Alþýðublaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.07.1972, Blaðsíða 7
MOHGUN SKVRIR ÞESSI KONA LOGREGL LYFJANOTKUN DÚTTUR SINNAR Þetta er hún ' 't.\ j S i N C E R | 'y Singer saumavélin sem gerirsaumaskapinn aö leik ^^einfaldar stillingar (semenginn þarf að hræðast), eina saumavélin á markaðinum með sjálfvirka spólun, ^ glært spóluhús, sem sýnir hvað eftir er af tvinna á spólunni, ^sjálfvirkur hnappagatasaumur, 2 gerðir, ^ hallandi nál, teygjusaumur fyrir nýtízku teygjuefni, m.a. „overlock" og afturstingur og fjöldi annarra hluta gera Singer sauma- vélina að beztu hjálp sem þér getið fengið við saumana. Þér getið valið um 6 gerðir frá kr. 9.872,00 til kr. 25.043,00. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild A DMI II A o ncvi/ IAUII/ cilll OOAAA ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar ,,Þeir hafa margir farið illa á trippunum. ívar fór á falskri ávísun til Kaup- mannahafnar. Ég held, að þar hafi engin pipa farið fram hjá honum. Svo fór hann í LSD og tók þrjár töflur. Það er allt of mikið fyrirtrip og hann endaði á Kleppi. Leifurlenti líka illa á trippi í París og fór á hæli þar fyrst. Antóníó lék sama leik og Ivar, en þeir ganga samt allir lausir núna. Öllum ber saman um að það sé mun auðveldara að smygla LSD hingað en hassi." Þessi kafli er hluti af frá- sögn konu, móður ungrar stúlku, sem komizt hefur í kynni við margt það fólk, sem sér til þess að hingað til lands sé smyglað fíkni- efnum. Og sér jafnvel til þess að hér séu til ungling- ar, sem nota þau. Þessi kona hefur sjálf kynnst mörgu af þessu fólki, sem hún segir frá, og það er einmitt fólkið, sem kom dóttur hennar í kynni við eiturefnin. Á morgun ætlar hún til lögreglunnar og gefa upp nöfn þess fólks, sem varð til þess að dóttir hennar komst i kynni við þau. Það er sú leið, sem þessi kona segist hafa valið, og hún lét okkur hafa þessa frásögn til að vekja athygli annarra foreldra, sem ef til vill standa i sömu sporum og hún. Það eru þung spor að fara til lögreglunnar og þurfa m.a. að gefa upp nafn dótt- ur sinnar, — en það kynnu ef til viII að verða þyngri spor að heimsækja hana síðar, ef hún færi þá leið, sem býsna margir íslenzkir unglingar hafa farið vegna ofnotkunar lyfja og ffkni- efna. Á hæli, þar sem sum eiga aldrei afturkvæmt. Frásögnin fer hér á eftir: Hann var ungur og ljóshærður drengur, sem sötraði mjólk með- an hann horfði áfergjulega á dökkhæsrða piltinn með Bis- markskeggið, sem var að hita „grasið” ögn. — Hvers vegna gerið þið þetta? — Fyrst myljum við það svo- litið. Sko, það eru svona kúlur — og hann dró upp kúlu á stærð við tyggjókúlu, sem vafin var i silfur- pappir. — Þetta er hreint hass frá Afganistan. Þaðan er bezta hass- ið og aldrei blandað einhverjum óþverra. Jæja, við myljum það fyrst, svo hitum við það ögn til þess að það sé lausara i sér. Dökkhærði pilturinn var búinn að laga hassið til. Það minnti mest á piputóbak, þegar hann tróö þvi i pipuna, sem allir vita vist nú orðið, hvernig litur út. Þau voru þrjú um hana og reyktu til skiptis. Það var ekki að sjá, að neitt óvenjulegt væri um að vera, enda öll vön. Eftir smáslund hvarf stúlkan fram. Piltarnir settu plötu á fóninn. Sá ljóshærði dansaði ögn um og virt- ist frekar æstur. Sá með Bismark- skeggið sat með krosslagðar hendur og fætur á gólfinu og helzt leit út fyrir, að hann hefði fallið i trans. Ljóshærða piltinum tókst hins vegar ekki að fá hann til að tala við sig, hvernig sem hann reyndi. — Ég er hommi sagði hann. — Stærsta skrefið er að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og svo að viðurkenna það fyrir heiminum. Ég er stoltur af þvi að vera það sem ég er Sá dökkhærði þagði og stúlkan kom aftur inn. Hún settist i stól og starði á gólfteppið. Hann flippaði alveg núna. Ertu high? spurði ljóshærði pilturinn. Stúlkan kinkaði kolli. — Svona er það, sagði sá ljós- hærði. — Grasið