Alþýðublaðið - 10.08.1972, Blaðsíða 5
Alþýöublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb).
Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10.
— Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
FURMILEC
UMMÆU
RAÐUERRA
í viðtali við dagblaðið ,,Tímann" s.l.
sunnudag lætur fjármálaráðherra,
Halldór E. Sigurðsson, m.a. hafa það
eftir sér, að hann sé mjög ánægður yfir
því, að það eina, sem gagnrýnt sé í
sambandi við skattalagabreytingar
rikisstjórnarinnar, sé sköttunin á
gamla fólkinu. Alþýðublaðið fær í
fyrsta lagi ekki séð, hvernig ráð-
herrann getur nefnt ánægju í sambandi
við skattamál gamla fólksins. Allt öðru
visi hugsanir en ánægjulegar vakna í
huga a.m.k. flestra manna annara í
sambandi við það hneykslimál.
í öðru lagi lýsa þessi orð fjármála-
ráðherrans, séu þau rétt eftir honum
höfð, annað hvort furðulegum
þekkingarskorti eða dæmafárri
óskammfeilni. Heldur hann virkilega,
að ekkert annað hafi verið gagnrýnt í
sambandi við skattaráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar, en hneykslið í gjald-
málum gamla fólksins? Hefur hæst-
virtur f jármálaráðherra þá hvorki
gefið sér tíma til þess að lesa blöð né
hlýða á umræður og tal manna
undanfarna sjö mánuði? Eða hefur
hann e.t.v. svo lítinn áhuga fyrir
skattamálunum, að hann nenni ekki að
fylgjast rheð því, sem um þau mál er
sagt?
Auðvitað hefur gagnrýnin á ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar í skatta-
málum beinzt að fjölmörgu öðru, en
framkomunni við gamla fólkið, — þótt
hún sé efalaust mesta hneykslið í
þessum vanhugsuðu ráðstöfunum öll-
um saman.
Rekur Halldór E. Sigurösson t.d. ekki
minni til þess, að minnst hafi verið á
vísitöluránsráðagerðir ríkisstjórnar-
innar í sambandi við skattalaga-
breytingarnar? Man hann ekki til þess,
aö mótmælt hafi verið þeirri stórauknu
skattbyrði, sem breytingarnar fela i
sérog koma m.a. fram í því, svo dæmi
sé nefnt úr Reykjavík, að á sama tíma
og tekjur borgarbúa aukast um 25% þá
hækka skattarnir, sem á þessar tekjur
eru lagðar — þ.e.a.s. útsvar og tekju-
skattur samanlegt — um 40 % og
fasteignagjöld um meira en 85%? Er
gjörsamlega horfið úr huga hans, að
hann á enn eftir að svara fyrirspurn,
sem dagblaðið ,,Þjóðviljinn" beindi til
hans á dögunum og fjallaði um,
hvernig það gæti átt sér stað, að eftir
skattaráðstafanir rikisstjórnarinnar
slyppu stórlaxar tekjuskattsfrjálsir á
sama tíma og gjöldin væru margfölduð
á gömlu fólki?
Þetta eru aðeins nokkur dæmi af
mörgum um það, sem harðlega hefur
verið gagnrýnt í sambandi við skatta-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Fjöl-
mörg fleiri slík dæmi er hægt að rifja
upp fyrir ráðherranum, ef hann vill.
En fjármálaraðherrann annað.
hvort vill ekki vita af þessari gagnrýni,
eðq hefur ekki haft áhuga á að kynna
sér hana. Sú afstaða hans gefur ekki
góðar vonir um þá endurskoðun á hin-
um nýsettu skattalögum ríkisstjórnar-
innar sem stjórnarsinnar nota nú sem
eilífa afsökun gagnvart þeim, sem um
sárt eiga að binda, og biðja fólk að
treysta á.
Stjórnarandstaðan og almennings-
álitið i landinu hafa með sameiginlegu
átaki neytt ríkisstjórnina til þess að
lofa gamla fólkinu málsbótum í sam-
bandi við skattana. Fjármálaráðherra
er auðsjáanlega staðráðinn í því, að
láta ekki stjórnarandstöðuna og al-
menningsálitið neyða sig til þess að
lofa leiðréttingu á fleiru. öðru vísi er
ekki hægt að skilja ummæli hans í við-
talinu við ,,Tímann" og það
þekkingarleysi á gagnrýninni á skatta-
lögin, sem hann gerir sig þar beran að.
HVEB VMII ÚR-
RÆDIH OKKAR?
