Alþýðublaðið - 23.09.1972, Page 2

Alþýðublaðið - 23.09.1972, Page 2
séðfyrir endann ó VOLVO ? Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200 I sláturtíðinni — Húsmœður athugið Höfum ávallt fyrirliggjandi hvitar og vaxbornar öskjur með áföstu loki. öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu i frystikistunx4 sláturafurðum og kjöti. Þær eru af ýmsum stærðum, 1/2 kg. — 1 kg. — 2 1/2 kg. og 5 kg. Komið á afgreiðsluna. Gengið inn frá Dalbraut. KASSAGERÐ REYKJAYÍKUR Kleppsvegi 33 RÉTT EINS OG Á MIÐ- ÖLDUM Það er mál manna að styrjöldin i Vietnam sé um margt villimannlegri en „venjulegar” styrjaldir, sé þá einhver stigsmunur á styrj- aldaræöi. Fréttamyndir af vig- völlunum þarna syðra renna þó stoðum undir þessa tilgátu. Þannig fengu blöðin um skeið til birtingar ósviknar pyndinga- myndir, þar til blaðaljósmynd- urum og sjónvarps var bægt frá þvi „fréttaefni”. Hér er svo komin mynd úr amerisku blaði, sem sýnir meðferð á striðsföng- um i þessu striði. Þjóðverjar hefðu fengið orð i eyra i heims- styrjöldinni, ef þeir hefðu með- höndlað bandamenn á þennan hátt. Eins og sjá má er bundið fyrir augu mannanna auk þess sem þeir eru handjárnaðir. Þetta eru striðsfangar frá Norður-Viet- nam. Á spjaldinu, sem bundið er um háls þeirra, er svo nafn þeirra og upplýsingar um að- draganda þess, að þeir voru teknir. GYÐINGAR DÆMA GYÐINGAKONU FYR- IR STRÍÐSGLÆPI Dómstóll i Tel Aviv hefur dæmt konu af Gyðingaættum i þriggja mánaða fangelsi fyrir að mis- þyrma kvenföngum i einum af fangabúðum nasista i heims- styrjöldinni siðari. Konan sem heitir Luba Greitz- man, er búsett i Þýzkalandi, en kom i heimsókn til tsrael fyrir lið- lega ári. Hún var handtekin þegar einn fanganna, sem hún hafði ráðist á, bar kennsl á hana á götu. 1 réttarhöldunum kom fram, að frú Greitzman sem þá var liðlega tvitug, hafði verið skipuð „yfir- fangi Gyðingakvenna” i Lands- berg-fangabúöunum, sem heyrðu undir hinar alræmdu Dachau- búðir. Greitzman var þá að sjálf- sögðu fangi sjálf, en átti að bera ábyrgð á öðrum Gyðingakonum gagnvartSS-vörðunum. Þetta var árið 1944. Samfangar hennar, sem lifðu hörmungarnar af, bera henni nú misjafnt söguna. Sumir sögðu, að hún hefði yfirleitt farið vel með fanga, en aðrir fullyrtu, að hún hefði gengið á ýmsar konur með bareflum og oftlega slegið þær til jarðar og að minnsta kosti einu sinni troðið á einni konunni. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ákærða hefði að likindum á fangaferli sinum bæði sýnt miskunn og grimmd en fang elsaði hana þó einungis i þrjá mánuði, bæði vegna þess hve langt er um liðið og svo vegna heilsufars hennar, sem nú er bág- borið. REYNIR í GEGNUM FAST í STÁLFJÖTRUM7 t dag ætlar kraftajötunnninn Reynir Leósson frá Keflavík að brjótast út úr sterkasta fengaklefa á landinu, sem er á KeflavikurflugvelH, og hefur hann fengið öll nauðsynleg leyfi til þess hjá ráðuneytum. Hann ætlar ekki aðeins að brjótast út úr klefanum, þvi hann varður fyrst járnaður þrem handjárnum af sterk- ustu gerð, með hendur aftur fyrir bak. önnur þrjú járn vcrða sett á fætur hans, og sið- an verður hann allur vafinn stálkeðju, scm er svo sterk, að ekki er hægt að saga hana. Keðjan er læst með sterkum lásum. Verður hann sfðan lagður inn i klefann, sem læst verður^ vandlega. Reynir ætlar síðan að losa sig úr öllum þessum viðjum, og er sannfærður um, að honum takist það. Hann hefur engin verkfæri inni i klefanum og vill ekkert segja um hvernig hann ætlar út úr honum, hvort hann fer i gegn- um vegginn eða hurðina. Sérfræðingar ætla að rann- saka allan vettvanginn og járnin aö tilrauninni lokinni. m o Laugardagur 23. september 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.