Alþýðublaðið - 11.08.1972, Page 11

Alþýðublaðið - 11.08.1972, Page 11
Kross- gátu- krílið 5/ /Ð!< o/vvssÆ /03 ÚERT úfi ÖUT /,V Í-HND SUN. VÉL- EfíKI ÚR OHNGJ (j .w.y n bKRRNm hrekk ýtmr nrujfí f RuDDl HÍJDÐ * V£,?/< ‘b-n ofum 1 J: /vD £L$J<Ú úToRV .: VLL JERUÍÍ ) ifí'DJ f L R/L L msruR L'/Kfímb HLUT/ mfíNN + TÖNN j ' b) Í A) l^thÞ ai t ra -- a rtí’o s! ■ VÖt'O^' ^i'->0?ij i ' -t is -- u> i'OC *3 i s ií tt) i ^ S t1'i| S ^ O: ■ " ÞU SKILUR MIG Pipers Bay er einn myndræn- asti staður allrar kanadisku strandarinnar, en stundum langaði Mallory Ryan að fara þaðan. Þessa stundina starði hún á hálfkarað málverk, sem stóð á trönunum. Hún var ekki i skapi til að vinna, og sjórinn, sem hafði verið óvenjustilltur allan morguninn, var nú farinn að ýfast illskulega. Rétt eins og dekurbarn, hugsaði hún og horfði á dansandi bárurnar. Hún fleygði penslinum ofan i gráan blikkkassann, sem lá á strigastólnum. Skærblár litur- inn skvettist og taumar mynd- uðust á hreinan pappirinn á lita- spjaldinu hennar, sem studdist við lokið á kassanum. „Fjandinn sjálfur”, tautaði hún. Hún heyrði David Malone Hlæja lágt, en striðnislega fyrir aftan sig og sneri sér snöggt við. ,,Viltu ekki segja mér, hvað þér finnst svona fyndið”, sagði hún höstum rómi, þegar David glotti illgrinislega að henni ofan af sólbökuðum steininum, sem hann sat á. ,,Þú”, sagði hann. ,,Þú litur út fyrir að vilja takast á við Atlantshafið, eins og það leggur sig”. Hann færði sig um set, er hún kleif upp til hans. ,,Vertu svo vænn að vera ekki alltaf að gera gys aö mér, David. Ég er þreytt núna — og oröin dauðleið á að vera alltaf að mála myndir af sjónum”. „Hvers vegna heldur þú þvi áfram, Mallory?” „Vegna æfingarinnar. Hvers vegna annars? Og auk þess kaupa ferðamennirnir þær aII- háu verði, þegar þeir koma. Ég seldi tvö málverk i siðustu viku”. „Efnishyggjumaður”, sagði hann striðnislega. Hún tók undir hlátur hans, en rödd hennar var reiöileg. „Ég er hrædd um, að þetta nægi ekki fyrir farseðlinum lil New York, og hvað annað get ég gert? Faðir minn þarfnast min”. „Ertu ekki að blekkja sjálfa þig? Hann þarf aðeins að finna sér einkaritara. Ég er viss um, að einhvers staðar er kona, sem gæti annazt ráðskonustörf”. Mallory yggldi sig, er hann hélt áfram: ,,Ég fæ ekki séð, að þú þurfir að spyrða þig við föður þinn, enda þótt móðir þin sé lát- in”. „Það er ekki bara pabbi”, sagði hún til að verja sig. „Það er svo margt, sem fléttast inn i þetta”. Hún sneri sér undan til að sjá ekki efann, sem skein úr gráum augum hans og fórnaði upp höndum i uppgjöf. „Ó, þú myndir ekki skiija þetta”. „Eigum við að athuga það?” Hún virti hann vandlega fyrir sér til að fullvissa sig um, að honum væri alvara. Maður gat aldrei verið viss um hann. „Það er engan veginn eins auðvelt fyrir stúlku”, sagði hún hægt. „Að fara að heiman, á ég við. Karlmaður getur venjulega farið hvenær sem er og hvert sem er. Einhvern veginn er ekki til þess ætlazt, að stúlkur taki sig upp til að leita að skemmti- legra starfi”. „Ef stúlku langar til þess, sé ég ekki, hvers vegna hún ætti ekki að gera það”. „Það hugsa ekki allir eins frjálslega og þú. Menn eru alltaf að reyna að draga stúlkur i dilka. Sérstaklega hér, þar sem allir eru svo vanafastir”. Hún bandaði reiðilega frá sér svartri flugu, sem sveimaði við andlit hennar og lagðist við hlið hans. „Og svo er það peningahliðin. Ég vil ekki biðja pabba um þá. Hann hefur þegar kostað há- skólamenntun mina”. „Þvi færðu þér ekki vinnu?” „Nú er eins erfitt að fá vinnu eins og snjóbolta i helviti”. Hún andvarpaði og hvildi höf- uðið við brjóst hans. Hann strauk glóandi jarpt hárið, sem hrundi yfir hann. „Þitt vandamál 'er það, Mallory Ann Ryan, að þig vant- ar frumkvæðið.