Alþýðublaðið - 04.10.1972, Síða 2

Alþýðublaðið - 04.10.1972, Síða 2
Danmörk sagði já. Það er þvi kominn timi til þess að opna aftur gjaldeyrismarkaðina i Danmörku. Jens Otto Krag tókst sem sagt að halda i dönsku krónuna, forða henni frá falli og draga hana upp á stallinn. Fáeinum stundum seinna var Krag búinn að segja af scr. Niöurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar i Danmörku um aðildina að Efnahagsbandalagi Evrópu virðist engum hafa komið á óvart, enda reyndist hún ekki ýkja frábrugðin þvi, sem fyrirfram hafði verið spáð. Endanlegar tölur i atkvæða- greiðslunni eru þær, að 1.955.932 Danir sögðu já, en 1.124.106 sögðu nei og kjörsóknin var meiri og almennari en áður eru dæmi um i stjórnmálasögu dönsku þjóðarinnar. Þegar úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar voru kunn seint á mánudagskvöld, héldu leiðtog- ar dönsku stjórnmálaflokkanna blaðamannafund. Á fundinum sagði Jens Otto Krag forsætisráðherra, að danska þjóðin heföi tekiö ánægjulega ákvörðun, en að baki henni lægju hörð pólitisk átök, sem hann kvaöst vona, að tilheyröu liðinni tið. ,,Við höfum samþykkt tilboð frá Evrópu”, sagði Krag, og i þvi samþykki felast ekki aðeins margir efnahagslegir kostir fyrirdanska þjóö, heldur einnig að danska þjóðin ætlar að taka þátt i þvi samstarfi, sem valið stóð um”. Forsætisráðherrann harmaði i ræðu sinni, að Noregur skyldi ekki verða aðili að Efnahags- bandalaginu. ,,En við teljum okkur nú bera skyldu til aö stuðla aö hvorutveggja aukinni evrópskri og norrænni sam- vinnu. Okkur er færð sú skylda á herðar innan Efnahagsbanda- lags Evrópu að vinna þar að framgangi norrænna málefna. Við gerum okkur i rikum mæli grein fyrir þessari skyldu okk- ar”, sagði forsætisráðherrann. Leiðtogi danskra ihalds- manna, E. Ninn-Hansen, sagöi á þessum sama blaðamanna- fundi, að úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar væri hvorttveggja i senn ávinningur fyrir Dan- mörku og fyrir Evrópu. Hilmar Baunsgaard, fyrrver- andi forsætisráðherra Dan- merkur, sagði á blaða- mannafundinum, að hin mikla ogalmenna þátttaka i þjóðarat- kvæðagreiðslunni hefði styrkt lýðræðið i Danmörku. Lagði Baunsgaard á það áherzlu, að nú yrði Danmörk tengiliður milli Norðurlanda og Evrópu. Formaður SF, Sósialistiska þjóðarflokksins, Sigurd Ohman, þakkaði þeim kjósendum, sem greitt höfðu atkvæði gegn EBE- aðildinni. Kvaðst hann harma þessi úrslit, þvi að i rauninni hefðu Danir nú slitið sig úr tengslum við Norðurlönd. Morten Lange formaður þing- flokks SF sagði ennfremur i fyrrakvöld, er úrslitin voru kunn, að full ástæöa væri til að óska stuöningsmönnum aðildar að EBE til hamingju með sigur- inn, ,,en við eigum eftir að sjá, hvort þeir standa við öll loforð- in”, bætti Lange við. Benti hann á, að þeir stjórnmálaflokkar, sem opinberlega hefðu snúizt gegn EBE-aðildinni, hefðu i sið- ustu kosningum aðeins hlotið um 15% atkvæða, en stuðning- urinn við þessa sömu flokka hefði tvöfaldazt i þjóðarat- kvæðagreiðslunni. 1 fyrrakvöld var Trygve Bratteli forsætisráðherra Noregs einnig spuröur álits á úrslitunum i Danmörku. Bratteli sagði: ,,Ég hef lengi haldið þvi fram, að norrænni samvinnu væri engin greiði gerður með þvi, að Danir sam- þykktu að standa utan Efna- hagsbandalags Evrópu”. Bratteli sagði ennfremur, að nú hefði danska þjóðin lýst yfir stuðningi við áframhaldandi Evrópustefnu. ,,En Norðmenn veröa að finna aðrar leiðir til úrlausnar vandamálanna með tilliti til sambandsins við Evrópu”. 1 viðtalinu sagði norski for- sætisráðherrann siðan m.a.: ,,Með þvi að hafna aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu leystu Norðmenn ekkert þess- ara vandamála. Norræn samvinna, sem ég hef barizt fyrir alla ævi, kemur ekki held- ur til með að leysa þessi vanda- mál okkar með tilliti til sam- bands Noregs við Evrópu”. Leiðtogi þingflokks norska Verkamannaflokksins sagði i viðtali við fréttastofu NTB, að aðild Danmerkur að Efnahags- bandalagi Evrópu væri augljós ávinningur fyrir Norðurlönd. ,,Það hefði mikla og alvarlega erfiðleika i för með sér, ef öll Norðurlönd stæðu utan Efna- hagsbandalagsins. Ég hef þá trú, að Danmörk verði beinn tengiliður milli Norðurlanda og Efnahagsbandalagsrikjanna og nú fá Norðurlönd þó alla vega einn fulltrúa, sem áhrif getur haft á ákvarðanir innan Efna- hagsbandalagsins”, sagði Gutt- orm Hansen, leiðtogi þingflokks