Alþýðublaðið - 28.10.1972, Qupperneq 4
A mánudag 30. okt. n.k. heldur
Knútur Bruun áttunda bókaupp-
boð sitt, það fyrsta á þessum
vetri.
A uppboðinu verða seldar
ýmsar merkar bækur og ritverk
m.a. Eggert Ólafsson, Kvæöi,
(1832), Five pieces of Runic
poetry, óðinn 1.-32. árg., Reykja-
vik 1904-36, Dactylismus Eccles-
iarticus eður Fingra-Rim viðvikj-
andi Kyrkju-Arsins Timum,
Kaupmannahöfn 1838, og Hall-
grimur Pétursson, Diarium
Christianum eður Dagleg Iðkun
(etc.), 3. útg., Hólum 1747, seld
Flateyjarbók 1 .-III. bindi.
Christiania 1860-68, Antiqvitates
Americanæ, Havniæ 1837, Þórður
Þorláksson, Dissertatio Choro-
graphico historia De Islandia 2.
útg. Wittenbergæ 1670 og
Stephanius, Stephan Hansen
(útg.) De regno Danicæ
Norwegiæ (etc.) Lvgdvni Bata-
vorum 1629, en þar er ritgerð
Arngrims Jónssonar: Islandi
tractatvs de Islandicæ gentis pri-
mordiis et veteri Republica.
A uppboöinu verða seldar alls
100 bækur og ritverk.
Bókauppboð þetta fer að venju
fram i Atthagasal Hótel Sögu
Vetraráætlun Loftleiða tekur
gildi 1. nóvember n.k. og mun
gilda til 31. marz á næsta ári.
Samkvæmt áætlun þessari
verða átta ferðir flognar viku-
lega til og frá Luxemburg, fimm
til og frá Skandinaviu, ein Bret-
landsferð, og 14 i viku til og frá
New York.
Þrjár þotur verða notaðar til
ferðanna, og verður ein þeirra
höfð til að halda uppi þremur
vikulegum ferðum Internation-
al Air Bahama, milli Nassau og
Luxemburg. F’arangursrými i
þotunni, sem notuð hefur verið i
Skandinaviuflugið, hefur nú
verið stækkað verulega, s.vo nú
er unnt að flytja 10 til 12 tonn af
vörum auk 111 farþega, en áður
tók vélin 161 farþega.
Brottfanar-og komutimar til
og frá tslandi verða svipaðir og
verið hefur, og er áætlunin i
megin atriðum svipuð vetrar-
áætluninni i'fyrravetur. Meðal
breyinga má nefna að flug-
vélunum er nú ætluð lengri við-
dvöl i Luxemburg en áður. —
Oft er þörf en nú er nauðsyn,
segir i fréttatilkynningu frá
Flugbjörgunarsveitinni, en i
dag er f járöflunardagur
sveitarinnar. Merki hennar
verða seld á Akranesi, tsafirði
Varmahlið, Akureyri, Húsavik,
Egilsstöðum, Neskaupstað,
Hornafirði, Vestmannaeyjum,
Keflavik, Hafnarfirði, Kópavogi
og i Reykjavik.
Fénu verður varið til endur-
nýjunar tækjabúnaðar og
endurbyggingar skála, sem
sveitin eignaðist i haust i Smá-
fjöllum við Tindafjöll (myndin).
öll vinna við hann er sjálf-
boðavinna, en fénu verður varið
til verkfæra og efniskaupa.
Þetta bætir mjög alla æfingaað-
stöðu sveitarinnar, en hún hefur
mikið æft á þessum slóðum.
Þetta er árlegur merkjasölu-
dagur sveitarinnar. —
Aðalfundur landssambands
islenzkra rafverktaka var hald-
inn i Reykjavik fyrir skömmu,
en félögin eru nú orðin sjö, úr
öllum landshlutum. Fundurinn
var vel sóttur en aðal umræðu-
efnið var breyingar á lögum og
skipulagi sembandsins.
Flestir rafverktakar á land-
inu eru félagsbundnir, og er tala
rafverktaka innan sambandsins
um 230. Hagur sambandsins er
sagður góður og hefur það nú, i
samvinnu við Félag löggiltra
rafverktaka i Reykjavik, opnað
skrifstofu að Hólatorgi 2.
