Alþýðublaðið - 08.10.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.10.1972, Blaðsíða 7
BILAR OG UMFERÐ GOn EFNI— EN MISHEPPNAÐUR SJÖNVARPSÞÁTTUR STRÆTO FRAM- r. Þaö fer ekki á milli mála, að samgöngur eru lifæð nútima þjóðfélags, hvort sem um er að ræða samgöngur á milli byggðarlaga eða innan þétt- býlis. Þegar þessa er gætt er næsta furðulegt hvað þær hafa þróast litið undanfarna áratugi. Versti sökudólgurinn er vafa- laust einstaklingshyggjan, þ.e. tilhneiging okkar til að vilja ráöa yfir okkar eigin ferðum, m.ö.o. einkabilisminn. Stór- borgir nútimans einkennast af einkabilum, sem reiknað hefur verið út að flytja að meðaltali 1.8 menn og mynda á vissum timum dags ill leysanlega um- ferðarhnúta. Innan um alla þessa einkabila böðlast svo áfram risavaxnir strætisvagnar, sem taka 60-70 farþega, en flytja að jafnaði varla meira en helming þess fjölda. Utan venjulegs umferðartima er algengt, að i þessum skrimslum sitji svo ekki nema örfáar hræður. Sporvagnar og neðanjarðar- lestir hafa ýmsa kosti framyfir þessi reykspúandi ferliki, sem oft er erfitt aö koma fyrir á þröngum götum miðborganna. En gallinn við þau samgöngu- tæki er, að þau eru mjög tak- mörkuð, og stofnkostnaður er gifurlegur. Það segir sig sjálft, aö erfitt er aö þróa jarðgangna- og teinakerfi i samræmi við stækkun borga, svo liklega eru strætisvagnarnir hentugastir eftir allt saman, — þeir þurfa hvorki jarðgöng né teina. En er nauðsynlegt að hugsa sér strætisvagna i þeirri ein- staklega óhagstæðu mynd sem þeir eru? Er nauðsynlegt að halda áfram að búa til strætis- vagna með þvi að smiða dans- sali og setustofur á vörubils- grindur bara vegna þess, að ein- hverjum snjöllum manni datt i hug aö gera það endur fyrir löngu? Sören Bendtsen, 29 ára gamall arkitekt, frá Kaup- mannahöfn, hugsar sér strætis- vagna allt öðruvisi. Hann hugsar sér strætisvagna með 12 sætum og pláss fyrir 12 stand- andi farþega. Og Sören lizt ekki á, að þegar fólk fer inn i þessa gömlu stóru óhentugu strætis- vagna, þarf það að klofa upp i um 70 sm. háa tröppu. Þetta vandamál leysir hann með þvi að hafa strætisvagninn sinn tveggja hjóla, og með vökvaút- búnaði, sem gerir vagnstjóran- um kleift að draga hjólin inn — eða öllum heldur að leggja vagninn niður á götuna. Þannig verður unnt að ganga beint inn i vagninn rétt eins og á gólfinu heima hjá sér. Og jafnvægið er ekkert vandamál, um það sjá aö sjálfsögðu loftpúðar. Þetta farartæki nefnir hann „gyrovagn.” Þessi hugmynd Sören Bendt- sen er ekki út i bláinn, þetta er prófstykkiö hans við iðnaðar- hönnunardeild Listaakademi- unnar i Kaupmannahöfn, og á bakvið hugmyndina liggja gifurlegar athuganir og rann- sóknir á samgöngum i borgum. Og það má nefna, að þessi sami Sören hefur áður hannað, ásamt fjórum verkfræðistúdentum, litinn og hentugan borgarbil. Grundvallarhugmyndin, sem liggur að baki þessa litla strætisvagns er, að hann taki sem minnst pláss, og þá hugsar Sören bæði um hagkvæmni og meiri möguleika á að komast áfram i umferðinni. Ef við litum á seinna atriðið má benda á, að meðalhraði strætisvagna i Kaupmannahöfn er 15 km á klst., og þá er reiknað með dvölum á viðkomustöðum og töfum i umferðinni. Miðað við, að strætisvagnar nútimans taka um 30 fermetra á götunum, en þessi tveggja hjóla vagn aðeins 8,4 fermetra, verða að sjálfsögöu minni umferöartafir. Þá er þess einnig aö gæta, sem fyrr er getið, að nýting strætis- vagnanna er mjög litil nema rétt á mestu annatimunum, en vagnarnir taka alltaf jafnmikið pláss. Með strætisvagni Sörens opnast möguleikar á að haga fjölda vagnanna eftir þeim fjölda farþega, sem þeir þurfa að flytja. Þá geta vagnarnir þjónað bæði hlutverki neðanjaröarlesta og sporvagna, en munurinn er sá, að i báðum tilfellum tekur hann minna pláss, og þessvegna verður allur kostnaður minni. Þversnið nútima jarðganga er 18-30 fermetrar, en þversnið jarðganga tveggjahjóla vagns- ins verða aðeins 9 fermetrar. Það var eiginlega timi til kominn, að sjónvarpið gerði umferðarfræðslunni einhver skil, og þátturinn „Kveikið á perunni”, sem var á dagskrá á mánudagskvöldið, lofaði góðu, — að minnsta kosti á meðan hann var ekki kominn lengra en á prent i dagskránni. Efnið var vel til fundið, öku- ljósin eru eitt af þvi sem athygli manna þarf að beinast að þegar skammdegið fer i hönd, og ekki skal efnisvalið þvi gagnrýnt. Annað er það, að þrátt fyrir ýmsar góðar ábendingar, sem komu fram i