Alþýðublaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 3
Veöurguðirnir léku ekki beint við kvikmyndafólkiö I gær, þeg- ar loksins var hægt að byrja tökuna á Brekkukotsannál. En þeir kunnu ráð við þvi og undu sér I innitökur I „stúdíói”, sem þeir hafa innréttað i húsnæði Sveins Björnssonar i Skeifunni 7. Þar er risið fjós ásamt hlööu- lofti, sem tilheyrir Hringjara- bænum, og það er engu likara en mannvirkin hafi verið sótt út i sveit. Sannleikurinn er hins vegar sá, að aiit efni i húsunum er nýtt, en ýms ráð eru til þess að gera þaö áratugagamalt á svipstundu, og það er engu lík- ara en kýr hafi troðið á moldar- gólfinu áratugum saman. Það var byrjað að undirbúa tökuna klukkan 10 i gærmorgun, en fyrsta „skotið” var ekki tekið fyrr en um hálf fjögur, og það sýnir nokkuð hvernig hlutirnir ganga fyrir sig við kvikmynda- töku. Mesti timinn fer i undir- búning og vangaveltur um stað- setningu Ijósa og kvikmynda- vélarinnar. A meðan tækni- og hand- verksmenn unnu sitt verk slappaði Ieikstjórinn, Rolf Had- rich, af og tók skák við Garöar Hólm, ööru nafni Jón Laxdal. A meðan leikstjórinn hugsaði sig um gaf Jón sér tima til að ræða við blaðamenn, sem þarna voru að sniglast og hann gat þess m.a. að hann hefði aldrei átt sér sérstakt óskahlutverk, en hann væri ekki frá þvi, að hlutverk Garðars yrði það. Við minntum hann á, að frá þvi hann kom til tslands hafi hann leikið ein þrjú hlutverk manna, sem eru nýkomnir utan úr heimi, og þetta sé eitt slikt hlut- verk I viðbót. Hann hugsaöi sig aðeins um og sagði svo, að kannski mætti segja, að örlögin hafi ætlað honum hlutverk Garðars Hólm allan timann, og þessi hlutverk hafi verið eins konar undirbúningur undir það. ÞÆR ERU EKKI SLORLEGAR PYLSURNAR Þær eru ekki aldeilis slorlegar pylsurnar, sem okkur eru boðnar núna. Sláturfélag Suðurlands hefur nú brugðið til þess ráðs að fram- leiöa pylsur úr fyrsta flokks kjöti fram að haustslátrun, þar sem kjöt, sem annars er notað til pylsugerðar er fyrir löngu upp- urið. Aður haföi verið sótt um leyfi til aö flytja inn vinnslukjöt erlendis frá, cn þegar þvi var synjað, var griðið til fyrrgreinds ráös til að halda framleiðslunni gangandi. Framúrakstur — árekstur Stór Scania Vabis vörubifreið valt við Gufunesaflcggjarann i gær og slasaðist ökumaöur hennar lítillcga. Að sögn hans sjálfs voru tildrög vcltunnar þau, að hann var að forða árekstri við bifreið, sem ók á móti liinum á öfugum vegar- helmingi. Löng bilaröð var þarna og var billinn, sem kom á móti aö aka fram úr henni. GETA ÞEIR AD „SKJÓTA” Rauöa Ijósið kviknaði, og það var sussað á mannskapinn. — Alfgrímur var rétt að koma inn i fjósið með mat til Garðars Hólm, sem hélt til uppi á fjós- loftinu, — en bjó opinberlega á Hótei island. Þetta var fyrsta takan i myndinni, og hún tók ekki nema örfáar sekúndur. Þá var farið að undirbúa kvik- myndun á samræðum þeirra Garðars á loftinu, og aftur fóru leikararnir að biða. — Þetta er mikil þolinmæði- vinna, sérstaklega fyrir leikar- ana, sagði Sveinn Einarsson, sem er „textaleikstjóri”, en vinnubrögöin eru nokkuð svipuð og við sjónvarpstöku, þetta er bara allt fullkomnara. Hann sagði okkur lika, að ætl- unin væri að taka þessi tvö atriði, sem nefnd voru, og auk þess nokkur smærri atriði, sem seinna verða klippt inn i. Það eru aðallega svipbrigði leikar- anna og viðbrögð við þvi, sem mótleikarinn segir. Inni I „stúdióinu” er birtan ekkert vandamál. Hún er búin til með Ijóskösturum, og vanti birtu inn i hús, er einfaldlega rofið gat á þekju og ljósi beint inn. En strax og hinn stóri og dyntótti Ijóskastari iætur sjá sig verður farið suður I Garð, þar sem Brekkukot hið nýja biður. Slysiö sem þrir Þjóöverjanna, leikstjórinn, aðstoðarstúlka hans og kvikmyndatökumaður- inn, lentu i snemma i mánuðin- um, seinkuðu tökunni svo mikið, að líklega væri langt komiö að taka á