Alþýðublaðið - 20.08.1972, Page 7

Alþýðublaðið - 20.08.1972, Page 7
BILAR OG UMFERÐ \J<l lavhh f [_ ö ft (iAv\to k/'ennMK S-kbttlbk f'ra.hi l<S.\n tsV a, b re. tt-u-isvt VeLla,Y\r U 1*1.— Ytt1 bre.tti Om ni-f \bire.tti i ffFtUrstyfck' 'UHdl^ffGrK /3 - ó^< b<z m z/'„ /ei'cfi! oi ___m C(tbIBáturske.c< / nr t--: ; •“•! ■ifii f-tjo /1 ^ i GFö/f Ryðið er versti óvinur bil- eigenda. Það er litið vandamál að skipta um dekk, þegar þau gömlu eru ónýt, eða kaupa nýjan rafgeymi, og jafnvel að skipta um vél. En þegar ryðið hefur náð ser á strik má segja, að billin sé búinn að vera. Nú orðið eru að visu flestir eða allir nýir bilar, sem fluttir eru til landsins, ryðvarðir, en reynslan sýnir þó, að það er mjög misjafnlega gert. Þó er ástandið viða verra i þessum málum t.d. Bretlandi, en i þvi landi er áætlað, að meðal rýrn- un á einkabilum vegna ryðs sé eitt sterlingspund eða 250 isl. kr. á viku. Það þýðir, að ryð i bilum kostar brezka bileigendur hvorki meira né minna en 260 milljón pund á ári, eða um 65 milljarða isl. króna. Sérfræðingar, sem hafa rann- sakað þessi mál á vegum hags- munasamtaka brezkra bil- eigenda, fara hörðum orðum um flesta eða alla evrópska bila. Þeir segja, að ekki sé unnt að koma i veg fyrir að þeir ryðgi, aðeins aö tefja fyrir ryð- mynduninni. Þeir ásaka bila- framleiðendur fyrir áhugaleysi um að vinna bug á þessu vanda- máli, og benda á, að ryðmynd- unin eigi sér stað fyrst og fremst vegna byggingarlags bilanna. Þá segja þeir, aö ýmis tæknileg vandamál, svo sem skrölt i bodii, séu oftlega leyst með þvi að bæta við gúmipúðum, sem haldi i sér raka, og flýti fyrir ryðmyndun. Bilaframleiðendur eru lika ása'kaðir fyrir að gefa litlar leið- beiningar um viðhald bodisins i leiðbeiningabókum þeim, sem fylgja bilunum, og séu þær ein- hverjar, þá séu þær oft villandi. Sérfræðingar þessir benda á þá athyglisverðu staðreynd, að mun minna ál er notað i evrópska bila en ameriska, en álið hefur eins og kunnug er þann eiginleika að ryðga ekki. Að meðaltali eru um 100 kg. áls i hverjum ameriskum bil, en t.d. i brezkum bilum er ekki nema eitt kiló. Það er augljóst, hvað álið hefur marga kosti framyfir venjulegt bodistál, og nægir að benda á, að væri pústkerfið úr þeim málmi mundi það endast margfalt lengur en nú gerist. Yfirleitt þykjast menn góðir, ef kerfið endist i tvö ár. Þeir staðir sem hættast er við að ryðga eru fyrst og fremst undirvanginn, undir krómuðum hlutum bilsins og i kringum þá, á samskeytum tveggja stálhluta er mjög hætt við ryði, sé ekki einangrun á milli, og allsstaöar þar sem raki liggur við stálið, eða óhreinindi safnast saman. Það siöastnefnda á sérstak- lega við um innri brettin, og ættu menn að sprauta vandlega uppundir þau, að minnsta kosti á hverju vori til að hreinsa burt óhreinindi og salt, sem hefur blandazt i þau. Vatn vill oft safnast innani hurðir og vill ryðga illa undan þvi. Nauðsyn- legt er að hafa tök á að hleypa vatninu út öðru hvoru. Gólfið vill oft fara illa af ryði, en bezta leiðin til að koma i veg fyrir það er að taka mottur og teppi úr bilnum að minnstakosti tvisvar á ári, hreinsa allt hugsanlegt ryð i burtu og mála yfirgólfið. Eins og sést á þessu er minnst hætta á, að ytra borð bilsins ryðgi mikið — að minnsta kosti ekki svo hættulegt sé. Það er þvi algerlega út i bláinn að eyða tima i að vera sifellt að bóna — kannski um hverja helgi. Ef ekki er hugsað um hina mögu- leikana getur farið svo, að bill- inn verði á endanum ekkert nema bónið! Hraði ryðmyndunarinnar fer eftir ýmsu. Þar hefur t.d. lofts- lag áhrif, rakt loft flýtir fyrir ryðmyndun og sömuleiðis hiti. Af báðum þessum ástæðum er þaö versta sem menn gera við bila sina að geyma þá i upphit- uðum bilskúrum, — sérstaklega er það hættulegt, þegar snjór er eða rigning. Ef á að koma i veg fyrir þessa hættu þarf að þurrka bilinn vandlega áöur en hann er settur inn. Eins og sagði i upphafi eru flestir eða allir nýir bilar, sem koma til landsins, ryövarðir áð- ur en þeir eru settir á götuna — misjafnlega vel þó. En það er ekki nóg jafnvel þótt það væri vel gert. t fyrsta lagi er i flest- um tilfellum aðeins um að ræða ryðvörn á undirvagninum, en þá eru eftir allir þeir hlutar bilsins, sem snúa inn eða eru hreinlega lokaðir. Á siðarnefndu stöðun- um þarf að bora göt og sprauta ryðvarnarefnum inn. —■ Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd, að ryðvörnin á undirvagninum fer smamsaman af, ekki sizt hjá þeim, sem aka mikið úti á þjóð- vegum á sumrin. Steinkastið er afkastamikið i eyðileggingu ryðvarnarinnar, og það þarf ekki nema eitt gat inn i bert járn til þess að hleypa öllu af stað. Af þessari ástæðu er rik ástæða til þess að láta kvoða bilinn einu sinni á ári, auk aðalryðvarnar- innar, — og hana þarf að endur- taka eftir nokkur ár. En ryðvörn og ryðvörn eru ekki það sama, það skiptir höfuðmáli hvernig hún er fram- kvæmd. Venjulegur bileigandi getur þó ekki dæmt um þau vinnubrögð, þar verða neytendasamtök bifreiða- eigenda, FIB, að koma til skjal- UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON Sunnudagur 20. ágúst 1972 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.