Þú notar föður þinn aðeins sem afsökun”. Hann hætti, er hún reyndi að bora fingrunum milli rifja hans. „Hættu þessu. Þetta er sárt”. Hann velti sér frá henni og lét hana velta klunnalega niður á grjótið fyrir neðan. Hún reis upp á olnbogann og leit á hann, sár á svip. „Æ, David, skilur þú þetta ekki?” Tárin komu fram i augu hennar. Hann flýtti sér að leggja lófa í S -i •MMM ■ >■■ - ;■' ->'■: -■ <■' - s. 'I't Z ‘ , . .:h.. .. Ml Smásaga sina við vanga hennar. „Er svona erfitt að vera kona? Hef- ur hugsunin um það svo slæm áhrif á þig? Þú segir, að það sé svo auðvelt að vera karlmað- ur”. „Nei, auðvitað ekki”. Hún losaði hendur hans af sér. „Ég vil bara, að menn hætti að skipa konur i ákveðin störf — sem kennslukonur, hjúkrunarkonur eða einkaritarar. Ég vil verða listamaður. Ég vil ekki eyða ævinni við starf, sem ég fyrir- lit”. „Þú getur að minnsta kosti verið gamaldags og gifzt”, sagði hann striðnislega. Mallory leit til hans og hann sagði fljótt: „Auðvitað ekki mér”, og gerði sér upp hræðslu. ,,Ég myndi ekki vilja ræna þér frá Gerry. Það væri illa gert”. „Það er ekki um það að ræða að ræna mér frá Gerry Will- iams. Hann er bara piltur sem ég ólst upp með”. „Annað hef ég heyrt”, sagði David og var hálfalvarlegur. Þegar hann sá, að hún byrsti sig, hló hann. „Annars vil ég ekki vera að rifast við þig nú. Þú ert allt of freistandi, þegar þú ert reið”. Hann teygði út armana og bjóst við að hún ka'mi i faðm % gekk nú djarflega eftir þjóðveg- 5 inum. Hann heyrði hestvagn 6 nálgast fyrir aftan sig og var 5 ekillinn franskur striðsfangi, g sem bauð honum far, en Yeo- Thomas sagðist vera franskur 1 verkamaður, sem sprengju- ! árásirnar hefðu leyst úr vinn- ! unni og væri nú að reyna að ] komast heim til Frakklands. i Striösfanginn reyndist vera i Parisarbúi og til að forðast : spurningar um hvar hann hefði ! verið i nauðungarvinnu fór Yeo- ÍThomas aö ræða við hann um JParis. Á þennan hátt komst H hann 25 kilómetra leið. Það hellirigndi þegar striðs- ■ fanginn sðtti hann af, en i fögn- ■ uði sinum iékkst Tommy ekki j um það. Hann át siðasta brauð- I bitann sinn, fékk sér sopa af vini ! og hélt ennþá af stað fótgang- ! andiþ Hann varð fljótlega sár- fættur, aumur og lúinn og leið hinar verztu kvalir innvortis, en áfram hélt hann allan daginn og langt fram á nótt. Þá lagðist hann fyrir i trjáþyrpingu og svaf dálitla stund. Um morguninn var enn rign- ing og hann var gegnvotur. 6 Hann drakk siðustu vinlöggina, g fleygöi flöskunni og hélt áfram. Á göngunni fór að renna á hann hálfgert óráð, hann sá ofsjónir, endalausar raðir af tebollum, steikum og búðingum. Að öðru leyti man hann ekkert af þvi sem gerðist þennan dag. Hann svaf sem fyrr i skóginum. Og hann vaknaði sem fyrr við að enn rigndi. En þegar hann lagði af stað barst honum til eyrna hljóö, sem vakti hjá hon- um mikla gleði og lét i eyrum hans eins og englasöngur en þaö voru fallbyssudrunur i fjarska. Um hádegið voru drunurnar farnar að hækka og hafi hann áður