Alþýðublaðið - 02.08.1972, Blaðsíða 9
SUMARHATIÐ
HSKAÐ
LAUGARVATNI
Dagana 4. 5. og 6. ágúst mun
Héraftssambandið Skarphéðinn
halda sína árlcgu sumarhátið að
Laugarvatni. llefur verið lagt i
nokkurn kostnað vegna þessarar
hátiöar til að bæta verulega þá
þjónustu, sem þarna er veitt. Þar
eð þessi liátið H.S.K. er jafnframt
iþróttamót. verður nú keppt í
fjórum greinum frjálsiþrótta auk
knattleikja. Er þar um að ræða
opið mót i 100 og 400m. hlaupi
kvenna og 100 og 3000 m. hlaupi
karla. Þátttaka tilkynnist fram-
kvæmdastjóra H.S.K. í sima 1189
Setfossi.
A fimmta þúsund manns hafa
verið á Laugarvatni einstakar
helgar i sumar, og gerir H.S.K.
þvi ráð fyrir að ein stærsta úti-
samkoma landsins um verzlunar-
mannahelgina verði þar.
H.S.K. hvetur alla til að hlita
þeirri lagagrein, sem kveður á
um að öll ölvun á almannafæri sé
bönnuð. Til að jafn fjölmenn sam-
koma og Laugarvatnshátiðin 1972
geti farið vel fram, verður að
vera strangt vineftirlit og munu
áberandi ölvaðir mótsgestir tekn-
ir tafarlaust ur umferð.
HÉRAÐSMÚT
SKARPHÉÐINS
Héraðssambandið Skarphéðinn
heldur héraðsmót sitt i frjálsum
iþróttum á Selfossi dagana 19. og
20. ágúst og hefst keppni kl. 14.00
báða dagana. Keppt verður i 100,
400, 1500, og 4x100 m hlaupum,
langstökki, hástökki, þristökki,
sta ngarstökki, kúluvarpi,
kringlukasti og spjótkasti karla
og 100, 400 og 4x100 m hiaupi,
langstiikki, hástökki, kúluvarpi,
kringlukasti og spjótkasti
kvenna.
Þátttaka tilkynnist Úlfi Björns-
syni í sima 1189 Selfossi fyrir mið-
vikudag 16. ágúst.
STÆRSTA STEIKARPANNA
SEM GERD HEFIIR VERID?
ÞAD SEGJA ÞEIR ALLIR
„Fyrstu gullverðlaun leik-
anna ættu með réttu að falla i
skaut þeirra sem teiknuðu
iþróttamannvirkin i Miinch.cn”,
stóð i texta sem fylgdi þessari
mynd af Ólympiuleikvanginum
i Miinchen, en þar eiga 18. sum-
arólympiuleikarnir að hefjast
innan mánaðar.
En það verður ekki iþrótta-
fólkið sem mun veita arkitekt-
um iþróttamannvirkjanna gull-
verðlaun, ef svo fer sem horfir.
Það hefur nefnilega komið i Ijós
undanfarna daga, að það er allt
annað en þægilegt að keppa
undir trefjaplastþakinu mikla
sem hylur iþróttamannvirkin.
Vcstur-þýzkt iþróttafólk hefur
undanfarið keppt á nýja leik-
vellinum, og það hefur að sjálf-
sögðu lagt sig fram, þvi keppt er
um sætin i ólympiuliði Þjóð-
verja. Mikil hitabylgja hefur
gengið yfir Þýzkaland og hitinn
hefur þótt alveg óbærilegur.
„Stærsta steikarpanna heims-
ins”, kallar íþróttafólkið þenn-
an rándýra völl sin á milli, en
völlurinn og þakið kosta um
6000 milljónir islenzkra króna.
Toppmenn i frjálsum íþrótt-
um hafa látið i ljósi þá skoöun
sina, að útilokað sé að ná topp-
árangri við slikar aöstæöur scm
fólkiö kallar „eins og aö keppa i
gufubaði”. Harald Norpoth
langhlaupari sagöi. „Það var
hræöilegt að keppa þarna., loft-
ið virtist alveg kyrrt. Ég var
alveg að gefast upp á timabili”.
Þjálfari þýzka frjálsiþrótta-
fólksins sagði, að svo virtist
sem leikvangurinn nýi væri
byggður I lægð, og vindurinn
blési allur fyrir ofan þakið
mikla. „Þvi endurnýjast loftið
litið á vellinum sjálfum.”
Ekki eru allir á sama máli um
að vindlaust sé á veilinum.
Stökkvarar kvarta mjög yfir þvi
að vindkviður skelli niöur frá
þakinu, og trufli þá i atrennu.
Sleggjukastarar eru einnig óá-
nægðir, þvi sleggjukastgeirinn
liggur mjög nálægt lilaupa-
brautinni, og ckkert má útaf
bera svo sleggjan fari ckki út á
braut. Litlu munaði á leikunum
nýverið, að sleggja hitti hiaup-
ara á brautinni.
Stjórnendur vallarins og leik-
anna sjálfra eru hinir bröttustu,
og segja að öllu verði kippt i lag.
Þá hafa þeir lofað betra vcöri
meðan á leikunum stendur, og
timinn frá 26. ágúst til 10. scpt-
ember hafi einmitt verið valinn
með hliðsjón af umsögn veður-
Iræðinga, scm alhugað hafa
vcðurfar i Miinchen siðustu 100
árin.
Það er þó eitt sem þeir scgjast
ekki vera vissir um hvað veður-
far snertir. Um tvisvar á ári
blæs svokallaður fönvindur af
l'jöllunum niður til Munchen.
Vindur þessi er ákaflega heitur
og meðan hann blæs stöövast
alll athafnalif svo aö segja,
hvað þá hægt sé að stunda
iþróttir. Ólympiuncfndin tók á
þessu áhættuna, þrátt fyrir að
þessir fönvindar blási oft i sept-
embermánuði.
SS.
SPENNAN EYKST
í 2. DEILDINNI
Keppnin i 2. deild i knattspyrn-
unni ætlar að verða miklum mun
skemmtilegri og spennandi i ár
en i fyrra, en þá tók Vikingur
strax forvstuna, og sigraði eins og
kunnugt er með fádæma yfir-
burðum. Nú er annað uppi á
teniugnum hjá Vikingi eins og
allir vita.
Eins og fram kom hér á sföunni
i gær, stendur baráttan á toppn-
um milli tvcggja liða eingöngu,
Akureyringa og FH-inga. Er hér
um mjög ólfk lið að ræða, FH-ing-
arnir ungir og reynslulitlir, en
Akureyringarnir eru margir meö
yfir tug ára að baki i meistara-
flokksknattspyrnu. Hinir ungu
FH-ingar gefa samt ekkert eftir
og öruggt má telja að úrslita-
leikur 2. deildar fari fram i
Hafnarfiröi 12. ágúst, þegar þessi
tvö liö leiða saman hesta sina.
Varla kemur til mála að þessi tvö
lið tapi stigum til annarra liða.
i fallbaráttunni eru tvö lið, isa-
fjörður, og Armann. Hefur liði
Armanns mjög hrakaö frá i fyrra,
þegar þaö var lcngi vel i toppbar-
áttunni.
Myndin er af Baldvin Baldvins-
syni, er hann skoraöi fyrir Völs-
ung gegn Þrótti á laugardaginn.
Miðvikudagur 2. ágúst T972
9