Alþýðublaðið - 10.09.1972, Síða 1
MONCHEN-MORÐINGJARNIR
SPYRIA SIALDNAST UM
ÞJÖDERNIFÖRNARLAMBA
beirri spurningu hefur verið
varpað fram manna á meðal
hvort það hefði verið rétt af
fararstjórn islenzka hópsins á
Ólympiuleikunum i Munchen ef
ákveðið hefði verið að hætta
þátttöku og hverfa heim eftir
voðaverkin þar i ólympiuþorp-
inu og á Furstenfeldbruck flug-
velli á þriðjudaginn.
Að visu munu islenzku kepp-
endurnir ekki hafa átt eftir að
keppa i neinum greinum, þar
sem þeir höfðu flestir fallið i
undanrásum eða forkeppni, en
heimkvaðning hópsins kom þó
BJARNI
SIGTRYGGSSON:
UM
HELGINA
altént til greina, ekki sizt þar
sem norsku handknattleiks-
mennirnir ákváðu að hætta
keppni og vitað var að margir
hópar voru mótfallnir þvi fyrsta
daginn að halda keppni áfram.
En hefði það verið rétt?
Skoðanir manna virðast vera
mjög skiptar og margir hafa
bent á þau rök að eftir þennan
atburð, þegar hermdaverka-
menn hafa notað Ólympiuleik-
ana sem vettvang blóðsúthell-
inga, hafa úthellt blóði sak-
lausra iþróttamanna til þess
eins að auglýsa sjálfa sig og
samtök sin, hafa orðið þess
vandandi, að fólk af tilteknum
kynstofni getur ekki um frjálst
höfuð strokið i Ólympiuborg-
inni, — þá sé ekki hægt að halda
,,leikum gleðinnar”, eins og
þessir 20. Ólympiuleikar hafa
verið kallaðir, áfram.
Og það er i fljótu bragði ekki
erfitt að fallast á þessa rök-
semd.
En það má ekki gleyma þvi,
að það er sitthvað sem mælir á
móti þvi að hætta þátttöku. Það
væri til að mynda leiðinlegt að
þurfa að verða til þess að gleðja
þennan fámenna en miskunnar-
lausa hóp morðingja með þvi að
hætta leikunum, þvi það virðist
vera tilgangur þeirra að verða
sér úti um auglýsingu, ekki
samúð.
Þetta er sami hópurinn og
stóð að baki morðunum á pila-
grimunum á Lod-flugvelli við
Tel Aviv — og hefur reyndar oft-
ar og viðar ráðist á saklausa
borgara, og jafnan varnarlausa.
Það er tilgangur þeirra að
klekkja á gyðingum, — en i
reynd eru það saklaus fórnar-
lömb sem heift þessa sjálfs-
morðshóps beinist að.
Það liggur i augum uppi að
þetta fólk er i eins konar sjálfs-
morðssveitum. Það er reiðubúið
að láta lifið, svo framarlega
sem það getur komið illverkum
sinum fram. Og það hefur án efa
verið einn liður morðanna i
Munchen að láta aflýsa glæsi-
legustu og stærstu ólympiuleik-
um, sem til þessa hafa verið
haldnir.
Að auki væri það ekki i anda
leikanna. Tilgangur leikanna er
m.a. drengileg keppni iþrótta-
manna allra þjóða án tillits til
litarháttar, trúarbragða eða
stjórnmálaskoðana. Verknaður
hermdarverkamannanna úr
glæpaflokknum „Svarta sept-
ember” styidur svo algerlega
sérá báti, að það virðist hvergi i
einu einasta riki að finna stuðn-
ing við þá stefnu, sem þeir
fýlgja.
Hins vegar liggur það i augum
uppi að nokkur arabarikjanna
styðja þennan hóp óbeint. Með
þvi aö láta það liöast að skæru-
liðar þessa flokks hafi þar land-
vist og aðstöðu.
Og ef við hefðum uppburð i
okkur, þá tel ég að það væri rétt
aðviðtækjum á hvern þann
hátt, sem okkur kann að reynast
mögulegt, þátt i þvi að beita þau
riki refsiaðgerðum, sem veita
þessum glæpaflokki aðstöðu til
starfsemi sinnar.
Þetta er sá hópur skæruliða
sem hefur gert farþegaflug
hættulegt, — og það væri eðli-
legt að flugmenn neituðu að
fljúga til þeirra rikja, sem vitað
er að veiti þessum flugræningj-
um skjól. Við gætum tekið þátt i
samvinnu rikja, sem segja við-
komandi riki i viðskiptabann.
Okkar viðskipti við þessi riki
eru að visu svo litið að vart er
hægt að tala um nokkur, en sá
móralski stuðningur, sem okkar
undirskrift gæti veitt er þess
virði.
bað er ekki aðeins að við höf-
um átt sérlega góð samskipti
við tsraelsmenn, — þarna er við
að eiga geðtruflaða glæpamenn,
sem svifast einskis og láta oft-
ast saklausa borgara verða fyr-
ir höggum sinum.
Og það er ekki vist að þeir
virði islenzkt vegabréf ef þeir
eru á annað borð með byssuna á
lofti.
SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1972 — 53. ARG. —203. TBL
1