Alþýðublaðið - 02.08.1972, Blaðsíða 7
LAUS STAÐA
Skólastjórastaða við hinn nýja hjúkrunar-
skóla i tengslum við Borgarspitalann i
Reykjavik, sbr. lög nr. 81/1972, er laus til
umsóknar.
Laun verða samkvæmt launakerfi rikis-
starfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu fyrir 20. ágúst n.k.
Menntamálaráðuneytið,
28. júli 1972.
Húsafell
72
Fjölbreytt og samfelld skemmtiskrá i 2
daga.
Eitthvað fyrir alla, unga og gamla.
Dans á þremur pöllum þrjú kvöld, sex
hljómsveitir.
Sparið áfengiskaupin.
Njótið öryggis og ánægju.
SUMARHÁTÍÐIN HÚSAFELLSSKÓGI
UM SÆNSKA
NÁMSSTYRKI
Sænsk stjórnvöld bjóða fram námsstyrki
að fjárhæð 9.660.00 sænskar krónur á ári.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir er-
lendum námsmönnum, sem ekki njóta
styrkja i heimalandi sinu og ekki ætla sér
að setjast að i Sviþjóð að loknu námi þar i
landi.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til
Svenska Institutet, Box 7072, Stockholm,
fyrir 30. september n.k., en umsóknar-
eyðublöð fást á sama stað.
Menntamála ráðuney tið,
28. júli 1972.
IO&A VlúrGil\ OGr g^Jj^ÍUVtRAN/
EF FUICFElðCIN ERU EKKI FARGIALDASTRfDI ÞÁ ER STRHUR
EUIHVAD ANNAD
TIL DÆMISIIM KVNÞUKKA FLUGFREYJAHHA!
Samkeppnin á milli hinna
stóru, alþjóðlegu flugfélaga, er
hin harðvitugasta. Og þó að far-
þegarnir virðist yfirleitt vera
farnir að þreytast á þvi hvernig
mat og drykk er troöiö i þá, allt
frá þvi er flugvélin hefur sig frá
jörðu og þangað til hún lendir, lit-
ur út fyrir aö þeir fái aldrei nægju
sina, þegar fegurð kvenna er ann-
ars vegar.
Flugfreyjurnar eru þvi enn sem
fyrrbezti rétturinn, sem flugfélög
geta framreitt.
Bylting.
Árum saman hafa flugfélögin
getað framreitt þennan freistandi
rétt á þann hátt sem forráða-
mönnum þeirra bauð við að
horfa. En nú er bylting i lofti.
Klugfreyjurnar hafa orðið sér úti
um launahækkun, betri starfs-
skilyrði og aukin réttindi. En
samt sem áður geta þær ekki enn
ráðið þvi sjálfar hve þungar þær
vilja vera, hvernig fatnaði þær
vilja klæðast og hvernig þær vilji
haga hárgreiðslu sinni.
„Jörðuö".
Allt til þessa hefur verið unnt að
segja flugfreyju upp stöðu sinni,
ef hún giftist eða varð vanfær.
Auk þess er hægt aö „jarða” hana
þegar hún varð hálffertug. Nú
hefur hún aflað sér þeirra rétt-
inda að mega giftast, og að henni
skuli greitt nokkurt kaup um
meðgöngutimann og meðan hún
liggur á sæng, og að hún geti
haldiö áfram flugfreyjustarfinu
þangað til hún verður hálfsextug.
En hún á það enn á hættu að
vera vegin og of þungvæg fundin:
Flest fara hin stóru flugfélög
þar eftir töflu þeirri yfir ákjósan-
legustu þyngdarhlutföll, sem
Metropolitan liftryggingafélagið
hefur látið semja og gefið út.
SAS ræður flugfreyjur 1,60 - 1,75
m á hæð, og krefst þess að kilóa-
tala þeirra sé tug lægri en hæð
þeirra i sm yfir 1. m. Sem sagt —
ef stúlkan er 1,68 m á hæð, má hún
ekki vera þyngri en 58 kg.
Yfirflugfreyjan Vivi Holm
kemst svo að oröi: — Gerist ein-
hver fluftfreyja ivið of þybbin,
ræðum við málið við hana — en
segjum henni ekki upp starfinu
formálalaust.