efast um að hann væri á réttri leið hvarf nú sá efi er hann mætti langri röð flóttafólks., sem dróst þreytulega eftir veg- inum og ýtti á undan sér kerrum með fátæklegum eig- --i sinum, með kanarifugla i jurum og kettlinga i körfum — un^ stúlkur með rennblautt I klesst við vangana, g,- menn og konur i rifnum ■ r með blöðrur á fótum. ungúor:: sem störðu stórun. ’um á vit- leysu heimsins, sun prestar sögðu að þau væru i komin fyrir náð og kærleika Guðs. Þótt öryggi hans færi vaxandi eftir þvi sem hann nálgaðist hættusvæðiö, jókst einnig hætt- an eftir þvi sem hann nálgaðist öryggið: við hvert skref sem hann tók i átt til herja Banda- manna, þéttust raðir óvinaher- mannanna i kringum hann og eitt sinn er hann leitaði fylgsnis i skógi, gekk hann nærri beint i flasið á þýzkum herflokki. Hann lagöist flatur á magann og rýndi og hlustaði — skógurinn moraði af þýzkum hermönnum við ýmislegan vigbúnaö og fram- undan heyrðust skothvellir i vélbyssum og rifflum. Bóndi og litil telpa meö honum komu eft- ir skógarstignum með fangiö fullt af hrisi og hermennirnir slepptu þeim framhjá. Tommy greip nokkra viðarlurka i fang- ið, stóð upp og hélt af stað álútur i átt að skothriðinni. En hann var máttfarnari en hann hafði gert ráð fyrir og varö brátt að fleygja frá sér lurk- unum. Hvert einasta skref olli honum sársauka. Hann lét sig falla til jarðar og skreið gegnum kjarrið. Þegar hann nálgaðist skógarjaðarinn sá hann þýzkt vélbyssuhreiður. Geltið i vel- byssunni hljómaði ekki óvin- samlega en kúlurnar sem svör- uðu þvi úr gagnstæðri átt voru hinar óárennilegustu. Yeo- Thomas lagðist niður i fylgsni sinu og lét ekki á sér bæra. Þegar hann hafði hvilzt um stund, skreið hann nær skógar- jaðrinum. Um hundrað metrum Yeo-Thomas til hægri við vélbyssuhreiðrið var annað.sem einnig var skotiö úr. Hann renndi sér inn á milli vélbyssuhreiðranna og yfir engið fyrir utan skóginn sá hann mjóan stig, en i skóginum hand- an við engið gerði hann ráð fyrir að herir Bandamanna væru. Hann ákvað að fara eftir þess- um stig þegar myrkt væri orðið, lagðist fyrir og beið þess með óþreyju að rökkva tæki. Á meöan sökkti hann sér niður i óráðskennda drauma um egg og steikt flesk. i\o loKum lor að rokkva og brátt var orðið aldimmt. Hann hélt af staö hálfboginn, en sú stelling var nú orðin honum eðlileg vegna veikinnar sem þjáði hann. Þegar hann kom að skógarjaörinum skimaði hann til beggja handa. Hann gat engan séö, en heyrði skrölt i brynvögnum og skothvelli. Hann beiö þar til hann heyrði aðeins eitt og éitt riffilskot á stangli og vitandi vits um að nú yrði hann að varast vini jafnt og óvini, lagði hann af stað út i einskismanns land. Hann hafði ekki farið tuttugu og fimm metra þegar hann heyrði hróp- að „Halt”. Hann reyndi að hlaupa. Nokkur skot skullu á jörðinni við fætur hans. Hann gerði aðra tilraun og komst að þvi aö hann gat ekki einu sinni gengið. Stjörnur dönsuðu fyrir augum hans og hann hneig til jarðar. Hann heyrði fótatak nálgast og honum var snúið á grúfu með stigvélatá. Hann bjóst þá og þegar við að fá i sig kúlu eða byssusting. En nú voru þaö hermenn sem hann átti i höggi við og ekki Gestapo — þegar þeir sáu að hann gat ekki staðið upp drógu þeir hann með sér aftur inn i skóginn. Hann var enn orðinn fangi. Föstudagur 11. ágúst 1972 11

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.