Alþýðublaðið - 02.08.1972, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 02.08.1972, Qupperneq 5
Alþýöublaösúfgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. Heitt sumar Undir venjulegum kringumstæöum eru sumarmánuöirnir sá timi, þegar minnst er um aö vera í landsmálum og pólitík. Alþingismenn eru þá í sumar- leyfi, almenningur önnur kafinn við að safna auöi i þjóðarbúið, atvinnuveg- irnir í hvað mestum blóma og rikis- stjórn i óöa önn að undirbúa verkefnin á komandi vetri. Sumarið, sem nú er senn á enda, hef- ur þó ekki verið eitt af þessum. Þvertá móti hafa þá mánuðina borizt margar fréttir af viðburðum í landsmálum og pólitik. Og flestar þeirra frétta hafa verið slæmar fréttir. Sumarið 1972 hef- ur þannig verið ,,heitt sumar" i ís- lenzkri landsmálapólitík, þótt sama sé ekki hægt að segja um sumarveðrátt- una. Það hefur komið fram í sumar, hversu gjörsamlega varnarlaus al- menningur er gagnvart slæmri rikis- stjórn. Það er alveg sama hvernig að óhæfri rikisstjórn er búið. Það er alveg sama, hversu vel þegnar þjóðfélagsins hafa starfað til þess að skapa henni beztu starfsaðstöðu eða hversu miklu þeir hafa safnað í varasjóði fyrir hana til þess að ráðskast með. Meira að segja hagstæð ytri skilyrði einsog stór- hækkandi verð á íslenzkum útflutn- ingsafurðum megna ekki að verja þegnana fyrir áföllum slæmrar stjórn- unaróhæfra stjórnenda. Jafnvel undir slíkum kringumstæðum getur rikis- stjórn siglt efnahagsmálum heillar þjóðar i strand á einu ári. Þetta eru þau slæmu tiðindi úr landsmálunum, sem almenningi á íslandi hafa veriö að ber- ast á undanförnum vikum. Hvað i ósköpunum veldur þvi, að sæmilega vel gerðir menn, eins og margir ráðherranna vissuiega eru, lenda i þeirri aðstöðu, að hafa ekkert annað en ill tíðindi og segja almenn- ingi eftir eins árs setu i ráðherrastól- um? Nú höfðu þessir menn ýmis þörf fyrirheit á lofti, þegar þeir tóku við störfum og öll tækifæri til fram- kvæmda. Engin stjórn hefur fengið jafn mörg gullin tækifæri til þess að efna loforð sin. Hvers vegna þá algert uppnám á miöju ári 1972 með stórfellt hrun á næsta leiti? A þvi eru margar skýringar. Eftirtal- in atriði hafa áreiðaniega ráðið miklu um, hvernig komiö er. í fyrsta lagi er nú auðséð, að ráðherr- arnir gerðu i upphafi stjórnunar sinnar engan greinarmun á þvi, sem unnt er og þvi, sem æskilegt er. Þeir héldu, að þeir gætu látið öll venjuleg viðfangs- efni ríkisstjórnar reka á reiðanum á meðan þeir veltu fyrir sér hinum og þessum spekúlasjónum um hluti og hugmyndir á óskalistum. Þess vegna skorti alla stefnumótun og smátt og smátt hrönnuðust óleyst vandamál upp unz nú er svo komið, að þau eru að færa lallt í kaf. i öðru lagi kom strax greinilega í Ijós, að ráðherrarnir kunnu ekki tæknileg atriði starfa sinna, — þ.e. að vinna með Alþingi og sérfróðum embættismönn- um. Vegna þess, að þessa kunnáttu skorti og viljann til að tileinka sér hana þá hefur rikisstjórnin átt ákaflega erf- itt með að þoka málum áfram. Það hefur tekið hana óskaplega langan tíma að ganga frá einföldustu stjórn- unaratriðum og iöulega hefur sam- bandið á milli ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennarveriðsvo slæmt, að stjórnin hefur ekki haft hugmynd um raunverulegt inntak og afleiðingar ýmissa aðgerða, sem hún hefur beitt sér fyrir á löggjafarsviðinu. í þriðja lagi leynir sér ekki, að sam- starfið innan stjórnarinnar er ákaflega óeðlilegt. A.m.k. einn stjórnarflokkur- inn virðist reka sifelldan skæruhernað og raunverulega beina niðurrifsstarf- semi gagnvart ráðherrum samstarfs- flokkanna og virðist honum vera meira i mun, að koma á þá höggi en að vinna með þeim að lausn vandamála. