Alþýðublaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 5
alþydul Alþýöublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- ■rrrJ hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. 6 FYRSTI SIGURINN Þaö kostar langa og stranga baráttu að hafa áhrif til góðs á rikisstjórnina, en það er hægt! Það hefur konnið i Ijós í sambandi við skattamál gamla fólksins. Eftir sjö mánaða langa, harða baráttu tókst stjórnarand- stöðunni að hrekja ríkisstjórnina frá fyrirætlunum sín- um og ‘á hana til þess að lofa að bæta fyrir brot sín gagnvart öidruðu fólki! í upphafi þessara átaka voru stjórnarliðar mjög kok- hraustirog þóttust enga meinbugi sjá á þeim breyting- um á skattalögunum, sem þeir voru svo staðráðnir i að keyra i gegn á Alþingi undirbúningslítið. Málgagn fjármálaráðherra, dagblaðið „Tíminn", tilkynnti þá í fyrirsögn yfir þvera forsíðu, að skattar myndu lækka á þorra gjaldenda. Á Alþingi skelltu stjórnarþingmenn skollaeyrunum viðöllum hinum rökstuddu aðvörunum þingmanna stjórnarandstöðunnar og því betur, sem sýntvar framá þá gífurlega auknu skattabyrði, sem skattalagabreytingar ríkisstjórnarinnar fólu i sér og þau mistök og beinu rangindi, sem þar var verið að fremja, þeim mun kærulausari og kjaftagleiðari urðu stjórnarsinnarnir i umræðum um málið. Það var auð- séð, að þeir voru staðráðnir i því að láta enga gagnrýni á sig bíta. Þannig stóð baráttan milli stjórnar og stjórnarand- stöðu fyrstu mánuðina. Annars vegar var þung gagn- rýni stjórnarandstæðinga á skattalagabreytingarnar, þar sem nefnd voru f jölmörg skýr dæmi um þau mis- tök, sem væri verið að fremja. Hins vegar var kæru- leysislegur sjáIfbyrgingsskapur stjórnarsinna, þar sem ekki vareinu sinni hirt um að hlustaá viðvörunarorð, en öllum aðvörunum svarað með fullyrðingum og skætingi. Þegar líða tók á vorið fóru hins vegar að koma í Ijós ýmis ummerki þess, að sumír stjórnarsinnar væru farnir að verða hikandi í afstöðu sinni. Fullyrðingar þeirra um afleiðingar skattalagabreytinganna voru ekki studdar alveg sama sannfæringakraftinum og áður og „Timinn" hætti að minnast á „meginþorra gjaldenda". Sérstaklega var þó áberandi sá kvíði, sem farinn var að gera vart við sig meðal Alþýðubanda lagsmanna og fékk útrás í skrifum Þjóðviljans. Af þeim mátti merkja að kommúnistar væru farnir að finna einhverja vonda lykt i nösum af þvi, sem þá var að gerjast hjá skattanefndunum víðs vegar um land. Kvíðinn var farinn að naga þá. Stjórnarsinnar voru farnir að láta undan síga. Næstu þáttaskilin urðu við útkomu skattskrárinnar. Þá sást svart á hvítu hvað ríkisstjórnin hafði verið að gera og allur almenningur reis sár og reiður upp til mótmæla. Níðþynging skatta á venjulegu launafólki var nú orðin ómótmælanleg staðreynd og stórkostleg rangindi í lagasetningunni, eins og t.d. varðandi skattaálögurnar á gamla fólkið, urðu deginum Ijósari. Og nú flýðu stjórnarsinnar, — hver sem betur gat. öll orka stjórnarflokkanna fór nú í það, að hver þeirra reyndi að bjarga sínu skinni. Kommúnistar og frjáls- lyndir reyndu það með því að taka upp hatrammar árásir á fjármálaráðherrann og Framsóknarflokkinn og kenna þeim um mistökin í skattamálunum, og Tíminn reyndi að verjast með því