Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 1
albýou
HEFUR ISLANDS-
VERRHI fn VIR
BRETAHUM?
Veðrið, sem landhelgisbrjótarnir
hrepptu hér fyrir vestan og norð-
an land nú um helgina, virðist
hafa ýtt við Bretanum.
1 gær var haft eftir Hudson for-
seta Sambands brezkra togaraeig
enda, að ekki væri hægt að vinna
,,'við óbreyttar aðstæður” á Is-
landsmiðum. Hudson bætti þvi
við, að þvi fyrr sem samningavið-
ræður hæfust, þvi betra.
Brezku blöðin skrifuðu mikið i
gær um erfiðleika brezkra togara
á íslandsmiðum, en skrifin eru
okkur hliðholl og eru tslendingar
sagðir hafa sýnt drengilega fram-
komu með þvi að leyfa nauð-
stöddum skipum að fara upp að
ströndum landsins áreitnislaust.
Framhald á bls. 4
EKKISEINNA VÆNNA
AÐ KOMA SÉR Á FLOT
1 dag eru siðustu forvöð að
synda 200 metrana i Norrænu
sundkeppninni, þvi henni lýkur i
kvöld. samkvæmt þeim tölum,
sem liggja fyrir, virðast Islend-
ingar vera sigurstranglegastir að
þessu sinni. —
SKIP-
HERRANN
OG SPEGIL-
MYND HANS
bað er farið með það eins og
mannsmorð þegar varðskipin
okkar (sem Bretinn kallar fall-
byssubáta) liggja hér i höfninni,
og visast halda þeir hjá Gæzl-
unni, að á meðan blöðin segi
ekki frá þessu, þá muni fjand-
mennirnir ekkert vita. Blaða-
mönnum finnst þetta þó hæpið.
Það væri aumur njósnari, sem
gæti ekki aflað sér þessara upp-
lýsinga án þess að gerast áskrif-
andi að dagblöðunum. Hann
þyrfti ekki annað en bregða sér
upp á Arnarhól og sæi þá ekki
einasta hvert eitt og einasta
varðskip, sem lægi hér við
bryggjur, heldur lika flesta sem
væru á róli um borð, allt niður i
messaguttann. Myndin hér
staðfestir þessa skoðun, þó að
þvi fari að visu fjarri, að hér sé
messastrákur á ferð. Ljós-
myndarinn okkar brá sér i
bryggjugang fyrir skemmstu og
náði þá ekki einasta að festa
Guðmund Kjærnested, skip-
herra á Ægi á filmuna, heldur
lika spegilmynd hans i vatns
elgnum.
SKOTIÐ GEGNUM
GLUGGA OG VEGG
Einhverntima um helgina var
skotið innum glugga á skrifstofu-
húsnæði Oliufélagsins að Hverfis-
götu 33, og fór kúlan i gegn um
tvöfalt gler, en hvor rúða er um 6
mm þykk og siðan i gegnum
Hansa-gluggatjöld, þaðan i gegn-
um 10 mm þykkan millivegg og
loks inn i annan vegg og stöðvað-
ist þar milli þilja!
Lögreglunni var tilkynnt um
þetta i gær, en engin hafði komið
á skrifstofuna frá kl. 17 á föstudag
þar til i gær. Virðist vopnið hafa
verið öflugt og hefði skot þetta
tvimælalaust getað banað manni.
Skotmaðurinn var ófundinn i
íærkvöldi.
ÞA ER
ÞAÐ AF-
RÁÐIÐ
ÞEIR ÆTLA SER HVORKI
YFIR NÉ UNDIR HVALFJÖRÐ
Sérstök nefnd, sem undanfarin
ár hefur rannsakað hugsanlegar
endurbætur á samgöngum um
Hvalfjörð, hefur skilað þvi áliti,
að leggja skuli fullkominn veg
fyrir fjörðinn með þeim stytting-
um hans, sem hagkvæmar eru.
