Alþýðublaðið - 02.08.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.08.1972, Blaðsíða 12
alþýðu Alþýöúbankinn hf ykkar hagur/okkar metnaöur KÓPAVOGS APOTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SBNDIBILASTOtHN Hf SUNDAY EXTRA " The situation in lceland, comrades, is grave. On the othcr hand things arc going vcrg well for us in Britain." ,,Nú cr úllitið svart á Islandi, félagar. Ilins vegar gcngur okkur allt i liaginn i Brctlandi," er Bresnéf látinn scgja á leiknimyndinni, scm birlist i Sunday Express um hclgina. „EG DAI FISGHER” SEGIR BANDARÍSKA STÚLKAN SEM KOM GAGNGERT TIL AÐ TAKA í HÖND HANS fcg dái Fischer”, sagði ung bandarisk stúlka, sem er komin alla leið til íslands til þess að taka i hiindina á honum. Hún var ein þeirra, sem beið eftir að Fischer inætti til leiks i niundu skákinni i gær. Hann kom seint eins og vanalega, tiu minútur yfir fimm var rauðum Fólksvagni rennt að bakdyrum llallarinnar, og öllum til undrunar sat Fischer þar i aftursætinu, en undir stýri var hlaðamaður frá I.ife, Brady að nafni. Kn það er af stúlkunni að segja, að i hamaganginum sem varð þegar Fischer strunzaði inn i Höllinatókstekki að ná sambandi við hann. Kona, sem var með hcnni og hafði greinilega það hlutverk að koina henni á fram- færi, reyndi að vcifa i Fischcr og kallaði i hann cn hann virtist ekki taka eftir þvi. Þegar hamagangurinn var um garð genginn og áskorandinn horfinn inn úr dyrunum, vikum við okkur að stúlkunni og spurðum hana hversvegna hún sæktist eftir handtaki Fischers. Svarið var einfaldlega það, að hún dáði manninn, enda sjálf skákkona. Annars hafði allt þetta haft þviiik áhrif á hana, að hún skalf öll frá hvirfli til ilja, og kom varla upp orði fyrir geðshrær- ingu. Inni i Laugardalshöll sat Spassky rólegur eins og venju- lcga og lék fyrsta leiknum klukkan á slaginu fimm. Fischer var búinn með 10 minútur af tima sinum, þegar hann gekk i þétt- skipaðan salinn, og niunda skákin var hafin. Spasský var grcinilega búinn að ná sér eftir kvefið, þvi fyrst i stað hvarf hann af sviðinu eftir hvern leik hinn hressasti i bragði, en Fischer sat og hugsaði djúpt, hreyfði sig úr sæti sinu, og timinn tifaði lengstum á hann. l»að var ekki fyrr en eftir niunda leik að hann stóð upp.Hann gekk til Schmid yfir- dómara og talaði við hann nokkur orð. — Andartaki seinna tóku Ijósaskilti til hiiðar við sviðið að blikka. og þar mátti lesa til skiptis orðin „þögn” og „silencc”, en til frekari áréttingar hvarf skákborðið af risasjón varpsskerm inum, og i staðinn birtust þessi sömu orð. Fischer hafði greinilega ekki fundizt mannfjöldinn ekki hafa nógu lágt við sig. A kaffiteriunni var bekkurinn setinn skáksénium, sem fylgdust áhugasamir með gangi leiksins og settu stöðuna jafnóðum á tafl- borð. Mennirnir voru færðir fram og til baka á meðan meistararnir hugsuðu fast, — og það var ekki örgrannt um, að sumir þættust vita svona nokkurnveginn hvað væri bezt að gera næst. En hvaða ieikir reyndust svo bcztir eftir alltsaman má sjá hér að neðan i skákskýringum Gunnars Gunnarssonar. LUMAÐIFISCHER A NYJUHG IAFNIEFUÐ ÖUMFLÝJANLEGT Spassky stóðsl raunina i gær. Niunda skákin i heimsmeistara- einvíginu var aldrei leikur kattarins og músarinnar cins og sú áttunda. Ekki var að sjá ncin merki uppgjafar hjá heimsmeistar- anum eins og menn voru farnir að tala um fyrir helgina. Níundu skákinni lauk með jafntefli eftir 3(1 leiki. Pó að þessi skák hafi ekki vcrið nein baráttuskák. kom Fischer nú enn einu sinni á óvart með þvi að koma með áður óþekktan leik i ganialþckkt afbrigði og væntanlega til endurbóta á þvi, alla vega tókst heimsmeistaranum ekki að sanna i skákinni i gær, að þessi leikur væri rangur. Staðan i hciinsmeistaraein- víginu er nú þannig, að Fischer hefur lilotið 5 1/2 vinning en Spassky 3 1/2 . Niunda skákin gekk þannig fyrir sig: Hvitt: Spassky Svart: Fischer Tarr^sch — vörn T. d4 Rfó (Fischer kom seint til leiks samkvæmt venju og hóf ekki taflið fyrr en 10 min yfir fimm) 2. C4 e6 3. Rf3 (Spassky teflir á sama veg og áður, þegar hann hcfur byrjað með drott- ningarpeði. Hann vill forðast Nimzo-indverska vörn, sem kemur upp, hefði hann leikið drottningarriddaranum til c3). 