að birta leiðara, þar sem sagt var, að allir stjórnarflokkarnir væru jafn sek- ir. Síðasti þátturinn i þessari ófögru baráttu „sam- herjanna" er sú krafa, sem sett er fram í nýútkomnu tbl. af Nýju landi að fjármálaráðráðherra verði tafar- laust látinn segja af sér! A meðan þessar yæringar hafa staðið yfir milli stjórnarf lokkanna á flóttanum hafa Stjórnarand- stæðingar haldiö áfram seinni málefnabaráttu og barizt fyrir því, að hin ranglátu lög verði leíðrett. Bæði Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn settu fram kröfur um, að skattamál gamla fólksins yrðu látin hafa þar algeran forgang og yrðu tafarlaust tekin til úrbóta. Eftir máttvana viðnám í nokkra daga sá fjár- málaráðherra þann kost vænstan, að fallast á þá kröfu. Það hefur þannig tekið sjö mánaða baráttu að fá ríkisstjórnina til þess að sjá að sér og lofa að lagfæra litinn hluta af þeim, mistökum, sem hún hefur gert sig seka um. I baráttunni um sköttun gamla fólksins sigr- aði stjórnarandstaðan. Þar naut hún eins og á fleiri sviðum einhuga stuðnings almennings í landinu og saman munu þessir aðilar vinna enn fleiri og stærri sigra á stjórninni í framtíðinni til hags fyrir landið og heilla fyrir þegnana. ALAGIÐ Á ÚTSVÖR REYKVIK- INGA OG NIÐURSKURÐURINN fl OPINBERUM FRAMKVÆMDUM Eins og fram hefur komið i fréttum ákvað Reykjavikurborg að leggja 11% álag á útsvör Reyk- vikinga og fékk til þess leyfi rikis- stjórnarinnar. Einnig ákvað Reykjavikurborg að skera nokk- uð niður verklegar framkvæmdir miðað við það, sem ákveðið hafði verið i fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs. Á siðasta fundi borgar- stjórnar Reykjavikur urðu all- miklar umræður um þessar ráð- stafanir meirihluta borgar- stjórnar Reykjavikur, Sjálf- stæðisflokksins. Voru þá til um- ræðu tvö bréf borgarstjóra, ann- ars vegar bréf borgarstjóra, þar sem hann tilkynnir(!)að útsvör á Reykvikinga verði innheimt með 11% álagi, en hins vegar bréf borgarstjóra, þar sem hann til- kynnir (!)að framkvæmdir verði skornar niður um 122 millj. miðað við það, sem ákveðið hafði verið i fjárhagsáætlun. Loðin svör Þegar fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar fyrir yfirstandandi ár var til meðferðar i borgarráði i april s.l., eftir að nýju skattalög rikisstjórnarinnar höfðu verið samþykkt, inntum við fulltrúar minnihlutaflokkanna meirihlut- ann eftir þvi, hvort ætlunin væri að innheimta útsvör með 11% álagi. Meirihlutinn svaraði þvi einu til, að ekki væri enn ljóst, hvort nýta þyrfti þessa álags- heimild. Það myndi ekki koma i ljós fyrr en lokið væri allri vinnu i skýrsluvélum. Þrátt fyrir þessu loðnu svör meirihlutans var ljóst við afgreiðslu borgarráðs og borgarstjórnar á fjárhagsáætlun- inni, að ætlun Sjálfstæðisflokksins var, að leggja 11% álag á útsvör borgarbúa. Kom þetta glögglega fram við afgreiðslu borgarráðs á fjárhagsáætluninni, þar eð i meðförum borgarráðs hækkaði endurskoðuð fjárhags- áætlun um rúmlega 10%, eða sem svaraði álaginu á útsvörin. Meiri- hlutinn sagði þá þegar, að hin nýju skattalög rikisstjórnarinnar þrengdu mjög fjáröflunarmögu- leika Reykjavikurborgar. Við slikar aðstæður hefði mátt ætla, að fram kæmu tillögur fra meiri hlutanum um niðurskurð fram- kvæmda. En svo varð ekki. Þvert á móti lagði meirihlutinn til i april s.l., að framlög til fram- kvæmda yrðu stóraukin! Kynleg ráðstöfun Við gerð fjárhagsáætlunar i desember 1971 var ráðgert að verja til framkvæmda 503 millj. kr. eða 22% af tekjum borgar- sjóðs. 