Alþýðublaðið - 10.08.1972, Síða 3
BORGARFULLTRÚARNIR í GRIMSBY:
„VIÐ KOMIM Á
HÉTTUM TÍMA”
„Vift eru öðrum þræðinum
komin hingað til þess að biðja
ykkur um að eyðileggja ekki
efnahagshafkomu fólksins við
Humber”, sagði einn borgar-
fulltrúanna frá Grimsby, sem
eru hér álta talsins i vinar-
bæjarheimsókn i boði Reykja-
vikurborgar.
i gær var haldinn blaða-
mannafundur á vegum Reykja-
vikurborgar með brezku
borgarfulltrúunum, og kom þar
glöggt fram, að útfærsla fisk-
veiðilandhelginnar er ofarlega i
huga ráðamanna i Grimsby.
„Við vitum vel, hverjir ykkar
erfiðleikar eru”, sögðu borgar-
fulltrúarnir”, en við viljum lika
gera ykkur grein fyrir þvi,
livaða álirif útfærslan hefur fyr-
ir fólkið i Grimsby og reyndar
höfum við orðiö þess greinilega
vör, að islendingar sýna þeim
atriðum skilning.
Við eigum við verulegt at-
vinnuleysi að striða gg ákveðin
efnahagsleg vandamál. Um
2.500 manns eru skráðir at-
vinnulausir i Grimsby og við
liöfum áhyggjur af afkomu og
velferð fólksins, ef togarar okk-
ar geta ckki lengur stundað
fiskveiðar i sama mæli og áöur
á islandsmiöum”, sögðu gest-
irnir frá Grimsby á blaða-
mannafundinum.
„Við erum ekki komin hingað
til neinna samningaviðræðna
við islendinga um landhelgis-
málið enda höfum við ekkert
umboð til þess og ekkert sam-
band er milli borgarstjórnar
Grimsby og ríkisstjórnar Bret-
lands í sambandi við þetta
mál”, sagði einn borgarfulltrú-
anna á blaðamannafundinum,
og hélt áfram: „Ég tel, að við
höfum komiö nákvæmlega á
réttum tima i þessa vina-
heimsókn til Reykjavíkur, þó að
örlitiö hafi verið um hana deilt i
borgarstjórninni. Af 56 borgar-
fulltrúum voru 4 andvigir þvi,
að við tækjumst þessa ánægju-
lcgu ferð á hendur, scm hefur
gefið okkur kost á þvi að segja,
livað okkur býr i brjósti og
kannski að leiðrétta ýmis kon-
ar miss k ilning”.
Upplýst var á blaðamanna-
fundinum, aö um 40% af þeim
fiski, scm berst á landi i
Grimsby er af islandsmiðum,
en af þessu niagni veiði islend-
ingar 10%. Ennfremur var upp-
lýst, að um það bil 21.500 manns
bafa atvinnu i Grimsby i sam-
bandi við sjávarútveg, þar af
eru um 5.000 sjómenn, um 2.000
aöilar sem annast dreifingu á
fiski, og um 13.500 manns, sem
starfa að fiskvinnslu i einhverri
mynd.
„Þetta er stór hluti af þvi
vinnuafli, sem til er að drcifa i
Grimsby en þar eru á vinnu-
markaði um 75.000 manns, sem
getur átt á hættu að missa at-
vinnu sina, og pess v
um við sanngjarnt, að einhver
inálamiðlun finnist i fiskveiði-
deilunni", sagði annar úr hópi
hrezku gestanna, en hann upp-
lýsti cnnfremur, að um 50% af
logaraflotanum frá Grimsby,
scm veiðar stunda við island
séu 20 ára gamlir eða jafnvel
eldri og se reKstrarKosinaour a
útgerð togaranna afar mikill.
„Við þurfum 5—10 ára aðlög-
unartima til að átta okkur á
breyttum aðstæðum, en að þeim
tima liðnum ættu allir árekstrar
vegna fiskveiða á islandsmið-
um að vera úr sögunni”, bætli
lianii við. —
ALDREI MEIRA HEY A fSlANDI
„Aö öllu forfallalausu verða til
meiri hey i landinu i haust, en
nokkurntima áður frá þvi að land
byggðist”, sagði Halldór Pálsson
húnaðarmálastjóri i samtali við
Alþýðublaðið i gær.
