Alþýðublaðið - 13.08.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1972, Blaðsíða 4
Á hverju ári eriBa ótölu- lega mörg hjónabönd, meö skilnaöi, og þrátt fyrir bitra reynslu, giftast sumir aftur og aftur. Margar eru þær skop- sögurnar og ekki skop- sögur, sem spannast hafa i kringum hjónabönd, og um allan heim eru óánægðir eiginmenn, -af- sakið, einnig óánægöar eiginkonur, sem föst eru i viðjum hjónabandsins, þrátt fyrir ákafa löngun til þess að losna. Stúlkur geta verið mjög vandlátar á þá karlmenn, sem þær leggjast með, en giftast svo að segja hverjum sem er, ef þvi er aö skipta. Þar sem svo mörg hjónabönd fara i hundana, mætti ætla að einhver hluti orsakanna lægi i þessari „kvenna- heimspeki. "Máske or- sakar þetta einnig hið miður góða umtal, sem hefur skapast um hjóna- bönd i gegnum aldirnar. Þvi þrátt fyrir það, að konan sé hinn kúgaði” helmingur, einnig i hjóna- bandinu, er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að það er mannræfillinn sem mót- mælir mest þessu lifs- formi. Hjónabandssagan færirokkur heim sönnun á þvi, að oftar er er til þess stofnað af nauðsyn en löngun, og oftast er það maðurinn sem það gengur út yfir. t bók sinni „Maður i bandi" kemur Esther Vilar nokkuð inn á þetta efni, og það sem hún skrifar, er eins og sagt frá mannsins brjósti. Eftir- farandi er úr bók Vilar: . —Konur selja ást sina, sumar á götuhornum, aörar við að giftast læknum, lögfræðingum eða forstjórum. — — Ast þýðir i orðabók konunnar: völd. — en hjá manninum: kúgun. — — Konan hefur frelsi til þess að haga lifi sinu að eigin geðþótta, en maður- inn á einskis völ. — — Konan lætur manninn vinna fyrir sig. sjá sér far- borða, útvega heimili og allt það sem þvi fylgir. —” íhugi maður hjóna- bandssögurnar, tekur maður varla eftir hinum fámenna kvennakór, sem mótmælir hjónabandi. Þvi vekur það undrun og um leið hræðslu, að hæðnin og biturleikinn gagnvart hjónabandi, er svo til ein- göngu hjá manninum, hvar sem er i heiminum. Að visu er hin dyggðuga eiginkona hafin til skýj- anna i bók Salómons, og þegar Lúter talar af inn- lifun um hina miklu sam- einingu, — ,,Það er ekkert fegurra, en gott hjóna- band" — þá er þetta allt saman gott og blessað. Og vitaskuid göngum viö ekki það langt, að taka undir orð Origenes kirkjuföður, sem segir, — Hjónaband er óhreint og óheilagt. — Heldur teljum vér, að Páll postuli, hafi verið með Íeynda aðvörun þá er hann sagði, — Það er betra aö giftast. en að láta brenna sig — Goethe, sem þótti nú ekki viö eina fjölina felldur, hlýtur að hafa ruglast i riminu þá er hann sagði: — Hjónabandið er byrjunin og hápunkturinn á allri menningu. — Ef svo er, þá er menningin ekki upp á marga fiska. Seinna hefði mátt ætla að hann hafi séð eftir þessum ung- æðisorðum sinum, það ið- inn var hann i framhjá- haldi. Sonur Henriks Ibsens, heimspekingurinn og visindamaðurinn Sigurd Ibsen hitti i mark þegar hann sagði, — Vel- gefnir menn, ættu ekki vegna rómantiskra stundarhrifa, að láta tæla sig i hjónaband, er gæti eyðilagt framtið þeirra.— Á góðum og slæmum dögum. Ef farið er eftir trúar- brögðunum, er hjóna- bandið lagalegur samn- ingur, sem, eftir Kristnum hugmyndum, varir fyrir lifstið og þvi óslitanlegt. Við eigum að elska hvort annað og virða, bæði i bliðu og striðu, þvi það sem Guð hefur saman bundið, skal maður eigi sundurskilja. Á nútima- máli þýðir þetta, að það sem guð hefur saman- bundið, geta bara skilnaöarlögfræðingar leyst, gegn góðri greiðslu að sjálfsögðu. Svo er það lika látið heita. að hjónabandið sé lifsgrundvöllur ættar og fjölskyldu. Þvi er meira að segja haldið fram, að saga hjónabandsins sé saga konunnar. Og eitt er vist, að hjónabandið er ör- uggasta leið konunnar til þess að öðlast frama i lif- inu. Góður og hlýðinn eiginmaður er nokkurs konar stöðutákn. Þvi er ekki að undra hve mörg hjónabönd fara i hundana. Auðvitað er þær margar ástæðurnar fyrir skilnaði milli hjóna, og svoleiðis hefur það ætið veriö, þvi við erum ávallt sjálfum okkur samkvæm. En skilnaðaraðferðirnar eru margvislegar eins og fram kemur i bréfi frá Karl Marx til Engels, um kelt- neska siði það að lútandi. Bréfið er dagsett 11. mai 1870. Þar segir. — Maður sem vegna annarar konu hefur ýtt til hliðar þeirri er áöur deildi með honum sæng hans, verður að greiða jafnmarga denara i skaðabætur, og þarf til þess að hylja rass hinnar forsmáðu.