1 endanlegri fjárhags- áætlun sem afgreidd var i april s.l., var hins vegar ráðgert að verja til framkvæmda 588 millj. kr. eða um 85 millj. kr. hærri upp- hæð en upphaflega var ráðgert að ráðstafa og varð framkvæmdaféð þá rösklega 27% af heildartekjun- um eöa meira en nokkru sinni fyrr. Þótti mörgum þetta kynleg ráðstöfun á sama tima og þrengt væri að fjárhag borgarsjóðs. En talsmenn meirihlutans sögðu, að ekki væri unnt að skera niður ninar framkvæmdir. Við fulltrúar minnihlutaflokkanna bentum hins vegar á, að undirbúningur allra framkvæmda hefði dregizt svo mjög vegna þess, hversu fjár- hagsáætlunin væri seint afgreidd, að ek-ki væri unnt að framkvæma á árinu fyrir allt það fram- kvæmdafé, sem ráðgert væri að verja til framkvæmda. Það er nú komið i ljós, að við höfðum á réttu að standa. Nú er skoriö niöur Það reyndist unnt að skera nið- ur ýmsa framkvæmdaliði. Borgarstjóri hefur nú tilkynnt ! með bréfi, að framkvæmdir verði skornar niður um 122 millj. kr. Og á meðal þeirra röksemda, sem notaðar eru fyrir þvi að skera framkvæmdir niður eru þær, að undirbúningur sé skammt á veg kominn. Það er t.d. ákveðið að fresta byrjunarframkvæmdum við gerð brúar yfir Kringlu- mýrarbraut og spara með þvi 26 millj. kr. Og frá þvi er skýrt um leið, að teikningar af mannvirk- inu séu ekki tilbúnar og verk- takar, sem helzt gætu unnið að þessari mannvirkjagerð, verði ekki tilbúnir það snemma á þessu ári, að það taki þvi að verja þessu Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi. tjármagni til framkvæmdanna. Með þessu er algjörlega staðfest, að það var rétt, sem við sögðum i bókun okkar i april s.l. að ekki yrði unnt að nýta allt fram- kvæmdaféð á árinu. Hvers vegna beöið? En hvers vegna lagði meiri- hlutinn ekki fram sparnaðartil- lögur sinar þegar i april s.l.? Svarið er einfalt. Það var efst i huga Sjálfstæðisflokksins að leggja 11% álag á útsvör Reyk- vikinga. Þess vegna var fram- kvæmdaféð aukið i april s.l. til þess aö unnt væri að leggja 11% á útsvör borgarbúa og siðan er framkvæmdaféð skorið niður aft- ur nú! Að sjálfsögðu var unnt að skera niður framkvæmdaliði i aprilmánuði ekki siður en nú, heldur miklu fremur, og að sjálf- sögðu hefði verið unnt að skera þá niður ennþá meira heldur en meirihlutinn hefur gerttillögu um og einnig hefði mátt spara ýmsa útgjaldaliði á rekstri, en það hef- ur meirihlutinn ekki lagt til. Við afgreiðslu fjárhags- áætlunar i borgarstjórn Reykja- vikur 13. april s.l. létum við fulltrúar minnihlutaflokkanna m.a. bóka eftirfarandi: „Þá viljum við, að það komi skýrt fram, aö viö er- um andvigir þeirri hug- mynd að bæta álagi á út- svörin. Komi til þess við álagningu, að tekjur nægi ekki fyrir áætluðum gjöld- um, er það okkar skoðun, að borgarstjórnin eigi að fjalla um fjárhagsáætlun- ina að nýju og ráða fram úr þeim vanda á annan hátt en með hækkun útsvara". Ein tilkynning enn! Á fundi borgarráðs 11. júli s.l. erlagtfram