Alþýðublaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 6
Stóra myndin: Stellingar Fischer við taflborðið eru talandi dæmi um árásarhneigð hans, sem vafalaust á ríkan þátt i velgengni hans. AAyndin að ofan: Og spennan kemur lika greinilega i Ijós á sífelldum hlaupum hans frá borðinu. AAyndin að neðan: Spaskí hefur ekki verið undir árásarkraft Fischers búinn, — Geir álítur, að spenna og streita haf i hálf lamað hann á tímabili, — bendir ekki svipurinn á Spasskí á þessari mynd einmitt til þess? É6 HELD AD SPASSKf HAFI EKKI VERID BÚINN AD MÆTA ÞVÍLiKUM ARASARKRAFTI Heimsmeistarinn í skák situr öðru megin við skák- borðið í Laugardalshöllinni, og skömmu siðar gengur áskorandinn hvatlega inn, tekur lauslega í hönd mót- herjans og sezt siðan gegnt honum. Húsið er þéttskipað áhorfendum, sem fagna skákmönnunum ákaft, en síðan verður dauðakyrrð. Þarna eiga þeir eftir að sitja i fjóra til fimm tima, skákmennirn- ir, og einbeita sér að taflmennsk- unni, enda mikið i húfi, hvorki meira né minna en heims- meistaratitill. A sunnudaginn, þegar þeir tefldu 19. einvigisskákina, voru i Laugardalshöllinni um 2000 áhorf- endur og meðai þeirra blaðamaö- ur Alþýðublaðsins og Geir Vilhjálmsson sálfræðingur. — Taflmennskan er táknrænn bardagi og þaö er ekki aöeins tafl- kunnáttan sem sliksem sker úr um úrslitin heldur er heildar skapgerö keppandans með i spilinu, sagði Geir i spjalli sinu við blaðamann, eftir að hann hafði horft nægju sina á skákmennina. Sérstaklega mikilvægir eiginleikar sýnast mér vera árásarkraftur og geta til þess að þola streitu, en hin gifurlega spenna, sem rikir á milli keppend- anna getur haft sterk lamandi áhrif á hugarstarfssemina og er i þessu að finna skýringu á hinum margumtöluöu afleikjum þessara snjöllu skákmanna. — Fischer býr yfir mjög mikl- um árásarkrafti. Sjáðu til dæmis þessa algengu stellingu hans, þar sem hann hallar sér áfram yfir taflborðið eins og spenntur bogi. Og spennan kemur lika greinilega i ljós i sifelldum hreyfingum hans og hlaupum frá borðinu. Ég held að Spasski hafi alls ekki verið und- ir það búinn að mæta slikum árásarkrafti og spennu og að streitan, sem þetta olli honum hafi hálf-lamað hann á köflum, sbr. hina alræmdu afleiki hans. Spasski er mjög seigur og hefur greinilega náð að beita sér betur i seinni skákunum, en það hefur þó ekki enn nægt honum til meira en jafnteflis. — En hvað um þær fullyrðing- ar, að Fischer dáleiði andstæðinga sina? Það ætti að vera augljóst að ekki er um dáleiðslu að ræða i venju- legri merkingu þess orðs, þvi ekki missir Spasski meðvitund. Hins vegar er athyglisvert að hugsa um það.að hve miklu leyti leiðsla eöa sefjun er meö i spilinu. Nú er það mikilvægur liður i allri bardaga- tækni að leiða andstæðinginn i gildru og fá hann til þess aö beina árás sinni, þar sem viðbúnaður er, til þess að taka á móti honum. Slika tækni hafa þeir báðir notfært sér og hefur t.d. hugtakið „eitraö peð” verið notað i þessu sam- 6 bandi. Er ekki hægt að segja ann- að en að hér sé um vissa tegund af sefjun aö ræða, sem báðir aðilar beita eða reyna að beita. Svo er önnur tegund af sefjun, sem Fischer hefur óspart beitt i þvi, sem ég kalla „sálrænan skæruhernað” hans, en það eru hinar sifelldu staðhæfingar hans um sina eigin skáksnilld og það hvernig hann muni mala Spasski. Hér er um meira en sjálfssefjun að ræða, þvi Fischer hefur óspart notaö fjölmiðlana frá þvi mörgum mánuðum fyrir einvigið til þess að breiða sigurvissu sina út til al- mennings. Þessi auglýsingarher- ferð tókst svo vel, að i upphafi einvigisins voru flestir þeirrar skoðunar að Fischer myndi vinna og auðvitað erfitt