En einn galli er á gjöf Njarðar
að sögn Halldórs, heyin eru miklu
lélegri en i fyrra, svo magnið seg-
ir ekki alla söguna. Stafar það af
ofsprettu á stórum hluta landsins,
svo og aö viða hraktist hey á tún-
um lengi sumars. i óþurrkunuin
scm gengu. yfir landið fyrri hlut-
ann i sumar.
Halldo'r sagði að þurrkurinn
siðustu dagana hefði gjörbrcytt
öllum heyskaparhorfum á suður-
landi. og heyskapurinn hefði
einnig verið vel á veg koininn fyr-
ir norðan og austan.
Mikið er ennþá úti af heyum, og
nokkuð óþurrkað, en meiri hlut-
inn er þegar kominn i hlöður.
Sagði Halldór að ef þessi vika
héldist þurr einnig, myndu bænd-
urnámcstu inn af þvi sem þeir
ciga enn flatt á túnum.
Halldór sagði ennfremur, að
hændur myndu cflaust setja fleiri
lömb á fóður i haust en siðasta
haust, og var þó sett mun meira á
fóður siöasta haust en haustin þar
á undan. Það er þvi ljóst, að varla
•verður kjötskortur næstu árin.
VÍSI OG
TÍMANUM
VEITTAR
ÁKÚRUR
Bæjarfógetaembættið i Hafnar-
firði hefur i hyggju að senda
blaöastjórnum Visis og Timans
og siðanefnd Blaðamannafélags
íslands bréf, þar sem sctt verður
harölega út á skrif þessara blaða
um ky nferðisaf brot a iná I, sem
kom upp i Hafnarfirði i siðast-
iiönum mánuði.
Málið snýst um tvo menn, scm
höfðu haft i frammi ónáttúrulega
tilhuröi við sjö ára gamla telpu.
Hún er reyndar dóttir konu, sem
er gift öðrum manninum.
Inn i þctta fléttaðist svo kynlifs-
miölunarstarfsemi þeirra hjóna
og sitthvað fleira.
i fréttum dagblaðanna tvcggja
var skýrt nákvæmlega frá þessu
og þó öllu nánar i Visi.
Að áliti bæjarfógctaembættis-
ins i llafnarfiröi var látið lita svo
út i báðum blöðunum, að upplýs-
ingar þessar væru frá embættinu
komnar. sem er alrangt.
Þvcrt á móti hafði verið ákveð-
ið að þegja algerlega yfir vissum
atriðum. þar sem þau kæmu
rannsókn málsins ckki beinlinis
við og gerðu ekki annað cn að
eyðilcggja lif konunnar meira en
orðið var.
Nýjast i málinu er það, að beöiö
er eftir, að unnt verði að láta
mcnnina tvo sæta geðrannsókn,
en eins og alltaf er það vissum
annmörkum háð vegna annrikis
geðlækna.
Ityndur I iodagaI
Grænum Ford Cortina bíl með
svörtum toppi árgerð 11164, var
stoliö frá bilasölunnj^Höfðatúni 10
30. júli siðastliðinn.
Ekki var tilkynnt um stuldinn
Ivrr eii sfðastliðinn fimmtudag,
en þrátt fyrir eftirgrennslanir
lögreglunnar hefur ckkert til
bifreiðarinnar spurzt.
Bflnúmcrið cr R-24055 og biður
rannsóknarlögreglan f Reykjavik
þá, sem kunna að hafa orðiö bils-
ins varir að gefa sig fram.
200 MILUON KRONA AKVORDUN
TEKIN í ALGERU HEIMILDARLEYSI
„Undirskriftirnar eru stundum
ekki meira en svo þornaðar”
kvaðSigurður Z forðum daga um
stjórnarathafnir Jónasar frá
Hriflu. En ráöherra sá, sem fer
með orkumálin i rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar er langtum
óskammfeilnari en Jónas, þvi
liann skrifar ekki einu sinni undir
lagaheimildirnar fyrir tilskipun-
um siiium fyrr en eftirá!