Þvi er oft haldið fram um
stjórnarandstöðuflokka, að þeir
láti sér nægja að gagnrýna, en
bendi ekki á úrræði. Þetta átti
sannarlega við um núverandi
stjórnarflokka, meðan þeir voru i
stjórnarandstöðu. Þeir gagn-
rýndu bókstaflega alit, sem fyrr-
verandi rikisstjórn gerði, en
bentu aldrei á nokkur úrræði i
staðinn. Þeir hafa á fyrsta valda-
ári sinu orðið að gera ýmislegt,
sem þeir gagnrýiulu, meðan þeir
voru i stjórnarandstöðu. Ef þeir
befðu beiðarleika til þess að játa,
að i ýmsum tilfellum hafi þeir
orðið að gera það, sem þeir höfðu
áður verið á móti, væri það sök
sér. En ekki ber á sliku. For-
heröingin er býsna mikil.
Tillögur
Alþýðuflokksins
Þegar skattafrumvörpin voru
til umræðu á Alþingi á siðast liðn-
um vetri, taldi Alþýðuflokkurinn
það skyldu sina, gagnstætt þvi,
sem stjórnarandstaðan hafði
áður gert, að benda á þær leiðir,
sem fara skyldi. Alþýðu-
flokkurinn var sammála þvf, að
nauðsynlegt væri að afnema nef-
skattana, þ.e. almanna-
tryggingagjaldið og sjúkrasam-
lagsgjaldið. Hafði ég raunar bent
á nauðsyn þessa i greinum hér i
blaðinu fyrir nær hálfu öðru ári.
Þingmenn Alþýðuflokksins gcrðu
sér ljóst, að nauðsyúlegt væri að
afla rikissjóði tekna i stað þeirra,
sem hann missti við afnám nef-
skatlanna. Við lögðum þess
vegna til, að lagður yrði á sér-
stakur skattur, sem rynni til al-
mannatryggingakerfisins i stað
nefskattanna, og yrði hann lagður
á brúttótekjuur. Ilefði liann þurft
að nema um 4%. Að öðru leyti
vildum við láta skattalögin vera
óbreytt, þangað til vandlcgri
endurskoðun skattamálanna
allra yrði lokið, en við töldum
endurskoðun þeirra á siðasta
þingi hljóta að verða flausturs-
lega, og yrði hún þvi að biða i eitt
ár.
Þeir óábyrgu
fengu að ráða
Mér þætti ekki ósennilegt, að
ýmsir stuðningsm enn rikis-
stjórnarinnar óskuðu þess nú, að
eftir þessum lillögum hefði verið
l'arið. Þótt ekki færi hátt, varð ég
þess var á siðasta þingi, að ýmsir
hyggnir og gætnir stuðningsmenn
rikisstjórnarinnar vildu fara að,
eins og við lögðum til, en hinir
óábyrgari fengu að ráða, þvi
miöur.
Nú er reynslan fengin. Laun-
þegar greiða mun hærri hluta af
tekjum sfnum cn þeir gerðu i
l'yrra. Fólk sem ekkerl á nema
ihúðina, sem það hefur komið sér
upp og býr i, grciðir nú skatta
eins og stóreignafólk. ()g gamalt
fólk, sem engar tekjur hefur
Framhald á bls. 4
UM SKATTAMÁLIN 4. GREIN
„SUNNU", svo hér er um að ræða
eina allra ódýrustu utanlandsferð
ársins! Allar upplýsingar um ferðina
og ferðakostnað má fá hjá ferða-
skrifstofunni „SUNNU", símar
16400, 12070 og 26555, eða á skrifstofu
Alþýðuflokksins, símar 15020 og
16724.
Att þú eftiraðtaka sumarleyfið að
einhverju eða öllu leyti? Hvers
vegna þá ekki að geyma tvær vikur
þar til í haust og verða sér úti um
sumarauka í Kaupmannahöfn í ferð
á vegum Alþýðuflokksins? Það
tækifæri stendur öllu flokksbundnu
Alþýðuflokksfólki um land allt opið.
Til Kaupmannahafnar 7. septem-
ber í haust í hálfs mánaðar ferð á
vegum Alþýðuflokksins! ÞVI EKKI
ÞAÐ!
Of dýrt? Ert þú nú svo viss um
það? Alþýðuflokksfélag Reykja-
víkur hefur náð mjög hagstæðum
samningum við ferðaskrifstofuna
II jj |||
Wm "wá
Wl ss |P
Fimmtudagur 10. ágúst 1972
5