Alþýðublaðið - 21.09.1972, Síða 12
alþýðu
mmm
Alþýðúbankínn hf
jrkkar hagur/okkar irietnaour
KÓPAYOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
Amin skilur
Hitler...
Þaö þóttu ekkert sérlega upp-
lifgandi skeyti sem Kurt Wald-
heim, aðalritara S.Þ. og Goldu
Meir, forsætisráðherra tsrael
bárustfrá Idi Amin, Ugandafor-
seta.þegar hann stakk upp á þvi
á dögunum að ísraelir skyldu
allir verða reknir frá Israel og
fluttir til Bretlands.
Þar segir Amin að hann skilji
hvers vegna Hitler hafi útrýmt
sex milljónum Gyðinga.
,,Hitler og öll þýzka þjóðin
vissi að gyðingarnir störfuðu
ekki i þágu þjóða heims, og þess
vegna brenndu þeir gyðinga lif-
andi á þýzkri ! jörð”
Hann bætti þvi við, að hann
hafi fyrirgefið Hussein Jórdan-
iukonungi að hafa ráðist á
Palestinumenn og segir að
Bretland verði að taka á móti
þvi fólki, sem lagt hafi undir
sig Palestinu.
vm HOFIIM
SÉÐ HANN
SVARTARI..
Drykkjuskapur tslendinga
virðist fara vaxandi hröðum
skrefum á siðustu árum, en þó
var það ekki fyrr en i fyrra. sem
við slóum út gömlu aldamóta-
karlana. Árin 1881—1885 drakk
hver maður að meðaltali 2.27 litra
af sterkum drykkjum, sé miðað
við 100% áfengi, og stóð það met
þar til i fyrra, en þá var áfengis-
neyzlan 2.41 litri af 100% áfengi.
Islendingar lenda nokkuð ofar-
lega á blaði i áfengisneyzlu, sé
miðað við aðrar þjóðir, en árið
1970 drukkum við 2,24 litra. Það
voru ekki margar þjóðir, sem
innbyrtu meira áfengi þetta árið,
en við, aðeins Pólverjar, sem
drukku 3,2 litra, Vestur-Þjóðverj-
ar og Júgóslavar, sem drukku 3,0
litra, Bandarikjamenn með 2,9 1.,
Ungverjar og Sviar með 2,7 1. og
Austur-Þjóðverjar með 2,6 litra.
fslendingar hafa iöngum verið
litið gefnir fyrir léttu vinin, enda
hefur neyzla þeirra ekki komizt
upp i einn litra á mann, miðað við
Framhald á bls. 4
5ACÍATIU
N/tSTA
RÆJAR
Nýsjálendingurinn Chris
Uawrence ákvað að snúa sér
að stjórnmálum. Kn i hans
augum eru stjórnmál skripa-
leikur og stjórnmálamenn
trúðar, og áður en hann til-
kynnti um framboð sitt breytti
hann um nafn. Nú heitir hann
Mickey Mouse.
Sinfóníumenn bregða
fvrir sig betri fæti
Sinfóniuhljómsveit fslands er
nú að hefja starfsár sitt, og verða
fyrstu áskriftartónleikarnir 5.
oktober. En fyrsta verk hljóm-
sveitarinnar verður þó að fara i
tónleikaferð um landið, en það
verður nú um helgina.
A laugardaginn verða tónleikar
i Vestmannaeyjum og Hornafirði
og á sunnudaginn á Neskaupstað
og Egilstöðum. Hljómsveitar-
stjóri i ferðinni verður-Páll P.
Pálsson, en einleikari Konstantin
Krechler og Lárus Sveinsson.
Áskriftartónleikarnir verða 16
Framhald á bls. 4
FRAMLEIÐNIAUKNING HJA KUSU
Þcssir tviburar fæddust inni i Laugada! i fyrrinótt og er ekki betur
að sjá en þeim heilsist vel, og sömu söguna er að segja af kúnni, sem
ól þá. Gunnar bóndi á Laugabóli var að viðra tvfburana þegar ljós-
myndara blaðsins bar að, og sagði hann mjög fátitt að kýr eldu af
sér tvo kálfa i einu, kýrin átti einnig tvíbura í fyrra.
FRAM-
SEUA
Spænska stjórnin hefur nú til i-
hugunar kröfu sænsku stjórnar-
innar um afhendingu króatisku
öfgamannanna, sem gáfust upp i
Madrid á laugardaginn eftir að
hafa rænt sænsku SAS-flugvél-
inni.