Eins og kunnugt er af blaöa-
fréttum, þá tók rikisstjórnin i lok
júlimánaðar ákvörðun um bygg-
ingu nýrrar vatnsaflsstöðvar viö
Mjólká i Arnarfirði, — Mjólkár-
virkjun 2. Akvörðunin var m.a.
tilkynnt i bréfi iðnaðarráðu-
neytisins dags. 25. júli og um
svipað leyti var tilkynning um
ákvöröunina send blöðum og
fréttastofum. Var þá sagt, að
framkvæmdir við verk þetta, sein
kosta mun citthvað nálægt 200
m.kr., væru liafnar, — en raunin
inun vera sú, að vinna hafi hafizt
við verkið munCTyrr i sumar, þótt
sú vinna væri látin heita annað,
en undirbúningsvinna að nýrri
virkjun.
Réttri viku eftir að umrædd
ákvörðun um 200 millj. kr.
virkjunarframkvæmd hafði verið
tilkynnt mun iðnaðarráðuneytinu
hafa borizt fyrirspurn um það
vestan af fjörðum á hvaða laga-
heimild sú ákvörðun væri byggð.
Þegar að var gáð kom i Ijós, AD
ENGIN SLÍK LAGAHEIMILD
KYRIRFANNST. IÐNAÐAR-
R AÐ H E R R A , M A G N Ú S
KJARTANSSON, HAFÐI MED
TILSKIPUN LATIÐ HEFJA
FRAMKVÆMDIR VIÐ 200
MILLJÓN KRÓNA VIRKJUN AN
ÞESS AD IIANN HEFÐI
NOKKRA HEIMILD i LÖGUM
AD STYDJAST!
Var þá rokið upp til handa og
fóta og röskri viku eftir, að um-
rædd virkjunarákvörðun hafði
verið tilkvnnt opinberlega af
iðnaðarráðherra nánar til tekið
þann 3. ágúst, gaf forseti islands
út bráðabirgðalög þar sem
v i r k j u n a r f r a m k v æ m d i n v a r
heimiluö, en i aðfararorðum
þeirra laga segir forseti islands
m.a„ að bráðabirgðalögin séu
sett þar scin iðnaðarmálaráð-
herra hafi tjáð honum, að laga-
heimildir fyrir virkjuninni skorti.
Verður ekki betur séð, en iðna-
aðarráðherra liafi ekki tjáð for-
seta islands þetta, fyrr en eftir að
ráðherrann hafði tilkynnt ákvörð-
unina um virkjunina og alla vega
er það Ijóst, að þegar sú ákvörðun
var tekin og tilkvnnt, þá var engin
lagaheimild til fyrir henni!
Þá cr rétt að bæta þvi við, að
svo óvenjulega vill til, að blöðum
hefur aldrei verið skýrt frá um-
ræddri hráöahirgðalagasetningu.
Um hana hcfur ekkert frétzt fyrr
en nú, að bráðabirgðalögin eru
birt i stjórnartiöindum. Eitthvað
hefur ekki mátt fara hátt i sain-
bandi við, hvernig að þessu var
staðiö!
Þá hefur Alþýöublaöið þaö
cinnig cftir öruggum heimildum,
að fleiri hafi litið vitað um þetta
mál, en hlöðin og almenningur.
A.m.k. einn ráðherranna, sem þó
mun hafa miklum hagsmunum að
gæta i Vcstfjarðakjördæmi, mun
ekki hafa haft hugmynd um
ákvöröunina um virkjunina, sem
rikisstjórnin átti að hafa tekið á
fundi sinum þann 24. júli s.L, fyrr
en hann las um málið i blöðum og
einn af áhrifamestu þingmönn-
um stjórnarliösins i Vestfjaröa-
kjördæmi mun ekki hafa haft
hugmynd um bráðabirgðalaga-
sctninguna, sem kom viku siðar,
frekar en blöðin og almenningur.
Þannig er orkumálaráðherra,
Magnús Kjartansson, farinn að
stjórna mcð tilskipunum og lætur
sér rétt á sama standa hvort
lagalegar heimildir fyrir ákvörð-
ununum koma á undan þeim cða
eftir. Væri Sigurður Z enn á lifi og
orti i Spegilinn inyndi hann sjálf-
sagt kveða um þennan „Jónas frá
Ilriflu" okkar tima: Undirskrift-
irnar eru stundum / ekki meira
en svo tiðkaðar!
EKKI UM AÐ GEFA TILSKIPUNUM SINUM STOD í LÖGUM FYRR EN EFTIRA
Fimmtudagur 10. ágúst 1972
3