Alþýðublaðið - 29.08.1972, Page 12
alþýðuj
aðið
Alþýóúbankinn hf
ykkar hagur/okkar nietnaður
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
DÓMAR-
ARNIR A
NÁLUM
Guðmundur G. bórarinsson,
forseti Skáksambands tslands,
hefur orðið að leysa mörg
vandamálin nú undanfarnar
vikurnar, — það er næstum orð-
inn dagíegur viðburður hjá
honum aö þurfa aö standa i
pontu frammi fyrir fulltrúum
heimspressunnar.
Þar hefur hann orðið að skýr-
greina kittisklessu, sem fannst i
stól Spasskis, og þar hefur hann
orðið aö segja frá ráðstöfunum
til þess að hafa hemil á áhorf-
endum i Höllinni.
Liklega fara þessar hávaða-
kvartanir Fischers verst með
taugakerfi stjórnenda heims-
meistaraeinvigisins. 1 19. skák
inni á sunnudaginn hrukku þeir
Lothar Schmid og Guðmundur
Arnlaugsson við i hvert sinn
sem einhver i salnum vogaði sér
að hósta, steig óvarlega niður
eða hreyfði sig i sæti sinu svo
brakaði i. — Þá varSchmidóðar
rokinn fram á sviðsbrún veif-
Framhald á bls. 4
NU HEFDI SPASSKI GETAD
UlhlílíAll UIIIIIMII EN honum yfirsast
IflJUIVIVHll IflUHIIlll DROTTNINGARLEIKURINN
Enn einu sinni gerðist það,
þegar 19. einvigisskákin var
tefid á sunnudaginn, að Spasski
missti skák, sem flestir töldu
unna fyrir hann, út i jafntefli.
Eftir byrjunina hafði hann
mun rýmri stöðu, og fyrstu þrjá
timana bar öllum saman um, að
sigurinn væri hans, en i 21. leik
sneri Fischer skákinni sér i hag
með þvi að leika drottningu á
d2. 18. leikur F'ischers var af
mörgum talinn hæpinn, en eftir
21. leikinn var engu likara en sá
leikur hafi verið upphaf þess, að
sóknarlotur Spasskis runnu
allar út i sandinn, og eftir þrá-
skák i 39. og 40. leik var samið
jafntefli.
Fischer hefur þá enn færzt
nær sigri i einviginu, er meö 11
vinninga á móti 8, og litil von er
til þess, að heimsmeistaranum
takist aö rétta hlut sinn úr
þessu.
Hér á eftir fer skákin i heild,
meöskýringum Jóns Pálssonar.
Heimsmeistaraeinvigi í
skák
19. skákin
Hvítt: B. Spasski
Svart: R. Fischer.
önnur leið er hér 4.c4 Rb6 5. f4
dxe5 6. fxe5 Rc6 7. Be3 Bf5 8.
Rc3 e6 9. Rf3 Be7 10. d5! Rb4 11.
Hcl f6 12. a3 Ra6 13. g4! Bxg4 14.
Hgl Bh5!.
4. -------------------- Bg4
1 13. skákinni lék Fischer hér
4.... g6.
5. Be2 e6
6. 0-0 Be7
7. h3! ----
Þessum leik er venjulega
leikið nokkrum leikjum siðar.
7. -------------------- Bh5
8. c4 Rb6
9. Rc3 0-0
10. Be3 d5
Ef nú 10... Rc6 11. exd6 cxd6
12. d5 exd5 13. Rxd5 Rxd5 14.
Dxd5 og hvitur er með betri
stöðu.
11. c5 ----
Ekki 11. cxd5 Rxd5 og svartur
stendur vel.
11. ---- Bxf3
12. Bxf3 Rc4
13. b3 ----
1. e4
Fischer
eins og i 13
hún vel.
2. e5
3. d4
4 Rf3
Rfó
velur Aljechin-vörn
skákinni en þar gafst
Rd5
d6
Hér hefur verið leikið 13. Bcl
og riddarinn á c4 siðan hrakinn
á brott með b3, en Spasski telur
ekki þörf á, aö halda i biskupinn
á e3, og leikur b3 strax.
13. ----- Rxe3
14. fxe3 b6
Hvitur hefur mjög sterkt mið-
borð, og svartur vill með siðasta
leik sinum, reyna að grafa
undan þvi en um leið skapast
veikleiki á skálinunni a8-hl eins
og hvitur sýnir fram á i næsta
leik.
15. e4! c6
Ef 15...bxc5 16. exd5 og hótar
reitefa d‘ bxc5
Hvitur hótaði að leika b5.
17. bxc5 Da5
18. Rxd5!? ----
Mjög fallega leikið, svartur
má ekki þiggja þessa fórn t.d.
18...cxd5 19. exd5 20. Bxd5 Ra6
21. Bxa8 Hxa8 22. Hxf7 Kxf7 23.
Df3+ og Dxa8
18. ----- Bg5!
Bezt riddarinn á d5 er
dauðans matur.
19. Bh5! -----
Heldur sókninni gangandi, ef
19. h4 Bd2 20. Hf2 Bh6 21. Re7 +
og staðan er tvisýn.
