Alþýðublaðið - 13.08.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1972, Blaðsíða 1
ÞAD ER FLEIRA EN VEÐRID SEM LEIKUR OKKUR GRÁTT BJARNI SIGTRYGGSSON: UM HELGINA HAUSTSVIPUR er aö færast á sumariö. Veöurbliðan i miöri siöustu viku var langþráð, en það var eins og fólk treysti henni varla. Enda var farið að rigna strax á föstudagsmorgni. Og viö sjáum það á myndinni, sem Edvard Sverrisson tók i Bankastræti einn sólardaginn, aö stúlkurnar eru komnar i peysur. Ekki beint sumarlegt. A MEGINLANDINU er sum- arið hins vegar i hámarki, og i borg lista og menningar. Munchen, eru ólympiuleikar að hefjast næstu daga. Okkar þátt- taka verður að þessu sinni eins og venjulega: næstum þvi jafn margir fararstjórar og kepp- endur. I frétt á forsiðu, og i grein á iþróttasiðu er nánar fjallað um þetta afrek okkar á sviði fararstjórnar, sem hlýtur að vera okkar eina ólympiu- met. ÍÞRiOTTAFORYSTAN okkar er annars eins og venjulega lik- ust veðráttunni. Þvi miður of sjaldan nógu góð, óútreiknanleg og oftast er maður viðbúinn öllu illu. Góðu kaflarnir koma fyrir- varalaust, og maður er vart bú- inn að átta sig á þeim þegar þeir eru úr sögunni. Maður veit þó fyrir vist úr hvaða átt flestar lægðirnar koma. Hér á suð- vesturhorninu er það suð- vestanáttin. OG ÞAÐ ER eins með knatt- spyrnusambandið og lægðar- fjandana úr suðvestanáttinni. Ein er vart gengin hjá þegar önnur kemur. Allir tala um lægðirnar en enginn gerir neitt við þeim. A.m.k. ekki þeir sem sitja i stjórn KSt. Þeir láta for- mann sambandsins fara alger- lega eigin götur án þess að æmta og þær götur eru siður en svo nokkur þjóðvegur. Fyrir skemmstu fordæmdu iþróttaritstjórar þriggja dag- blaðanna harðlega þá ákvörðun Alberts Guðmundssonar að reka landsliðsþjálfarann fyrir það eitt að mæta ekki i gufubað. Þetta erekki i fyrsta sinn sem Albert hagar sér eins og palli- var-einn-i-heiminum, og um þverbak keyrði þegar búið var að velja nýjan þjálfara til að hlaupa i skarðið. Á landsliðsæf- ingu þegar nýi þjálfarinn hélt i sinni barnatrú að hann ætti að stjórna æfingum kom formað- urinn þar að, rak þjálfarann i áhorfendastúku og tók sjálfur við stjórninni. Það er sitthvað fleira en veðr- ið, sem leikur okkur grátt. RANNSOKNARSKIP OPIÐ GESTUM Knorr er nýlagt af stað í átta inánaða rannsóknar ferð, til- gangur ferðarinnar er að rann- saka blöndun sjávar og hreyfingu vatns á milli svæða i hafinu. Eru þetta mjög mikilvægar rannsókn- ir, livað viðkemur úrgangsefnum i sjó og annarri mengun hafsins. Fyrst verður skipið i Norður Is- liafi og Norður Atlantshafi, fer liéðan til Barbados eyja, niður með ströndum Suður Ameríku allt til Suðurskautslandsins. Ileldur siðan upp með ströndum Afriku á leið sinni til baka. A skipinu cr 27 manna áhöfn, auk 21! visindamanna og 12 stúdenta. Skipið er 1806 gross tonn að stærð, búið sérstökum skrúfum að aftan og framan, sem drifa það áfram og út á hlið, þegar þörf er á (Voith cycloidal propellers). i skipinu eru mjög fullkoniin fjarskiptatæki, þar á nieðal móttökutæki fyrir sending- ar frá gerfitunglum. Mikið rúm er fyrir rannsóknarstofur og eru þær ineðal annars búnar eigin tölvum. Skipið er með tanka til að minnka velting og styrk til sigl- inga I is. Op er niður um miðju skipsins, sem hægt er að nota til að bora eftir botnsýnishornuni. Þá gctur skipið liaft með sér köfunarkúlu fyrir mikið dýpi. Knorr og systurskip þcss Mel- villc eru talin fullkontnustu haf- rannsóknarskip, sem nú eru til. Auk þcirra á Hafrannsóknar- stofnunin i Woods Hole fjögur önnur rannsóknarskip, upp i 2.300 tonn að stærð. SUNNUDAGUR 13.AGUST 1972—53.ARG.180.TBL. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.