Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 3
HÆSTA MEÐAL- VERD SlLDAR- VERTfDARINNAR Sildveiði islenzku bátanna i Norðursjónum datt nokkuð niður i siðustu viku, eftir afbragðsgóða veiði vikuna á undan. Þrátt fyrir það er ekki hægt að tala um lélega veiði, og meðal- verðið sem islenzku bátarnir fengu i siðustu viku, er það hæsta á vertiðinni til þessa. Það sem lyfti meðalverðinu upp voru nokkrar sérlega góðar sölur hjá islenzku bátunum i byrjun vikunnar. Má sem dæmi nefna sölu Óskars Magnússonar AK 24. október, þegar hann seldi 38,7 lestir sildar fyrir rúma eina milljón króna, eða hvert sidTar- kiló að meðaltali á 28,05 krónur! Heildarsildaraflinn nam aðeins 965 lestum i siðustu viku, en heildaraflaverðmætið var 20 milljónir króna. Meðalverð var 21,09 krónur. Bátar sem fengu afía i siðustu viku voru 19 talsins, og þeir lönduðu allir afla sinum i Danmörku. Þess má geta til viðmiðunar, að afli óskars Magnússonar AK jafngildir ca. 400 tunnum eins og það var mælt upp á gamla móð- inn. Hefði það þótt drjúgt i gamla daga að fá 2,500 krónur fyrir hverja tunnu spriklandi sildar. GOMLU PLONIN ERU ORÐIN HÁSKALEG Fulltrúi SVFÍ boðaður til Raufarhafnar Sildarplön viðsvegar um landið hafa nú heldur betur skipt um hlutverk, þvi i stað þess að mala gull og skapa atvinnu, eru þau að verða einhverjar hættulegustu slysagildrurnar i fjölda sjávar- þorpa. Þannig óskaði kvennadeild Slysavarnarfélagsins i Raufar- höfn nýlega eftir þvi, að Slysa- varnarfélagið sendi fulltrúa sinn á staðinn til að kynnast ástandinu á eigin raun. Astandið var sannarlega slæmt og full ástæða til að hefjast þegar handa um úrbætur, sagði Sigurð- ur Ágústsson, fulltrúi Slysa- varnarfélagsins, sem fór til Raufarhafnar, er blaðið hafði tal af honum i gær. Plönin eru öll að fúna og grotna Leiðrétting Villa slæddist inn i fyrstu máls- grein fréttar Alþýðublaðsins s.l. laugardag um nauðungaruppboð á þremur skipum Hafskips h.f. og einu skipi Fragtskips h.f. Rétt er setningin svohljóðandi: Mánu- daginn 11. desember fer fram nauðungaruppboð samkvæmt auglýsingu Borgarfégetaemb- ættisins i Reykjavik i siðasta tölu- blaði Lögbirtingarblaðsins á fjór- um islenzkum kaupskipum. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. — 'niður, börn sækja mikið þangað til leikja og sú hætta vofir stöðugt yfir að eitthvað brotni undan þeim, eða þau detti fram af ein hverju hrófatildrinu þvi handrið eru nær öll horfin, sagði Sigurður. Að visu munu ekki hafa orðið alvarleg slys á plönunum nýlega, en allmörg minni óhöpp. Þykir slysavarnakonum á staðnum það þóslæmur fyrirboði, og vilja gera eitthvað raunhæft i málinu áður en slysin varða alvarlegri. Undirtektir eru hinsvegar dræmar, að sögn Sigurðar. Eigendur plananna hafa ekki sinnt þeim og vilja að sögn ekki leggja i neinn kostnað við nauðsynlegustu öryggisráðstafan ir. Hreppsfélagið vill ekki heldur leggja fé i endurbætur, segir að eigendur eigi að gera það, og sýslan telur þetta mál hreppfé- lagsins. Þótt sjálfboðavinnu hafi verið heitið, skortir fé til efniskaupa, þvi viða þarf að negla fyrir hættu- leg göt og loka hurðum, en ekkert fé er að fá. Virðist þvi sem hér sé að endurtaka sig gamla sagan, að ekkert er gert fyrr en alvarlegt slys hefur borið að höndum. Sigurður sagði að ástandið á Raufarhöfn væri ekkert eins- dæmi, þvi viða um land væru grotnandi sildarplön, sem yrðu hættulegri með hverju árinu. Hef- ur hann viða