Alþýðublaðið - 01.10.1972, Qupperneq 1
AÐ TJALDA BAKI
í TÍZKU- HEIMINUM
I augum áhorfandans er
tizkusj'ning fæst annað en
stöðugur straumur af fallegum
stúlkum i fallegum fötum, sem
koma, að þvi er virðist, fyrir-
hafnarlaust, hver á fætur
annarri úr búningsherberginu.
En þar inni, handan við glæsi-
braginn og músikina, er likast
þvi að verið sé að undirbúa
mörg tunglskot á stuttum tima.
Þar hendast fyrirsæturnar úr
fötunum, sem búið er að sýna,
þar er skipt um hárgreiðslu eða
kollu með hraða hljóðsins.
Þessar myndir eru frá tizku-
sýningu i Paris, tvær gefa til
kynna asann að tjaldabaki, en
stóra myndin visar raunveru-
lega á grein á þriðju siðu sunnu-
dagsblaðsins, um nýjustu
dægurfluguna i tizkuheiminum,
perlur.
MALNOTKUN, SEM ENN HEFUR
SLOPPIÐ VID ALLAR ORDABÆKUR
Bandariskur læknir, sem haft
hefur til meðferðar fiknilyfja-
sjúklinga, var fyrir tveim árum
að ræða við sjúkling, unga
stúlku, þegar hún notaði orðið
„groovy” til að lýsa reynslu
sinni af notkun lyfjanna.
„Hvað þýðir „groovy”?
spurði læknirinn.
„Groovy þýðir ... eee ... þú
hlýtur að vita hvað groovy
þýðir. Það þýðir bara groovy.”
„Já, en hvað merkir það
raunverulega,” spurði lækn-
irinn.
„Vá,” sagði aumingja stúlk-
an, hallaði sér aftur á bak, i
senn hneyksluð á þvi að lækn-
irinn skyldi ekki skilja orðið
groovy, og um leið veltandi þvi
fyrir sér hvað groovy i rauninni
þýddi.
Svo læknirinn bað hana að
skrifa niður lista af slangur-
yrðum táninga og reyna að gefa
sem ýtarlegasta skýringu á
merkingu hvers þeirra.
Þannig hófst vinna við ein-
hverja sérstæðustu orðabók,
sem gefin hefur verið út um
langt skeið, „Underground
Dictionary”, sem raunar var
orðin úrelt jafnskjótt og hún
kom út, þvi málfar unglinga i
Bandarikjunum, eins og viðast
hvar annars staðar, breytist svo
skjótt, og sifellt nýrri slangur-
yrði og orðtök komast i tizku.
En bókin hefur samt að
geyma mikinn fróðleik og er
mikil söguleg heimild. En
merkilegust er hún þó trúlega
fyrir þá sök, að þarna hefur i
fyrsta sinn verið reynt að
skrásetja hluta lifandi tungu-
máls, sem ekki kemst alla jafna
á prent. Það er að segja orða-
forða, sem um skeið er uppi-
staða i allri orðanotkun ung-
linga, en sem hverfur þó smám
saman vegna nýrri orða og orð-
taka.
Það kemur sennilega fæstum
á óvart að uppistaðan i „Under-
ground Dictionary” eru nafn-
orð, lýsingarorð, sagnir og at-
viksorð varðandi kynlif og fikni-
lyf og reyndar hefur götumál-
lýzkan bandariska auðgast meir
á fiknilyfjaorðum en öðrum sið-
ustu árin.
Hvað viðvikur slangurorða-
notkun islenzkra unglinga, þá
virðast nokkuð óhætt að áætla að
hún sé að meginstofni afbökun
enskra orða, svipað og var um,
hliðstæða notkun danskra orða
hér á landi fyrir einum og hálf-
um mannsaldri.
En samt sem áður þá er eins
og gömul og gegn islenzk orð,
sjaldgæf, komist i tizku hjá ung-
lingum, og komist inn i hinn út-
valda hóp fárra en mikið not-
aðra orða þeirra.
Þannig er trúlega orðið
hallærislcgur. Það varð geysi-
vinsælt fyrir um það bil einum
og hálfum áratug siðan, máske
ofnotað, og siðan tók við stytting
halló (með hörðum fram-
burði). Loks hefur þetta orð
horfið að mestu úr „útvalda
hópnum” en önnur orð tekiö
sæti þess.
Fyrir þrem, fjórum árum
siðan komst orðið geggjað i
þennan sama flokk. Stelpur
sögðu um stráka að þeir væru
alveg geggjaðir ef þeim fannst
mikið til þeirra koma. „Hann
er æðf’ gat þýtt eitt eitthvað
svipað.
Ég koksaði alveg i gær”, er
orðatiltæki, sem notað er af
þeim, sem reykti svo mikið hass
kvöldið áður, að hann leið út af,
sofnaði.
Og „að bylta kvenmanni” ætti
að vera óþarfi að útskýra nánar.
öll þessi orð eiga það sam-
eiginlegt að vera notuð, meira
og minna sem meginuppistaða i
orðaforða stórs hluta ung-
menna, og þess vegna er ekki
hægtað ganga fram hjá þeim, ef
einhver vill fylgjast með og
gera tilraun til að skrá hluta
þess máls, sem talað er i land-
inu.
Svo virðist sem engin ástæða
sé til að reyna að þegja þessa
orðanotkun i hel með þvi að skrá
hana ekki, enda dugir það ekki,
heldur virðast örlög allra eða
vel flestra þeirra vera á sama
veg. Þau eru notuð af tilteknum
fjölda ungmenna um tiltekið
skeið, hverfa siðan smám
saman og önnur koma i staðinn.
tslenzku máli verður þess vegna
seint stór hætta búin af þessari
notkun slanguryrða, sú ógnun er
hún ekki.
legra orðatiltækja. Þau hafa
gegnt vissu hlutverki, halda þvi
áfram, og eiga þess vegna sæti i
islenzkri málsögu.
Og það væri óneitanlega
gaman að eignast „islenzka
götuorðabók.”
BJARNI
SIGTRYGGSSON:
En það væri ómaksins vert, ef
reynt er að halda til haga ein-
hverri sögu málnotkunar i
landinu, að leggja þaöerfiði ásig
að skrá þessa notkun sérkenni-
UM
HELGINA
SUNNUDAGUR 1. OKT. 1972-53. ARG.- 220. TBL.
1