EINS OG STYKKJA-
FARMUR
Flugfélagið United Airlines er
harðast á stallinum i þessum sök-
um. Þær 5500 stúlkur, er starfa
þar sem flugfreyjur, eiga það
stöðugt á hættu að umsjónar-
mennirnir gefi þeim bendingu, og
setji þær á vogina eins og hvern
annan stykkjafarm, hvenær sem
eftirlitinu þóknast. Flugfreyjurn-
ar hjá United Airlines eru 157 - 183
smá hæð, en jafnvel þær hávöxn-
ustu mega ekki vega yfir 71 kg.
Og allar eru þær vegnar aö
minnsta kosti mánaðarlega.
Kynsprengjur.
Jafn ströngum kröfum verða
flugfreyjurnar hjá þessu félagi að
lúta hvað snertir klæðnað og hár-
greiðslu. Fram að þessu er þess
krafizt að sérhver flugfreyja sé
eins konar Doris Day — það er að
segja, það mikið af kynsprengju-
gerðinni, að þær æsi karlmennina
— en um leið svo ljúfar og háttvis-
ar, að þær veki ekki afbrýðisemi
hjá kvenfarþeganum.
Flugfreyjan á sem sagt að vera
kynæsandi, en ekki um of. Og
hæversk og halda karlmönnum
frá sér — en ekki um of!
Stutt klipping.
Flest krefjast flugfélögin þess
af flugfreyjunum, að þær séu
stuttklipptar eða með uppsett
hárið — af heilbrigðisástæðum,
segja þeir hjá SAS. Sitt, laust hár
er bannað. Sidd kjólfaldsins er á
stöðugu iði, ýmist er hann færður
upp á við eða niður á við — en ekki
er það flugfreyjan sjálf, sem
ákveður það.
Brjóstahöldin.
Hjá nokkrum hinum stærri og
voldugri bandarisku flugfélögum
hefur staðið mikill styr um
brjóstahöldin að undanförnu.
Flugfreyjur, sem ganga hvers-
dagslega án brjóstahalda — eins
og mikill meirihluti ungra kvenna
i Bandarikjunum nú — þegar þær
eru sjálfráðar klæða sinna, hafa
mótmælt þvi harðlega aö þær
skuli vera þvingaöar i slika
brynju við starf sitt.
Einn af viðkomandi deildar-
stjórum hjá SAS lætur svo um
mælt: — Það er frá fagurfræöi-
legu sjónarmiði, að við krefjumsi
þess að allar okkar flugfreyjur
beri brjóstahöld. Það prýðir þær
ekki allar að ganga án þeirra.
— Er ekki unnt að láta hverja
einstaka flugfreyju um að ákveða
hvort hún gengur meö brjósta-
höld eða ekki?
— Nei, það teljum við af og frá.
Þær eru ekki allar færar aö dæma
um það sjálfar hvort fari þeim
betur, og auk þess getum við ekki
leyft sumum þeirra að varpa
brjóstahöldunum fyrir róða, en
krafist þess að öörum aö þær beri
þau. Yfirleitt kjósum viö það hjá
SAS, að flugfreyjurnar hafi nokk-
urn hemil á kyntöfrum sinum, og
við sækjumst t.d. ekki eftir ljós-
myndafyrirsætum, heldur venju-
legum þokkalegum stúlkum sem
standa föstum fótum i tilverunni.
Okkur lizt það léleg pólitik aö
ráöa kynsprengjur i þann starfa,
með tilliti til kvenfarþega okkar.
Að kunna að ávaxta sin
pund.
En það eru önnur sjónarmið
sem þarna ráða viða erlendis —
t.d. i Bandarikjunum.
1 áætlunarfluginu þar innan-
lands, einkum suövestur-fluginu,
Texas - Kaliforniu, eru það ekki
neinarhugljúfar gyðjur sem svifa
um loftið, heldur fylla þeir það
meö kjarnakynorkusprengjum og
af öflugustu gerðinni. A þessum
innanlands-flugleiðum, þar sem
keppnin er hörðust á milli flugfé-
laganna, er barizt með flugfreyj-
urnar að vopni. Og þar er ekki
veriö að fjargviðrast út af nokkr-
um grömmum til eða frá — það
gildir einu, þótt flugfreyjan hafi
nokkrum aukapundum yfir að
ráða, eins og segir i augiýsingu
frá einu flugfélaganna — það sem
allt veltur á, er hún kunni að
ávaxta þau!
Ástarflug.
