Alþýðublaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
LANDBÚNAÐARMÁUN ENN
Enn halda áfram deilurnar um landbúnaðar-
stefnuna og ástandið i landbúnaðarmálunum
milli Björns Stefánssonar, hagfræðings, og
skriffinna Timans. Svo ákafir voru þeir Tima-
menn i andsvörum sinum, að á fyrstu sjö
dögunum eftir að Björn Matthiasson hafði farið
nokkrum orðum um ástand og horfur i landbún-
aðarmálum i útvarpsþætti, þá birti Timinn
ellefu árásargreinar á hann. Siðast i gær birtir
blaðið svo enn einn leiðara um sama mál, þar
sem reynt er að bera til baka siðustu upplýsing-
ar hagfræðingsins um ástand mála.
Nú stendur deilan um framleiðni i landbúnaði
sem komið hefur fram hjá Birni Matthiassyni,
að er rétt um helmingur af framleiðni i sjávar-
útvegi. Þessari staðhæfingu mótmælir Timinn
og byggir mótmæli sin á vægast sagt furðu-
legum útreikningum á vinnustundaf jölda i land-
búnaði, sem fyrir utan að að vera frámunalega
heimskulega gerður gengur þvert gegn öllum
þeim tölulegum upplýsingum, sem hlutlausar
opinberar stofnanir hafa látið frá sér fara.
Tölur þær, sem Björn Matthiasson vitnar til
um vinnuaflsafköst i landbúnaði eru teknar
beint úr opinberum skýrslum, sem Hagstofa ís-
lands safnaði upplýsingum i og Efnahagsstofn-
unin — nú Hagrannsóknadeild Framkvæmda-
stofnunar íslands — sá um úrvinnslu á. Viðbára
Timans og Inga Tryggvasonar er sú, að tölu-
legar upplýsingar þessara hlutlausu stofnana
séu gróflega rangar og Hagstofa íslands bein-
linis ljúgi upp á bændur fleiri tugum þúsunda
vinnuvikna á ári, sem aldrei séu unnar.
Það hefur verið vani Timamanna að trúa
aldrei neinum tölulegum upplýsingum um land-
búnaðarmál nema einhverjum heimareikningi
sjálfra sin. En er það ekki fulllangt gengið að
byggja allt sitt mál á fullyrðingum um, að Hag-
stofa íslands og jafnvel sjálf Framkvæmda-
stofnun rikisins fari með gróflega rangt mál?
Og ef Ingi Tryggvason trúir þvi sjálfur, að
Hagstofa íslands ljúgi u.þ.b. 260 þús. vinnuvik-
um upp á bændastéttina á ári, hvers vegna hefur
hann þá ekki beitt sér fyrir þvi, að slysatrygg-
ingariðgjöldum fyrir þessar vinnuvikur sé létt
af bændastéttinni? Þar eru þó vissulega pen-
ingar, sem bændur ætti að muna um.
Menn hafa oft áður heyrt ýmsa formælendur
bænda halda þvi fram, að i verðlagsgrundvell-
inum sé reiknað með of fáum vinnustundum
bóndans. Bóndinn þurfi að vinna miklu meir, en
þar sé gert ráð fyrir. Nú vill blaðafulltrúi
bændasamtakanna endilega halda þvi fram, að
þessi vinnustundaviðmiðun sé sú eina rétta.
Hana beri að nota i stað þeirra upplýsinga, sem
koma frá sérfræðistofnunum hins opinbera.
Það er von, að blaðafulltrúinn komist einna
helzt að þeirri niðurstöðu i greinum sinum, að
útreikningar sérlærðra manna á vinnuaflsaf-
köstum séu aðeins „bollaleggingar út i bláinn”.
Þessi niðurstaða er nefnilega einkennandi fyrir
þá skriffinna Timans, sem um landbúnaðarmál
rita. Þeir afneita öllum sérfræðilegum útreikn-
ingum, sem iöðrumlöndum eru undirstaða allra
aðgerða i atvinnumálum, bera brigður á heiðar-
leik opinberra stofnana og hlutlausra embættis-
manna og lýsa öllu þvi, sem ekki kemur heim og
saman við vasabókarreikning þeirrasjálfrasem
„bollaleggingum út i bláinn”.
