Alþýðublaðið - 04.10.1972, Qupperneq 6
Pillan hefur leyst marga konuna úr hömlum og úr viðjum
óttans, og það hefur aukið lífsgleði þeirra.
Aðrar hafa því miður aðra sögu að segja.
NÆSTUM HELMINGUR ÞJAIST
AF DAPURLEIKA UG ÚHAMIHGIU
Þáttur pillunnar i þvi
aö gera konuna frjálsa og
óháða er meiri en metiö
veröur. Það er einnig
örðugt að gera sér grein
fyrir likamlegum
áhrifum hennar, varð-
andi vissa einstaklinga.en
einungis það að losna viö
þungunaróttann er gifur-
legur álagsléttir, sem
frelsað hefur fjölmargar
konur kynferðislega.
Annað mál er svo það,
að hitt er einnig til að
konum finnist notkun pill-
unnar hafa svipt þær allri
samfaranautn. Og það er
kannski ekki svo undar-
legt, þegar það er tekið
með i reikninginn að
notkun pillunnar hefur
dregiö úr östrogenmagn-
inu i blóði þeirra um
helming.
Það eru nokkrar konur,
sem reiðst hafa þessum
greinum. Svo mikla þýð-
ingu hefur pillan fyrir
hversdagslegt lif þeirra
og fjölskyldunnar — ef til
vill á allt viðhorf þeirra
gagnvart tilverunni, að
ekki má orðinu halla i
gagnrýnisátt varðandi
pilluna, að þær taki upp
hanzkann fyrir hana.
Ég er þvi að kalla yfir
mig talsverðar óvinsældir
þessa dagana og þá sér i
lagi á meðal kvenþjóðar-
innar.
Það verður að hafa það.
Ef til vill hefur það lika
jafnað sig nokkuð um það
leyti, sem ég hef lokið
máli minu.
Það er siður en svo
ætlun min að vinna að þvi
að pillan verði bönnuð.
Einungis að hún verði
metin samkvæmt kostum
og löstum. Svo að þær
konur sem nota hana, viti
að hverju þær ganga.
Þær munu og halda
notkuninni áfram, þrátt
fyrir allt, og það ber ótvi-
rætt vitni þvi hve mikla
jákvæða þýöingu pillan
hefur haft fyrir þær.
Og — eins og áður er
fram tekið — þær einar
eru þess umkomnar að
vega það og meta, hver
fyrir sig, hvort kostirnir
séu þess virði að áhættan
sé tekin.
Það cr ckki einungis
ótlinn við þungunina...
Að sjálfsögðu hafa
menn, allt frá þvi er pill-
an kom fyrst til sögunnar,
haft mikinn áhuga á
hugsanlegum áhrifum
hennar á kynfýsn og kyn-
nautn konunnar.
Og það jafnvel löngu
áður en mönnum var
kunnugt um áhrif pillunn-
ar á hið kvenlega hor-
mónakerfi.
öll skýrslugerð þar að
lútandi hefur reynzt mót-
sagnakennd og villandi og
mismunandi eftir ein-
staklingum. Eigi að siður
hefur niðurstaðan af við-
tækum spurningakönnun-
um orðið sú, að kynfýsn
stúlkna aukist að mun,
þegar þær fara að nota
pilluna.
Hvað ekki er annað en
gera mátti ráð fyrir. Það
gefur auga leið að þung-
unar óttinn hefur dregið
verulega úr allri sam-
skiptaánægju, áður en
stúlkan tók að nota pill-
una, og þó sér i lagi úr
samra'ðisnautninni.
Þessi frelsun frá þung-
unaróttanum fyrir at-
bcina pillunnar, hefur um
leið þýtt frelsun frá
mörgu öðru. Aukið frelsi
til að njóta að fullu þess
kynlifs, sem áður var
háð allskonar hömlun-
um og bönnum i okkar
menningu.
Ekki hvað sizt varðandi
þær stúlkur, sem fengið
höfðu ,,gott” uppeldi.
Þannig hefur pillan
leystaf þeim margskonar
viðjar, með þvi að frelsa
þær frá óttanum.
En einnig af öðrum
ástæðum vafalaust. Það
var töluverð áhætta að
fara að taka inn hormóna.
Dálitið djarft teflt.
Og allt fram að þessu
hafa undantekningarlaust
allar stúlkur — og
reyndar flestir læknar
lika - ekki talið það neitt
efamál, að östrogen-
magnið i pillunni hækkaði
östrogenmagnið i blóðinu.