I þeirri baráttu beita flugfélög-
in að sjálfsögðu klæðnaði flug-
freyjanna — stutt-stuttbrókum,
stutt-stuttpilsum, netsokkum, há-
um stigvélum, og nú kemur það
allt i einu á daginn að það er ekk-
ert athugavert við sitt og slegið
hár.
„Velkomin um borð i okkar ást-
arflug” — þannig hljóðar ein af
auglýsingunum.
Fljúgið mér!
Flugfélagiö National Airlines
reynir að laða til sin farþega með
risastórum auglýsingamyndum
af flugfreyjunum. Og eitt af slag-
orðum þeirra með þessum
kroppamyndum er þannig: „Ég
er Jo — fljúgðu mér!”Og þessi
auglýsing hefur maðal annars
Virl*t IplKhl délui
Ihrui Lathtlm
Dmu Au/mrrhumheil
im Sarom| Kehmpa
umheuhmtn umher
rauherl Ihmen da ohee
den Himmel an Roed
A'greal way to Ity
Fm Jo. Staiting 26 May,
Fll have daily747’s fiom
London to the Sunshine
States ofAmerica.
Flyme.
I’vtr k>»i a hu B>>inis ío» vou (t> Mumi anJ iKc
Suiuhiiu Si jit»«•( Anm> a. t»iili Jjily ntmmitip flhcHnt
frtun IjtnJon jnJ ourttwn kinjof pmocul iKTvwf.
AnJ j lol from Mutni; l’vcitol Krc»l toniKMÍum
lojllof FtonJa, Nt-w t Hlrant, Houtron.
Cjlifornu; you lumr n. Thf n fly il.
Antl Mjrlinti 26Mjy. III h»vf morr; thr nltf
ftmvrntcncr uf Jjily 747’» 10 Mumi. PWW ihr Jjy
you tvanl «tl (u.
AnJ ihr hraulifulluaury uf iht- Kn-ai 747. with
mucr f ahin rotun i lun any airiint-r m iHc »k y lojay.
AnJ ihr 747 cairav cn roun: hrnrun muvic*.*
mullif hannrlk-J auJio mirrtainnu-ni anJ our
inlrmjtional nuurmti c uiunr.
AnJ a rrfrcxhinK WinJ of pcr »onal x-r\ u r,
ptrvm-loprrwtii.
Oivc il a ico. tt unT you! Fly myJaity 747’»io
ihr Sunvhinr Siaic* oí Amrrif a.
Tclfphonc Naiioml Airlinni Jmvt, ur nnK
up\tHir i ravrl JKt-ni. Tcll him ju KM ytHi.
Elyja ^FlyNational Airlines.
orðiö til þess að koma bandarisk-
um rauðsokkum i hár saman.
Og MAR.ILYN Goldstein,
blaðamaður viö Miami Herald
kemst svo að orði i sambandi við
þá auglýsingu: „Væri það guðs
vilji aþ Jo yrði flogiö af karl-
mönnum, — þá heföi hann áreiö-
anlega þúið hana fjórum hreyfl-
um og fárangursrými! ”
MYNDIRNAR
I.cngst til vinstri: Margaretha
Fcttersson er dæmigerö
SAS—frcyja. Ekki of mikil kyn-
bomba, en þó gædd nægilega
miklum þokka til aö SAS laki að
minnsta kosti þátt i striöinu.
Trans World Airlines láta sinar
flugfreyjur iklæöast svonefndu
safari-sniði og pinubuxum.
Þessi klæönaöur var sérstak-
lega hannaöur til þess aö fagrir
fótleggir gætu notiö sin, en auö-
vitað var yfirskynið það aö
þetta væri hentugur vinnu-
klæönaöur fyrir stúlkurnar.
Stuttbuxur og há stigvél. Þessu
vopnaöar þjóna freyjurnar far-
þegum véla South-Western
Airlines i Bandarikjunum — og
SEX-ið leynir sér ckki.
Lengst til hægri sjáum við svo
þaö sem þýzka flugfélagiö LTU
býöur upp á. Þarna er lika fyrst
og fremst höföaö til farþega af
sterkara kyninu. t grini kallast
þessi útbúnaöur „læri i loftinu”.
Að neöan sjáum viö svo dæmi-
geröar auglýsingar bandariskra
flugfélaga. Eins og sú, sem
segir i fyrirsögn: „Ég er Jo..
Fljúgðu mér.”
Miðvikudagur 2. ágúst 1972.
Miðvikudagur 2. ágúst 1972