Alþýðublaðið - 10.08.1972, Side 12
alþýðu
ffl
Alþýöubankinn hf
ykkar hagur/okkar irietnaður
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
ÞEIR GERÐU BÁÐIR
• •
MISTOK EN SPASSKI
ER AD BRAGGAST
,,Þeir gerðu. báðir mistök
nokkrum sinnum”, sagði
Golombek, blaðamaður og
skáksérfræðingur i samtali við
blaðamann Alþýðublaðsins i
gærkvöldi, um 12. einvigisskák
Fischers og Spasskis.
Hann sagðist reyndar
snemma hafa búizt við jafntefli
i skákinni, en sér virtist, sem
Fischer hefði ekki áttað sig
fyllilega á sumum leikjum
Spasskis.
,,Jú, þvi er ekki að neita, að
Spasski virðist vera að öðlast
aukið sjálfstraust”, sagði
Golombek.
Hann var ekkert sérlega hrif-
inn af þessari tólftu einvigis-
skák.
,,Það hafa verið tefldar
nokkrar fallegar skákir og þá
sérstaklega sú sjötta og ell-
efta”, bætti hann við.
Skákin endaði sem sagt með
jafntefli eftir að kapparnir
höfðu leikið 55. leiki og enn
skilja tveir vinningar þá að.
Fischer hefur hlotiö sjö vinn-
inga en Spasski fimm, en litum
nú aðeins á skýringar Jóns
Pálssonar á skákinni i gær.
ISiöleikur Fischers reyndist
vera...
41. Dcfi Dc2
Svartur undirbýr að staðsetja
Drotlningu sina og hrók á ann-
ari reitaröð, og styrkja þar með
stiiðu sina.
42. Be5
42. Da8 +
44. Bxffi
Hd2
Kh7
llvitur afsalar sér Biskupapar-
inu, og vonast til að geta notfært
scr þá vcikingu, cr skapast hjá
svörtum við þessi uppskipti.
44. ...
45. Df3
4fi. g4
gxffi
f5
De4
Gcrir sóknarvonir Fischers að
cngu. Kf 45. I)g;i þá BdK og 45.
I)xc4 fxc4 slyrkist staða svarts.
47. Kg2
48. Hcl
l.oksins kcmur hrókurinn til
lciks en er litils megnugur i
þcssari stöðu. Aftur á móti er
„kollcga” hans á d2 stórveldi!
48. ... Ba3
49. Hal Bb4
50. IIcl Be7
llótar Bbl.
51. gxf5+ exf5
52. Hel ...
Spassky á nú kost á laglcgri
fléllu, en við þa ð cinfaldast tafl-
ið og jafntefli blasir við, vcgna
liinna ósainlitu Biskupa.
52. ... Hxf2 +
53. Kxí3 Bh4 +
54. Ke2 Dxf3 +
55. Kxf3 Bxel
Samið jafntcfli.
Staðan cr nú þannig að Fisclicr
licfur 7 vinninga en Spassky 5.
13. skákin verður tefld i dag kl.
17 og hcfur Spassky þá hvitt.
Liklegast hefur Fischer ekki
gefið sér tima til að sinna
þörfum maga sins sökum
anna við að rannsaka biðstöð-
una i 12. skákinni. Hann sendi
nefnilega fylgdarmenn sina á
undan sér i Höllina i gær á
Kangc-Rovernum mcö girni-
legan matarbakka.
Cramer hafði það hlutverk
þarna aðsitja i aftursætinu og
styðja við bakkann, scm var i
skottinu. En þcgar átti að
opna að aftan og taka matinn
út kom babb i bátinn. Aftur-
liurðin opnaðist ckki, og það
var alveg sama þótt þyngsti
maöurinn i lögregluliði
borgarinnar væri fenginn til
að rcyna við hurðina. Á mcðan
liann var að toga og ýta baks-
aði C'ramer við það að ná
bakkanum yfir aftursætið og
tauta: „We’ll take it that
way".
Síðan afhenti liann lögreglu-
þjóninum bakkann, sem sigldi
mcð liann matarlcgur á svip
inn i Ilöllina, eins og sést á
myndinni.
130 MILUDNUM MiNNA NU
EN í FYRRA FYRIR SÍLDINA
islcn/ku sildvciðiskipin i Norð-
ursjónum hafa það, sem af er
vcrliðar.scltafla sinn i Danmörku
og Þýzkalandi fyrir 1X1,2 milljón-
ir króna. og er það 120 milljón
krónum minna en i fyrra, sam-
kvæmt upplýsingum LiC.
Ásama tiina hafa sildvciðiskip-
in veitt rúmar 15 þúsund lestir af
sild, en i fyrra höföu þau vcitt
rúmlega21 þús. lcstir. i sumar
hafa 40 skip stundaö veiðarnar,
cn voru rúmlega 50 talsins i fyrra.
