,” hafði Mike svarað henni önugur, en hún hafði svarað brosandi: ,,En hvað við erum i indælu skapi i dag!” Hann hafði rétt sem snöggvast séð Halsted, áður en honum var ekið til skurðstofunnar, og hann spurði: ,,Hvað um föður hennar, Primmie? Hvaða möguleika hefur hann?” ,Hann er illa staddur, en hann lifir þetta af.” ,,Hefur þú það eftir læknunum?” Nei, þetta er min persónulega skoðun, byggð á reynslu. Hann bölvaði mér i sand og ösku, þegar ég hreinsaði fótinn og batt um hann, og kallaði mig djöfulsins koppasveiflara. Slikir menn eru ódrepandi.” ; andlit honum i leit að leifunum af ! kaldri súpunni hans, en hann lauk I samt ekki við hana þar eð hann i vissi að það myndu verð nærri þrir dagar þangað til hann fengi ! annan skammt. 1 klefanum fyrir ofan voru fjór- ir menn og hann hafði reglulegt sambánd við þá. í staðinn fyrir huggunina, sem hið daglega tal- samband veitti honum, reyndi hann að hughreysta þá með þvi að heita þeim að nú yrði þess ekki langt að biöa, að Bandamenn gerðu innrásina og þeir yrðu frjálsir. Þá var það einn daginn, þegar honum fannst hann of veikburða af næringarskorti til að vega sig upp að loftrásinni, að rödd kallaði til hans niður i klefann; — Félagi okkar Louis var sóttur til aftöku. Vive la France. Með erfiðismunum klifraði Tommy upp á stólinn og vó sig upp á handleggjunum. — Vive la France et bon courage, sagði hann blátt áfram. Þá nótt dreymdi hann að hann sæi tröllaukið dagatal og flettust blöðin á þvi sjálfkrafa þar til komið var að 5. júni. Þetta hlaut að vera berdreymi. Hann var viss um að þetta var dagurinn, sem innrásin yrði gerð. Daginn eftir kallaði einn mann- anna fyrir ofan niður um loftrás- aropið: — Dis donc, l’Anglais, et le fameux débarquement. Ef inn- rásin þin verður ekki gerð á þessu ári, verðum við allir dauðir. Efasemdir mannsins fullviss- uðu Yeo-Thomas um aö draumur- inn væri vitrun, honum send til að hughreysta þá vonlausu. — Innrásin verður gerð i byrj- un næstu viku, sagði hann og ákvað svo að veita Eisenhower hershöfðingja ofurlitið ráðrúm. — Á mánudag eða þriðjudag. — Hvernig veiztu það? — Spurðu mig ekki. Eg veit það bara. Hann heyrði manninn ræða þetta við félaga sina. — Enski foringinn segir að inn- rásin verði gerð i byrjun næstu viku. — II se fout de nous. — Nei, hann er viss um þetta. Láttu þá I næsta klefa vita. Hann vissi að ef innrásin ætti sér ekki stað eins og hann hafði spáð, myndi það hafa m jög óholl áhrif á sálarástand meðfanga hans. Og þegar ekkert hafði frétzt af inn- rásinni að kvöldi hins 5. júni, söng hann hærra en nokkru sinni fyrr til að herða sjálfan sig upp. En hann var ekki einn um efasemdir sinar; i gegnum loftrásaropið barst honum spurningin: — Sól- arhringur eftir. Ertu ennþá viss? — Sannfærður. Þá nótt dreymdi hann, ekki I dagatöl, heldur sólskin yfir græn- I um engjum F'rakklands. Við- j brigðin, þegar hann vaknaði i köldum klefanum voru hræðileg. Hann stökk upp og hoppaði um [ klefann til að hita sig, en heyrði þá rödd kalla niður um loftrás- ina: — Allo, le camarade anglais! Þinir menn eru gengnir á land. Vive la France. Niðri i djúpum dýflissunnar heyrði hann til hinna fanganna syngja franska þjóösönginn: hann hljómaði i eyrum Tommy eins og himneskur kór. Með tárin streymandi niður skeggjað og skrámað andlitið stóð hann i rétt- stöðu i deigum lörfum sinum og tók undir með kórsöngnum. Væri nokkur að sigrinum kominn, var það hann. Ef nokkur hafði unnið frönsku andspyrnuhreyfingunni gagn, var það hann. Enn voru all- ar likur til þess að hann yrði skot- inn áður en hann sæi allan árang- ur starfs sins, en hann vissi, að nú myndu Þjóðverjanir fá að finna fyrir fullum þunga frönsku and- spyrnuhreyfingarinnar, sem nú heföi loksins viðhlitandi útbúnaö fyrir aðgerðir Winston Churchill, Yeo-Thomas sem hafði léð orðum hans eyra á örlagastundu. Hinn 9. júni var einangrunar- vist hans á enda. Hann var sóttur i dýflyssuna og eftir stutta heim- sókn i gamla klefann til að sækja sápu sfna, tannbursta, nærföt og frakka var hann fluttur i klefa númer 30 á jaröhæðinni. Þessi klefi var kaldari og verr lýstur en sá, sem hann hafði haft áður. Hann var einn þeirra klefa, sem notaður var til að berja á föngum og veggirnir, gólfið, dýnan og ábreiðan voru ötuð blóðslettum. | Hann var meira einmana nú en á annarri hæðinni. Korrel kom ekki að finna hann og i stað Bibli- unnar hafði hann ekkert að lesa I annað en sundurlaus slitur úr dagblöðum, sem honum voru skömmtuð fyrir salernispappir. Til að hafa ofanaf fyrir sér með einhverju tók hann að kalla slag- orð og skilaboð á ný, en nú kallaði hann sig „Edouard”. Og til að eyða grunsemdum varðanna kallaði hann: — Getur nokkur \ sagt Edouard fréttir af Tartarin? Nokkrum klukkustundum siðar j kom svarið: — Til Edouards. I Tartarin var settur i dýflissu. Sið- an höfum við ekkert frétt af hon- j um. Dag nokkurn kom foringinn með járnkrossinn til hans með dagblað undir hendinni. — Strfð- inu verður bráðum lokið, sagði i hann. Enda þótt Yeo-Thomas | vissi aö innrásin hafði tekizt, varð hann undrandi og spenntur við i þessar fréttir. — Hitlerætlar þá að leggja upp laupana? spurði hann. — Vitanlega ekki. Liðsforing- inn var hneykslaður. — Það eru Bandamenn, sem liggja i þvi. Foringinn er farinn að nota leyni- vopnið. London er alelda, stjórnin flúin til Norður-Englands og ibú- arnir tvistraðir. Hann fletti sund- Föstudagur 14. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.