Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 11
Kross- gátu- kríliö □ T>U6 HPHó, 'm/T TBCr SruRL LTÐ d HLUT #E>/ fíf &ALL/ 5 KOB mis |• ímjófí L‘//</ fífíW SRtr HL ■ pm m'fíL- VECrO uR SIW, TUR. fím^ HJÓR. DÓr/fi L-BCr L ÞVfHU SfíR 1 1 FoRbK íoB/H I* SMR. £/*/< ST. T/'/rm BIL 5PRU 6 BBT M L S ÍB íð i> xt 5> k> 5> a Coi r- X> C t" Í) Ca • * S O ö ö <r> r^ ^íj s S Þ i> a c r- Þ s í) ' *> k> SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt og beið eftir draugalegu skrjáfi kastaniutrésins þegar vindurinn þaut mjúklega i greinum þess, og þá sagði ég við sjálfa mig: — Yfirgefin. Þetta er i annað sinn á ævinni. Hvers vegna yfirgefa allir þig? Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þvi. Tvisvar á einni ævi. En faðir minn myndi aldrei yfirgefa mig. Hann myndi koma aftur. Ég gat ekki tekizt á við lifið án hans. Ég hafði veriö svo ánægð með það eitt að vera hjá honum og fram að þessu hafði hann veitt mér það sem bernskunni er bezta gjöfin — öryggi. Ekki fjárhags- legt öryggi heldur hið eina öryggi, sem barni er einhvers virði, að þykja vænt um það. Ég hafði veriö kennaranemi i tæpan mánuð — þó mér virtist það likara ári — þegar fregnin kom. Ég var að lesa bekknum fyrir þennan morgun, en ég hafði ekki hugann við það sem ég var að gera. Það var hlýr vordaeur. Bý- fluga var ýmist að skriða uppeftir gluggarúðunni eða fljúga burt i fússi til þess eins að snúa aftur og henda sér á glerið i ör- væntingarfullri tilraun tií að l'osna úr prisundinni. Hún var i gildru. Komst ekki út — en glugg- inn hinum megin i stofunni var opinn og þangað vildi himsinginn ekki fara. Hún hélt áfram að suða viðstöðulaust fram og aftur. t prísund! Eins og ég sjálf. Uyrnar opnuðust skyndilega og i þeim stóð ungfrú Graeme og horfði einkennilega á mig. Ég tók eftirað súgurinn frá dyragættinni beindi býflugunni i aðra átt. Hún fann opna gluggann og flaug út. — Þú átt að mæta i lesstofunni, sagði ungfrú Graeme. Fyrsta hugsun mín var þessi: Það hafa komið fréttir af honum. Ef til vill verður hann i lesstof- unni þegar ég kem þangað. Ég sneri mér til dyranna. — Þú ættlr að láta bekkinn hafa eitthvert verkefni á meðan, sagði ungfrú Graeme i ávitunarrómi. Ég sagði þeim að halda áfram að lesa, siðan flúöi ég framhjá ungfrú Graeme, upp stigann að lesstofunni. Ég barði að dyrum og beið eftir svari. Ungfrú Emily sat við skrifborðið með bréf fyrir framan sig. — Þú mátt setjast, Nora. Ég er með bréf hérna. Það hafa orðið tafir á póstflutningum vegna flóð- anna i Ástraliu. Ég sat kyrr og leit ekki af andliti hennar. — Þú verður að vera hughraust, væna min, hélt hún áfram bliðlega. Ég var veik af kviða. Þetta hlutu að vera afar slæmar fréttir fyrsthún sagði „væna min”. Þær voru það. Þær gátu ekki verið verri. — Astæðan fyrir þvi að við höf- um ekkert frétt af föður þinum er sú að hann er dáinn. Ég skjögraði upp i kvistherberg- ið mitt og lagðist á rúmið. Lauf kastaniutrésins bærðust við gluggann, blærinn þaut lágt i greinunum og sólskinið kastaði dansandi skuggamynztri á vegg- inn. Ég átti aldrei að sjá hann framar. Það áttu ekki að verða nein auðæfi, engin ferðalög, eng- ar samvistir — ekkert nema alger auðn og tóm. Hann lá