Alþýðublaðið - 10.08.1972, Side 2
MYNTSAFNARAR VILDU VINNINGS-
PENING - EKKI ANNAN MINNISPENING
Það var verið að taka niður
pantanir á nýju minjapeninga-
seriunni um heimsmeistaraein-
vigið i allan gærdag, og seinni-
partinn i fyrradag, þegar byrjað
var að selja þær, og i gær seldust
á fimmta hundraö seriur, Allt er
þó á huldu um hvert verðgildi
peninganna verður, þar sem und-
ir kvöld i gær var upplagið ennþá
„opið”, þe. ekki var búið að
ákveða hvað það skal vera.
gefa út vinningspening að einvig-
inu loknu i stað þessarar seinni
seriu. Þeir tóku þessa uppástungu
til athugunar, en ekki tókst blað-
inu að fá upplýsingar um það i
gær, hvort ákvörðun hafi verið
tekin i þvi efni.
I fréttatilkynningu, sem Skák
sambandið sendi út i gær vegna
útgáfu seinni minjapeningaútgáf-
unnar, segir m.a., að upplagið
hafi ekki verið ákveðið vegna
erfiðleika, sem urðu við dreifingu
fyrri minjapeninganna.
Þegar þeir voru gefnir úUkom-
ust á kreik sögur um, að pen-
ingarnir hefðu ekki verið seldir á
frjálsum markaði, heldur hafi
ákveðnir aðilar verið látnir sitja
fyrir.
Skáksambandið hefur borið
j þetta til baka, og Ragnar Borg
sagði blaöinu, að eftir því sem
hann vissi bezt hefðu menn keypt
i mesta lagi tvo gullpeninga, og
Félag myntsafnara hafi fengið
fimm gullpreninga og 30 silfur- og
eirpeninga fyrir félagsmenn sína.
Samt sem áður hefur komizt á
kreik sú saga, að gullpeningarnir
séu komnir upp i 70 þúsund krón-
! ur, en hvergi fengust staðfesting-
i ar um veðgildi peninganna.
RANN STJORNLAUS
NIÐUR KAMBANA
Hemlar oliubifreiðar, sem var
á leið niður Kambana i gær hættu
allt i einu að virka og rann bif-
reiðin stjórnlaust á jeppabifreið,
sem hafði verið á leið upp
Kamba.
Okumaður oliubilsins kastaðist
út úr honum og slasaðist alvar-
lega, en tveir menn, sem höfðu
verið i jeppanum rétt náðu að
forða sér áður en áreksturinn
varð.
Oliubillinn hafði runnið stjórn-
laus þó nokkurn spöl og sáu
mennirnir i jeppanum hvað verða
vildi. Forðuðu þeir sér út úr jepp-
anum og út fyrir veg
— Þetta er skattur á okkur
myntsafnara, sagöi einn úr þeirra
hópi i viðtali við Alþýðublaðið i
gær, þar sem við verðum eigin-
lega að kaupa, en vitum ekki
hvort seriurnar veröa nokkurn-
timan verðmætar.
Við bárum þá spurningu undir
Ragnar Borg, stjórnamann i
Félagi myntsafnara hvort þessi
seinni minjapeningaútgáfa komi
til með að hafa áhrif á verðgildi
þeirrar fyrri. Hann sagði, að þeir
hefðu álitið það i fyrstu, en við
nánari athugun hafi komið i ljós,
að hafi seinni útgáfan einhver
áhrif, verði þau sára litil.
Hitt sagði hann, að stjórn Mynt-
safnarafélagsins hefði sárnað,
hversu fyrri serian varillaogfljót-
færnislega unnin, sem hann sagði
stafa af þvi, að aðili sá, sem tók•
að sér gerð peninganna, hefur
ekki nægilega góð tæki.
— En það er þó bót i máli, sagði
Ragnar, að seinni serian getur
ekki orðið verri.
Ragnar benti á, að minjapen-
ingar sem þessir, sem gefnir eru
út af svo geysilega góðu tilefni,
verði að hafa listrænt gildi og
vera unnin af þekktum lista-
manni.
Þá sagði Ragnar, að stjórn
Myntsafnarafélagsins hefði
stungið upp á þvi við stjórn Skák-
sambands fslands, að þeir ættu að
Ný hljómsveit
Ný hljómsveit hefur tekiö til
við að sjá hólelgestum Loft-
leiða fyrir danstónlist, en
hljómsveit Karls Lilliendahls,
sem leikið hefur i Vikingasal
frá þvi hóteliö tók til starfa 1.
mai 1966, hefur nýlega hætt.
Það verður nú fimm manna
sveit undir stjórn Jóns Páls
Bjarnasonar, sem kemur i
skarðið, en hann er nýkominn
heim frá Sviþjóð.
Þessi mynd er af nýju
hljómsveitinni, og á henni eru,
talið frá vinstri:
Gunnar Ingólfsson,
trommuleikari og söngvari,
Jón Páll Bjarnason, gitar,.
Kristbjörg Löwe söngvari,
Árni Scheving, sem leikur á
kontrabassa og saxafón, og
Guðmundur Ingólfsson, sem
mun leika á pianó og orgel.
BJORGIN SKORIN
OG DREGIN í BÚ
Það var handagangur og flaut
blóð á bryggjunni og i fjörunni i
Miðvogi i Færeyjum i fyrradag.
Á mánudaginn var 140 grinda
stóð rekið þar að landi, og þegar
grind er á leiðinni, þá vigbúast
allir liðtækir.
Ur nágrannabyggðinni, þorp-
inu Vestmanna, sem er á næstu
eyju komu menn i drápið, og að
launum fengu þeir 15 grindur
með sér.
Páll Reynisson, sem tekið
hefur myndir fyrir okkur i sum-
ar, var staddur þarna, og hann
tók myndir af þessum blóðuga
atburði, grindadrápinu, sem er
ævaforn aðferð Færeyinga til að
draga björg i bú.
Stóra myndin að ofan sýnir
athafnasvæðið þegar grindin
hafði öll verið drepin og kjötið
var skorið á bryggjunni, en hér
til vinstri er svo vigtarmaður-
inn.
Hans hlutverk er mikið, þvi
veiðinni er allri skipt niður, að
visu i nokkrum hlutföllum, en þó
er séð til þess þegar grind veið-
ist, að allir fái eitthvað, og þess
ber lika að gæta, að allir leggja
sitt af mörkum. Það er enginn
aldursmunur, eins og sjá má á
myndinni sem er á forsiðu i dag.
Hann er ekki gamall, sá, sem
þar er að búta i sundur. En hinn,
sem á myndinni er hér til
hægri, er að reiða burt á hjólinu
sinu i strigapoka sinn skerf, hef-
ur án efa tekið þátt i fleiri
grindadrápum en hann getur
rifjað upp i fljótu bragði.
2
Fimmtudagur 10. ágúst 1972