Nefndin álitur jafnframt, að
æskilegt sé, að einhvers konar
farkostur til fólksflutninga verði i
förum milli Reykjavikur og
Akraness.
Þessi niðurstaða nefndarinnar
þýðir, að hún hafnar sem óhag-
kvæmum leiðum öllum hugmynd-
um um ferjur yfir Hvalfjörð, brú
yfir fjörðinn, jarðgöng undir hann
eða bilaferju milli Reykjavikur
og Akraness.
Hvalfjarðarnefnd var skipuð
vorið 1967 i framhaldi af álykt-
unartillögu, sem allir þingmenn
Vesturlandskjördæmis stóðu að,
enda þótti nauðsynlegt að rann-
sakað yrði, hvaða leið væri væn-
legust til að bæta samgöngur um
Hvalfjörð. 1 nefndinni voru skip-
aðir þeir Sigurður Jóhannsson
vegamálastjóri, Gústaf A. Páls-
son verkfræðingur og Björgvin
Sæmundsson verkfræðingur,
þáverandi bæjarstjóri á Akra-
nesi. Nefndin hefur kallað fjölda
sérfræðinga og stofnana til að-
stoðar. Voru athugaðar fimm
leiðir til lausnar vandanum:
1. Bílferja milli Akraness og
Reykjavikur með hafnarmann-
virkjum:kostnaður talinn 1.053
milljónir, afkastavextir 12%.
Svifskip (Hovercraft): kostn-
aður 1.177 milljónir, afkasta-
vextir 5%.
2. Jarðgöng frá Saurbæ að Innra-
Hólmi (vegur út á skerið
Laufagrunn, göng þaðan) og
vegur vestan Akrafjalls og yfir
Leiruvog: Kostnaður talinn
4.966 milljónir, afkastavextir
3%.
3 Ferjur frá ósum Kiðafeltsár að
Ytri-Galtavik, vegur austan
Akrafjalls: Kostnaður 576—610
Framhald á bls. 4
Hún opnaði um helgina,
sat fyrir hjá okkur í gær
og við segjum lítillega
frá henni í rammasafn-
inu á baksiðu.
SPRENGIEFNI A ALMANNAFÆRI
Heill kassi af dynamiti hefur
fundist úti á miðri götu, hvað
eftir annað er sprengiefni flutt
mjög gáleysislega, sprenginga-
menn hafa geymt virkar
sprengjur upp á gangstéttum
við umferðargötur.
Heilu kassarnir af sprengiefni
eru geymdir úti á viðavangi i
matar- og kaffitimum, og viða
er dynamit geymt i mjög
ótryggum skúrum, og er þess
skemmst að minnast, þegar lit-
ill drengur i Hafnarfirði brauzt
inn i einn slikan i vor náði i
sprengiefni og stórslasaðist.
Þetta hafði Sigurður Agústs-
son, fulltrúi hjá Slysavarnarfé-
lagi Islands að segja, er blaðið
spurði hann, hvert tilefni þeirra
tilmæla Slysavarnarfélagsins i
útvarpi að undanförnu, að aðgát
skyldi sýnd i meðferð sprengi-
efnis.
Sigurður sagði að nú væri
fjöldi manns meira og minna
örkumla eftir sprengjuslys, en
einkum hafa mörg börn slasast
af fikti við sprengiefni, sem þau
hafa auðveldlega getað komizt
yfir.
Engin reglugerð er til um
meðferð sprengiefnis, en þó
hafa verið haldin námskeið i
meðferð þess.
Fá þvi engir afgreitt sprengi-
efni nema þeir geti sýnt vottorð
um að hafa sótt þessháttar
námskeið.
Þar með er sagan þó ekki öll,
þvi iðulega fer svo efnið úr
höndum þessara manna til
óvaninga, og þar mun liggja
aðalorsökin fyrir þeim slysum,
sem orðið hafa.
Eitt alvarlegasta atriðið sagði
Sigurður vera kæruleysið við
Framhald á bls. 4
SVFI VARAR ERN VIR HÆTTUNRI - AR CEFNU TILEFHI