Alþýðublaðið - 27.07.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.07.1972, Blaðsíða 12
m, AJþýóubankinn hf ykkar hagur/okkar metnaöur !KÓPAYOGS APÓTEK IOpið öll kvöld til kí. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milíi kl. í og 3. SENDIBIL ASTOÐfN Hf MENNiRNIR ÚT - VERKFÖLLIN ÚR SÖGUNNI? Brezki vinnumálarétturinn á- kvað i gær að láta lausa hafnar- verkamennina fimm sem verið hafa i fangelsi siðan á laugardag, fyrir að virða ekki úrskurð dóms- ins. Tilkynnt var um náðun mann- anna aðeins fimm klukkustund- um eftir að brezka alþýðusam- bandið hafði hótað 24 klukku- stunda allsherjarverkfalli næst- komandi mánudag, ef mennirnir yrbu ekki látnir lausir. Formaður dómsins sagði, er hann tilkynnti um náðunina, aö með þessari niðurstöðu væri ekki sagt að dómurinn yfir mönnunum fimm hafi verið rangur, héldur hefðu þeir þegar fengið næg iilega refsingu fyrir brot sitt. Áður en tilkynnt var, að hafnar- verkamennirnir yröu látnir laus- ir, efndu tugir þúsunda verka- manna til mótmælaaðgerða við fangelsiö, þar sem mennirnir voru inni. Gert var ráð fyrir i gærkvöldi, að brezka alþýðusambandið (TUC) myndi aflýsa allsherjar- verkfallinu, sem það hafði boðað á mánudag. Engu aö siður hefur eitt af sam- böndum prentara lýst þvi yfir að það muni leggja niður vinnu á mánudag til að mótmæla nýleg- um breytingum, sem gerðar hafa verið á vinnumálalöggjöfinni og verkalýösfélög um allt Bretland hafa barizt mjög harðvitlega gegn. Samkvæmt heimildum i Lond- on i gær voru samtals um 100 þúsunc! verkamenn i hinum ýmsu greinum atvinnuiifsins í verkfalli i gær i mótmælaskyni við fangels: un hafnarverkamannanna fimm. Miðstjórn brezka alþýðusam- bandsins samþykkti að boða alls- herjarvinnustöðvun i landinu með 18 atkvæðum gegn 7 og er þetta i fyrsta sinn i meira en heila öld að samstaða hefur náðst um þátt- töku allra aðildarsamtakanna, 140 talsins i allsherjarverkfalli. Til allsherjarverkfalls hefur ekki komið i Bretlandi siðan 1926. AFLEITT FRAMTAK HIÁ MYNDASMIÐ 1 Vestmannaeyjum hefur um nokkurt skeið rikt geysimikill áhugi á ljósmyndun og kvik- myndun, en i fyrrinótt virtist sá áhugi hafa gengið heldur langt. Fóik sem býr i ibúð fyrir ofan EAGLETON BAUDST TIL AD DRAGA SIG f HLÉ Gagnrýni á McGovern frá eigin flokksbræðrum i Demó- krataflokknum hefur au'kizt verulega siðustu dagana, eftir að upplýst varð um siðustu helgi að varaforsetaefni hans, Thomas Eagleton, var þrisvar á arabilinu 1960—1966 lagður inn á sjúkrahús sökum tauga- bilunar. Margir bandariskir stjórn- málamenn hafa gagnrýnt Ge- orge McGovern fyrir val hans á varaforsetaefni og fyrir að hafa ekki rannsakað gaum- gæfilega æviferil Eagletons. Nokkrir stjórnmálamenn inn- an Demókrataflokksins hafa krafizt þess, að McGovern finni sér nýtt varaforsetaefni. Á blaðamannafundi á þriðjudag lýsti Eagleton þvi yfir að hann hefði boðizt til að draga sig til baka, ef McGov- ern óskaði þess. McGovern hefur hins vegar lýst þvi, að ákvörðun hans um vaj varaforsetaefnis sé óum- breytanleg. — verzlunina Eyjafótó heyrði að rúða var brotin á neðri hæðinni. Var brugðið skjótt við, hringt á lögregluna, en jafnframt hljóp einn ibúanna niður. En þegar þangað kom var rúðubrjóturinn horfinn, og næstum fjögurra fer- metra rúða mölbrotin. Eigandi verzlunarinnar, Heiðar Marteinsson, var þegar i stað lát- inn vita, og uppgötvaði hann, að syningarvél og kvikmyndatöku- véi voru horfnar úr glugganum, en verðmæti þeirra er um 30. þús. krónur. Heiðar sagði i viðtali við Al- þýðublaðið i gær, að ekkert annað hefði horfið úr verzluninni, en glerbrot úr rúðunni höfðu dreifst um vörur i hillunum, og margt af Framhald á bls. 4 Til hamingju með eitrið! Nixon Bandarikjaforseti hefur sent franska forsetanum, George Pompidou, heillaóskaskeyti i til- efni þess að franska lögreglan kom fyrir skemmstu upp um þrjár verksmiðjur, sem unnu her- óin. t skeytinu er bent á að hinar velheppnuðu aðgerðir frönsku lögreglunnar séu samtimis þvi að komið hafi verið upp um fimm eiturlyfjahringi i