Alþýðublaðið - 27.07.1972, Blaðsíða 6
Þær stúlkur, sem koma til London til að
fá fóstri eytt, lenda ekki alltaf á réftum
stað. I flugstöðvum og víðar lenda þær
í höndum aðila, sem þær ætluðu ekki
að hitta, en ætluðu að hitta þær.
ÞÆR ERP FÓRNAR-
LÖMB FOSTUREYÐ-
INGASVINDLARANNA
Ung stúlka, 17-18 ára, gengur
um sjálfvirka dyrnar úr toll-
skoðuninni fram i móttökusalinn
á Lundúnaflugvellinum i
Heathrow. Hún viröist hikandi og
taugaóstyrk. Svipast um. Náms-
þerna i leit aö væntanlegum hús-
bændum sinum? Það viröast
margir i manngrúanum vilja
keppast um aö ná tali af henni.
Fræg leikkona i heimsókn?
Hvorugt.
Hún ber litla feröatösku i hendi.
Ætlar ekki aö dveljast i landinu
nema þrjá sóiarhringa. Osköp
venjuleg stúlka af ókunnu þjóö-
erni, sem er komin til Englands
lil aö láta eyða fóstri. Ein af þeim
40-50 stúlkum sem koma daglega
til Lundúna siðan i aprilmánuði
1968, þegar samþykkt voru ný lög
um fóstureyðingar, þannig aö sú
aðgerð skyldi standa öllum kon-
um ókeypis til boöa án tillits til
aldurseöa aðstæöna, svo framar-
lega sem þær hefðu ekki gengið
lengur með en i 14 vikur.
Flestar þær konur, sem koma
til Lundúna þeirra erinda, hafa
áður skrifað eða haft simasam-
band við sjúkrahús, til að ákveða
timann. Upplýsingarnar um
sjúkrahúsiö hafa þær fengið á
einhverjum af hinum mörgu upp-
lýsingastöðvum, viðsvegar i
Evrópu. Dvölin i Englandi tekur
um þrjá sólarhringa, þar eð lögin
krefjast þess að útlenzkar konur
séu þar að minnstakosti einn
sólarhring áður en aðgerðin er
framkvæmd, og ef allt gengur
eðlilega, þá er svo til ætlast að
hún dveljist þar sólarhring eftir
aðgerðina.
Flest af þeim sjúkrahúsum eða
sjúkrastofnunum i Lundúnum,
sem framkvæma fóstureyðingar,
hafa sina eigin bilstjóra, og auk
þess fulltrúa sina sem taka á móti
þessum konum á flugvellinum og
sjá um að þær komist heilu og
höldnu á ákvörðunarstað. Aður
hafa báðir aðilar komið sér
saman um eitthvert einkennis-
merki — plastblóm i treyjukraga
eða bláa slæðu i hendi — eða þá að
fulltrúinn heldur á pappaspjaldi i
hendi með áletruðu nafni kon-
unnar.
Fóstureyðingarvandamálið hjá
brezkum er nú einkum fólgið i
gróðamöguleikum sjúkra-
stofnananna I sambandi við tand
ræði þeirra kvenna, sem orðið
hafa þungaðar gegn vilja sinum.
Þessar stofnanir heyja kapphlaup
um viðskiptavinina. Verðið á að-
gerðinni er mismunandi, yfirleitt
180-200 sterlingspund.
Stela viöskiptavinum.
Þekkingu mina á þessum að-
stæðum fékk ég þegar mér var
boðinn starfi við eitt af stærstu og
beztu sjúkrahúsunum i Lundún-
um, eftir nokkurra mánaða dvöl
þar i borg. Flestar af konunum,
sem þangað leituðu i þessum
erindum, voru þýzkar en einnig
allmargar af Norðurlöndum. t
fyrstu var ég túlkur hjá
læknunum og hjúkrunar-
konunum. Þegar ég hafði unnið
það starf i tvo mánuði, spurði
einn af forráðamönnum
stofnunarinnar, hvort ég vildi
ekki taka að mér yfirumsjón með
,,flugvallardeildinni'\
Þetta sjúkrahús hafði gert
samninga við vissa bilastöð. Biðu
bilstjórar þaðan sjúklinganna i
flugstöðinni og óku þeim til
sjúkrahússins Það fyrirkomulag
reyndist hins vegar ekki eins og.
til var ætlast, meðal annars
vegna þess að bilstöðinn sá sér
ekki neinn sérstakan hagnað i þvi
sambandi. Og nú kom á daginn,
að allmargir viðskiptavinir, sem
beðið höfðu um ákveðinn tima
létu aldrei sjá sig.