Og östrogenið — nafnið
er dregið af sem þýðir
,,kynfýsn” — hefur þau
áhrif á kvendýrin i dýra-
rikinu iþáiáltina, að ekki
tungum.
östrogenið i pillunni er
þvi að margra áliti kyn-
fýsnarhormón. Þess er
þvi einungis að vænta að
kynfýsnin aukist, þegar
stúlkur byrja að nota
pilluna.
Iiiiyndunin hcfur mikið
að scgja...
Nú getur imyndunin
beinlinis ráðið úrslitum,
þegar maður notar pillur
— eða lyf i öðru formi.
Hrezkur kvenlæknir,
sem fylgzt hefur með
áhrifum piliunnar af
mikilli gaumgæfni, hefur
látið svo um mælt — i
einkasamtali reyndar —
að um 80% af áhrifum
pillunnar byggðust á
imyndun. Væru svonefnd
„placebo” áhrif.
„Placebo” eru óvirkar
töflur, sem gefnar eru i
rannsóknarskyni, án þess
aö viðkomandi sjúklingur
hafi hugmynd um annað
en að hann noti virkar
töflur. Það sannast
undantekningarlaust að
óvirku töflurnar hafa
einnig tilætluö áhrif —
hafa meðal annars reynst
afbragðs svefntöflur.
Hafi brezki kvenlæknir-
inn lög að mæla, er það
siður en svo undarlegt þó
að margri konunni hafi
liðið vel meö notkun pill-
unnar. Ef til vill betur en
nokkru sinni fyrr.
4(1% kváðu kynfýsnina
liafa aukizt.
Flestar þær konur, sem
byrja á þvi að nota pill-
una, binda við það vissar
vonir.
Að minnsta kosti má
reikna með þvi að flestar
af þeim. sem héldu
notkuninni siðan áfram.
hafi fyrirfram haft
jákvæða afstööu i þvi
sambandi
Það furðulega sem
siðan gerist er einungis
það, að þær konur sem
slika afstöðu höfðu fyrir-
fram, skyldu ekki verða
allar glaðir pilluneyt-
endur þegar til lengdar
lét, og pillan hafði frelsaö
þær frá þungunaróttan-
um — og þá oft og tiöum
einnig margvislegum
kynferðislegum hömlum
og fordómum. En þaö
hefur bara farið á allt
aðra leið, ef marka má
niðurstöðurnar af
könnun, sem gerð hefur
verið i Kanada.
Þar var um að ræða
sjötiu stúlkur, sem notuöu
pilluna, annaðhvort sam-
kvæmt tilvisun lækna eða
ráðgefandi stofnana.
Um 40% kváðu — eins
og vænta mátti — kyn-
fýsnina hafa aukizt, en
næstum 30 % að dregið
hefði úr henni. Hinar
kváðust ekki hafa orðið
varar við teljandi breyt-
ingu hvað það snerti.
45% gripust þunglyndi.
Sú hefði alls ekki átt að
verða raunin. Engin af
þessum stúlkum haföi
hugmynd um að östrogen-
magnið i blóði þeirra
hafði minnkað.
Þær hefðu undantekn-
ingarlaust allar átt að
skýra svo frá að kyn-
fýsnin hefði aukizt að
mun — vegna imyndunar
sinnar og aö vera lausar
við þungunaróttann.
En athugunin leiddi
óvænt allt annað i ljós .
45% af stúlkunum höfðu
gripist þunglyndi.
Þær voru óhamingju-
samar og þeim leið illa.
Misstu matarlystina og
áhuga á samförum, fengu
grátköst. þjáðust af
sjálfsásökunum — voru
jafnvel á stundum að
hugleiða sjálfsmorð.
Hvað il slika „sjúkl-
inga” snerti. hélzt þung-
lyndi á meðan þær notuðu
pilluna. en hvarf óðara
þegar þær hættu notkun-
inni.
Orsökin virtist ekki
vera neinum vafa bundin.
Ilormón lifsgleðinnar og
kvenleikans.
Þarna gæti auðvitað
lika verið um imynduð
áhrif að ræða, þótt senni-
legra sé að þau hefðu átt
að vera gagnstæð.
l>að er að minnsta kosti
augljóst mál, að þegar
45% gripast þunglyndi, þá
er það ekki fyrir neina
imyndun heldur þá stað-
reynd.. að pillan rænir
viðkomandi helmingi af
östrogenmagni blóðsins.