Menn með slik sjónarmið hafa ráðið ferðinni i
landbúnaðarmálum á Islandi undanfarna ára-
tugi. Menn, sem neita að viðurkenna hvað þá
heldur að styðjast við þá þekkingu i atvinnu- og
efnahagsmálum, sem tiltæk er i nútima þjóðfél-
ögum og er þar undirstaða allra framfara.
lalþýdul
mm
STJORNARKREPPAN IFINNLANDI
Nl) ER HUN AO VERDA
ALÞJÓDLEGT VANDAMÁL
Mikil áherzla er nú á það lögð,
að stjórnarmyndun dragist ekki
lengur i Finnlandi. Verði ekki
mynduð stjórn þar mjög fljótlega
getur svo farið, að fyrirhugaður
undirbúningsfundur fyrir
öryggismálaráðstefnu Evrópu,
sem fram á að fara i Helsingfors i
nóvembermánuöi n.k., fari út um
þúfur. Nú um helgina var þvi talið
i Finnlandi, að ákvöröunar um
stjórnarmyndun væri að vænta
n.k. þriðjudag, — þ.e.a.s. i gær,
og hafi svo verið mun Alþýðu-
blaðið i dag skýra frá stjórnar-
mynduninni.
Uhro Kekkonen, forseti Finn-
lands, greip fyrir helgina til
örþrifaráða til þess að reyna að
ýta undir stjórnarmyndunina.
Honum skaut skyndilega upp á
stjórnarfundi Miðflokksins og
flutti hann þar ræðu, þar sem
hann hvatti til þess að reynt yrði
að semja um myndun meirihluta-
stjórnar sem allra fyrst. Mið-
flokkurinn er hinn gamli flokkur
Kekkonens og með þessum
óvenjulega hætti reyndi forsetinn
að hafa áhrif á gamla samstarfs-
menn og kunningja i stjórn-
málum. Slik afskipti forseta af
stjórnmálalifi i Finnlandi eru
mjög óvenjuleg enda mun
Kekkonen hafa lokið ræðu sinni
yfir stjórnarmönnum Miðflokks-
ins með þvi að segja, að nú
hringdi hann „stormklukkunni”
til þess að hvetja menn til að
standa vörð um lýðræðið i land-
inu.
Eftir þessi sérstæðu afskipti
forsetans af stjórnmálunum, þar
sem hann beinlinis fer opinber-
lega bónarveg að sinum gamla
flokki, þá er talið liklegt, að
meirihlutastjórn muni fæðast, —
þótt gárungarnir nefni það
„fæðingu með keisaraskurði” og
vitni i þvi sambandi til hinna
skyndilegu og óvæntu afskpta for-
setans af málinu. Það var nefni-
lega ágreiningur á milli Mið-
flokksins og finnska Alþýðu-
flokksins sem stjórnarmyndun
fjögurra fiokka hafði strandað á
og liklegt er talið, að með af-
skiptum sinum og hvatningar-
orðum hafi forsetinn auðveldað
lausn þess máls. Eins og fyrr var
sagt, þá væntu menn endanlegrar
ákvörðunar i gær, — þriðjudag.
Strandar á ellilífeyrinum
Það eru fjórir flokkar, sem nú
reyna stjórnarmyndun i Finn-
landi. Þeir eru Alþýðu'flokkurinn,
Miðflokkurinn, Frjálslyndi
flokkurinn og Sænski flokkurinn.
Saman hafa þessir flokkar
öruggan þingmeirihluta.
Eftir langar og strangar samn-
ingaviðræður strandaði stjórnar-
myndunin aðeins á einu atriði, —
eftirlauna- og ellilifeyrismálum.
Alþýðuflokkurinn vildi verja mun
meiru fé til þessara mála, en
hinir fengust til þess að sam-
þykkja. Óttuðust þeir siðarnefndu
mjög, að slik ráðstöfun myndi
stórauka hættu á óðaverðbólgu á
næsta ári og hvorki atvinnurek-
endur né launþegasamtök vildu
ganga jafn langt i lifeyrismálun-
um og jafnaðarmenn vildu.