Ég tók þetta nýja starf að mér.
Það var fyrst og fremst i þvi fólg-
ið að taka á móti konunum i flug-
stöðinni, en þar að auki bar mér
að gera stjórn sjúkrahússins við-
vart um það svindl, sem þarna
ætti sér stað. Og það hefði verið
synd að segja að starfið reyndist
fábreytilegt. Þaö leið varla svo
dagur, að maður lenti ekki i ein-
hverju þrefi og átökum.
Um tiu fulltrúar frá jafn
mörgum að meira eða minna
leyti viðurkenndum sjúkra-
stofnunum i Lundúnum og
nágrenni söfnuðust saman á
hverjum morgni við dyrnar úr
tollstofunni i flugstöðinni, fram i
farþegasalinn. Sumir af þessum
náungum voru beztu menn, sem
tóku þetta að sér eins og hvert
annað ábyrgðarstarf og voru
hæverskir við víðskiptavinina. En
þeir voru samt i minnihluta. Hinir
voru ruddalegir náungár úr
hafnarhverfunum, ágengir og
brögðóttir. Margir af þeim lifðu á
þvi bókstaflega að stela væntan-
legum sjúklingum frá hinum
stóru og heiðarlegu sjúkrahúsum.
Þeir fengu 10-20 pund i þóknun
fyrir hvern sjúkling, sem þeir
gátu rænt á þennan hátt. Aðferðin
var venjulega eitthvað i þessum
dúr:
Þegar stúlkan stanzar og fer að
svipast um allvandræöalegar
oftastnær,gengur hann, veiðiþjóf-
urinn, til hennar og spyr ,,á leið i
sjúkrahús?” á þýzku, þvi að hann
gerir ráð fyrir þvi að viðkomandi
stúlka sé þýzk, þar sem hann veit
að flugvélin, sem var að lenda,
kom frá Vestur-Þýzkalandi.
Stúlkan heldurað hann sé kominn
þarna, maðurinn frá sjúkra-
húsinu, sem umtalað var að biði
hennar — hvernig ætti hann
annars að geta vitað að hún væri
á leið i sjúkrahús?
Eða þá að stúlkan, sem er að
svipast um eftir fulltrúa frá áður
umsömdu sjúkrahúsi, er ávörpuð
af manni, sem vindur sér að henni
og spyr hvort hún sé ekki ungfrú
Schmidt, eða hann nefnir eitt-
hvert annaö algengt þýzkt ættar-
nafn. Það er að visu harla óliklegt
að hann slampist á það rétta, en
stúlkunni finnst þó sem hún sé
ekki lengur ein sins liðs i ókunnu
landi, og svarar oftast að hún sé
ekki ungfrú Schmidt, og nefnir
um leið sitt rétta nafn. ,,Já, auð-
vitað”, svarar hinn slungni veiði-
þjófur, „Það nafn er jú hérna lika
á listanum yfir þá sjúklinga, sem
ég að vitja hérna. Og það er alltitt
að hann hafi meðferöis íista með
mörgum ættarnöfnum, sem hann
hefur að öllum likindum skrifað
upp úr þýzkri simaskrá.
Þær geta, jú,
notaö pilluna.
Það er til a'ð stúlkur lendi þarna
á flugvellinum i Heathrow, án
þess að hafa haft samband við
nokkra sjúkrastofnun áður.
Lögum samkvæmt ber henni að
snúa sér tafarlaust til lögreglunn-
ar, sem visar henni þvi næst á þau
sjúkrahús og stofnanir, sem hún
getur valið um. En jafnvel þótt
fjórir óeinkennisklæddir lög-
regluþjónar standi þarna vörð við
dyrnar fram i farþegasalinn,
tekzt þeim þó sjaldan að standa
veiðiþjófana að verki. Stúlkurnar
eru hræddar við lögregluna og
þegja, ef til kemur.