grafinn hin- um megin á hnettinum og allan timann sem ég hafði beðið eftir bréfi frá honum, hafði hann legið i likkistu með mold ofaná sér. Jafnvel ungfrú Emily vorkenndi mér. — Farðu upp i herbergið þitt, hafði hún sagt. — Þú þarft að jafna þig eftir þetta áfall. Ég hafði farið þangað blind- andi. Ég hafði ekki hlýtt á það sem hún var að segja/en þar sem ég lá þarna hljómuðu orðin fyrir eyrum mér. — Þá er framtið þin ákvörðuð. Mér stóð á sama um framtiðina. ég hugsaði aðeins um eymd liðandi stundar. Ég sá hann fyrir mér, mundi eftir hiæjandi augum hans, heyrði drynjandi röddina: — Þegar skip mitt kemur að landi... Og hinn ægilegi sannleikur var sá að skip hans mundi aldrei koma að landi. Það var strandað á skeri dauðans. Hann hafði skrifað mér, að hann væri að deyja. Hvað það var likt honum! Bréfið hafði komið frá lögfræðingum hans ásamt til- kynningunni um lát hans. Ungfrú Emily sagðist hafa slegið þvi á frest að fá mér það þar til ég hefði komizt yfir fyrsta áfallið. „Syrgðu mig ekki. Við áttum saman skemmtilegar stundir. Láttu ekki dapurleikann snerta minningu þina um mig, Nora. Ée vildi heldur að þý gleymdir mér alveg ,en að minningin um mig gerði þig dapra. Þetta var slys... og það reið mér að fullu, en þér er borgið, Nora. Góðvinur minn hefur lofað mér þvi. Mörður er maður sem stendur við orð sin og hann hefur gefið mér þetta loforð. svo ég geti dáið glaður. Hann ætlar að sjá um þig.Nora.og hann gerir það betur en ég gæti. Þegar þú lest þetta verð ég farinn, en þú verður ekki ein... Skriftin var varla læsileg. Siðustu orðin voru: Vertu glöð, og það var rétt hægt að komast fram úr þeim. Ég gerði mér i hugar- lund hvernig penninn hefði runnið úr höndum hans eftir að hann skrifaði þau. Til hinstu stundar hafði öll ást hans og umhyggja beinzt að mér. Ég las bréfið aftur og aftur. Ég ætlaði að bera það með mér alla tiö. Og ég lá sem dofin á rúminu minu, án þess að geta hugsað um hvað framtiðin bæri i skauti sinu, án þess að geta hugsað um neitt annað en að hann var horfinn. Ungfrú Emily sendi eftir mér. Ungfrú Grainger var með henni i lesstofunni og hjá þeim var maður, svartklæddur með hvitt hálstau og mjög hátiðlegur á svip. Ég hélt að þetta væri hinn nýi for- svarsmaður minn, en þó gat hann ómögulega verið sá sem faðir minn hafði lýst og kallað Mörð. — Þetta er Nora Tamasin, sagði ungfrú Emily. — Nora, þetta er herra Marlin frá Marlin Synir og Barlow — lögfræðingum föður þins. Ég settist niður og hlýddi á, án þess að skilja allt til fullnustu, til þess var ég enn of gagntekin af óhamingju. En mér skildist þó að gengið hafði verið frá lögfræði- legri hlið málsins og að það átti að fela mig umsjá herra Charles Herrick, mannsins, sem faðir minn hafði tilnefnt forsvarsmann minn. — Herra Herrick óskar að sjálfsögðu eftir að taka þig inn á heimili sitt og þú átt að fara til hans eins fljótt og auðið er. Það er i Astraliu og það var siðasta ósk föður þins, að þú færir þangað. Herra Herrick getur ekki komið til Englands, en hann sendir ein- hvern af fjölskyldunni eftir þér til að fylgja þér til þins nýja heim- ilis. Herra Herrick er umhugað um að þú ferðist ekki einsömul. Ég kinkaði kolli og hugsaði með