Fulltrúi sænska sendiherrans
afhenti kröfuna formlega i utan-
rikisráðuneytinu i Madrid i fyrra-
kvöld.
Ráðuneytið biður nú eftir gögn-
um frá Stokkhólmi, sem sanna,
að þrir Króatanna séu eftirlýstir
vegna flugvélaránsins, en hinir
sex eigi óafplánaða refsivist.
Areiðanlegarheimildirherma, að
spænska stjórnin sé reiðubúin til
að senda Króatana til Svíþjóðar.
Strax og utanrikisráðuneytið
hefur fengið gögnin verður málið
afhent dómsmálaráðuneytinu, og
ákveði það, að Króatarnir skuli
afhentir, tekur stjórnin málið til
athugunar. Næsti fundur stjórn-
arinnar verður 29. september.
Þar sem Króatarnir vilja ekki
láta senda sig til Sviþjóðar verður
dómstóll að kveða upp úrskurð
innan 18 daga, og honum verður
ekki áfrýjað.
En jafnvel þótt krafan um af-
hendinguna verði ekki samþykkt
eiga Króatarnir á hættu að verða
dregnir fyrir spænska dómstóla.
KAFSIGLINGAR-
TILRAUNIN
TOGARAMENN
HEYRDIR LEITI KIR
VERÐA YFIR-
TIL HAFNAR
Eins og skýrt var frá i Alþýðublaðinu i gær
reyndi brezki togarinn Ben Lui að kafsigia
mótorbátinn Fylki suðaustur af Langanesi i
fyrradag.
Ekki hefur verið reynt að hafa samband
við togarann, en hins vegar heyrðist til hans i
gær, þar sem skipstjóri þverneitaði að hafa
gert þetta.
Sagði hann i samtali við annan brezkan
togara, að hér hlyti að vera um einhvern mis-
skilning að ræða.
Það fer þó ekki á milli mála hvað gerðist,
og i gær staðfesti skipstjóri Fylkis frásögn
sina enn frekar við Landehlgisgæzluna.
Reynt var að ná sambandi við Hólmanesið,
sem statt var á somu slóðum, en án árang-
urs.
óvist er hvaða afgreiðslu málið fær, en
telja má liklegt, aö þessuin háskaleik brezka
togarans verði mótmælt harðlega við brezk
yfirvöld af hálfu tslcndinga.
,,Það er ekki hægt að segja til
um það hver átti réttinn fyrr en
áhöfn Fylkis frá Neskaupstað
hefur verið yfirheyrð”, sagði
Hjálmar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri, þegar Alþýðublaðið
innti hann eftir þvi, hvaða viður-
lög væru við þvi athæfi, þegar
brezki togarinn Ben Lui reyndi að
sígla á bátinn suð-austur af
Langanesí i fyrradag.
Umferð á hafinu fer eftir
ákveðnum reglum eins og umferð
á vegum, og að sjálfsögðu er ekk-
ert hægt að segja um úrslit máls-
ins fyrr en málsatvik' hafa verið
könnuð, sagði Hjálmar okkur.
Hann hugði, að eðlilegt fram-
hald af yfirheyrslum á Fylkis-
mönnum væru yfirheyrslur á
áhöfn togarans, og þær mundu að
sjálfsögðu fara fram ef hann leit-
aði til islenzkrar hafnar. En þó
sagði Hjálmar, að búast mætti
við, að Bretarnir krefðust þess að
taka málið i sinar hendur þar sem
þeir viðurkenni ekki að atburður-
inn hafi átt sér stað innan is-
lenzkrar lögsögu.
Böðvar Bragason, bæjarfógeti i
Neskaupstað, sagði i viðtali við
blaðið i gær, að ekki væri vitað
hvenær Fylkir væri væntanlegur
til hafnar, en búizt sé við, að það
verði i þessari viku.
F0RDÆMT
..Athæfi brezka skipstjórans
er að sjálfsögðu fordæmt
hérna, þó við höfum nú ekki
fengið nákvæmar fréttir af
þessu ennþá”, sagði Svein-
björn Sveinsson, útgerðar-
maður á Neskaupsslað, i við-
tali við Alþýðublaðið i gær.
Við spurðum hann, hvort
ahnn áliti, að um hefndarað-
gerðir hefði getað verið að
Framhald á bls. 4