Þegar um tiðahvörfin
hefur verið að ræða, þá
hefur östrogenið verið
kallað hormón lifsgleð-
innar. kvenleikans og
æskunnar.
Og margar eldri konur
hafa fengið það bætt,
þegar dregið hefur úr
framleiðslu likamans á
þessum hormóni, eftir
tiðahvörfin.
Þær fá það tap bætt,
vegna þess að þá verður
östrogenmagnið i blóði
þeirra svipað og hjá pillu-
stúlkunum...
Það er þvi sizt að undra
þótt þunglyndi gripi
sumar kanadisku stúlk-
urnar, þegar östrogen-
magnið i blóöi þeirra
minnkaði um helming.
En — sem betur fer, þá
er það lika staðreynd, að
pillan hefur gert konur
svo þúsundum skiptir
lifsglaðari. af raun-
hæfum. lifefnafræði-
legum orsökum.
Þaö ræöi ég i næstu
grein.
Á morgun:
Laus við
mánaðarlegar
vftiskvalir
r'
mlm
PILLAN
ESA EHKÍ
r'^4 GREINAFLOKKUR EFTIR
DANSKA LÆKNINN KNUD
m LUNDBERG UM GETNAÐ-
m ARVARNARPILLUNA
w II ^
WcStf
:>WéÉM C~ # æ
Sagan af ísadóru Duncan, einhverri
stórkostlegustu listakonu allra tima, er
geysilega mikil saga skammrar ævi
stórfenglegrar konu, — og kvikmyndin,
sem i gærkvöldi var frumsýnd hér á landi i
Laugarásbiói er gerð eftir sjálfsævisögu
ísadóru Duncan og ævisögu hennar, sem
Sewell Stokes ritaði, „Isadóra Duncan, an
Intimate Portrait.”.
Myndin hefst árið 1927 þegar ísadóra
býr i Nice i Frakklandi og er að lesa fyrir
endurminningar sinar.
Á meira en 30 ára listferli hefur hún
kynnzt sigrum og vonbrigðum, ástum og
hörmum. Margir hafa talið hana fegurstu
konu heims og hún hefur i senn verið dáð
og fyrirlitin, elskuð og hötuð viða um
heim.
ÁSTIR ÍSADÓRU
Það er Vanessa Redgrave, sem fer með
hlutverk ísadóru i myndinni og hefur
hlotið lof fyrir.
Myndin um ísadóru fjallar um frægðar-
feril dansdrottningarinnar, einkalif
hennar og list, allt frá þvi hún kom fyrst til
Evrópu, bjó þar á lúxushóteli og strauk
það út um bakdyrnar, þar til hún fer i sina
hinztu ökuferð.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
MÁL ARAMEISTARA
DÆMDAR 180,000
Framkvæmdanefnd bygginga-
áætlunar var nýlega dæmd í
borgardómi Reykjavikur til aö
greiða málarameistara 180 þús-
und krónur i skaðabætur.
Málarameistarinn missti af
verki, sem hann haföi gert tilboö
i, og meginástæöan fyrir þvi mun
hafa veriö sú, að Framkvæmda-
nefndin létundan hótunum, sem
Vinnuveitendasamband tslands
hafði i frammi.
Hótanirnar setti sambandið
fram, þar sem það taldi manninn
ekki hafa full réttindi til þess aö
bjóða i verkið. 1 ljós kom, aö hann
hafði þau réttindi.
Stefnandi málsins, málara-
meistarinn, gerði tilboð i málun
þriðja áfanga Breiöholtsfram-
kvæmdanna haustið 1969.
Tilboð hans reyndist hagstæð-
ast, en þvi var ekki tekið innan
þess frests, sem FB hafði. Hann
skrifaði nefndinni siöan bréf, þar
sem hann kvaðst standa við til-
boðið áfram.
Skömmu seinna samþykkti FB
á fundi, að leita tilboða hjá stefn-
anda.
1 millitiðinni haföi félagi stefn-
anda, sem var aöili aö tilboðinu,
dregið sig til baka, og stóð hann
þvi eftir einn.
Vegna tilboösins haföi Vinnu-
veitendasamband Islands skrifað
FB bréf, þar sem þvi var mót-
mælt, að litið yrði á tilboöið, þar
sem hér væri um sveinatilboö að
ræða. Báöir þeir, sem stæöu að
tilboðinu, væru meðlimir i
sveinafélaginu en ekki félagi
málarameistara.
