Alþýðublaðið - 08.10.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.10.1972, Blaðsíða 3
MÆIA BER TVISVAR ARLEGA BLÚÐÞRÝSTING KVENNA SEM NOTA PILLUNA Pillan hefur áhrif á blóðþrýstinginn. Afleiðingarnar liggja ekki Ijóst fyrir, en nauðsyn ber til að vera á verði, að áliti vísindamanna. Þriðji hluti þeirra, sem þjást af of háum blóð- þrýstingi, er skipaður kon- um. bar eru þær konur f jö 1 m ennasta r, sem komnar eru yfir tiða- hvörfin. östrogenið veitir þeim nefnilega vörn i þessu sambandi þangað til. Það er þvi ekki nema eðlilegt að það tvennt fylgist að, iækkað magn östrogensins i blóðinu fyrir áhrif pillunnar og hækkandi blóðþrýstingur. Þetta er lika svo algengt, að allar þær konur sem nota pilluna, ættu að láta mæla blóðþrýstinginn tvisvar á ári, en hve margar þeirra gera það? Hækkun blóð- þrýstingsins er nú talin mun varhugaverðari en nokkru sinni fyrr. Áður var smávægileg hækkun talin með öllu hættulaus. Þetta var eins og annað sem fylgdi aldrinum, og var nánast tiltekið eðlilegt. Nú er talið mikilvægt að fylgjast meö þvi þó að blóðþrystingurinn hækki ekki nema litið eitt. Og margir læknar eru þeirrar skoðunar að við slikt eigi að fást með þrýstings- lækkandi lyfjum og ráðum sem við kunnum skil á. Ein af ástæðunum fyrir þvi, og sennilega sú sem þyngst er á metunum er sú, að hækkandi blóð- þrýstingur er eitt af þeim einkennum sem gefur til kynna að kölkunarhættan sé á næsta leiti. Aukist blóð- þrýstingurinn eitthvað, eykst hættan á æða- kölkuninni að sama skapi. Og þá getur blóðtappi i heiia cg heilablæðing siglt i kjölfarið -- og margt annað. Leitarljósin beinast þvi mjög að hækkuðum blóð- þrýstingi. Einnig að hækkuðum blóðþrýstingi þeirra kvenna, sem nota pilluna. En við skulum nú fyrst athuga litið eitt hvað gerist i sambandi við blóð- þrýstinginn i hinu tilvikinu — þar sem östrogen- magnið i blóðinu lækkar i sambandi við tiðahvörfin. Hitaköstin eru hvað þekktust óþægindi i sam- bandi við tiðahvörfin. Það má lita á þær sem eins-1 konar blóðþrýstings-- sveiflur, sem liða hjá. Og verða oft af sálrænum or- sökum. Hinn hækkaða blóð- þrýsting i sambandi við við tiðahvörfin má marka af skýrslum — að tveir þriðju hlutar þeirra, sem þjást af of háum blóð- þrýstingi eru konur, komnar um og yfir fimmtugt, vel að merkja. Að östrogenskorti verður með nokkrum rök- um um þetta kennt má fyrst og fremst marka af þvi að östrogengjöf getur komið i veg fyrir bæði hitaköst og hækkaðan blóðþrýsting i sambandi vlð tiðahvörfin. En þá i stærri skömmtum en i pillunni. Hcfur ekki áhrif á eggbúin. Þegar hér er komið, hefur þetta ekki nein áhrif á eggbúin og hormóna- framleiðslu þeirra. Þá eru eggbúin úr sögunni. Þegar pillan dregur hinsvegar úr östrogen- magni blóðsins á hliðstæð- an hátt má gera ráð fyrir að það hafi svipuð áhrif á blóðþrýstinginn. Blóðþrýstingurinn getur sumsé hækkað og það gerir hann. Mismunandi að visu, kannski eilitið hjá sumum, en hækkunin er þó greinileg, þegar litið er á meðaltalið. Áhrifin verða meö öðrum orðum ekki rengd. Maður er einungis i vafa um hvernig þau verða i lengdinni — og hve hættu- leg þau geti reynst. Fyrir skömmu er frá þvi skýrt i brezka læknatima- ritinu ,,British Medical Journal", og það i forystu- grein, að hvaða niður- stöðum hefði verið komizt i sambandi við nýjustu at- huganir á þessu sviði. Þessar niðurstöður voru frá Kaliforniu og sönnuðu það svo ekki varð um villzt að pillunotkun veldur hækkuðum blóðþrýstingi. Niðurstöður af athugun- um annars staðar sýna heldur minni — en þó harla greinilega — hækkun systoliska blóð- þrýstingsins. Meö systoliskum blóð- þrýstingi er átt við þrýstinginn, þegar hjartáð clregur sig saman og þrýstir blóðinu út i æða- kerfið — með öðrum orð- um, það sem þrýstingur- inn verður mestur. Blóðþrýstingurinn lækkar úti i æðunum, áður en