mér: Þetta hefur faðir minn vilj- að. Hann hlýtur að hafa beðið Mörðinn — það var erfitt að hugsa sér hann með meinleysislegt nafn eins og herra Herrick — að sjá vel um mig. Búizt var við sendimanni for- svarsmanns mins til Englands eftir nokkrar vikur. Á þeim tima átti ég að búa mig til brottferðar. Herra Marlin kvaddi og fór og ungfrú Emily sagði að nú hefði verið gengið frá öllu á mjög við- unandi hátt, en það skildi ég svo að allir reikningar hefðu verið greiddir. Næstu vikurnar gat ég notað til undirbúnings undir brottförina. Ég gæti ef til vill þurft að kaupa mér hitt og þetta. Það mátti ég gera — innan sann- gjarnra takmarka — og ungfrú Emily myndi náðarsamlegast leyfa einhverjum kennaranna að fylgja mér i borgina og ráðleggja mér um kaupin. Ef til vill kysi ég heldur að vinna við bækur minar. Mér kynni að reynast vinnan bezta meðalið við sorginni og óska eftir að halda áfram sem kennaranemi, sem mér virtist farast allvel úr hendi, enda þótt á það hefði ekki verið minnzt áður. — Nei,þakka yður fyrir, ungfrú Emily, sagði ég. — Ég ætla að búa mig undir að hitta þann sem á að koma og sækja mig, og gera þau innkaup sem ég tel nauðsynleg. Ungfrú Emily hneigði höfuðið. Ég var um kyrrt i kvistherbergi minu. Veslings Mary öfundaði mig. Hún sá aðeins nýtt og spenn- andi lif framundan hjá mér — hún gerði sér ekki grein fyrir hvilik sorg hafði verið undanfari þess. Ég fór i verzlunarferð. Ég keypti köflóttu ullarkapuna og pilsið og sterk stigvél, sem ég áleit hentu þar sem ég átti að vera. Ég hafði 18 á mennina tvo, John Anderson og Thomas Haskins, með radd- prófunum. (Barið að dyrum) Anderson: Hver er þar? Haskins: Það er ég, Tommy. Anderson: Komdu inn. Sástu nokkuð grunsamlegt niðri? Haskins: Nei. En það lúsabæli, elskan min. Anderson: Ég tók þetta her- bergi aðeins, svo að við gæt- um talað saman. Ég ætla ekki að fara að sofa hér. Seztu og fáðu þér koniak. Haskins: Nei. þakka þér fyrir. En ég held ég fái mér hass. Vilt þú lika? Anderson: Ég held mig við koniakið. Hvernig gekk? Haskins: Mjög vel, aö ég held. Ég fór fyrir tveimur dögum. Snapper fer á morgun. Andersón: Nokkur vandræði? Haskins: Svolitil. En við réðum bót á þvi. Anderson: Græddir þú eitthvað á þessu? Haskins: Eins mikið og ég gat vonazt eftir. Ég fékk ekki eins miklar upplýsingar og þú hefðir óskað þér, en fróðlegar samt. Anderson: Tommy, ég fer ekki að úthúða þér. Þú ert skarp- ur. Þú veizt, að ég fer ekki að borga fimm hundruð dali fyr- ir slæmar upplýsingar, þegar ég er að ráðgera innbrot. Segðu mér fyrst — áður en þú segir mér, hvers þú varðst visari — borgar þetta sig? Haskins: Hvaða ibúð, elskan min? Anderson: Allar. Haskins: Jesús Kristur. Anderson: Borgar það sig? Haskins: Já, það borgar sig! Anderson: Hver heldur þú, að afraksturinn verði? Haskins: Að minnsta kosti tvö hundruð þúsund dalir og kannski tvisvar sú upphæð. Anderson: Það er svipað og ég held. Jæja, byrjaðu nú. Haskins: Ég vélritaði skýrslu á ritvél Snappers og tók eitt af- rit, svo að við getum farið yfir hana i sameiningu. Aubvitað færð þú bæði eintökin. Anderson: Auðvitað. Haskins: Jæja þá. Byrjum á dyravörðunum. Þeir eru þrir: Timothy O’Leary, Kenneth Ryan og Ed