Alþýðublaðið - 23.09.1972, Page 5
alþýðu
B
aðiö
Alþýöublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
AF HVERJU LEYNIMAKK?
Færeyingar eru næstu nágrannar okkar ís-
lendinga og án efa ein allra einlægasta vinaþjóð
okkar. Milli okkar og þeirra hefur ávallt verið
góð sambúð og rikur skilningur og töluvert mik-
ill samgangur.
öllum islendingum ber saman um, að taka
eigi sérstakt tillit til hagsmuna Færeyinga i
sambandi við útfærslu fiskveiðilögsögunnar við
ísland. Þetta hafa islenzk stjórnvöld einnig gert.
Þau hafa tvivegis frá 1. september s.l. gert sam-
komulag við Færeyinga um veiðar þeirra við
strendur íslands, sem Færeyingar telja sig vel
geta við unað. í þessu samkomulagi fá Færey-
ingar m.a. veiðiheimildir fyrir 9 tiltekna togara
á svæðinu frá 12 að 50 milum um sinn og heita
þvi á móti að virða algerlega islenzkar reglur
um veiðarnar á svæðinu og lúta islenzkri lög-
sögu.
í sambandi við þetta mál er þó ekki hægt að
láta hjá liða að benda á ein reginmistök, sem is-
lenzk stjórnvöld gerðu sig sek um i sambandi
við fyrra samkomulagið við Færeyinga. Þar er
átt við þau áform islenzku rikisstjórnarinnar, að
ætla að halda mjög þýðingarmiklu ákvæði
samninganna leyndu, — þ.e.a.s. ákvæðinu um
heimild til Færeyinga til togveiða innan fisk-
veiðimarkanna. Sú ráðabreytni islenzku stjórn-
arinnar að vilja endilega fela þetta ákvæði var
furðuleg og vakti tortryggni.
Litum aðeins á, hvernig málið gekk fyrir sig.
Fyrst er samið við Færeyinga um linu- og hand-
færaveiðar en sérstaklega tekið fram að með
öllu sé ógengið frá samkomulagi um togveiðar
færeyskra skipa. Siðan liða nokkrir dagar og þá
fara skyndilega að berast frá útlöndum fréttir
um veiðar færeyskra togara innan 50 milnanna.
í opinberum skýrslum islenzkra stjórnvalda um
erlenda togara á íslandsmiðum er ekki getið um
svo mikið sem einn færeyskan.
Þá fara skipstjórar á islenzkum fiskiskipum
að verða varir við færeyska togara að veiðum
innan 50 milnanna. 1 opinberum skýrslum frá
stjórnvöldum má enn engan færeyskan togara
sjá við ísland.
Þá fara islenzkir blaðamenn, sem fljúga yfir
veiðisvæðin, að verða varir við færeyska togara
að veiðum i landhelginni. Samkvæmt opin-
berum skýrslum islenzkra stjórnvalda á enginn
færeyskur togari að vera þar.
Hvað er um að vera? Eru Bretar farnir að
merkja togara sina sem færeyska til þess að
rugla islenzka löggæzlumenn og skapa tor-
tryggni hjá íslendingum i garð vinaþjóðarinnar.
Getur jafnvel hugsast, að einstaka færeyskur
togaraskipstjóri sé af og til að laumast i ólög-
lega veiði á íslandsmiðum?
En þá rýfur islenzka stjórnin allt i einu þögn-
ina. Allar erlendu og innlendu fréttirnar um
veiðar færeyskra togara innan 50 milna
reyndustréttar. Hinar opinberu skýrslur um er-
lenda togara á íslandsmiðum reyndust ekki
hafa gefið rétta mynd. í byrjun september hafði
islenzka stjórnin sem sé ákveðið að heimila
Færeyingum togveiðar innan 50 milanna, en hún
ætlaði að halda þvi leyndu! Hún hélt að hún gæti
falið 9 togara svo vel, að þeir kæmu aldrei fram!
Þetta leynimakk var með öllu óþarft,
heimskulegt og jafnvel hættulegt. Slik reginmis-
tök ala á tortryggni i garð stjórnvalda. Það er
leiðinlegt að islenzk stjórnvöld skyldu endilega
þurfa að gera slik mistök i sambandi við samn-
ingagerð við eina mestu og beztu vinaþjóð
okkar, sem á allt gott skilið af okkar hálfu.
FORDUMST GRiOTKAST
STÓR ORD 06 ÆSISKRIF
Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson, rithöfundur,
var um margra ára
skeiö nokkurs konar sál
Alþýðublaðsins, ef svo
má að orði komast. Árið
1958 var Vilhjálmur enn
i fullu fjöri og skrifaði
mikið i blaðið, — m.a.
um landhelgismálið.