19. ----------------- cxd5
20. Bxf7+ Hxf7
Ef 20...Kh8 21. Bxe6 með
margvislegum hótunum.
21. Hxfv Dd2!
Bjargar skákinni ,,á 11.
stundu”, ef 21...Kxf7 22. Dh5+
Kf8 23. Hfl+ og hv. vinnur auð-
veldlega.
22. Dxd2 ----
Ekki 22. Df3 þá Dxd4+ 23. Kh2
Dxe5+ 24. g3(Khl Dxal) Db2+
25. Df2 og sóknin er að engu
orðin og hvitur i taphættu eftir
drottningarkaup.
22. ------------------ Bxd2
23. Hafl Rc6
24. exd5 -----
Betra virðist 24. Hc7 Rxd4 25.
Hf-f7 Bh6 26. exd5 exd5 27. Hxa7
og svartur á i erfiöleikum.
24. ------------------ exd5
25. Hd7 -----
Hc7 kom til álita.
25. --- Be3+
26. Khl Bxd4
27. e6 Be5!
Kemur i veg fyrir Hc7 og
hótar d4.
28. Hxd5 He8
Peðinu á e6 veröur ekki
bjargaö, hvitur reynir enn að
leiða svartan út á hálar brautir!
29. Hel Hxe6
30. Hd6! ----
Skemmtilegur leikur, en
svartur lætur ekki villa sér sýn!
Ef nú 30...Bxd6 31. Hxe6 og
30...Hxd6 31. cxd6 Kf7 32. Hcl og
svartur er i hættu.
30.------ Kf7
Og nú einfaldast taflið, og
jafnteflið blasir við, eftir við-
burðarika og skemmtilega
sóknarskák, af heimsmeistar-
ans hálfu, en áskorandinn
varðist snilídarlega.
31. Hxc6 Hxc6
32. Hxe5 Kf6
33. Hd5 Ke6
34. Hh5 h6
Stóllinn
sýknaður
— og sitt-
hvað um
skáklist í
Kóreu
Það liggur liklega ljóst fyrir
núna, að ekkert gruggugt er
við stól Spasskis. Alþýðu-
blaðið hefur fregnað, að áður
en biðskákin var tefld á
föstudaginn, hafi verið skipt
um stóla við skákborðið ,
þannig að Spasski sat i stól
Fischers, og svo öfugt.
Allir vita hvernig fór, — skákin
varð jafntefli, þrátt fyrir að
margir væru á þeirri skoðun,
að Spasski ætti sigurmögu-
leika. Stóll Spasskis hefur þvi
ekki orðið Fischer til ills, —
og þvi siður hefur stóll Fisch-
ers haft góð áhrif á Spasski.
En svo við vikjum dálitið frá
stólunum á sviði Laugardals-
hallarinnar, þá færa Suður-
nesjatiðindi i Keflavik okkur
þau tiöindi alla leið frá Suður-
Kóreu, að þar hafi orðið sú
breyting frá þvi að skákein-
vigið hófst hér i Reykjavik,
að vitneskja úr skák hafi
aukizt frá þvi að enginn
vissi hvaða fyrirbrigði það
var upp i, að á döfinni sé
stofnun skákklúbbs.
Þessar fregnir bárust blaðinu i
bréfi frá Erni Erlingssyni,
skipstjóra, sem kennir
kóreumönnum sjómennsku á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Hann segir, að hann hafi tekið
með sér tafl til Kóreu og fólk
sem komið hafi i heimsókn
hafi undrazt mikið hverslags
styttur það væru, sem hann
geymdi i glærum poka uppi á
hillu — það voru taflmenn.
Hann bætir þvi við, að liklega
hafi taflið hans verið það eina
á stóru svæði lengi vel.
En nú segir hann, að engu likara
sé en jarðarásinn snúist um
Reykjavik, og i Kóreu snúist
nú allt um skák.
Svo langt er skákáhuginn kom-
inn þar i landi, að i undirbún-
ingi er nú stofnun á skák-
klúbb og vitanlega hefur Erni
verið boöin þátttaka i félags-
stofnuninni, þar sem heims-
meistaraeinvigið, sem er
undirrótin, fer fram á fóstur-
landi hans.
35. Kh2 Ha6
Hvitur verður að gefa peðiö
sem hann á yfir, og þar með er
10. jafnteflið innsiglað.
36. c6 Hxc6
37. Ha5 a6
38. Kg3 Kf6
39. Kf3 Hc3+
40. Kf2 Hc2 +
Samið jafntefli.
Fischer hefur nú 11 vinninga
en Spasski 8 v., 10 skákir hafa
orðið jafntefli, Fischer hefur
unniö 6 en Spasski 3. Fischer
þarf 1 1/2 v. úr þeim fimm
skákum sem eftir eru, til að
hreppa titilinn, en Spasski þarf 4
v. til að halda kórónunni. Næsta
skák, sú 20. verður tefld i dag,
þriðjudag kl. 17. og hefur
Fischer þá hvitt.