Kristinn Björnsson i Keflavik,
var kosinn nýr formaður, en
fráfarandi formaður er Gunnar
Guðmundsson, sem baðst undan
endurkjöri. —
Jakob Björnsson rafmagns-
verkfræðingur, hefúr verið
skipaður i raforkuverkfræði i
verkfræði- og raunvisindadeild
Háskóla Island, frá 1. septem-
ber 1972 að telja.
Forseti tslands skipaði hann
að tillögu menntamálaráð-
herra. —
Krabbameinsfélagi Islands
barst nýlega 100 þúsund króna
gjöf frá börnum hjónanna
Bjarneyjar Jónu Einarsdóttur
og Sigurgeirs Kristjánssonar
frá Isafirði, sem þau gáfu til
minningar um foreldra sina og
sex látin systkini, en alls voru
þau 13.
Krabbameinsfélagið færir öli-
um gefendunum innilegar þakk-
ir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
tslendingar hafa keypt lang
mest af flóttamannaplötunni
World Star Festival, miðað við
nokkra aðra þjóð i heiminum og
eru horfur á að um 2% þjóðar-
innar eignist hana ef svo heldur
áfram sem horfir.
Þetta kom fram er fram-
kvæmdastjóri flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóöanna,
Sadruddin Aga Kan, tók fyrir
stuttu viö 540 þúsund krónum
frá Rauðakrossi Islands vegna
sölu plötunnar hér. Eggert As-
geirsson afhenti peningana við
hátiðlega afhöfn i Genf.
Hingað voru sendar fjögur
þúsund plötur, og eru horfur á
að þær seljist upp fyrir jól.
Tekjumverður varið til hjálpar-
starfs viö flóttafólk i Esh
Shovak i Súdan, en þar sem
sjánlegt er að tekjurnar verða
meiri en upphaflega var reiknað
með, verður einnig veitt aðstoð
við flóttafólk frá Angola, sem
leitað hafa hælis i Zambiu. —
FRAMHÖLDFRAMHÖLDFRAMHÖLD
Hitaveitan
1 Ævintýriö
Hlákuhelgi
1
skemmdir urðu á rafmagnslinu
frá Búrfelli niður á Hellu.
A öðrum stöðum á landinu var
úrkoman mikil, einkum þó
norðan og austan. Stanzlaust
snjóaði á Akureyri i allan gær-
dag, og öxnadalsheiði er ófær.
Þar sitja nokkrir bilar fastir.
Snjóskriða féll i Mánáskriðum á
Tjörnesi en engin slys urðu.
A Dalatanga var úrkoman 56
millimetrar á 12 timum, sem er
mjög mikil úrkoma að sögn
Veðurstofunnar.
Páll Bergþórsson veður-
fræðingur tjáði blaðinu i gær-
kvöldi, að búist væri við austan-
átt og hlýnandi veðri um allt
land þessa helgi. Rigning yrði
austanlands og sunnan, slydda á
Norðurlandi og snjókoma á
Vestfjörðum. Þá á að lægja um
allt land.
Páll nefndi sem dæmi um
hlýnandi veður, að hitastigið
hafi verið komið upp i 4 stig i
Reykjavik og 8 stig á Suð-
austurlandi um áttaleytið i gær-
kvöld.
BROSIÐ
Og þá er bara kellingin enn eftir uppi.
Ég verö að segja eins og er, að allt frá
því við lærðum að tala hefur þú haft
með afbrigðum fagurf og kúlfúrelt
málfar.
3
forseta. Sagði hann efnislega, að
hann væri ekki lengur aðili að þvi
meirihlutasamstarfi, sem siðast
var myndað né heldur styddi
hann lengur Björgvin Sæmunds-
son, bæjarstjóra.
— Mér finnst bæjarráðsmenn
og bæjarstjóri stöðugt hafa verið
aö leika foringja undanfarið með
litlum árangri og samvinnan hef-
ur verið stirð við bæjarstjórnina,
sagði Eggert. Sérstaklega harma
ég vinnubrögð bæjarstjórans i
sambandi við hitaveitumálin i
Kópavogi og get ég ekki lengur
stutt hann endg þótt ég hafi verið
upphafsmaður að komu hans i
bæinn, sem engan veginn gekk
átakalaust fyrir sig innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Með þessari yfirlýsingu bæjar-
fulltrúans er sem sagt fallinn sá
meirihluti, sem myndaður var af
þrem bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins og tveim bæjarfulltrú-
um Framsóknarflokksins gegn
vinstri flokkunum. Hefur sam-
starfið innan meirihlutans gengið
stiðlega upp á siðkastið og ýmis-
legtkomið upp á eins og sést m.a.
af þvi, að margir aðalfulltrúanna,
sem upphaflega mynduðu meiri-
hlutann, hafa um nokkurt skeið
haft litil afskipti — opinber a.m.k.