eykur hugar- ástandið, sem maður er i hverju sinni. Ég var æstur og verð heldur æstari, þú varst langt niðri og verður rólegri. Hann flippar bara. Allir litir veröa skærari og hlutirnir, ja. þá sér maður i nýju ljósi hverju sinni. Ég kom með hrúgu með mér frá Kaupmanna- höfn. Ég var i gipsi. þegar ég kom og hafði sett svona 50 gr. inn i um- búðirnar. En ég hefði ekki þurft þess. Það leitar enginn á manni. Þeir halda sig við bréfin hérna. Og hasshundurinn er annað hvort high eða i afvötnun. Það er löggan sem þuklar bréfin til að vita, hvort þau eru þykk eöa þunn. Mér finnst ólöglegt að fikta við ann- arra manna póst. — Einu sinni fékk ég hass á Indlandi, sagði sá dökkhærði, sem hafði vaknað af dáinu. — Það var fint hass. blandað með ópium. Ég hef aldrei flippað jafn vel. — Það er bezt óblandað, sagði stúlkan og hin kinkuðu kolli. — Lang bezt. En þetta endist ekki lengi, þótt fimm grömm dugi i nokkrar pipur og margir geti ver- ið um hverja pipu. Það er þó i lagi, þvi að það kom stór sending frá Amsterdam nýlega og er rétt að komast i dreifingu. Þau neita hins vegar að segja, hverjir hafi staðið að kaupunum, en þetta var rúmlega pund og kom með skipi. —- Þaðerútumalltland. Hvers vegna heldurðu, að hann Hinni sé ekki i bænum núna? — Er hann með það? Ég hélt, að hann væri ekki lengur i um- ferð. — Ja, hann er nú vanur að óperera i Lækjargötunni. Þetta er stór-pusher. Hann er lika með L.S.D. og amfetamin. Nei, þaö er ófært að fá þau til að ræða þessa stórsendingu, en öll þurfa þau nauösynlega áð skreppa út á land á morgun, svo að sennilega er ekkert komið til Reykjavikur ennþá. Það er hins vegar allt i lagi að tala um at- burði, sem hafa gerzt og ekki er unnt að sanna lengur. Sönnunar- gögnin eru „gufuð” upp. — Það voru fimm krakkar, sem brutust inn i Kópavogs-apó- tek svona ósköp rólega. Þau þekktu sko öll lyf hundrað prósent og tóku eins mikið og þau áttu gott með. Auðvitað notuðu þau efnin sjálf og seldu lika. Á ein- hverju þurftu þau að lifa. Það entist bæði vel og lengi...ég held, að þau hafi étið afganginn eftir hálfan mánuð. Ég þekki eina stelpuna, sem var i þessu. Hún bauð engum að kaupa af sér, en HÚSAFELLS- HÁTÍÐIN: allir vissu, að hún var með i þessu, svo að þeir spurðu og hún seldi þeim, sem báðu um það. Það lá við að lögreglan kæmist óvart i þetta mál, sem sem betur fer varö ekkert úr þvi. Það er óhugs- andi. að þeir geti nokkuð hér eftir. Ja, þau tóku dóbesin, valium, librium, og HytonAsa. Þetta eru deyfandi og róandi lyf. Ekkert varið i þau? Vist er varið i þau. Maður verður sljór og er sama um allt. Fer ur sambandi við um- heiminn og skiptir sér ekkert af hinu fólkinu. ef það skiptir sér ekki af manni. Annars komst þetta aldrei upp, svo aö það er i Íagi að tala um þaö. — Þeir hafa margir farið illa á trippunum. ívar fór á falskri ávisun til Kaupmannahafnar. Ég held að þar hafi engin pipa farið fram hjá honum. Svo fór hann i LSD og tok þrjár töflur. Það er allt of mikið fyrir trip og hann endaöi á Kleppi. Leifur lenti lika illa á trippi i Paris og fór á hæli þar fyrst. Antonió lek sama leik og Ivar, en þeir ganga samt allir lausir núna. Öllum ber þeim saman um, að það sé mun auðveldara að smygla LSD hingað en hassi. — LSD — töflurnar eru svo litl- ar. Það kemst mikið fyrir i hverri sendingu, en við höfum engan s- e'rstakan áhuga. Það fara svo margir yfir á fyrsta trippinu. Heróin og morfin eru ófær. Já, þvi að Villi var á þvi. Greyið hann Villi. Það var hroðalegt að komast yfir það, þegar maður er „hokked on it”. Svefnleysi, taugastrekkingur, hræðsla. Sem betur fer er greyið hann Villi kominn yfir það og notar nú bara hass og sprútt. — Sjálfsagt að selja krökk- unum sprútt i búðum. Þau eiga ekki að þurfa að kaupa allt a svörtum. Sumir bilstjórarnir selja bara krökkunum, en þeir stórgræða á þvi. Lögreglan er farin að halda vörð við útsöl- urnar. Ég veit um konu sem