farið og gefið leið- beiningar um öryggisráðstafanir, en undirtektir eru þvi miður oft- ast dræmar, enginn vill kosta verkið. DATSUN BIFREIÐAKAUPENDUR! Varið ykkur á vegheflunum Athugið að þeir bilar sem aðeins eru 11-14 cm. háir undir lægsta punkt, eru ekki ætlaðir islenzkum staðháttum, heldur aðeins fyrir steypta eða malbikaða vegi. DATSUN bilarnir eru hinsvegar 17,5-21 cm. undir lægsta punkt og auk þess er yfirbygging og allur búnaður bilanna sérstaklega ætl- aður fyrir jafn slæma vegi og hæð hans leyfir. 400 nýir DATSUN bilar á íslandi siðustu 18 mánuði sanna þetta svo ekki verður um villzt. Komið skoðið og reynsluakið DATSUN og sannfærizt um að DATSUN er óskabill íslendinga. INGVAR HELGASON heildverzlun Vonarlandi við Sogaveg Simar 84510 og 84511. NEFNDARVERKAMOMNIM FAGNAD SEM ÞJOOHETJUH Utanrikisráðherra ísraels mótmælti í gær við sendi- herra Vestur-Þýzkalands í israel þeirri ráðstöfun v- þýzkra yfir valda að láta lausa skæruliðana þrjá, sem handteknir voru eftir blóðbaðið á Olympiuleik- unum í Munchen í sumar, þarsem 17 manns létu lifið, LENGI VON A EINUM tR PAP HlNéAÐ S£N 1 MAOOK Á Ab KOMA P£(jAK PJÓÐÞRIFA- FyRlRTÆKlí), SEM MAOóK SToFNAÐI AF FÁPÆMA OIRPSKU OCr Ku6KVÆMN/,tR KoM\Ö Á $ULLANP\ HAUÍANN? V;"----------- VENJULE-CiA enpar VAP MEE) S6ELF/N60 EN VESSUM -fo'KST A9 feVkJA HCP SKELFINGLJ/ þar af 11 ísraelskir íþrótta- menn. Arabiskir skæruliðar rændu á sunnudagsmorgun einni af flug- vélum Lufthansa, tóku farþegana gisla og kröfðust arabisku hermdarverkamanna þriggja, ef farþegarnir ættu að halda lifi. Arabarnir þrir voru látnir lausir að lokum, þegar sýnt þótti, að flugræningjarnir mundu standa við ógnanir sinar um að sprengja vélina i loft upp. Ahöfn vélarinnar flaug henni siðan til Tripoli i Lýbiu með flug- ræningjana og arabisku hermdarverkamennina þrjá, en þeim var fagnað sem þjóðhetjum við komuna til Tripóli. Talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnarsagði i gær, að mót- mæli Israelsmanna væru ósann- gjörn og Willy Brandt sagði i þinginu i Bonn, að eins og aðstæð- ur hefðu verið, hefði mestu skipt að frelsa farþega Lufthansa- vélarinnar úr lifshættu. Vesturlandskjördæmi Raforkumál, húsnæðismál og idreifing opinberra stofnana, verða meðal málaflokka, sem ræddir verða á aðalfundi sam- taka sveitarfélaga i Vestur- landskjördæmi þann 5. nóvem- ber n.k. Fundurinn verður haldinn á Hótel Akranesi og hefst kl. 10 árdegis. Nú eru 30 sveitarfélög aðilar að samtökunum og stend- ur til að ráða framkvæmda- stjóra til þeirra. Meðal þeirra sem halda fram- söguerindi á fundinum, eru Magnús Kjartansson ráðherra, Óskar Eggertsson stöðvarstjóri Andakilsárvirkjunar, Sigurður E. Guðmundsson framkvæmda- stjóri og Ólafur Ragnar Grims- son lektor. — RAMBAOI A 350,000 Úrslit leikja i Englandi voru sannarlega ekki eftir formúl- unni á laugardaginn. Þvi kom það mjög á óvart, að getraunaseðill með 11 réttum leikjum skyldi finnast. Og sem betur fer fyrir eigandann, var aðeins um þennan eina seðil að ræða, sem gefur honum rúmar 350 þúsundir króna i vasann. „Hann hlýtur að hafa notað tening þessi”, sögðu þeir hjá Getraununum i gær. Velta Getrauna fór nú i fyrsta sinn á vetrinum yfir milljón, og þvi var hálf milljón borguð i vinninga. 23 seðlar fundustmeð 10 réttum leikjum og fær hver þeirra 5,600 krón- ur. Seldir getraunaseðlar voru 40 þúsund. Þriðjudagur 31. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.