En svo er það önnur hætta, sem
þarna biður þessara stúlkna, en
að er sérstök manntegund i
Lundúnum, „harkararnir”, sem
sitja þarna i flugstöðinni um við-
skiptavini, þar sem þeir stunda
ólöglegan leigubilaakstur. Með
ismeygilegri frekju reyna þeir að
lokka nýkomna ferðamenn i
gildruna. „Leigubill handa yður,
herra minn” eða „ungfrú”,
hvislar harkarinn i hálfum
hljóðum i eyra hinum nýkomna
útlendingi, sem ekki grunar neitt.
Upphátt getur harkarinn ekki
boðið þjónustu sina, þar sem
þessar veiðar hans i flugstöðinni
er ólöglegar með öllu. Sektir, sem
nema allt að 100 pundum, ef hann
verður uppvis að athæfi sinu,
aftra honum ekki að taka á-
hættuna. Venjulegur leigubill frá
flugvellinum til Lundúna kostar 3
pund en harkarinn tekur frá 3
pundum og upp i 20 fyrir ferðina.
„Það fer allt eftir viðskipta-
vinunum”, sagði einn af þessum
hörkurum, sem ég átti einhvern
tima tal við. „Sé um rika Banda-
rikjamenn að ræða tek ég yfirleitt
15 til 20pund. Séu það aftur á móti
ungar manneskjur, tek ég
kannski ekki meira en venjulegt
leigubilsgjald”. Þegar ég spurði
hvort fólk kærði aldrei þetta oku-
verð, eða kallaði á lögregluna,
gerði hann einungis að yppta
öxlum. „Þessir bölvaöir túristar
kunna ekki nein skil á enskri
mynt, og séu það rikir milljóna-
mæringar, borga þeir orðalaust
fremur en flækjast i yfirheyrslur.
Og auk þess telja þeir ekki sam-
boðið virðingu sinni að þrefa við
bilstjóra”.
Margir af þessum hörkurum
eru á mála hjá fóstureyðinga-
stofnunum, og fá þá aukreitis
fimm til tiu pund fyrir hvern við-
skiptavin, sem þeir krækja i
handa þeim, en að sjálfsögðu
verður viðkomandi að greiða ok-
urhátt ökugjald.
Þegar ég spurði hann hvort
hann fýndi aldrei til samúðar með
þessum stúlkum, sem þegar ættu
við ærin vandræði að striða,
svaraði hann einungis að þær
mættu sjálfum sér um kenna.
„Þær geta jú notað pilluna og
setið heima — og á einhverju
verðum við aö lifa.”
ógnanir.
Mér veittist of erfitt að stilla
mig um að snúa mér formála-
laust að þeim stúlkum, sem ég sá
i slikri hættu og vara þær við, en
ég hajði fengið ströng fyrirmæli
um það frá sjúkrahúsinu að
blanda mér ekki i neitt slikt, þar
eð það gæti haft hinar óþægi-
legustu afleiðingar að kalla yfir
sig fjandskap þessara náunga.
Og það var einhvern daginn,
sem ég las það i dagblaðinu
„Evening Standard”, að lög-
fræðingur nokkur, sem verið
hafði lögfræðilegur ráðunautur
fóstureyðingarstofnunar, sem
gert haföi verið að loka, hefði
orðið fyrir árás. Kvöld eitt hafði
dyrabjöllunni heima hjá honum
verið hringt, og þegar hann fór til
dyra, réðist ókunnur náungi á
hann og barði hann illa með
rofjárni. Lögfræðingurinn vissi
sumsé helzt til mikið og hafði
reynst helzt til opinskár við
réttarhöldin i máli stofnunarinn-
ar. Lögreglan gat ekkert aðhafst,
þar eð árásarmaðurinn hafði
borið grimu.
Þrátt fyrir þá viðvörun að
blanda mér ekki i það sem fram
fór i flugstöðinni, komst ég samt
ekki hjá að hafa afskipti af vissu
vandræðamáli. Ung stúlka frá
Danmörku kom inn i farþega-
salinn. Harkari nokkur vatt sér
að henni, og ég sá að hún sýndi
honum seðil með nafni sjúkra-
hússins, sem samið hafði verið
við áður en hún hélt að heiman.