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og hlýt- ur að há ríkisstjórninni meira en litið. Þetta er hluti skýringarinnar á þvi, hvers vegna ríkisstjórnin hefurnú ekk- ert nema slæm tiðindi að segja. Ef laust kemur þar fleira til, en framangreind þrjú atriði eru svo sem meira en nóg til þess að gera rikisstjórn óhæfa til starfa. BRANDT BM UM FALL FASTEIGNA- SKATTARNIR Kitl megincinkenni islenzks velferðarþjóðfélags hefur verið talið það, hversu mikill hluti islendinga á eigin ibúð. Mun láta nærri. að um 80% ibúða sé i einkaeign. útlendiflgar, sem hingað koma. undrast þetta háa hlutfall, enda mun það hærra en i nálægum löndum. Það eykur afkomuöryggi að búa i eigin ibúð. úótt ýmsar ástæður liggi til þess, að cinkaeign ibúða hér á islandi hefur orðið jafn algeng og raun her vitni. hefur verið almennt samkomulag um. að þessi þróun sé æskileg, og stjórnvöld hafa stutt hana. Jafn sjálfsagt og það er, að þeir sem eiga verulegar eignir, greiði af þeim eignaskatt. er hitt frá- leitt, að fólk greiði skatta, scm um munar af ibúð, sem það hefur eignazt og hefur til eigin afnota. Sanit hefur það nú gerzt, að rikis- stjórnin hefur beitt sér fyrir stór- felldri hækkun á fasteigna- sköttum. Bitnar sú hækkun þungt á eigendum ibúða, þótt ekki vcrði þeir taldir cignamenn i venju- legum skilningi. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir þvi, hvcrsu niikið skattbyrði i ár hækkar, er þvi ekki nóg að athuga. hversu miklu meira almenningur greiðir nú i skatta af tekjum sinum. Tckjurnar sem lagt var á nú i ár, voru i Reykjavik 25% hærri en þær, sem lagt var á i fyrra, en skatlarnir af þcssum tekjum cru nú 40% hærri. I þcssu felst auð- vitað verulega aukin skattbyrði. Kn nicð þessu er sagan ekki sögð öll. Kasteignaskattarnir hafa einnig liækkað mjög verulcga. Og sú hækkun bitnar á almenningi. i fyrra námu fasteignaskattar á einslaklinga i Reykjavik 00 millj. kr. Nú i ár nema þeir :I28 millj. kr. I>eir hækka m.ö.o. um 407%. t þessu sambandi er þcss að visu að geta, að eignaútsvar, sem i fyrra nam 72 millj. kr., fellur niður, cn það var i fyrra auðvitað ckki að- eins greitt af ibúðarcigcndum, lieldur af öllum, sem áttu eignir. Kignaskattur til rikisins i Reykjavik hefur og i ár lækkað dálitið eða úr 70,5 millj.i fyrra i 74,8 millj. i ár. Kf bornir eru saman allir skattar einstaklinga i Reykjavik af cignum fasteignum og öðrum cignum, voru þcir i l'yrra 212,5 millj. kr., cn i ár 402,8 millj. kr. Ilér er um að ræða hækkun um 800%. Kflaust hafa cignir cinhverra aukizl svo mikið, að slik skattahækkun á þeim sé ckki óeðlileg. Kn þeir eru áreiðanlega fáir. Langflestir þeirra, sem nú verða að greiða Gylfi Þ. Gíslason skrifar stóraukna skatta af eign, eru fólk, sem á lítið sem ekkert untfram ibúðina, sem það býr i. Kr það kannski þetta. sent rikisstjórnin kallaði og kallar enn aukið rétt- la’ti i skattamálum á þvi herrans ári 1072. fyrsta valdaári rikis- stjórnar sem kennir sig við vinn- andi stéttir á islandi? LÆTI Á NORRÆNU MÚSIKDÖGUNUM NORRÆNU MÚSIKDAGARNIIi verða heldnir dagana 31. ágúst lil 4. sept. n.k. Þessi tónlistarhátið er haldin annað hvert ár á vegum Norræna tónskáldaráðsins, sem stofnsett var 1946. Á hátiðinni eru m.a. flutt tvö verk eftir islenzk tónskáld: Læti, hljómsveitarverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Kvintett fyrir blásara eftir Jón Asgeirsson. I Norræna tónskáldaráðinu á sæti fyrir Islands hönd Jón As- geirsson, formaður Tónskáldafé- lags fslands, en i dómnefnd há- tiðarinnar Skúli Halldórsson tón- skáld. Fjörtiu milljónir Vestur-Þjóð- verja ganga til þingkosninga i nóvembermánuði n.k., — næstum þvi heilu ári áður en kjörtimabil þingsins átti að vera útrunnið. Ástæða þess, að Willy Brandt, kanslari og formaður þýzka Jafn- aðarmannaflokksins og Walter Scheel, utanrikisráðherra og for- maður F'rjálsra demókrata, hafa ákveðið að leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga er, að svo margir af þingmannaliði flokk- anna tveggja hafa hætt stuðningi við rikisstjórn þeirra, að þingleg- ur meirihluti hennar er i hættu. Brandt og Scheel hafa orðið ásáttir um, hvernig kosningarnar eigi aö bera að höndum. Komu þeir sér saman um það eftir að stjórnarandstöðuflokkurinn Kristilegir demókratar, höfðu neitaö að reyna að ná samkomu- lagi allra flokka um tilhögun kosninganna. Það er forseti Þýzkalands, Gustav Heinemann, sem kemur til með að ákveða endanlega kosningadaginn, en hann mun i þvi efni taka mikið tillit til óska Willy Brandts. Undir haustið mun kansiarinn leita eftir traustsyfirlýsingu frá þinginu. Fái hann ekki tilskilinn meirihluta viö atkvæöagreiðsluna (249 atkvæði) getur forseti leyst upp þingiö ínnan 21 dags og.fyrir- skipaö nýjar kosningar, sem fram eiga að fara siðast 60 dögum eftir, að þingið hefur veriö leyst upp. Samkvæmt þvi ættu Vestur- Þjóðverjar að ganga til kosninga i endaðan nóvember, — i siðasta lagi i byrjun desember. Ef þingiö hins vegar velur nýj- an kanslara með meiri hluta at- kvæða, þá er hægt að hindra það, að þingið verði leyst upp og efnt verði til nýrra kosninga. Brandt hefur gert tilraun til þess að ná samkomulagi við leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, Rainer Barzel, um, að stjórnarandstaðan myndi ekki reyna að nota þennan mögu- leika til þess að koma i veg fyrir nýjar kosningar, en um það náð- ist ekki samkomulag. Rikisstjórnarflokkarnir taka það ekki svo ýkja alvarlega, að samkomulagstilraun sú fór út um þúfur. Þeir efast mjög um það, að Rainer Barzel muni þora að reyna að bera fram nýja van- trauststillögu á stjórnina. Þeir telja, að deilur innan stjórnar- andstöðuflokksins muni koma i veg fyrir að Barzel reyni þaö. Rainer Barzel hefur einu sinni reynt aö kollvarpa stjórn Brandts með vantrauststillögu i þinginu. Þá tilraun bar upp á þann 26. april s.l. og þá munaði minnstu, að sú misheppnaða tilraun kost- aöi Barzel alla pólitiska frama- möguleika. Geri hann aðra slika tilraun, sem mistakist, þá verður Rainer Barzel örugglega aldrei kanslari i Þýzkalandi. En i öllu falli verður skorið úr um framavonir Barzels i kosning- unum i nóvember. Vinni flokkur hans kosningasigur, þá verður Barzel örugglega kanslari, — en þó aðeins með stuðningi hægri- öfgasinnans Franz Josef Strauss. Tapi flokkur hans atkvæðum, en flest virðist nú benda til þess, þá verður Barzel að vikja úr sæti fyrir nýjum flokksleiðtoga. En Willy Brandt verður þó að vinna erfitt og leiðinlegt verk áð- ur en hann getur sigrað i kosning- um. Til þess að hægt sé að boða til kosninga i haust verður, eins og fyrr var sagt, þingið að fella traustsyfirlýsingu á stjórnina. Þetta vantraust verður Brandt beinlinis að biðja um. Stjórnar- andstaðan mun ekki flytja van- trauststillögu á stjórn hans. Þess vegna verður Brandt sjálfur að flytja tillögu um traustsyfirlýs- ingu og fá hana fellda fyrir sér. Það er ekki öfundsvert hlutskipti fyrir hann. Brandt og Scheel, leiðtogar vestur-þýzku stjórnarinnar. En það er engin tilviljun, að Brandt og Scheel vilja kosningar i nóvember i haust. Eftir að Vest- ur-Þjóðverjar hafa um langa hrið verið hrjáðir af verðbólgu telja serfræðingar i efnahagsmálum, að verðlag sé nú að staðna og rik- isstjórnin þurfi þvi engar ser- stakar áhyggjur að hafa vegna efnahagsmála það, sem eftir er ársins. Skoðanakannanir sýna auk þess, að i kosningum muni rikisstjórnarflokkarnir tveir fá öruggan meirihluta atkvæða og straumurinn liggi ótvirætt til stjórnarflokkanna, en frá stjórn- arandstöðunni. En minnugir reynslu Wilsons undir svipuðum kringumstæðum biðja formæl- endur jafnaðarmanna i Þýzka- landi þó menn aö vera hóflega bjartsýna. Miðvikudagur 2. ágúst 1972 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.