lenti illa i þvi. Hún var búin að fara inn og svo báðu krakkarnir hana um að skreppa aftur inn. Hún gerði það, þó að hún þekkti þá ekkert, hefur sjálfsagt verið á móti svört- um eins og fleiri. Þau nöppuðu hana, þegar hún kom út. Mér finnst það lúalegt. Annars er hassið betra en sprútt. Ég vil það heldur. Þau vilja það öll heldur. ÍON LÆKNIR SiMI ■ I I * * | I I i f o'z I T I 1 I O'l ERIIM VIB AB BERA GAGN EBA ÖGAGN? „Erum við að gera gagn, eða erum við að gera ógagn? þetta er sú spurning sem viö viljúm fá svar við”, sögðu þeir Hjörtur Þórarinsson, skólastjóri á Klepp- járnsreykjum og Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri á Reyk- holti, sem eru helztu forsvars- menn útihátiðarinnar i Húsafells- skógi, er þeir gerðu blaðamönn- um grein fyrir hátíðinni sumar. Þetta er i sjötta sinn, sem Ung- mennasamband Borgarfjarðar stendur fyrir hátiðinni í núver- andi mynd, en ungmennafélögin tiu i sambandinu leggja fram sjálfboðaliða viö störf á hátiðinni,-1 og þannig fá félögin nokkrar tekj- ur til félagsstarfsins. Tilgangur sambandsins er tvi- þættur. Annars vegar að efna til fjölskylduhátiðar, þar sem allir aldursflokkar geta komið og skemmt sér saman um þessa helgi og veita svo fjölbreytta og góðá’skemmtikraíta að það vegi upp á móti þeim takmörkunum/að fólk verður að láta á móti sér að vera með áfengi á staðnum. Og um leið veitir sambandið ung- mennafélögunum möguleika á að afla sér starfsfjár, með þvi að leggja þarna fram sjálfboða vinnu. Aðstæður á Húsafelli eru þær sömu og i fyrra, tvennar fjöl- skyldutjaldbúðir og einar ungl- ingatjaldbúðir og skemmtiatriði á þremur stöðum. Er samfelld dagskrá i 13 tima á laugardag og 18 tima á sunnudag, auk föstu- dagskvölds og mánudagsmorg- uns. Sex hljómsveitir leika fyrir dansi og margs konar skemmti- atriði eru á milli. Mótssvæðið verður opnað kl. 16 föstudaginn 4. ágúst og kl. 9 um kvöldið verður byrjað að leika fyrir dansi á 3 pöllum, Náttúra leikur i Lamb- húslind, hljómsveit Ingimars Ey- dal i Hátiðarlundi og Stuðlatriu i Paradis, en Nafnið leysir af, svo aldrei verði hlé. Er dansleikur til kl. 2 um nóttina. I I II i 0|Z II I I i I I I I 0|t 0,1 : Rp /• V* l .X•■{(/.> 4 vv^/jt, i , . ■" /•íosíw jy fc- ; / ,'Tf í J&y v /!• yJiy < r-w , > > V * y v v* ’ / S /^jp\ REYKJAVÍK I ? £ A laugardag byrjar diskótek kl. 14, þá keppa Haukar og ÍR i hand- knattleik, úrvalslið frá Holstebro i Danmörku sýnir fimleika og spænskt flamingotrió sýnir listir sinar. Kl. 8 verða hljómleikar i Lambhúslind, Trúbrot og Magnús, og Jóhann og dansleikir verða á öllum pöllum til kl. 3 um nóttina, sömu hljómsveitir og kvöldið áð- ur. En kl. 3 verður varðeldur við Kaldá. Þennan dag fer fram keppni táningahljómsveita, sem leika tvisvar sinnum og Trúbrot leikur á milli. A sunnudag byrjar diskótek kl. 10,30 og flutt verður Jesus Christ Superstar með mjög góðum hljómtækjum. Kl. 1 hefst hátiða- dagskrá, sem Guðmundur Jóns- son stjórnar, en þá hefur Lúöra- sveit Stykkishólms hafið leik sinn. Helgistund verður, Guð- mundur G. Hagalin flytur hátið- arræðu, Rió trió skemmtir og fimleikaflokkurinn danski sýnir. Kl. 15,30 keppir meistaraflokkur IR við UMSS i körfuknattleik. Kl. 17 er skemmtidagskrá i Hátiða- lundi. Á hljómleikum leika Ingi- mar Eydal, Trúbrot og Sigurður Rúnar, Lúðrasveit Stykkishólms og nýkjörin táningahljómsveit ’72. Meðal skemmtikrafta eru Magnús og Jóhann, Rió trió og Ómar Ragnarsson. Flokkur frá Holstebro sýnir Þjóðdansa. Knattspyrnukeppni kvenna verð- ur á iþróttavelli, IA keppir gegn Ármanni. Sýnt verður fallhlifa- stökk. Og dansað verður á 3 pöll- um við undirleik Ingimars Ey- dals, Stuðlatriós, Roof Tops og Trúbrots og kvöldinu lýkur með flugeldasýningu kl. 2,15. Á mánudag verður diskótek undir stjórn Gisla Sveins Lofts- sonar kl. 10—14,30. Þriðjudagur. 25. júli 1972 Þriðjudagur. 25. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.