Bakely. Vaktir þeirra eru i sömu söð: frá miðnætti til kl. átta að morgni, frá átta til fjögur og frá fjögur til miðnættis. O’Leary, sá sem er á nætur- vaktinni er drykkjumaður. Fyrrverandi lögregluþjónn. Þegar einn þeirra fær fri, vinna hinir á tólf tima vöktum og fá tvöfalt kaup. Stundum til dæmis á jólum, eru tveir þeirra i frii i einu, og þá er ráðinn maður til afleysinga. Er þetta ljóst? Anderson: Haltu áfram. Ilaskins: Það er nánar skýrt frá þessu i skýrslunni, elskan min, en ég ætla að fara yfir helztu atriðin, ef þú skyldir þurfa að spyrja einhvers. Anderson: Haltu áfram. Haskins: Húsvörðurinn. Ivan Block. Ég held hann sé Ung- verji eða Pólverji. Hann er alltaf undir áhrifum. Hann er þarna allan sólarhringinn sex daga vikunnar. A mánudög- um fer hann til systur sinnar, sem er gift og býr i New Jersey. Húsvörðurinn i næsta húsi hleypur i skarðið fyrir hann, ef með þarf. Hann leys- ir Block af, þegar hann fer i tveggja vikna sumarfri, en það tekur hann alltaf i mai. Block er sextiu og fjögurra ára gamall og er blindur á öðru auga. Hann hefur eitt herbergi og baðherbergi i kjallaranum. Ryan gaf i skyn. að hann væri hinn mesti nirl- ill. Það er ekki óhugsandi, aö eitthvað sé grafið undir dýn- unni hans. Anderson: Það getur verið. Þessir gömlu innflytjendur treysta ekki á banka. Höldum áfram. Mér fellur þessi staður illa. Haskins: tbúð 1A á fyrstu hæð, inni af anddyrinu. Þar er dr. Erwin Leister, sérfræðingur i meltingarsjúkdómum. Hann hefur hjúkrunarkonu og rit- ara i sinni þjónustu. Stofa hans er opin frá kl. niu fram til kl. um það bil sex. Sundum vinnur hann lengur. Hjúkr- unarkonan og ritarinn fara venjulega klukkan hálfsex. Sálfræðingurinn heitir Dimitri Rubicoff og er með stofu nr 1B. Hjá honum er op- ið frá klukkan niu til niu. Stundum lengur. Snapper segir þér nánar frá þessum læknum eftir fimmtudaginn. Anderson: Þetta gengur vel hjá þér. Haskins: Það eru tvær ibúðir á hverri hæð. Annars er jarð- hæðin kölluö fyrsta hæð. Efsta hæðin er sú fimmta, þar sem svalirnar eru. Anderson: Ég veit það. Haskins: önnur hæð, ibúð 2A. Eric Sabine. Hibýlafræðingur og þykir góður. Það var skrif- uð löng grein um ibúðina hans i Times i fyrra. Ég las hana aftur núna. Frummyndir eftir Picasso og Klee. Agætt safn listmuna frá miðöldum. Stór- kostleg, austurlenzk ábreiða, sem metin er á tuttugu þús- und. A myndinni, sem birtist af honum i Timcs, var hann með þrjá dýrindis hringa. Hann er ekki min gerð, elskan min, en hann er greinilega vellauðugur. Mér ætti ekki að verða skotaskuld að fregna nánar af honum, ef þú vilt. Anderson: Við sjáum til. Haskins: tbúð 2B. Hr. og frú Aron Rabinowitz. Ung, auðug hjón af Gyðingaættum. Hann er meðeigandi i lögfræðifirma á Wall Street. Þau starfa mik- ið að leikhúsmálum. Mjög frjálslynd. Þetta er ein af þremur ibúðum, sem ég kom inn i til að taka viðtal. Hún var heima og hafði mikinn á- huga á væntanlegri neð- anjarðarlest og ástandi hinna fátæku. Nýtizku húsgögn. Ég sá ekkert fémætt nema gift- ingarhringinn hennar. Þar sem hann er lögfræðingur, held ég, að þau hafi peninga- skáp inni i vegg. Þau eiga góð Þriðjudagur 31. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.