hjartað dregst saman aftur. Það sem hann mælist lægstur er kallaður diastoiiskur blóðþrýsting- ur. Þegar systoliski blóð- þrýstingurinn er undir 140 og sá diastoliski undir 90, er taliö að um hóflegan blóðþrýsting sé að ræða. Nokkrar af konunum sem athuganirnar i Kaliforniu náðu til, höfðu of háan blóðþrýsting áður en þær hófu notkun pillunnar, en meðaltalið var samt 125 og 76. En eftir að þessi hópur tók að nota pilluna, hækkaði meðaltalið hins- vegar i 183 og 110 — systoliski og diastoliski blóðþrýstingurinn. Með öðrum orðum, þarna átti sér stað greini- leg hækkun, þannig að meðaltalið fór langt yfir eðlilegt meðaltal. Mjög var það mismunandi eftir einstaklingum hve lengi blóðþrýstingurinn var að ná mældu hámarki, en þvi miður liggja ekki fyrir nákvæmar heimildir um það. Konurnar létu ekki mæla blóðþrýstinginn einsoftog með hefði þurft. Sök pillunnar. Það getur aftur á móti ekki verið neinum vafa bundið, að það hafi verið pillan sem átti sökina á blóðþrýstings-hækkuninni. Það kom á daginn svo greinilega að ekki varð um villzt, þegar konurnar hættu að nota hana og meðaltalið lækkaði aftur, allt niður i 130 og 82. Að visu ekki jafn lágt og meðaltalið hafði verið i upphafi, en þó svo lágt að alls ekki gat kallast að um óeðlilegan blóðþrýsting væri að ræða eins og áður segir. Við megum svo ekki gleyma þvi, að konurnar voru valdar sérstaklega til þessarar athugunar, og að fáeinar þeirra höfðu blóð- þrýsting fyrir ofan meðal- tal, þegar áður en þær byrjuðu að nota pilluna. Og enn fremur ber að leggja áherzlu á það, að hækkun blóðþrýstingsins var mjög mismunandi eftir einstaklingum. Þegar athugun, sem nær til jafn margra einstaklinga og hér var um að ræða, og systoliski blóð- þrýstingurinn hækkar að visu óvefengjanlega, en þó ekki meira en raun ber vitni, þýðir það að blóð- þrýstingur hækkaði ekki hjá allmörgum af þeim konum, sem athugunin náði til, — en þeim mun meira hjá öðrum. Athuganir ýmissa annarra lækna og visinda- manna koma heim við þessar niðurstöður. Blóð- þrýstingur hækkar yfir- leitt við pillunotkunina, en alls ekki undantekningar- laust. Sérstök rannsókn á kon- um, sem eggjastokkarnir höfðu verið teknir úr, og framkvæmd var af Von Eill og Plotz, rennir og stoðum undir þessa kenningu. Þessi algera vönun jafngilti tiðahvörfum fyrir ár. Og það sýndi sig, aö unnt var að halda blóðþrýstingi þeirra i skefjum með östrogengjöf. Niðurstöðurnar, sem getið er um i forystu- greininni i brezka lækna- timaritinu, og raktar hafa verði hér á undan, benda ótvirætt til þess að allar konur, sem nota pilluna, eigi að láta mæla blóð- þrýsting sinn á misseris fresti. Og i beirri forystugrein segir beinlinis, að sérhver kona sem ætli sér að nota pilluna, eigi að láta mæla blóðþrýstinginn áður en sú notkun hefst. ’teymst blóðþrýstingurinn eðlilegur, virðist fremur litil hætta á að hann hækki nokkuð að ráði við notkun pillunnar, enda þótt sú hætta sé ekki útilokið, og þvi sé það að öllu leyti hyggilegast að fylgjast með þvi á hálfs árs fresti eins og áður getur. Hafi hún hins vegar of háan blóðþrýsting , getur viðhorfið verið annað. Aö minnsta kosti ber að at- huga gaumgæfilega þörf hennar fyrir að nota pilluna. Ekki þarf þó of hár blóð- þrýstingur að verða til þess — samkvæmt áliti höfunda forustugreinar- innar, sem áður getur, að konum sé meinað að nota pilluna, þar eð henni fylgja þrátt fyrir allt, margir kostir. En fylgjast verður með blóð- þrýstingnum nákvæm- lega. Og allar konur , sem nota pilluna, verða að láta mæla blóðþrýstinginn tvisvar á ári. En hvað eru þær margar, sem það gera? A þriðjudaginn birtist svo sjöundi þátturinn úr greinarflokki Knuds Lundberg um pilluna. Hann nefnist: Skylda að segja konum hvað þær kunna að eiga á hættu. Sunnudagur 8. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.