útiatriðum, núna hefði óheppnin ekki elt þau svona. „Script girl” er ómissandi starfskraftur við kvikmyndatöku. Hún er einskonar minni allra annarra starfsmanna, — allt sem þarf að muna er skrifaö i bókina, sem hún hefur á hnjánum. Viöa eru töflin á lofti þessar vik- urnar — þarna eru þeir að tefla Garðar Hólm — öðru nafni Jón Laxdal — og leikstjórinn, Rolf Hádrich. „Við höfum alltaf sagt, að við- ræðunum við Breta væri ekki lokið af okkar hálfu og höfum nú áréttað það sjónarmið með þvi að senda brezku stjórninni á nýjan leik skriflcgar tillögur i sambandi við landhelgismáliö, sem i þrem- ur atriðum ganga nokkuð lengra en fyrri skriflegar tillögur okkar gerðu”, sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, i samtali við Aiþýðublaðið i gær. Siðastliðinn föstudag afhenti Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, John McKenzie, sendi- herra Breta á tslandi, orðsend- ingu varðandi samtöl islenzku og brezku rikisstjórnanna um út- færslu fiskveiðitakmarkanna. t orðsendingunni er fyrst og fremst itrekaö, aö islenzka rikis- stjórnin sé rciðubúin til að halda áfram viðræðum um málið. Minnt er á, aö af tslands hálfu hafi verið lögð megináherzla á tvö grundvallaratriði málsins: Að viðurkennt væri, að réttur ís- lenzkra skipa tii veiða utan 12 milna yrði meiri en réttur ann- arra skipa, og aö islendingar hefðu ótviræðan rétt og fulla aö- stöðu til að framfylgja þeim fisk- veiðireglum, sem samiö yrði um. Þar eð ekki hefðu fengizt við þessu ákvæði svör af Breta hálfu, hefði islenzka rikisstjórnin ekki getað breytt tillögum sinum um réttindi til handa brezkum skip- um Nú teldi islenzka rikisstjórnin hins vegar, að hún hefði fengið já- kvæðar undirtektir varðandi þýð- ingarmikil atriöi málsins og i trausti þess, að fallizt verði á framangreind tvö meginatriði. Sex piltar voru fluttir i sjúkra- bifreiöum á slysadeild Borgar- spitalans eftir harðan árekstur, scm varð á milli jeppabifreið'ar og fólksbils i Biskupstungum að- faranótt sunnudagsins. Svo harður var áreksturinn, að báðar bifreiðarnar eru taidar ónýtar. Aðeins einn piltanna hefur nú fengið að fara heim, en allir hinir liggja á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæzludeild Borgarspitalans. vilji hún taka fram eftirfarandi atriði, sem lögð hafi verið mikil áherzla á af Breta liálfu: ,,1) tslenzka rikisstjórnin er reiðubúin til viðræðna um, að veiðih eim ildarsv æðin fyrir brezka togara nái upp aö 12 milna mörkunum á ýmsum svæöum. Frávik yröi þó þar, sem bönnuð yrði veiði fyrir islenzka togara jafnframt. Þessi regla er við það miöuð, að þá gildi þau ákvæði i Areksurinn varð austan við Tungufljótsbrú á nýja veginum á milli Gullfoss og Geysis. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Selfossi er mjög erfitt að gera sér nokkra grein fyrir til- drögum slyssins, þar sem enn hefur ekki gefizt tækifæri tii þess að hafa tal af piitunum. í fyrradag var ekki einu sinni orðið ljóst hverjir voru i hvaða bil. En eftir ummerkjum á slysstað fyrri tillögum íslands, sem gera ráð fyrir, að aðeins tvö af sex svæðum verði opin á sama tima Tyrir brezk skip. 2) Tiliögum tslands um skipa- stærð yrði breytt þannig, að skip upp að 180 fetum á lengd, eða um það bil 750-800 brúttó-Iestir að stærð, fengju veiðiheimildir, en stærri skip ekki og engir frysti- togarar og engin verksmiðjuskip. 3) Samningstimabilið yrði til 1. júni 1974.” að dæma er ljóst, að annar eða báðir biiarnir hafa verið á tölu- verðri ferö. Báðir bílarnir eru úr Biskupst- ungum. Við höfðum I gærkvöldi sam- band við gjörgæzludeiid Borgar- spitalans og fengum þær upplýs- ingar, að pilturinn, sem þar liggur, væri á batavegi. Hann er óbrotinn, en var hins vegar skorinn upp vegna inn- vortis meiösla, sem hann hlaut. SEX A SJÚKRAHIÍS EFTIR ÁREKSTUR * Þriöjudagur 15. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.