Það var gott sjúkrahús og naut
mikils álits. Stúlkan talaði lélega
ensku með greinilegum dönsku-
hreimi. Harkarinn las nafnið á
sjúkrahúsinu, og sagði siðan með
leikrænni fyrirlitningu i röddinni:
„Æjá — þessi. Þeirri stofnun
hefur þvi miður verið lokað”.
Stúlkan stóð þarna ráðþrota og
vegalaus, en náunginn reyndist
„hjálpsamur” — hann vissi um
aðra slika stofnun og bauðst til að
aka henni þangað. Sú stofnun var
að visu fyrir utan London — um 50
km — en harkarinn var reiðu-
búinn aö koma stúlkunni þangað
fyrir litinn pening!
Það vildi svo til að ég hafði áður
komizt að raun um að harla vafa-
samt orö lá á þeirri stofnun, sem
harkarinn hugðist selja sjálfdæmi
varðandi stúlkuna, sem var sömu
6
Fimmtudagur. 27. júli 1972
pop
þjóðarogég. Einhvern tima hafði
frönsk stúlka verið göbbuð
þangað, en þegar harkarinn nam
staðar úti fyrir skuggalegu hreysi
i einu af úthverfum borgarinnar,
krafðist hún þess að hann æki sér
aftur inn i borgina og sneri sér til
lögreglunnar, sem visaði henni á
sjúkrahúsið, sem ég starfaði hjá.
Hvort þetta var satt, vissi ég að
visu ekki, en mér fannst samt
sem áður ekki nein ástæða til að
stúlkunni yrði stofnað i hættu. Ég
sneri mér þvi að henni, skyrði.
fyrir henni á dönsku allar að-.
stæður og að þvi búnu náðum við 1
leigubil, sem ók henni á hinn áður
umsamda ákvörðunarstað, og
hlaut góðar viðtökurÞvi að vitan-
lega var lygi að þar hefði verið
lokað.
Harkarinn sagði ekki neitt —
ekki þá. En um kvöldið þegar ég
var á heimleið, sat hann fyrir mér
ásamt kunningja sinum. Þeir
vildu bara benda mér á hvað ég
væri heppin að vera kvenmaður.
Hefði ég verið karlmaður, mundi
allt öðru máli að gegna. Samt
sem áður vildu þeir taka það
fram, að öruggast væri fyrir mig,
að þetta yrði i fyrsta og siðasta
skiptið, sem ég rændi þá afkomu-
möguleikum sinum.
Ekki svo að skilja að allt væri
einungis neikvætt i sambandi við
þessa starfsemi. Tveir ungir
menn settu á fót nýja stofnun,
sem rúmað gat tiu sjúklinga, og
gekk einungis mannkærleiki til..
Þeir réðu fyrsta flokks lækna að
stofnuninni og úrvals hjúkrunar-
konur, og gjaldið var ótrúlega
lágt eigi að siður, þannig að þeir
reiknuðu sér ekki neinn gróða,
heldur miðuðu viö það eitt að
stofnunin bæri sig.
Ég get lika farið lofsamlegum
orðum um sjúkrahúsið, sem ég
starfaði hjá. Þar var ekki
einungis að gjaldið sem upp var
sett væri lægra en i meðallagi,
heldur var stúlka aldrei gerð
afturreka, þótt hún hefði ekki fé
til að greiða það. Forstöðumaður
sjúkrahússins, ungur og
aðlaðandi maður, sem skildi til
hlitar vandræði sjúklinganna,
greiddi gjaldið heldur úr sinum
eigin vasa, svo læknarnir fengju
sitt, heldur en að senda stúlku á
brott án fyrirgreiðslu. Eða þá að
hann sló af gjaldinu til muna.
Sjúkrahús þetta var skammt
fyrir utan London i fallegu um-
hverfi. Læknar og hjúkrunarlið
naut trausts og vinsælda sjúk
linganna. Viðurgerningur i mat
og drykk var eins og á 1. flokks
hóteli.
