Alþýðublaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 12
EKKI FLEIRI BÖRN! A sama tima og sögusagn- ir ganga um aft Sophia Loren eigi von á öðru barni hefur það verið staðfest af læknum i Itóm, að hún muni aldrei geta eignast fleiri börn. Hin :!7 ára gamla leikkona verðurað láta sér nægja son- inn Carlo Ponti jr. Fæðingalæknar höfðu sagt að hún gæti reynt að eignast annað barn. ef hún vildi leggja það á sig að liggja rúmföst allan meðgöngu- timann. Ef læknarnir hafa rétt fyrir sér, þá munum við ætt- leiða stúlku, sagöi Sophia. er hún heyrði þessa niðurstöðu. KRAFA ALÞVflUFLOKKSINS: LEIB- RÉTTID SKÖTTUN Á ELDRA FÚLKI Útkoma skattskrárinnar hefur orðið mjög mörgu eldra fólki hreint reiðarslag. Samkvæmt hinum nýju skattalögum, sem rikisstjórninni lá svo mikið á að setja á s.l. Alþingi, hafa skatt- gjöld verið til muna þyngd á nær öllu eldra fólki, — jafnvel marg- földuð á stórum hópum þess. Hef- ur gamla fólkið af þessu þungar áhyggjur, þvi hjá sumu er á- standið svo alvarlegt, að það sér ekki fram á, hvernig það eigi að borga hin álögðu gjöld. Á fundi þingflokks Alþýðu- flokksins, sem haldinn var i gær, voru þessi mál sérstaklega rædd. Gerði þingflokkurinn eftirfarandi ályktun: „Þingflokkur Alþýðuflokksins mótmælir harðlega hinum miklu hækkunum opinberra gjalda á gamla fólkið, sem i ljós hafa kom- ið við birtingu á skattskrám und- anfarna daga. Með þvi að iþyngja gamla fólk- inu eru byrðar lagðar á þá, sem sizt skyldi og erfiðast eiga með að standa undir þeim. 1 fjölmörgum tilvikum hafa undanfarnar hækk- anir á ellilaunum verið algerlega teknar aftur og tfðum meira til. Þingflokkur Alþýðuflokksins krefst þess, að rikisstjórnin geri þegar ráðstafanir til leiðréttingar á þessu misrétti. Þessi þróun mála sannar betur en nokkuð annað, hversu van- hugsuð og illa undirbúin þau skattalög voru, sem rikisstjórnin knúði fram á Alþingi siðastliðinn vetur.” alþýðu Alþýóubankinn hf ykkar hagur/okkar mettifióur KÓPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milii kl. 1 og SEMDIB/L ASTOÐIN Hf FISCHER TOK FORYSTUNA SPASSKIEINS OG NEGLDUR UPPVIÐVEGG „Hvaö ætlar maðurinn eigin- lega að þráast lengi við”? Hugsanir i þessum dúr hafa ef- laust skotið upp kollinum í huga Robert Fischer á sunnudaginn, þegar dró til loka sjöttu ein- vigisskákarinnar. Við og við gaut Fischer augunum á Spasski, svona rétt til að sjá hvort uppgjöf væri á næstu grösum. Og i 41. leik gafst heims- meistarinn loks upp, enda tap engan veginn umflúið. Kappar- nir tókust i hendur, — Fischer greip i hendi Spasskis eins og hrægammur sem hremmir bráð sina, og sigurbrosið gat hann engan veginn dulið. Siðan tók Fischer i hendina á dómurum keppninnar og skundaði úr saln- um undir dynjandi íófaklappi. Spasski sat hins vegar dálitla stund við skákborðið, en reis svo á fætur og gekk þungum skref- 'um út af sviðinu, einnig undir lófaklappi. Rétt áður en hann hvarf undir tjöldin, sneri hann sem snöggvast við og leit sorg- mæddur út i salinn, en hvarf svo að tjaldabaki. Þar með var lokið skemmti- legustu einvigisskákinni til þessa. Var hún sérlega vel tefld af hálfu Fischer, allt frá þvi hann lék fyrsta leik c4, i þriðja sinn á æfinni. Smám saman hafði hann saumað svo að Spasski, að sá siðarnefndi gat á timabili aðeins leikið drottning- unni milli tveggja reita, aðrir leikir hefðuannaðhvort orsakaö mannfall eöa leitt til máts. Á meðan hagræddi áskorand- inn Bobby Fischer sinu liði eftir eigin geðþótta, svo að lokum stóð ekki steinn yfir steini i stöðu heimsmeistarans, oghann sá þann kost vænstan að gefa skákina. Hér birtist þessi skemmtilega skák, ásamt skýringum Jóns Pálssonar. 6. skákin Hvitt: Robert J. Fischer. Svart: Boris Spassky Drottningarbragð. T.. Cd Övæntur leikur! Fischer leikur nær undantekningalaust kóngs- peði i fyrsta leik e2-e4. 