Verkamannaflokksins. ,,A hinn bóginn leiða úrslitin i Danmörku til þess, að Danir munu sitja andspænis okkur Það hefur liklega farið fram- hjá fáum jáyrði Dana við EFTA-aðild á mánudaginn, — og liklega enn færri neitun Norðmanna við þvi sama mánu- daginn þar á undan. Það var engu likara en Norð- menn hugsuðu ekki um annað en þjóðaratkvæðagreiðsluna siðustu dagana á undan, hvar sem tveir eða fleiri komu saman bar hana á góma. Laugardaginn 23. september var svo háður endasprettur i þessari kosningabaráttu, sem sagt er, að eigi ekki sinn lika i Noregi, og ,,nei-fólkið”, eða „Folkebeverelsen” stóð þá fyr ir siðustu aðgerðum sinum viðs- vegar um landið. Blaðamaður Alþýðublaðsins var staddur i Þrándheimi ein- mitt um þetta leyti og brá sér i bæinn með myndavélina með- ferðis. Það voru reyndar fleiri en ,,nei-menn”, sem stóðu fyrir að- gerðum þennan dag, en það furðulega við þessa kosninga- Framhald á bls. 4 AFSÚ6N_____________________1 að láta þar fara fram sómasam- lega kennslu. Þar til náms- brautarstjórn berst slik tilkynn- ing frá rektor sér hún sig neydda til að tilkynna nemendum, að kennsla geti ekki hafizt nema i þeim litla hluta (fyrirlestrar á 1. ári), sem kenna átti annars stað- ar”. Samkvæmt þessari ákvörðun er þeim viðtölum við nemendur á 2. og 3. ári, sem fram áttu að fara i Loftskeytastöðinni, frestað unz umrædd tilkynning berst frá rekt- or”. . Þessi ákvörðun táknar raun- verulega, að 60—70 nemendur i þjóðfélagsfræðum geta ekki hafið nám fyrr en eftir óákveðinn tima. Blaðamaðurog ljósmyndari frá Alþvðublaðinu fóru i skoðunar- ferð' um húsið i gær i fylgd nokk- urra þjóðfélagsfræðinema og Þorbjarnar Broddasonar, lekt- ors. Fljótt á litið virðist húsið i mjög mikilli niðurniðslu, rúður brotn- ar, gluggaumbúnaður viða ónýtur og i kjallaranum mun eitt her- bergið vera fullt af rottum. Að visu voru tveir menn að hreingerningarstörfum i húsinu i gær, en þeir byrjuðu ekki að vinna þarna fyrr en þennan sama dag eða degi áður en húsnæðið átti að vera tilbúið til notkunar. 1 fyrirlestrarsalnum lá alls kyns drasl á gólfum og ekki hægt að i- mynda sér, að þarna hefði átt að hefjast kennsla eftir nokkra daga. „Þetta er allavega komið i gang”, sagði Þorbjörn Brodda- son” en það er spurning hvort all- ir sætti sig við árangurinn”. ÚIGERDIN í að gera út, gerðu út, en flestir biðu átekta með báta sina bundna við bryggju. Þá hafði blaðið samband við Gisla Konráðsson framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Akureyr- inga i gær. Gisli var þá nýkominn af stjórnarfundi hjá félaginu, og sagði að þar hefði verið tekin ákvörðun um að fresta veiðiferð eins togara félagsins, sem átti að fara út klukkan fjögur i gær. Ekki hefði verið gripið til ráðs að kalla inn þá togara sem nú eru að veið- um. Fulltrúar i Verðlagsráði hafa verið þögulir sem gröfin um gang mála i ráðinu. Það er þvi ekki gott að gera sér grein fyrir þvi hversu mikið ber enn á milli hjá fulltrú- um i ráðinu. Langar fundarsetur undan- farna daga benda til þess að eitt- hvað miði i samkomulagsátt, en i lok vikunnar ætti að liggja ljóst fyrir hvort samkomulag tekst i ráðinu, eða hvort verðákvörðun verður visað til yfirnefndar Verð- lagsráðsins. SPEHNA 5 borgarar, sem aðeins nefna skirnarnöfn sin, hafa þetta að segja i litilli íd. auglýsingu: „SPÁNN má gjarna fá okkar pláss i EFNAHAGSBANDA- LAGINU. Kær kveðja.” Allir að fara 1 lesmáli blaðsins þennan siðasta dag áður en kosið er má einnig merkja þá spennu, sem rikir. 1800 verkamenn hyggjast segja upp störfum vegna þess að vinnuveitendurnir hafa hvatt þá til þess að segja já, segir i einni frétt. Ellefu atvinnufyrirtæki hyggjast flytja starfsemi sina til meginlandsins ef nei-ið verður ofaná, segir i annari. Rithöfundar deila um EBE, Per Hækkerup (já) og Frode Jakobsen (nei) ræða málið saman við blaðamenn frá „Aktuelt”. Knginn spámaður Og hvernig halda menn svo að fari. Blaðið fær 51 þekkta kosningaspámenn - stjórnmála- menn, embættismenn og aðra — til þess að spá. Og enginn þeirra reynist spá rétt. Allir spá þeir andstæðingum aðildarinnar mun meira fylgis, en þeir fengu. „Þeir fá 57%”, segir sá bjartsýnasti. „Þeir fá 40%”, segir sá svart- sýnasti. Raunin varð 33%. Sumir hverjir eru þó mjög nálægt hinu rétta að þvi er lýtur að fylgi við aðildina. o Miðvikudagur 4. október 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.