Evrópu. Suð- austur-Asiu og Suður-Ameriku. Nixon talar um það i skeytinu að stöðvun þessara þriggja ólög- legu heróinverksmiðja, og upp- Ijóstrun um tvær aðrar fyrr á ár- inu, einnig i Frakklandi, sé árangur fransk-bandariskrar samvinnu á þessu sviði. Stærstur hluti þess heróins, sem unnið var i þess'um verksmiói i F'rakklandi, fór á markað i Bandarikjunum. MADUR ÁRSINS? Verður Fischer kjörinn maður ársins? Það þykir ekki ó- sennilegt þegar tillit er tekið til þess að í heimalandi hans hefur hann öðlast meiri frægð en nokkur annar Banda- ríkjamaðurum langt bil, og frægð hans helduráfram að aukast. Forsiður og aðalgreinar beggja stærstu frétta- vikurita þar í landi, og sem raunar er dreift um allan heim, TIME og Newsweek, sem út komu í gær, eru helg- aðar Robert James Fischer, og vitaðerað hingaðtil lands eru komnir umboðsmenn frægs fólks, sem hafa í huga að ná einhvers konar umboði fyrir skáksnillinginn. Fjöngasla skakin Sjöundu skákinni og jafn- framt einhverri þeirri fjör- ugustu i heimsmeistaraeinvig- inu i Laugardalshöllinni iauk með jafntefii eins og margir höfðu reyndar spáð, er hún fór i bið i fyrrakvöld. Auðvitað fann heimsmeistarinn eina leikinn i stöðunni, sem gat leitt til jafn- teflis. i 49. leik sömdu kapparnir — Boris Spasski og Bobby Fischer — um að skipta vinn- ingnum jafnt á milii sin, og nú er staðan i mótinu þannig, að Fischer hefur 4 vinninga, en Spasski 3. Framhald 7. einvigisskákar- innar var tefld i gær og hófst kl. 17.00, en samkvæmt venju kom áskorandinn töluvert seinna. Skákáhugamenn biðu spenntir eftir biðleik Spasskys, sem hann hugsaði sig um i 40 minútur i fyrstu setu. Þeir, sem kafað höfðu i stöðuna höfðu nefnilega komizt að raun um að aðeins einn leikur gat bjargað Spassky. Spurningin var þvi: hafði Spassky séð þennan leik yfir borðinu. Ef svo var, var ekki um að villast að þar fór heims- meistari. Hvitt: Spassky Svart: Fischer Biðleikur Spasskys var ... 41. h4!! (Eins og fyrr segir, eini leikur- inn, sem heldur jafntefli. Eftir miklar vangaveltur og rann- sóknir fundu menn loksins þennan leik. Leikurinn hefur þann tilgang m.a. að taka reiti af svarta kóngnum (g5), sem reynist mjög þýðingarmikið. Ennfremur takmarkar hann leikjaval svarts þannig að hann á ekki ýkja margra leikja völ. Hefði Spassky leikið, eins og margir bjuggust við i 41. leik Hd5 svarar svartur 41. - f6 42. h4 Hc2 43. Hxc2 He3 44. Kg3 Rxd5 og svartur vinnur). (Leiki Fischer nú 41. - Kf5 42. Rg7 Kxf4 43. fld4 mát) Þessi mynd er kannski svolítið táknræn fyrir síðustu vikurnar meðan heimurinn hefur snúizt svo mjög um skák og heimsmeistaraeinvígi þeirra Spasskís og Fischers. A myndinni er skákin hins vegar farin að snúast um heiminn. — 41. ... f6 42. He6 Hc2 43. Kgl Kf5 (Fischer reynir nú öll brögð til að flækja taflið og knýja fram vinning. Hefði hann reynt að leika 43. - Kf7 44. f5 Hxe8 45. Hd7 Kf8 46. Hxf6 og hvitur þvingar fram jafntefli með þrá- skák) 44. Rg7 Kxf4 45. Hd4 Kg3 (Allir leikir Spasskys komu á augabragði, enda hafði nauman umhugsunartima, þarsem hann hafði þegar notað mikinn tima, enda er hætt við þvi að að- stoðarmenn hans hafi rannsak- að stöðuna i alla nótt). 46. Rf3 Kf3 47. He-e4 (Nú hefur Spassky tryggt stöðu sina það vel að ekkert er fyrir F’ischer að gera lengur i stöð- F’ramhald á bls. 4 Þeir græða lítið sem veðja á Fischer Fischer hefur gengið aðeins betur við skákborðið, — veð- mangarar hafa nú lækkað vinn- ingshlutfallið og veðjað á hann. Sem þýðir að þeir telji hann orðið mun sigurstranglegri Hjá Ladbroke i London eru lik- urnar á sigri Bobbys taldar 5:1, en likurnar fyrir þvi að Spasski sigri eru 1:2. Hjá William Hill fyrirtækinu, sem tekur þátt i veðmálum um allt, er Fischer talinn öruggur sigurvegari, likurnar 3:1. Þaö þýðir að sá sem veðjar á Fischer veröur að borga þrjú sterlings- pund til að vinna eitt. ef Fischer vinnur. Veðji menn hins vegar á Spasski og hann vinni, þá bera þeir úr býtum tvö pund fyrir hvert eitt. alþýðu mum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.