Meðalverðið á vertiðinni i ár er
12,05 krónur fyrir hvert kiló sild-
ar. en var i fyrra 14,72 krónur.
Munar bér 2,07 krónum á hvert
sildarkiló.
í ágústbyrjun i fyrra var heild-
arsöluverðmæti sildarafla is-
lenzku skipanna 211 milljónir
króna, og söluverðmæti sildar-
innar alla vertiðina i fyrra nam
rétt liðlega 400 inilijónuin króna.
Eins og fyrr segir, cr heildar-
söluverðmætið nú komið i 181
milljón króna. og er ljóst að ver-
tiðin i ár verður iniklu mun lakari
en vertiðin i fyrra. Að visu eru
vciðiskipin nú færri, cn samt
veröur vertiðin að teljast slök.
Margt hefur stuðlað að lægra
markaðsverði á sild i ár. Helzta
ástæðan ersú. að sildin hefur ver-
ið blönduð i sumar. i lienni hcfur
vcrið mikið af smásild og milli-
sild. Þá hefur mikill hiti verið
rikjandi i Danmörku. og hann
licfur dregið úr gcymslu sildar-
innar. auk þess sem áta i sildinni
dró úr geymsluþoli hennar i byrj-
un vcrtiðar.
i þriðja lagi voru sumarleyfi i
dönskum sildarverksmiðjum i
júli, og eftirspurnin var þvi minni
en ella hefði orðið.
HEFUR Þlí
PANTAÐ 5
TOGARA?
en gleymt að
láta ráðu-
neytið vita
I norska blaöinu Noregs Hand-
els og Sjöfarstidende segir nýlega
aö tslendingar hafi pantað fimm
nýja skuttogara hjá dönsku
skipasmiöastöðinni örskov Stal-
skipsværft i Fredrikshavn i Dan-
mörku.
„Þetta hlýturað vera einhver
vitleysa”, sagði Gylfi Þórðarson
deildarstjóri hjá sjávarútvegs-
málaráðuneytinu, þegar blaðið
bar þessa frétt norska blaðsins
undir hann i gær. ,,Ég hef ekki
heyrt um neina islenzka aðila,
sem eiga skuttogara i pöntun i
Danmörku, enda er vist búið að
skrúfa fyrir öll frekari skuttog-
arakaup i bili”.
t frétt norska blaðsins, sem
höfð er eftir danska blaðinu Ber-
linske Tidende, segir, að íslend-
ingar ætli sér að auka islenzka
fiskveiðiflotann vegna útfærsl-
unnar i 50 milur. Þá segir enn-
fremur i fréttinni, að á næstu 6—7
árum hyggist tslendingar smiða
innanlands 80 nýja skuttogara,
sem er að sjálfsögðu alveg út i
hött.
Talan hefur eitthvað brenglast i
meðförum, þvi aðeins er búið að
ákveða smiði þriggja litilla skut-
togara hjá Stálvik á næstu árum,
og skuttogararnir sem bætast við
á næstu árum i islenzka flotann,
gera ekki meira en að losa töluna
40.
Þegar er ákveðin smiði á 6 litl-
um togurum i Noregi, 5 litlum og
6 stórum á Spáni, 7 stórum i Pól-
landi, 9 litlum i Japan og svo 3
litlum i Stálvik. Þetta gera 36
skip.
Tveir notaðir togarar hafa þeg-
ar verið keyptir frá Frakklandi,
Sólbakur og Karlsefni, og likur
eru á þvi að tveir slikir komi til
viðbótar, og fara þeir væntanlega
til Bolungarvikur og Bildudals.
Þá hafa einstaka litlir togarar
verið keyptir á undanförnum ár-
um, svo togarafjöldinn i allt lósar
töluna 40.
METDAGUR HIA
SLÖKKVIUDINU
Eftir klukkan átta i gærkvöldi
var slökkviliðið i Reykjavik
kvatt út fjórum sinnum, en fyrr
um daginn hafði slökkviliðið
hlýtt tveimur útköllum i viðbót,
báðum smávægilegum.
Um hálf niu leytið var tilkynnt
um eld I risibúð að Drápuhlið 38.
Þar hafði kviknað i tveimur
dýnum og brunnu þær auk þess,
sem teppi eyðilagðist af bleytu.
Aður en slökkviliðið var kvatt á
vettvang hafði logað i dýnunum
ieina klukkstund að þvi er talið
var.
Skömmu siðar var svo til-
kynnt um mikinn og útbreiddan
eld i öskuhaugunum i Gufunesi.
Tók langan tima að ráða niður-
lögum hans.
Þá var tilkynnt um bruna á
starfsleikvelli i KópavogL þar
sem kveikt hafði verið i, og
sumarbústað við Baldurshaga.
Hvort tveggja var smávægilegt.