Það var einkum fyrir samtöl
min við danskar stúlkur, sem
þangað leituðu, að mér varð ljóst
það mikla tilfinningaálag, sem
þær urðu að bera. Þær höfðu áður
leitað til viðkomandi aðila heima,
en fengið afsvar af einhverjum
heimskulegum ástæðum og for-
dómum. Það vakti oft og tiðum
undrun mina, að einmitt
Englendingarnir, með alla sina
vanafestu og afturhaldsemi
skyldu verða til þess að veita
stúlkum af Norðurlandaþjóðum,
sem álita sig svo frjálslyndar á
öllum sviðum, greiðan aðgang að
fóstureyðingum. Að sjálfsögðu
verður einnig sá háttur upp
tekinn á Norðurlöndum fyrr eða
siöar — en þangað til það verður,
heldur að meðaltali ein dönsk
stúlka á hverjum degi yfir til
Englands, og greiðir 30 -40 þúsund
krónur fyrir þá þjónustu, sem
henni ætti að standa til boða
ókeypis heima, samkvæmt al-
mennum mannréttindum.
Ilér er sýnishorn af einni af fyrstu kartöfluuppskerum ársins. Þessi
haugur kom undan sex grösum i garði einum i Hafnarfirði I gær.
Kartöflurnar cru vænar og fallegar, þegar tekið er tillit til þess, að
þær eru teknar upp í þriðju viku júlfmánaðar. Stærsta kartaflan vegur
tæp 100 grömm.
Ctsæðið var sett niður um miðjan aprfl og var haft undir piasti til maf
loka.
Verður ekki annað sagt en þessi ágæta uppskera spái góðu um
kartöfluuppskeruna, þegar kemur fram á haustið.
Kartöflurnar á myndinni eru úr garði Irmu Karlsdóttur i Hafnarfirði.
heimurinn okkar
PAPPALARDI
NEYDDIST TIL
AÐ HÆTTA -
ENDA HEYRN-
ARLAUS
Marc Bolan verður önnum kafinn i kvik-
myndastiidfói næstu tvær vikur til þess að
ganga frá kvikmynd, sem Ringo Starr tók af
honum og T. Rex á hljómleikum þeim, sem
hljómsveitin hélt á Wembley i marz á þessu
ári. Einnig mun myndin greina frá ,,jam
session” með Elton John. Hljómsveitin, sem
er i Bandarikjunum þessa stundina sendi frá
sér fyrir nokkrum dögum nýja breiðskifu
sem heitir „The Slider”.
Það festast fleiri á filmu en Marc Bolan.
Þetta hefur LEONARI) COHEN notfært sér
og látið taka kvikmynd af hljómleikaferð
sem hann fór i nýlega um Evrópu. Myndin er
einn og hálfur timi að lengd og ber heitið
„Bird on the Wire".
Emcrson Lake og Palmcrlögðu land undir
fót i siðustu viku og heimsóttu Japan ásamt
hljómsveitinni Free. Spiluðu hljómsveitirnar
siðan á hljómleikum i Tokio siðastliðið
laugardagskvöld. Farangur ELP var 7 tonn
af tækjum, 8 rótarar og einn tannbursti á
mann. Nú munu standa yfir samningavið-
ræður um hljómleikaferð til Moskvu. Frétzt
hefur að slik ferð sé aðeins möguleg, á
„cultural exchange basis", eins og það heitir
á enskunni eða á menningarsamskipta-
grundvelli.
Uriah Heep munu senda frá sér nýja
tveggja laga plötu i þessari viku. Titillagið er
„Easy Living”, sem tekið er af nýjustu L.P.
plötu hljómsveitarinnar, „Demons and
Wizards”. Bassaleikarinn og framleiðandinn
Felix Pappalardi hætti i hljómsveitinni
Mountain fyrir nokkru. Sagt var að það hefði
sletzt upp á vinskapinn. Nú hefur hins vegar
komist upp um strákinn Tuma og mun hin
raunverulega ástæða vera, að Pappalardi
var að verða heyrnalaus.
Svo mun Michael Jackson senda frá sér
nýja litla plötu þann 28. júli. Titillagið er
„Ain’t No Sunshine”, sem tekiö er af siðustu
L.P. plötu hans, „Got to be there”. Áætlaður
komutimi i verzlanir hérlendis er óút-
reiknanlegur.
Nýjar L!P. plötur:
T. Rex, The Slider (EMI)
Elvis Presley, He Touched Me (RCA)
Rod Stewert, Never A Dull Moment
(Mercury)
Simon og Garfunkel, Simon and Garfunkels
Greatest Hits (CBS)
Hvenær þær koma svo i verzlanir hérlendis
er svo annað mál.
VÆNT UNDIR
Fimmtudagur. 27. júli 1972
7