— af bæjarmálunum i Kópavogi
og kemur þar margt til.
útgerðarfélagið Sókn h.f., — þá
eru risin ný útgerðarfélög i báð-
um Barðastrandasýslunum.
Sókn ætlar að halda sig við
rekstur fiskiskipa, en þeir
Bilddælingar eru stórhuga og
ætla lika að reka skipmiðlun og
fasteignir og ennfremur stunda
lánastarfsemi Hlutaféð er
heilar 4 millj. króna, sem
skiptist i 50 þús. og 100 þús.
króna hluti. Rúmar tvær
milljónir eru komnar inn.
Þá kemur að lokum útgerðar
bærinn Olafsfjörður með nýtt
félag, Útgerðarfélag Olafs-
fjarðar.
Það félag verður lang stærst i
sniðum, hlutaféð er hvorki
meira né minna en rúmar 10
milljónir, sem skiptast i þrjá
flokka, og hver flokkur skiptist i
10 tiuþúsund króna hluti og 34
hundraðþúsund króna hluti. Allt
hlutaféð kvað vera greitt.
Iþróttir
8
11. Brian Rasmussen
12. Finn Olsen
markmaður
Þjálfari: Gert Andersen
Liðstjóri: Finn Andersen
Fararstjór: Vagn Henriksen.
Þjálfarí: Karl Benediktsson.
Liðsstjóri." Páll Jónsson.
Leikmeiyi FH:
1. Hjálti Einarss. markm.
2. Birgír Björnsson fyrirl.
3. Sæmundur Stefánsson,
4. Viðar Simonarson
5. Gils Stefánsson,
6. Jónas Magnússon,
7. Arni Guðjónsson,
8. Auðunn Óskarsson,
9. Þórarinn Ragnarsson,
10. Geir Hallsteinsson,
11. Orn Sigurðsson,
12. Hörður Sigmarsson
13. Gunnar Einarsson,
14. Birgir Finnbogason,
15. ólafur Einarsson,
Þjálfari: Birgir Björnsson,
Liðsstjóri örn Hallsteinsson.
Blaðamenn
3
A sjálfum blaðamannafundin-
um var setið i einum æfingasaln-
um með krosslagða fætur, og
urðu þar m .a. miklar vangaveltur
um það, hversvegna karlmenn
sæki Heilsuræktina svo illa. Jó-
hanna sagðist ekkert svar eiga
við þeirri spurningu, — og það er
enn óskiljanlegra, þegar þess er
gætt, að ekki kostar nema þrjú-
þúsund krónur að sækja þangað
æfingar tvisvar i viku i þrjá mán-
uði, en það þýðir, að hver timi
kostar aðeins um 125 krónur.
1 framriðinni er hugmyndin, að
Heilsuræktin flytji i eigið hús-
næði, og reyndar hefur þegar ver-
ið tryggð lóð undir það við Sigtún.
Finnski arkitektinn Alvar Aalto,
sem teiknaði Norræna húsið, tók
að sér að teikna þetta fyrirhugaða
heilsuræktarhús, og að sögn Jó-
hönnu má vænta þess, að hann
skili teikningunum þá og þegar.
Vopnahléið
1
hreyfingin hefur þegar hafnað,
um þjóðaratkvæðagreiðslu i
Suður-Vietnam til aö kjósa þá
menn, sem eiga að undirbúa
nýjar kosningar og stjórnarskrá
i landinu.
Laird landvarnaráðherra
Bandarikjanna sagði i gær, að
öllum loftárásum Banda-
rikjanna norðan við 20.
breiddarbaug hefði verið hætt.
Nixon Bandarikjaforseti
sagði ennfremur á kosninga-
fundi i gær, að samkomulagið
við Norður-Vietnama markaði
þáttaskil.
Haft var eftir Kosigyn. for-
sætisráðherra Sovétrikjanna i
gærkvöld. að hann vonaði, að
endanleg lausn á Vietnam-
striðinu væri skammt undan.—
0
Laugardagur 28. október 1972