Þann 23. september
árið 1958 birtir Alþýðu-
blaðið útdrátt úr út-
varpserindi eftir Vil-
hjálm. Erindið er m.a.
merkilegt fyrir þá sök,
að þar kemur Vilhjálm-
ur fyrstur manna opin-
beriega fram með hug-
mynd um landssöfnun
fyrir landhelgissjóð, —
sams konar söfnun og
nú er verið að fram-
kvæma.
Nú, •— 14 árum siðar
skulum við aðeins
lita á málflutning Vil-
hjálms og vikjum þá
fyrst að þvi, sem hann
segir um málstað og
málflutning tslands:
..Enguni blöðum er
um það að flctta, að
þjóðin er cinhuga i land-
heigismálinu. Eggjanir
eru óþarfar. Eggjunum
virðast oft þurfa að
fvlgja svivirðingar um
aðra. Æsingar eru
taugaveiklun. Staðfest-
an er aðalatriðið i þessu
máli. Kurteislcg fram-
koina og virðuleiki i
málsmeðferð er ineira
virði, cn margur kcinur
auga á i erjum dagsins i
dag....
Stórveldin búa yfir
áróðurstækjum, sem
yfirgnæfa allt, sein við
gctuin beitt. Aróðurinn
er ekki aðala triðið.
Ilaiiu getur haft og mun
hafa áhrif á alinenning i
I ö n d u n u m, e n h a n n
veldur ekki úrslitum,
þegar málið er til lykta
leitt. Aróður hefur cngin
Alirif á vcðurfar, vélar-
bilanir. sjóskaða eða
heilsufar. betta mun
valda miklu um úr-
slit..
Eyþjóöir eru þolin-
móðar og þrautseigar,
þegar á reynir. t>að
liafa Bretar sýnt i gegn-
um alla sögu sina og það
höfum við lika sýnt, —
og niunum sýna. Þess
vegna eigum við að
forðast stór orð, grjót-
kast og æsiskrif. Það
verður i frásögur fær-
andi, ef það á að verða
hlutskipti liinnar litlu og
vopnlausu islenzku
þjóðar að svipta Breta
trúnni á þá þjóðsögu
þeirra, að þeir vinni
alltaf siðustu orrustuna.
Allt bendir nú til þess,
að þó þeir hafi uiinið þá
fyrstu i viðureigninni
við okkur meö þvi að
geta lialdiö fiskiskipum
siiuim um sinn innan
nýju landhelginnar. þá
muni þeir tapa þcirri
siðustu. Þetta mundu
incr finnast mikil tið-
indi”.
l>etta hafði Vilhjálm-
ur S, Vilhjálmsson að
segja um landhelgis-
málið fyrir 14 árum.
Orðin bera skýr ein-
kenni hans, eins og
ávallt.
Og Vilhjálmur heldur
áfram:
,,Bátsmaðurinn á I>ór
lét orð falla i viðtali við
fréttamann útvarpsins
fyrir rúmri viku um, að
varðskipsmenn gcrðu
allt, sem i þeirra valdi
stæði, en enn skorti á,
að þeir, sem i landi
starfa, legðu fram sitt
lið. Mjög margir hafa
talað um þessi orð báts-
mannsins og spurt.
livað liann ætti viö....
Allir vita, að
Landhelgisgæzlan er
mjög vanbúin. Hvernig
eigum við að mæta
þessmn nýju viðhorf-
um? l>ór er stærsta og
bezta skip gæzluflotans,
en hann er gallaður.
Fyrsti v'élstjóri l>órs
lýsti vélhúnaöi skipsins
i viðtali við eitt af dag-
blööuin bæjarins — og
það var ekki falleg lýs-
ing.
Skvldi ekki hátsmað-
urinn liafa mcð ummæl-
um siinini, ætlað að
Eramhald á bls. 4
Flokksstarfið
ALÞÝÐUFLOKKSKONUR í REYKJAVIK
Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik heldur fyrsta félagsfund vetr-
arins miðvikudaginn 27. september n.k. kl. 8.30 e.h. i Ingólfscafé.
Fundarefni:
1. Vetrarstarfið.
2. Kosning fulltrua á 34. þing Alþýðuflokksins.
3. önnur mál.
Stjórnin.
KJQRDÆMISÞING
Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi Vestra verður haldið á Hótel -
Mælifelli Sauðárkróki sunnudaginn24. september 1972 og hefstkl. 13.
Dagskrá
Þingið sett. Jóhann G. Möller
Atvinnumál kjördæmisins. Pétur Pétursson,
alþingismaður.
Stjórnmálaviðhorfið; Gylfi Þ. Gislason,
form Alþýðuflokksins.
Ávarp. Bárður Halldórsson, menntaskóla-
kennari
Almennar umræður og ályktanir
Kosning Kjördæmisráðstjórnar.
Þingslit.
Kjördæmisráðstjórn.
Laugardagur 23. september 1972
0