Alþýðublaðið - 28.10.1972, Qupperneq 1
HITAVEITAN KYNDIR UNDIR í KÓPAVOGI
BÆJARSTJÓRNIN
SPRAKK í GÆR
/
Vonzkuveður og snjókoma
var um nær allt landið i gær. A
nokkrum stöðum var blind-
bylur, og komst veðurhæðin
viða i 10 vindstig. Hér i Reykja-
vik var hryssingsveður og
hrollur i mönnum eins og
myndin sýnir.
Margir fjallvegir lokuðust, og
ekki var unnt að fljúga á nema
einn stað i gær, eina ferð til
Vestmannaeyja.
Veður fer nú lægjandi, og
jafnframt hlýnar i lofti að sögn
Veðurstofunnar, og má þvi
búast við mikilli hálku á vegum.
Það er þvi hlákuhelgi
framundan.
Mestur var verðurhamurinn á
Suðurlandsundirlendinu. Komst
verðurhæðin i 10 vindstig á
Hellu og i Vik i Mýrdal. Mikil
úrkoma fylgdi óveðrinu, og
tepptust vegir. Hellisheiði er
ófær, en verður rudd á morgun
að sögn Vegagerðarinnar.
Þrengslin og vegir á Suður-
landsundirlendi verða væntan-
lega orðnir færir i dag, en Vega-
gerðin varaði við mikilli hálku.
Veðurofsinn tafði mjög allar
samgöngur um Suðurlands-
undirlendið, og kom þetta ein-
kanlega illa við mjólkurbila,
sem töfðust sumir i margar
klukkustundir. Slikur var
veðurofsinn, að bilarnir treystu
sér ekki heim afleggjarana að
nokkrum bæjum, vegna hræðslu
um að fjúka hreinlega að af
veginum.
Ekki er vitað um að tjón hafi
orðið mikið, nema einhverjar
Framhald á bls. 4
ÞETTA
VERÐUR
HLÁKU-
HELGI
VOPNAHLÉD IINDIR-
RITAD A ÞRIDJUDAG?
NORÐUR-VIETNAMAR
KREFJAST ÞESS
Norður-Vietnamar lýstu sig i
gær reiðubúna til að halda
hvenær sem væri nýjan fund
með Henry Kissinger um loka-
atriði samkomulagsins um frið i
Vietnam.
Formælandi Norður-
Vietnama á Parisarfundunum
sagði i gær, að þessi fundur með
Kissinger gæti þeirra vegna
hafizt á mánudag. Hins vegar
kvaðst hann ekki sjá neina
ástæðu til að halda nýjan fund
og itrekaði þá kröfu Norður -
Vietnama, að samkomulagið
yrði undirritað á þriðjudag.
Við annan tón kveður hjá Van
Thieu forseta Suður-Vietnam.
Eftir honum var haft i gær, að
ekkert samkomulag sé gilt án
undirskriftar hans sjálfs og
samþykkis þingsins i Suður-
Vietnam.
Thieu forseti itrekaði enn á ný
i gær þá afstöðu, að samkomu-
lag, sem gert væri milli Banda-
rikjamanna og Norður-
Vietnama væri Suður-
Vietnömum óviðkomandi. Enn-
fremur sagði forsetinn, að hann
myndi ekki undirrita neitt leyni-
samkomulag um framtið mála i
Vietnam og lagði áherzlu á, að
samkomulag væri einskis virði
án undirskriftar hans.
Einnig bar Thieu forseti fram
á ný tillögu, sem þjóðfrelsis-
Framhald á bls. 4
Bæjarstjórn Kópavogs sam-
þykkti i gær að fela Hitaveitu
Reykjavikur að leggja hita-
veitu i Kópavoginn.—
t Kópavogi er 'ekki lengur til
staðar neinn samstæður bæjar-
stjórnarmeirihluti. A bæjar-
Stjórnarfundi i gær fór endanlega
út um þúfur meirihlutasamstarf
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins um stjórn bæjar-
málanna er einn af þrem aðalfull-
trúum Sjálfstæðisflokksins i
bæjarstjórninni — Eggert Stein-
sen — kvaðst hættur stuðningi við
meirihlutann og bæjarstjóra.
Gaf hann þessa yfirlýsingu m.a.
vegna þess, að hann mun andvig-
ur fyrirætlunum bæjarstjórnar-
innar, sem umræddur meirihluti
studdi, um þá tilhögun á hita-
veituframkvæmdum fyrir kaup-
staðinn, sem Alþýðublaðið sagði
frá i gær og felur það i sér, að
samið verður við Reykjavikur-
borg um verkið.
t upphafi fundar i bæjarstjórn
Kópavogs i gær kvaddi Eggert
Steinsen sér hljóðs, en hann
stjórnaði fundinum sem varafor-
seti bæjarstjórnarinnar i fjarveru
Framhald á bls. 4
JAFNTEFL115:15
OG FRAM GETUR
KOMIST ÁFRAM!
Fram og danska liðið
Stadion gerðu jafntcfli 15:15,1
fyrri leik liðanna i Evrópu-
keppninni i gærkvöld.
Fram nægir þvi eins marks
sigur ■ seinni leik liðanna
annað kvöld til að komast i 2.
umferð keppninnar.
Sjá nánar á iþróttasiðum
15,1 (t, og 17. siðu.
ERLENDAR FRÉTTIR:
HYIAR VIDRÆÐUR
Á NÆSTA LEITI
Búizt er við, að nýjar viðræður
milli Islendinga og Breta um
lausn landhelgismálsins hefjist
snemma i næsta mánuði — að þvi
haft var eftir brezkum embættis-
mönnum i Lundúnum i gærkvöldi.
F'réttastofan Associated Press
hafði eftir sömu heimildum, að
ákvörðun um að reyna að koma
hreyfingu á viðræður hafi verið
tekin, eftir að Ólafur Jóhannes-
son, forsætisráðherra, og Heath,
forsætisráðherra Breta, hefðu
skipzt á persónulegum orð-
sendingum.
Enn mun ekki vera ákveðið,
hvort viðræðurnar fara fram i
Reykjavik eða Lundúnum, en lik-
legt þykir samkvæmt þessum
fréttum, að Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra, verði for-
maður islenzku viðræðunefndar-
innar, en lafði Tweedsmuir hinn-
ar brezku.
Frumkvæði að þvi að hefja við-
ræður á ný kom frá Heath, en i
fyrradag afhenti John McKenzie,
sendiherra Breta i Reykjavik,
Ólafi Jóhannessyni , forsætisráð-
herra, bréf frá Heath, þar sem
brezki forsætisráðherrann leggur
áherzlu á nauðsyn skjótrar lausn-
ar til að koma i veg fyrir, að
deilan harðni.
Samkvæmt frétt AP frétta-
stofunnar var Ólafur
Jóhannesson sammála Heath i
svarbréfi sinu, um, að lausn væri
aðkallandi. Bréf forsætisráðherra
var afhent i Lundúnum i gær.
Ekki þarf að taka fram, að
hvorki forsætisráöuneytið né
rikisstjórnin sem slik hafa minnzt
einu orði á bréfaskipti þessi milli
forsætisráðherranna né gefið út
neina fréttatilkynningu þar að
lútandi.