bréf frá borgarstjóra til félagsmálaráðuneytisins, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja 11% álag á útsvör Reyk- vikinga. Bréf þetta er ekki borið undir atkvæði á fundi borgarráðs heldur er efni þess tilkynnt (!) borgarráðsmönnum. Ég sat ekki þennan fund borgarráðs vegna sumarleyfis en fulltrúar hinna minnihlutaflokkanna lýstu þvi yfir á fundinum, að þeir tækju ekki afstöðu til erindis borgar- stjóra og visuðu þeir til bókunar minnihlutaflokkanna i borgar- stjórn. A fundi borgarráðs viku siðar var lagt fram annað bréf borgarstjóra, þar sem skýrt er frá þvi, að fresta verði fram- kvæmdum, er nemi 120 millj. króna. Kom það fram i umræðum á fundinum, að ekki væri ætlunin að leggja breytingar á fjárhags- áætlun formlega fyrir borgar- stjórn, eins og venja hafði verið á undanförnum árum, þrátt fyrir þessar miklu breytingar, heldur væri ætlunin að tilkynna borgar- ráði og borgarstjórn breyt- ingarnar i bréfum borgar- stjórans. Ég gerði athugasemd við þessa málsmeðferð og var þá bréf borgarstjóra um frestun á framkvæmdum borið undir at- kvæði i borgarráði. Ríksistjórnin átti að neita. Arið 1971 voru gerðar nokkrar breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar eða sem svaraði rúmlega 19 millj. króna. Þessar breytingar á fjárhagsá- ætlun voru lagðar formlega fyrir borgarstjórn og afgreiddar þar eins og venja hafði verið á undan- farandi árum. Nú var um að ræða mun meiri breytingar á fjárhags- áætlun og tel ég, að sjálfsagt hefði verið og eðlilegt, að leggja þær formlega fyrir borgarstjórn til af- greiðslu með sama hætti og áður. Og einnig átti að sjálfsögðu að leggja um leið formlega fyrir borgarstjórn þá breytingu á út- svörum og innheimta þau með 11% álagi. — A siðasta fundi borgarstjórnar lýsti ég þvi ákveð- ið yfir, aö Alþýðuflokkurinn væri þvi andvigur, að 11% álag væri lagt á útsvör Reykvikinga. Ég tel, að skattabyrði borgarbúa hafi verið orðin ærin, fyrir, þó þessu aukaálagi væri ekki bætt á. Einn- ig tei ég að undanþiggja hefði átt' ibúðarhúsnæði 50% álagi á fast- eignagjöld. Er þessi afstaða min i samræmi við ályktun, sem gerð var á þingi kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins i Reykjavik s.l. vor. En það undrar mig, að rikis- stjórnin skuli hafa heimilað Sjálf- stæðisflokknum að leggja 11% á- lag á útsvör Reykvikinga. Allir minnihlutaflokkar Borgarstjórn- ar Reykjavikur, sem hafa meiri- hluta kjósenda i Reykjavik á bak við sig, höfðu lýst sig andviga þessari ráðagerö. Allir rikis- stjórnarflokkarnir i borgarstjórn höfðu þvi lýst sig andviga álagi á útsvörin, en samt sem áður hefur rikisstjórnin heimilað þessa aukaálagningu og hefur haft að engu álit rikisstjórnarflokkanna og minnihlutaflokkanna allra i borgarstjórn. Hlýtur það að vekja nokkra furðu. . Ég tel, að rikisstjórnin hefði átt að neita Reykja- víkurborg um heimild fyrir því að leggja 11% álag á út- svör borgarbúa. Slík af- greiðsla hefði verið full- komlega réttlætanlegt og í algeru samræmi við þau rök, sem aliir minnihluta- flokkar borgarstjórriar Reykjavíkur hafa fl<%t gegn aukaálagi á útsvörill Björgvin Guömundsson skrifar um borgarmál 5 Föstudagur ll. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.