myndinni, var hún sem heild misheppnuð. Aðal ástæðan fyrir þessari mis- heppnun var án efa textinn, sem Arnþór Ingólfsson lögreglu- varðstjóri þuldi upp svona nokkurnveginn i takt við það sem sýnt var, — og þó ekki alveg. Og textinn lét þannig i eyrum, aö það var sem þessi einkennisklæddi varöstjóri sæti þarna og horfði á myndina eins og hlutlaus áhorfandi, sem skýrir i fljótheitum það sem fyrir augu ber, en hugsar að öðru leyti litiö um efni myndar- innar. Af þessum sökum er hætt við, aö ýms atriði hafi fariö fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem ekki beinlinis vissu þau áður. Auk þess sem nauðsynlegt kann að veröa aö hverfa ofan i jarð- göng er möguleiki á að lyfta vagninum uppfyrir umferðina. Það er einfaldlega gert meö „hálfum jarðgöngum”, þ.e. vagninum rennt eftir hálftunnu- lagaöri braut. Sören Bendtsen hefur lika velt þvi fyrir sér, hvaða áhrif þetta nýja samgöngutæki hefði ef það yrði tekið upp. Verður eyðan, sem stóru skrimslin skilja eftir sig, notuð til að auka enn á umferðina þar til allt er komið i sama farið aftur eða verður tækifærið notað til þess að létta á umferðinni? Ef það fyrr- nefnda gerist segir Sören, aö Tæknileg atriði i svona mynd- um má endalaust deila um — en það er afskaplega erfitt fyrir stjórnandann að taka ákvörðun um það hvaða atriði á að taka með. En þó má segja, að nauö- synlegt hefði verið að taka til meðferðar viðhald á luktum, þvi ótrúlega margir hafa t.d. ekki hugmynd um hvernig á að skipta um peru. 1 þvi sambandi hefði átt að benda á nauðsyn þess að skipta um báöar perur, þegar önnur brennur yfir, og einnig að minna fólk á að hreinsa glerin. Og aidrei er of oft hamrað á þvi, að fólk yfirleitt lækki ljósin, þegar það mætir bil i myrkri. Það hefði kannski mátt fara i ökuferð meö myndavélina i framsætinu og sýna hvað gerist þegar ljósin eru lækkuð, — og sýna lika nákvæmlega á hvaða augnabliki þarf að framkvæma þennan mikilvæga en einfalda verknað. Þetta hefði vafalaust mátt koma i staöinn fyrir endurtekn- ingunaá neyðarljósunum, og fók hefði skilið það betur en teikn- ingarnar, sem sýndu bila mætast með Ijósum. Að lokum spurning til út- varpsins: Var fólki ætlaö að hlæja eða gráta undir um- feröarþættinum á miðvikudags- morguninn? ekkert ráð sé vænna en lögleiða 7 metra löng tveggja manna farartæki, það muni flýta fyrir hruni samfélagsins —■ og kannski þurfi einmitt það að gerast svo augu fólks opinist fyrir þvi sem er aö gerast i kringum okkur. Samanburður á nokkrum tæknilegum atriðum framtiöar- strætsvagnanna og þeirra gömlu (innan sviga): Flatar- mál framhluta 2,5 ferm. (7,65), hæð dyra frá götu 0 sm (70 sm), samanlögð breidd dyra 480 sm (230 sm) heildarþungi 4 tonn (16 tonn), vél um 100 hestöfl (um 200 hö) og heildar- lengd 7,6 m (11,7 m ). UMSJÓN: ÞORGRIMUR GESTSSON ÆVILÖNG HAMINGJA — FRAMHALD ÚR OPNU kvæmilegt skilyrði fyrir hamingjusömu hjóna- bandi. Það er þó ekki nema hálfsannleikur. Hamingjusamt hjónaband gerir kynferðislifið þýð- ingarmeira, þannig að það verður um leið snar þáttur i hamingju hjónabandsins. En sagan er ekki öll þar með sögð. Hjónabönd að ákvörðun foreldra og aðstandenda hafa gefið góða raun svo aldatugum skiptir. Slikt byggist fyrst og fremst á þvi að þá gera viðkomandi sér ekki neinar vonir. Ef þau geta svo ræðst við i trúnaði, fundið einhvern sameiginlegan grundvöll, hlegið saman eða átt eitt- hvað saman verða bæði þvi svo innilega fegin. Hversu litið sem er, verður betra en ekki neitt. Og þannig fer einnig um mörg þau hjón sem ekki eiga saman. Eftir átök og deilur fara þau að sætta sig við hjónabandið, varpa öllum draumum fyrir borð og þakka sinum sæla fyrir að ekki skuli þó hafa tekizt verr til. Arangurinn verður sá, að þau sjá galla og van- kanta hvors annars i nýju ljósi og um leið skapast grundvöllur fyrir ánægju- legri sambúð. Þau karl og kona sem gædd eru heilbrigðum eðlishvötum, þau sem hafa verið svo hamingju- söm að efinn um að þau eigi saman hefur ekki vaknaö við fullnægingu þeirra hvata, þau sem hafa kjark og viljafestu til að bjóða örðugleikunum birginn, heilbrigt skap og skopskyn til að láta hvers- dagslega árekstra ekki á sig fá og gefin er sú óeigin- girni sem meö þarf til að þau liti hvort á annað sem mannlegan einstakling ekki siður sambandsaðila — það eru þau, sem gert geta jarðneskt hjónaband að himneskri sambúð. Sunnudagur 8. október 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.