fyrir Spasski að þurfa aö standa á móti slikum hóp- sefjunaráhrifum. Hinn sálræni skæruhernaður náði svo hámarki sinu, þegar Fischer lét biða eftir sér til leiks og fékk fjárkröfum sinum fullnægt i þokkabót. Að hann skyldi koma vilja sinum þar i gegn, þýddi það að hann kom til leiks meö stóran vinning. Rússarnir svöruðu litt þessum skæruhernaði Fischers fyrr en nú seint og siðar meir að bréf Gellers kom til og þó að tilraun þeirra, til þess að skýra erfiðleika Spasskis sem afleiðingu af rafeindalegum eða lyfjafræðilegum áhrifum hafi ekki hlotið staðfestingu, þá var IINDIR ÞAÐ FRA FISCHER löngu orðið timabært að þeir reyndu að virkja almenningsálitið á raunhæfan hátt gegn Fischer. — Hvaða skýringu telur þú lik- legasta á afstöðu Fischers i kvik- myndatökumálinu? Það er algeng rannsóknaraðferð að nota kvikmyndir eða mynd- segulbönd, til þess að athuga i smáatriðum hegðun einstaklinga eða hópa. Þessu er oft beitt i iþróttum t.d. i handbolta, til þess að finna veikar hliðar á andstæð- ingnum. Ég held þvi, að Geller sé nokkuð nálægt kjarna málsins, hvað þetta atriði varðar og að Fischer sé mikið i mun að hindra það að hægt sé að rannsaka i smá- atriöum hegöun hans við skák- borðið og samspil hennar við gang taflsins. Ég held semsagt að þeir fyrir- burðir, sem Fischer hefur sýnt i þessu einvigi byggist á hinum mikla árásarkrafti hans og hæfi- leikanum, til þess að skapa streitu hjá andstæðingnum og að Fischer vilji hindra að mönnum takist að skilgreina þessar hliðar tafl- mennsku sinnar meö aðstoð kvik- myndanna. Svo er auðvitaö lika sá mögu- leiki fyrir hendi að kvikmyndunin hafi raunveruleg truflandi áhrif á Fischer, ekki vegna heyranlegs hávaða heldur að um einhverskon- ar feimni og truflun frá henni sé að ræða. SIKIL- EYIAR- VMHM SÍÐARI HLUTI Algengasta aðferð hvits gegn drekaafbrigðinu, er að hróka langt og hefja sóknaraðgerðir fljótlega á kóngsvæng. XiiAf m s&a ááá A! BJfiSl T. 2. 3. 4. 5. 6. e4 Rf3 d4 Rxd4 Rc3 Be3 c5 d6 cxd4 Rf6 96 Bg7 (Ekki 6...Rg4? 7. Bb5+!) 7. f3 0-0 8. Dd2 Rcó Með breyttri leikjaröð, kom þessi staða fram i skák Firiðriks ólafssonar og Hort, i V. Reykjavikurskákmótinu, framhaldið varð þannig: ABCDEFGH Stöðumynd NR 8. Najdorf-afbrigðið hv. leikur 6.Bg5 T. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 afbrigði „eitraða peðsins” er Fischer hefur mikið dálæti á. 8. Dd2 Dxb2 ABCDBFGH 9. Bc4 Bd7 T0. 0-0-0 Da5 TT. h4 Re5 12. Bb3 Hfc8 13. h5 Rxh5 T4. Rd5 Dxd2+ 15. Hxd2 Kf8 16. g4 Rf6 T7. Hdh2 og hvitur hefur hættulega sókn. Boleslavsky-afbrigðið. T. e4 2. Rf3 3. d4 4. Rxd4 5. Rc3 6. Be2 7. Rb3 8. 0-0 c5 Rc6 cxd4 Rf6 d6 e5 Be7 0-0 ABCDBFGH HérTiefur verið leikið 9. Hbl, en Spasski lék i 7. og 11. skákunum I einviginu gegn | Fischer, 9. Rb3 og náði mun betri stöðu. Þessi stutta skák, sem hér fer | á eftir, var tefld á alþjóðlegu skákmóti i Ostend árið 1907, og L sýnir hún vel hvernig farið getur, ef ekki er viðhöfð ýtrasta nákvæmni i útreikningum. Hvitt. Dr. Jules Perlis Svart. | Tartakower. Sikileyjar-vörn. 1 * ÍíL 1H A HHvílflji •4 9ll iili 1 °* |4S fi iS 1 H nm ppp * pj ’i^i §§ 1 M ||P HPp |||| M mmmm m sö 1 T. e4 2. c3 3. exd5 4. d4 5. cxd4 6. Rf3 7. Be2 8. Rc3 9. 0-0 10. Re5 11. Rxc6? c5 d5 Dxd5 cxd4 Rc6 Bg4 e6 Da5 Rf6 Bxe2 A B C D B F G Stöðumynd NR 7 Najdorf-afbrigðið 6. Be2 1. e4 2. Rf3 3. d4 4. Rxd4 5. Rc3 6. Be2 7. Rb3 8. 0-0 c5 d6 cxd4 Rf6 a6 e5 Be7 0-0 £■ ■*■ ðiil 11 A fH! B á á á| 1 ■^■á fi mj | ■ ■ ■J ■ D ■ lljl B 0 Í! ■ 1 1 AB BiiAfl m 1 HimiV »—*• vs/cVsy, f - * vw«ö A B C D B F G H Miðvikudagur 30. ágúst 1972 Miðvikudagur 30. ágúst 1972 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.