Þessi mótmæli eru einmitt
ástæðan fyrir þvi, aö annar til-
boðsmannanna sagði sig frá þvi.
Hins vegar haföi stefnandi sagt
sig úr sveinafélaginu áður en til-
boðin voru opnuö enda hafði hann
full meistararéttindi.
Eftir samþykkt FB um að leita
tilboða við stefnanda dróst þaö
fram á sumar næsta ár, að samn-
ingagerðin hæfist.
Allan þennan tima var stefn-
anda alltaf svarað þvi til, að
samningageröin myndi dragast,
þar sem fyrr þyrfti aö semja viö
aðra, en hins vegar ekki sagt að
ekki yröi reynt að semja við hann.
1 júli 1970 skrifar svo FB stefn-
anda og honum er tilkynnt, aö
verkið verði boöið út aö nýju
„vegna mikilla breytinga á verk-
inu og öryggisleysis um fram-
kvæmd verksins”, eins og þaö var
orðaö.
Stefnandi ásamt öðrum bauð i
verkið á nýjan leik, en var ekki
með lægsta boð aö þessu sinni og
þvi var samið við annan.
Um leið og hann lagði fram sið-
ara tilboöiö, mótmælti hann þvi,
að verkið væri boðiö út aftur, þar
sem hann liti svo á, að búið væri
að semja við sig um framkvæmd
þess.
Vegna alls þessa endar svo
stappiö meö málaferlum og nið-
urstaða dómsins varö sú, að hann
er talinn hafa rétt fyrir sér.
Þó með þeim fyrirvara, aö FB
hafi ekki veriö búiö að semja við
hann, heldur hafi Framkvæmda-
nefndin hætt samningaumleitun-
um viö hann sumariö 1970 á röng-
um forsendum.
t málinu kom nefnilega i ljós,
að FB lét bjóöa verkið út að nýju
vegna endurtekinna yfirlýsinga
málarameistara um, aö þeir
hyggöust grlpa til aögerða, ef
stefnandi fengi verkiö.
En þar sem meistarar höföu
engan grundvöll undir sinum hót-
unum mátti FB ekki láta þær hafa
áhrif á sig að áliti dómsins.
Auk skaðabótanna var FB
dæmt til að greiða málskostnað.
Upphafleg stefnufjárhæð var
tvær milljónir króna.
Edda Þórarinsdóttir, Rúrik Haraldsson og Róbert, Makki hnífur.
ÁRIÐ BYRJAR Á TÚSKILDINGSÓPERUNNI
Nú er aðeins vika þar til leikár
Þjóðleikhússins hefst, en fyrsta
frumsýningin verður þriðjudag-
inn 10. október. Það er Túskild-
ingsóperan, eftir Bertolt Brecht,
sem þá verður byrjað að sýna
undir leikstjórn Gisla Alfreðs-
sonar, en Róbert Arnfinnsson fer
með aðalhlutverkið, hlutverk
Makka hnifs.
Það er ný leikgerð, sem verður
nú tekin til sýninga, en Túskild-
ingsóperan hefur veriö sýnd tvis-
var sinnum áður hér á landi.
Leikfélag Reykjavikur sýndi leik-
ritið 1959, og Leikfélag Akureyrar
1971. Þorsteinn Þorsteinsson
geröi nýja þýðingu fyrir þessar
sýningar, en söngtextana þýddu
þeir Þorsteinn frá Hamri, Böðvar
Guðmundsson og Sveinbjörn
Beinteinsson.
Túskildingsóperan er þriðja
verk Brechts, sem sýnt er i Þjóö-
leikhúsinu. hin fyrri voru Mutter
Courage, sem var sýnt árið 1965,
og Fúntila og Matti, árið 1968. A
hinn bóginn er Túskildingsóperan
tvimælalaust vinsælasta verk
Brechts, og hefur verið sýnt i
flestum löndum þar sem leikhús
er starfandi, og daginn eftir að
verkið er frumsýnt hér i Þjóðleik-
húsinu verður það frumsýnt i
Kaupmannahöfn.
Ijeikmyndir og búninga geröi
Ekkehard Kröhn, sem geröi leik-
myndir i Fást og Höfuösmann-
inum frá Köpernik, þegar þau
verk voru sýnd i Þjóðleikhúsinu,
en hljómsveitarstjóri er Carl
Billich.