— Keltar þekktu einnig til þess að vera ákærðir fyrir nauðgun, og höfðu sinar öryggisráðstafanir, ef kona ætlaði að vinna eið að slikum verknaði. — Kona sem ákærir mann fyrir að hafa nauðg- að sér. tekur með vinstri hendi um lim hans, leggur þá hægri á Bibliuna og sver svo eiðinn. — Án efa hefur þessi aðferð komið i veg fyrir fljótfærnislegar nauðgunarákærur. En höldum okkur við hjónabandið, og kvenna- loforð gefin i fljótfærni, eins og kinverjinn Lin Yu Tang segir frá. — Dag nokkurn þegar Chuangtse kom heim úr gönguferð, tóku nemendur hans eftir þvi að hann vardapur á svip. Þeir spurðu hvað hefði skeð, og Chuangtse sagði: Ég var á göngu um þorpið, og sá fagra konu sitja á jörðinni. Hún var með stóra fjöður i hend- inni. Notaði hún fjöðrina sem blævæng og veifað'í henni yfir nýtekinni gröf. Ég varð forvitinn og spurði þvi konuna hvað hún væri að gera. Hún svaraði: Ég lofaði manni minum sáluga, að gifta mig ekki fyrr en gröfin væri orðin þurr, en eins og það hefur rignt undanfar- ið, þér skiljið... Brúðarrán og hnifar i brúðarsænginni. Löngu áður en Esther Vilar reit bók sina, hafa menn verið mótfallnir hjónabandi. Samt haga þeir sér eins og asnar og oft mikill asi á þeim við að ná sér i eiginkonu. Það er eins og þeir þurfi að hafa hraðann á þegar þeirsýna hversu heimskir þeir eru. Verðið er jafnbreytilegt og löndin eru mörg. Brúðar- rán var ódýrasti mátinn, en sá hættulegasti. Greiðslumátinn fór eftir siðum og venjum. Sumstaðar voru skepnur notaðar sem gjaldmiðill eða þá landskiki, peningar , já allt sem okkur getur til hugar komið að verðsetja, og oft var verzlunin atriði, sem varðaði alla fjöl- skylduna. Rússar keyptu sér konur fyrir skinn. Hjá gyðingum kostaði vel með farin jóm- frú 200 silfurpeninga, en ekkja 100 silfurpeninga, svona likt og með notaðan bil. En fyrir kom að konur keyptu sér menn, en það var dýrt. 1 Bengal kostaði karlmaður 1000 rupier, en þá varð hann lika að vera limstór og vöðvamikill. En fyrir kom að konunum var ekkert vel við að láta selja sig, voru máske hrifnari af öðrum en kaupandanum, og fyrir kom að þær hefðu hníf með sér i brúðarsængina, og drápu þá gjarnan eigin- manninn á sjálfa brúð- kaupsnóttina. Fyrir kom að eigimenn seldu vöruna — konuna — ef þeim likaði hún ekki. 1 bók sinni ,,The Mayor of Casterbridge" segir Thomas Hardy frá mönnum er seldu konur sinar fyrir 5 shillinga. Nú, svo gátu menn unnið hjá feðrum stúlknanna, sem greiðslu i brúðar- verðið. Jakob var i 7 ár að vinna fyrir Leu og svo önnur 7 fyrir Rakel, sorg- lega saga, þar sem hann vildi aðeins giftast Rakel. En eins og Laban sagði: Hér er það ekki til siðs að gifta yngri dótturina á undan þeirri eldri. Klár náungi Laban. Einkvæni, sönnun fyrir fátækt. Karlmaður gat keypt hlut i eiginkonu, en það var gamall siður. Elzti bróðirinn gat átt konu með þeim yngsta, sem átti kannske þriðjapart i stúlk- unni, En hve vel sá partur nýttist honum, likamlega og andlega, er erfitt að segja. Á mörgum stöðum var eiginkonan talin eign, samanber fasteign, og var þvi sá maöur er lét sér nægja eins konu, álitinn fátækur. Til hafa verið þeir afriskir . höfðingjar, sem áttu 4000 konur. En svo var til önnur hlið á fjölkvæni. Tvær enskar frökenar spurðu einu sinni Marokkóbúa, hvi hann léti sér ekki nægja eina konu. Hann svaraði eins og satt er, að maður borðaði ekki fisk i öll mál. 1 Spörtu vaí haldin há- tið, þar sem konurnar létu ógifta menn ganga i hring, og flengdu þá um leið með hrisvendi, svo skömmin við að vera ógiftur færi úr kroppi þeirra, og þeir neyddust til þess að gifta sig. Þar sem maður veit