3. 05 4. Rc3 (Hér staldraði Fischer örlitið við og var eflaust að velja á milli nokkurra leikja, sem standa honum til boða i stöðunni. Hann getur leikið 3. Bb4 og farið inn á sömu braut og i 1. skákinni i þessu einvigi, eða hann gæti lcikiö 3. Be7 eins og Spassky lék á móti honum i 6. skákinni). 4. C5 (Fischer hafnar báðum þessum fyrrnefndu leikjum og velur leik, sem kenndur er við Tarrasch, þýzkan, löngu látinn skák- meislara. I.eikurinn opnar taflið og leiðir til hvassrar tafl- mennsku og er vel viö hæfi Fischers, enda kemur i ljós að i þessari gamalkunnu byrjun lumar Fischcr á enn einni nýjung). 5. cxd5 Rxd5 6. e4 (Góður leikur, sem Spassky hefur mikið dálæti á og beitt með góðum árangri m.a. á móti Petrosjan i heimsmeistaraeinvíginu 1969, cn þá vann hann i fallegri skák). 6. Rxc3 7. bxc3 cxd4 8. cxd4 Rc6! (Frávik Fischers. Venjulegri leikur er 8. Bb4, en Fischer er samur við sig og breytir um leikjaröð til að koma á framfæri nýjum leik i stööunni. Til gamans má geta þess7aö i handbókum um þessa byrjun má lesa, að framhaldið liafi orðið þannig á skák, tefldri 1912 milli Rubinstein og Schlechter: 8. Bb4 9. Bb2 Da5 (I.eikurinn, sem sumir voru að stinga upp á, sem góðu fram- lialdi fyrir Fischer) 10. Ilbl Bxd2 11. Dxd2Dxd2 12. Kxd2 -0-0 13. Bb5 með góðri stöðu fyrir livítan). 9. Bc4 (Leikið til að styðja við framrás d-peðsins, en það er einmitt peðiö, sem stríðið stendur um minaj. b5!(Nýr leikur i þessari stöðu. enda hugsaði Fischer sig um dágóða stund. Leikur Fischers hefur verið reyndur i áþekkri stöðu og i sama tilgangi, nefnilega að reka biskupinn i burtu á verri reit meö leikvinningi, þar sem livitur má ekki taka peöið vegna 10. Da5 og biskupinn fellur. Ókosturinn við leikinn er sá, að peöið verður að valda, þegar hvitur liefur hrókfært og út á þetta gengur næsti þáttur skákarinnar. Tekst Fischer að valda þetta peð nægilega pða tekst Spasski að vinna pcð?) 10. Bd3 Bb4 (Nú loks kemur þessi biskupsskák, sem oftast hefur komiö örlitið fyrr). 11. Bd2 Bxd2 12. Dxd2 a6 (Þar með hefur Fischer valdað peðið á b5 og þá er það Spassky, sem verður að sýna fram á, að peösleikur Fischers, b5, sé ekki réttur). 13. a4 (Leikið eftir 20 minútna umhugsun. Með þessum leik hyggst Spassky reyna Fischer og „rcfsa” honum fyrir peðsleikinn). 13. 0-Ö! (Fischer bregzt karlmannlega við. Hann fórnar peðinu og sú fórn virðist eiga fyliil. rétt á sér).'14. Dc3 Bb7 15. axb5 axb5 16. 0-0 (Spassky afræður að hafna pcðsfórninni, sem er hyggileg ráðstöfun. Ef t.d. 16. Bxb5 Hxal 17. Dxa 1 Db6 og svartur stendur vel, þvi hvitur hefur ekki komið kóng sinum i skjól ennþá). 16. Db6 17. Ha—bl b4 18. Dd2 ( Nú bjuggust margir við 18. d5 hjá Spassky, cn sá leikur virðist ekki gefa hvituin meiri möguleika, en sá, sem Spassky valdi eftir 20 min. umhugsun. En með þessu fram- haldi gefur hann peðið á d4 i staö peðsins á b4 og þar með hcfjast uppskifti á mönnum, scm ieiða siðan beint til jöfnunar. Spassky tókst þá ekki að sýna frain á að leikur Fischers væri rangur og gefst upp á að reyna aö vinna tafiið) 18. Rxd4 (Fischer lætur sjaldan óvaldað peð i friði og með þessum leik jafnar hann taflið. han'n skiftir upp á sinu „veika” b-peöi og „veika” peði hvits á c4) 19. rxd4 Dxd4 20. Hxb4 Dd7 21. De3 Hf-d8 22. Hf-bl Dxd3 23. Dxd3 Hxd3 24. Hxb7 g5 25. Hb8 Hxb8 26. Hxb8 Kg7 27. f3 Hd2 28. h4! ( Fórnar peði, til að opna kóngnum leiö á h- linuna 28. h6 (Fischer kærir sig ekki um þetta peö, enda liefði það litlu breytt um gang máia),29. hxj[5 hxg5 so.Jafn- tefli. Gunnar Gunnarsson ''ý, •.'• ■ - ::■■■: :"■:■ : ■ :í;.& A Wmmimw V ......iÆ :■:■'■■ ’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.