A blaðamannafundi með Sveini
Einarssyni Þjóöleikhússtjóra og
Gisla Alfreðssyni i gær sagði sá
siðarnefndi, að Túskildings-
óperan hafi oft veriö látin gerast
á einhverjum ákveönum timum,
m.a. hafi hún verið miðuð við
tima Al Capones i Bandarikj-
unum, og búningar og sviðs-
myndir þá að sjálfsögðu farið
eftir þvi. 1 þessari uppsetningu
sagði Gisli, að hafi verið gripið til
þess ráðs, að láta leikritið gerast
á óákveðnum tima, en þó i nútiö-
inni, og um leiö reynt að minnka
hiliö á milli leikenda og fólksins i
salnum m.a. með þvi að láta per-
sonurnar ekki vera frábrugönar
þvi i klæöaburöi.
Vafalaust fýsir marga til þess
að leggja leið sina i Þjóðleikhúsiö
á næstunni til þess að sjá þetta
meistaraverk Brechts, ekki sizt
þegar þess er gætt, að brezkur
leiklistargagnrýnandi sagði um
það, að vinsældir þess stafi ein-
faldlega af þvi, að það sé bezti
söngleikur sem nokkurn timann
hafi veriö saminn.
GIÚRBREYTT VIDHURF TIL HASSREYKINGA USA
Það er ekki ýkja langt siðan hver
sá bandariskur stjórnmálamað-
ur, sem ekki fordæmdi hass eða
marjuana harðlega, mátti þakka
fyrir að vera ekki grýttur.
Dr. James L. Goddard, fyrrum
starfsmaður bandariska heil-
brigðisráðuneytisins varð var við
þetta fyrir fimm árum siðan, þeg-
ar hann sagði 1 ræöu i Minnea-
polis, að hann efaöist um að
marijuana væri skaðlegra en
alkóhól. I þá daga sjaldgæf skoð-
un, en nú almennt álit nefndar
þeirra, sem Nixon forseti Banda-
rikjanna skipaði til að gera úttekt
á skapsemi hamps.
Dr. Goddard varð fyrir aðkasti
i bandariska þinginu og af hálfu
yfirmanna hans hjá ráðuneytinu.
Hann var kallaður fyrir rann-
sóknarnefndir þingsins hvað eftir
annaö, m.a. þrisvar eina vikuna,
og einn þingmanna sagði að það
ætti hiklaust að reka hann fyrir að
fara svo mildum oröum um
marijuana.
Svipuð reynsla
Dr. Stanley F. Yolles, fyrrum for-
stöðumaður bandarisku geð-
verndarstofnunarinnar, varð fyr-
ir svipaðri reynslu þegar tveim
árum siðar er hann sagði rann-
sóknarnefnd öldungadeildarinnar
að sér fynndust refsingar fyrir
neyzlu marijuana vera of strang-
ar.
Hann sagði að þessi einkaskoö-
un sin, hann hafi ekki verið aö
tala sem forstöðumaður opin-
berrar stofnunar, hafi leitt til
þess að hann hafi verið látinn
vikja úr starfi ári siðar.
En nú er þetta allt að breytast.
Rannsóknarnefnd, sem skipuð
var að meirihluta mjög ihalds-
sömum mönnum, (niu tilnefndir
af Nixon, hinir fjórir þingmenn)
komst i vor að þeirri niðurstöðu
að marijuana væri ekki fiknilyf
og neyzla þess ætti ekki aö varða
fangelsisvist.
Þessi breyttu viöhorf til marij-
uana reykinga hafa aö talsverðu
leyti fylgt þeirri breytingu, sem
oröiö hefur á neyzluvenjum. Þaö
eru ekki lengur bara listamenn,
hippar og siikir, sem neyta
hamps, heldur er hin svonefnda
„millistétt” farin að neyta hans I
rikum mæli, og eins og fram kom
á sfðasta læknaþingi i Bandarikj-
unum, er þó nokkuð stór hluti
bandarlskra lækna, sem reykir
hass að staöaldri, og mjög stór
hluti þeirra hafði prófað það einu
sinni eöa oftar.
Marijuana er komiö inn I skól-
ana, og inn á heimilin, það eru
ekki lengur bara börnin, sem
reykja það þar, heldur eru for-
eldrarnir að uppgötva það lika.
Nefndarmennirnir, sem áðurer
getið, urðu lika fyrir hugarfars-
breytingu, meöan á rannsókninni
Framhald á bls. 4
Miðvikudagur 4. október 1972.
Miðvikudagur 4. október 1972.