Fyrir nokkrum dögum setti
jafnaðarmaðurinn Kalevi Sorsa,
núverandi utanrikisráðherra
Finna, fram það tilboð til mála-
miðlunar, að til lifeyrismálanna
skuli verja alls 700 millj. finnskra
marka, — en það er 75 millj.
mörkum meir, en atvinnurekend-
ur og verkalýðshreyfing hafa
fengizt til þess að samþykkja.
Alþýðuflokkurinn finnski,
flokkur Sorsa, samþykkti fyrir
sitt leyti þessa málamiölun.
Sömuleiðis smáflokkarnir tveir,
Frjálslyndi flokkurinn og Sænski
flokkurinn. En Miðflokkurinn
sagði nei og á þvi strandaði
stjórnarmyndunin, þvi um önnur
atriði, að EBE-málinu undan-
skildu, hafði náðst samkomulag.
Sorsa forsætisráðherra?
Flokkarnir fjórir, sem nú ræða
stjórnarmyndun sin á milli, hafa
Kalevi Sorsa, utanrikisráðherra, er talinn liklegastur sem næsti
forsætisráðherra Finna takist tilraunir fjögurra flokka til mynd-
unar meirihlutastjórnar. Myndina tók Sigtryggur Sigtryggsson,
blaðamaður Alþýðublaðsins, af Sorsa i skrifstofu hans i utanrikis-
ráðuneytinu daginn eftir, að Sorsa tók við embætti utanrikisráð-
herra.
öröugleikar framundan
Náist ekki samkomulag um
stjórnarmyndun þessara fjögurra
flokka er hætta á miklum örðug-
leikum i finnskum stjórnmálum.
Rikisstjórn Paasios, sem nú situr
við völd, mun þá falla, en hún
mun'gera tilraun til þess að falla
með sæmd t.d. með þvi að koma
fram með eitthvað stórkostlegt
framfaramál i þinginu, sem ekki
nær samþykki. Er liklegt talið að
slikt fall verði timasett einhvern
tima i septemberlok, — skömmu
fyrir sveitarstjórnarkosningar,
sem fram eiga að fara i Finnlandi
i byrjun október. Eftir stendur þá
fjárlagagerðin, sem verður
næstum óvinnandi verk, hugsan-
leg tengsl landsins við EBE verða
óafgreidd og það alþjóðlega álit,
sem Finnland hefur áunnið sér
með þvi að það hefur verið sam-
þykkt sem vettvangur fyrir
öryggismálaráðstefnu Evrópu,
verður með öllu eyðilagt þvi ekki
er hægt að hefja undirbúning að
slikri ráðstefnu i landi, þar sem
allt stjórnmálalif er á ringulreið
og engin styrk stjórn er við völd.
komið sér saraan um lausn flest-
allra framangreindra vanda-
mála, — nema EBE-málið og
eftirlaunamálið. Leysist mis-
kliðin út af þeim atriðum, sem
Finnar vonuðu að verða myndi nú
um helgina, fylgir stjórnar-
myndun fljótlega i kjölfarið og
a.m.k. undirbúningsfundi
öryggismálaráðstefnunnar er
bjargað.
Náist þetta samstarf er talið
nær fullvist, að jafnaðarmaður-
inn Kalevi Sorsa, sem nú gegnir
embætti utanrikisráðherra, verði
forsætisráðherra hinnar nýju
rikisstjórnar. Flokksbróöir hans
Seðlabankastjórinn Koivisto, er
að visu mun vinsælli meðal al-
mennings, en Sorsa, — Koivisto
nýtur jafnvel meira álits en
sjálfur Kekkonen forseti —, en
Kovisto verður þó sennilega ekki
fyrir valinu, sem forsætisráð-
herra. Kemur það einkum og sér i
lagi til, að finnsku verkalýðsfor-
ystunni likar ekki allt of vel við
hann og þykir hann hafa tekið
heldur of litið tillit tii vilja verka-
lýðsforystunnar viö úrlausn
mála.
HEILSURÆKTIN
The Health cultivation
Glæsibæ sími 85655
Nýir megrunarflokkar kl. 9 f.h. fjórum
sinnum i viku, Heilsuræktar-hádegisverð-
ur, innifalinn.
Nýir byrjendaflokkar 1. september.
Þjálfunin komin i fullan gang.
Miðvikudagur 30. ágúst 1972
5