1.... 2. Rf3 3. d4 4. Rc3 5. Bg5 6. Bh4 e6 d5 Rf6 Be7 O O b6 Byrjunarleikir hafa þróast yfir i drottningarbragð, og er þetta gamalt afbrigði, sem svartur beitir, kent við Tartakower. 8. cxd5 Rxd5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rxd5 exd5 11. Hcl Be6 12. Da4 c5 13. Da3 Hc8 Fram að þessu hefur skákin teflst. eins og önnur skákini ein- viginu Petrosjan-Spassky 1966, en Petrosjan lék nú i 14. leik Be2. 14. Bb5 Endurbót!? Varla, þar sem þessi leikur var leikinn i skák milli Furmans og Gellers á Meistaramóti Sovétrikjanna 1970. 14. a6 15. dxc5 bxc5 16. 0-0 Ha7 Svartur vill gera tvennt i einu, valda hrókinn á ati, og drottn- inguna á e7, þar með verður biskupinn á b5 að hörfa, liprari leikur virðist þó 16. I)a7. Db7 eða 17. Be2 Rd7 Tekur valdið af drottningunni, og gerir hvitum kleift að leika ... 18. Rd4! Df8 Er hér var komið hafði hvitur notaö 19. min. af umhugsunar- tima sinum, en svartur 1 klst. og 8 min. 19. Rxe6 fxe6 20. e4! d4 Hvitur hefur notfært sér snilld- arlega þau færi er hafa boðist, og aukið stöðumunin jafnt og þétt, siðasti leikur svarts, verð- ur þess valdandi, að hvitur fær nú hættuleg sóknarfæri á kóngs- væng. 21. f4 22. e5 23. Bc4 24. Dh3 Ekki dugar 24. 25. Bxe6. De7 Hb8 Kh8 Rf8 Hxb2 vegna 25. b3 a5 26. f5! exf5 Þvingað hv. hótaði f6. Hvitur tvöfaldar nú hrókana á f-lin- unni, og svartur getur litið að- hafst, á meðan hvitur undirbýr „lokaáhlaupið.” 27. Hxf5 28. Hcfl Ekki Hf7? þá Rg5. Rh7 31. ... 32. De5 33. a4 34. HfIf2 35. Hf2f3 Hbc7 De8 Dd8 De8 Dd8 Hvitur „flýtir sér hægt”! 36. Bd3 De8 37. De4 Nú hótar hvitur að leika Hf8+ Rxf8, Hxf8+ Dxf8 og Dh7 mát, ef nú 37. ... g6 38. De5+ Kg8 39. Hf7 og vinnur ef 37. ... g6 38. De5+ Hg7 39. Hf7 HxH 40. HxH Dg8 41. e7. 37. .. Rf6 Eini leikurinn, en dugar skammt! 38. Hxf6! 39. Hxf6 gxf6 Kg8 40. Bc4 Einnig var hægt að leika hér Hf7, en hvitur fer sér að engu óðslega. 40. ... 41. Df4! Kh8 og svartur gafst upp, hvitur hótar m.a. Hf8+ og Dxh6. LOKASTAÐAN * • £ x t S i 1 1 i Ai # i ||. •i Til gamans er birt hér skák er Fischer tefldi 1962, notar hann þar sama varnarkerfi og Spassky nú! Millisvæðamótið i Stokkhólmi 1962. Hvitt: M. Bertok (Júgósl.) Svart: R. J. Fischer. 28. ... Dd8 29. Dg3 He7 30. h4 Útilokar aö riddarinn komist til g5. 30. ... Hbb7 31. e6! Eykur enn stöðuyfirburði sina og undirstrikar hvað svartur er varnarlaus. í. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 0-0 6. e3 h6 7. Bh4 b6 8. cxd5 Rxd5 9. Bxe7 Dxe7 10. Rxd5 exd5 11. Be2 Be6! 12. 0-0 c5 13. dxc5 bxc5 14. Da4 Db7! 15. Da3 Rd7 16. Rel a5 17. Rd3 c4 18. Rf4 Hfb8 19. Habl? (RxB) Bf5! 20. Hbdl Rf6 21. Hd2 g5! 22. Rxd5 Rxd5 23. Bxc4 Be6 24. Hfdl Rxe3! 25. Dxe3 Bxc4 26. h4 He8 27. Dg3 De7 28. b3 Be6 29. f4 g4 30. h5 Dc5 31. Hf2 Bf5 Þær stóðu sig eins og hetjur FLUGIÐ Áttræð bandarisk ekkja, Mari- on Hart, millilenti smáflugvél sinni hér á Reykjavikurflugvelli i siðustu viku á leið sinni yfir At- lanzhafið. Hingað kom hún frá New York, en flaug héðan til Irlands og siðan til Englands. Þegar hún lenti á flugvellinum i Luton var tekið á móti henni eins og hverri annarri hetju, þvi gamla konan hafði lent i aftaka veðri og komizt klakklaust út úr þvi. En hún sagðist ekkert skilja i þvi hvers vegna flugið hefði vakið svona mikla eftirtekt. „Ég flyg svo oft, að mér finnst þetta ekki frásagnarvert”, sagði hún. SUNDIÐ 15 ára gömul bandarisk skóla- stúlka notaði aldeilis sjóinn og sólskinið i siöustu viku. Stúlkan sem heitir Lynn Cox og er frá Los Angeles, synti yfir Ermasund, og það svo rösklega, að hún setti ekki aðeins nýtt kvennamet, held- ur bætti karlametið um 26 minút- ur. Timi hennar var 9 klst. og 47 minútur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.