að kynvilla var mjög út- breiddu i þá tiö og hjá Grikkjum, hlýtur þetta að hafa verið hinum ungu mönnum kvalræöi. Mörgum hefur þótt það undarlegt, að Guð skildi ekki vera giftur. Skyldi þaö vera vegna þess að hann hefur ekki fundið neina sem vaæ honum samboðin. Eða sannast þarna kannske gamli ara- biski málshátturinn: Að hver maöur fái eiginkonu, að eigin veröleikum. — Einhversstaðar á William Shakespare að hafa skrifað, — að léttúðug eiginkona, geri eigin- manninn þunglyndan. — Og öruggt er það, að eigin- kona < orðið eiginkona er upprunalega komið frá Gýðingum) getur gert eiginmann þunglyndan, þótt ekki sé léttlyndinu fyrir að fara. Þar kemur margt annað til greina. Og það sem sumum þykir verst af öllu, hún færir manninum tengdamóður i búið. Það er án efa rétt sem Sviar segja — ,,þar sem kona ræður húsum er fjandinn laus”. — Og ráða konur ekki oftast húsum. Og raunveruleikinn er þvi miður langt frá ástarorð- um Bibliunnar, sem segir, — Tunga þin geymir hunang og mjólk, og ylmurinn af fötum þinum, sem sætasta angan". — Eða eins og sagt er á Spáni, og þykir nokkuð rétt að orði komist. — „Ökvæntur maður er pa'- fugl, trúlofaður ljón, giftur Þegar maðurinn verður vondur. Að vera ákveðinn og harður við eiginkonu sina þótti góð latina, hér áður fyrr. 1 bókinni „Fjöl- skyldusaga’” sem er eftir Rússann Sergej Aksakov, er sagt frá þvi er hinn strangi heimilisfaðir tók svo hraustlega i eina fléttu eiginkonu sinnar, að fléttan fór af, og konan varð að ganga með plástur i heilt ár. I tið Katrinar II var það það siður i Rúss- landi, að hýða eiginkonur opinberlega, heföu þær brotið af sér, en Arabar sögðu aftur á móti, — „Sláðu konu þina á hverjum morgni. Ef þú veizt ekki hversvegna, þá veit hún það”. — Og i Kina. — „Sláðu gjarnan konu þina, hún er ekki postulin.” — Þá veit maður það. Auðveldast að losna við fagrar konur. Af einhverjum ástæðum er auðveldara að giftast en skilja, en þvi hefur ekki ávallt verið svo farið. I Mið-Afriku gat konan fengið skilnað ef maöurinn saumaði ekki föt hennar. 1 Burma, ef maðurinn drakk. Ef Rómverji varð þreyttur á konu sinni sendi hann henni bréf: „Taktu það sem tilheyrir þér„ þá skildi hún, aö ekkert var annað fyrir hana að gera en að pakka niður. Á timum Ciecerós foru flestar hinna þekktari kvenna fráskildar, og eftir þvi sem Seneca segir, reiknuðu sumar ár sin ekki eftir dagatali, heldur eftir þvi hve marga menn þær höfðu átt. Á Renessans-timanum var gullöld hvað hjóna- skilnaði viðvék, og barðist Lúter mjög gegn þvi. Nokkrum öldum seinna sagði F'rakkinn Sacha- Guitri: „Þú skalt aðeins giftast fallegri konu, -það er auðveldara að losna við hana.” En hvað skeður ef maðurinn einfaldlega deyr, og skilur konuna eftir sem ekkju. Jú, — bænir fjandans, og sorg ekkjunnar eru jafnlangar. En hvers vegna giftir maðurinn sig fyrst það er svo djöfullegt? Þvi svarar Esther Vilar á margan hátt. — Það væri auðveldara fyrir manninn að fá fullnægingu hjá vændiskonu, en að láta tæla sig i hjónaband. En þar sem maðurinn fer eftir þvi munstri, er hann var alinn upp i (það sem mamma sagði) finnast honum samfarir, sem hann hefur greitt fyrir, fyrir neðan sina virðingu. Nautn hans verður þvi meiri, þvi dýrari sem konan er, sem hann liggur með. Og sjáist engin önnur leið til þess að komast yfir þá konu er hann þráir svo mjög i augnablikinu, en að giftast henni, lætur slag standa, býður henni hæsta verð sem boðið er, og gengur upp að altarinu við hlið hennar. Og þar með er hann orðinn hlekkur i þeirri keðju af bitrum eiginmönnum, sem hægt er að hitta hvar sem er i heiminum. Eða er gamli arabiski málshátturinn sem segir, — „Hvort sem þú giftir þig eða ekki, kemur þú til með að sjá eftir þvi” — sann- leiks og spádómsorð. UMDEILDASTA STOFNUN VERALDARSÖGUNNAR Esther Vilar haföi rétt fyrir sér, segir höfundur þessarar greinar, sem er - eins og lesa má - karlmaöur 4 Sunnudagur 13. ágúst 1972 Sunnudagur 13. ágúst 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.