Alþýðublaðið - 20.08.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 20.08.1972, Side 3
Asia og Mið-Austurlönd eru af skiljanlegum ástæð- um mjög hátt skrifuð. bað þykir sannað, að CIA hafi gert ,,heiðarlega” tilraun til þess að ráða Nasser Egyptalandsforseta af dögum. J.H. Joesten sem var starfsmaður Central Intelligence Agency, hefur gefið út bók, hvar i hann ritar: ,,— Feillinn við Nasser var sá, að hann var i raun og veru elskaður og dáður af egypsku þjóðinni. Það i varómögulegt,aðkoma af stað uppreisn gegn hon- um, og það var ógjörning- ur að kaupa hann og skoð- anir hans. Hann var trúr skoðunum sinum, og óhugnanlega sterkur á sannfæringu sinni. Þvi var ómögulegt að sannfæra hann um nokkuð, sem ekki samrýmdist skoðunum hans. Það er alveg eins gott að viðurkenna það, að hann var of góður til þess að það væri satt”. Flestir hafa heyrt að KGB (það eru Rússarnir) noti sér hinar furðulegustu aðferðir i starfi sinu, og þvi er það almennt álitið að CIA sé eitthvað mildari og umburðalyndari i sinu starfi. betta er ekki rétt. CIA njósnararnir eru ekk- ert að vikja úr vegi fyrir morði eða pyntingum, þyki ástæða til. Einnig hafa þeir viðurkennt að þeir séu KGB ekkert siðri þegar um hrottaskap og óþverrabrögð er að ræða. Það er nóg að lesa njósnabækurnar til þess að skilja hvað það þýðir. Er italia næst? Um þessar mundir er það ekki það erfiðasta fyr- ir CIA, að finna vinnu- markað erlendis, enda viðurkenna flestar rikis stjórnir, að CIA starfsemi eigi sér stað i löndum þeirra. Það finnast nægar staðreyndir i heiminum, um hverngi fer,ef of mikið veður er gert út af starf- semi þessari. Nei, aðal erfiðleikarnir eru á heimavigstöðvun- um, þvi Bandarikjamenn eru farnir að skilja, að eitthvað er á seyði, sem skapar hræðslu og óör- yggi. Og bandariskir borg- arar mótmæla. A meðan eru stjórn- málamenn i mörgum löndum orðnir hræddir við þá þróun mála, sem CIA njósnakerfið hefur i för með sér. Fyrrverandi prestur að nafni, faðir Mario Borrelli, sem fræg- ur hefur orðið og virtur, fyrir það frábæra hjálpar og liknarstarf sem hann hefur unnið i fátæktar hverfum Napoli, sagði eftirfarandi i viðtali við brezka blaðið Guardian. ,,— Það er enginn vafi á þvi, að fasistarnir eru að ná völdum yfir Suður-ítal- iu, undir vernd MA-ST (Mavemento Sociale Italiano),Þeir bera ábyrgð á öllum þeim vandræðum og uppþotum, sem átt hafa sér stað undanfarið. Atök- in á milli hægri og vinstri aflanna harðna dag frá degi, og ná brátt há marki. Þegar þvi er náð, munu það verða CIA og NATO sem koma til með að leika aðalhlutverkið. Hvorug þessara stofnanna mun liða það, að vinstri öflin nái völdum. Og i gegnum allar herstöðvar sinar á ttaliu á NATO mjög auðvelt með að bregðast skjótt við. ttalia gæti orðið annað Grik- land... æfingu strax i mai-júni auk þess sem ungu skólamennirnir eru afskiptir svo snemma. Þrjú siðustu mótin eru fyrir norðan og á Akranesi, svo að mikil ferðalög þarf til að ná sér i stig fyrir þá, sem siðbúnir voru i þjálfun. Vonandi tekst betur til næsta leiktimabil með niður- röðun, þannig að mótin séu til skiptis á Faxaflóasvæði og úti um land til að tryggja meiri og sterkari þátttöku. Aukaþing G.S.t., sem verður haldið i Reykjavik i okt. — nóv. i haust, tekur m.a. þetta mál til nánari yfirvegunar. Þvi miður hafa ýmis mótanna verið litt sótt af kylfingum i fremstu röð og er leitt til þess að vita, að styrkleik- inn sé stundum áberandi litill i einstöku mótum. Ég býst þó við, að erfitt sé að koma i veg fyrir slikt, þar eð menn eiga oft ekki heimangengt vegna starfa sinna. Hins vegar teldi ég æskilegt, að athugaðar verði leiðir til að koma minni klúbbunum úti á landi til hjálpar með öðru móti en að láta þá fá stigamót. Við verðum að nýta beztu velli okkar betur, hvað snertir mót, sem skera úr um hverjir eiga að keppa sem full- trúar þjóðarinnar i golfi. G.S.I. verður að setja viss lág- marksskilyrði fyrir ástandi golf- valla, sem slik mót eiga að fara fram á. Þegar við eigum nokkra velli, sem eru i sæmilegu ástandi, er óhæfa að láta golfmenn kepna um sæti i landsliðsúrvali á ný- ruddum völlum, sem eru eins fjarri og hugsazt getur þvi vallar- ástandi, er útilokar nægilega til- viljunarkenndan árangur i golf- leik. Við eigum það fáa velli, sem hæfir eru, að öll jafnvægis- byggðasjónarmið verður að láta fyrir róða. Ég vil þvi að lokum beina þvi til G.S.I., að framvegis verði kann- að, hvaða vellir séu raunverulega hæfir til að taka stigamótin að sér. Ennfremur er nauðsynlegt að mótin nái a.m.k. fram yfir miðjan september, þvi flestir eru i beztri þjálfun siðla sumars. E.G. Nokkrir hinna ungu og efnilegu kylfinga. Björgvin Þorsteinsson GA fyrrverandi tslandsmeistari lengst til vinstri, þá Loftur Ólafsson NK, núverandi íslandsmeistari og loks Óskar Sæmundsson GR. (myndir:SS). Sunnudagur 20. ágúst 1972 '3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.